Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 30
G uðmundur Einarsson fæddist 5. nóvember 1948 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. „Ég náði að vera söngvari í tveimur grúppum sem urðu ekki landsfrægar fyrr en ég hætti í þeim; Ríó tríó og Tatarar. Ég var formaður skólafélags Gagnfræðaskólans í Kópavogi, stússaðist í skátunum og var í Leikfélagi Kópavogs og tók þátt í leikstarfi MR, Herranótt.“ Á sumrin dvaldi Guðmundur í Svínafelli í Öræfum. „Þar gekk ég á jökla og fór yfir Skeiðará á hesti þeg- ar ég var að smala Skeiðarársand og einnig á Drekanum; amerískum beltapramma. Svo veiddi ég sel, allt fyrir fermingu. Ég fór síðan að vinna við olíumalarlögn í Kópavogi á sumr- in og fólkið var svo fegið að fá göt- urnar lagaðar að það bakaði pönnu- kökur handa okkur.“ Guðmundur gekk í Kópavogsskóla og Gagnfræðaskólann í Kópavogi. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1968, BS í líf- fræði frá Háskóla Íslands, 1973, MSc í taugalífeðlisfræði frá Háskólanum í Birmingham, 1975, og kláraði Leið- söguskólann í Kópavogi 2018. Guðmundur vann rannsóknir við háskólann í Birmingham í Englandi 1975-1976, var við kennslu og rann- sóknir við HÍ og nám í vefjarann- sóknum við Montreal-háskóla í Kan- ada (níu mánuðir) 1976-1980, var lektor í lífeðlisfræði við læknadeild HÍ 1980-1985, alþingismaður 1983- 1987 og formaður þingflokks Banda- lags jafnaðarmanna, 1983-1986, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins 1987- 1990, aðstoðarmaður viðskipta- og iðnaðarráðherra 1990-1993, starfs- maður við vinnumarkaðsnefnd EFTA í Genf og aðstoðarmaður Guðmundur Einarsson líffræðingur – 70 ára Hjónin Guðmundur og Dröfn stödd í skíðafríi í Grimentz í Svissnesku Ölpunum. Fjölbreyttur starfsferill Barnabörnin Guðmundur ásamt Dröfn, Þórarni og Guðrúnu. 30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Soffia Vagnsdóttir,skrifstofustjórigrunnskólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar, á 60 ára afmæli í dag. „Stutta svarið við því hvað í starfinu felst er líklega það að leggja mitt af mörkum til að börnin í borginni fái góða og ham- ingjuríka skólagöngu.“ Soffía vinnur náið með skólastjórnendum og öðru fagfólki á fagskrifstofunni við að styðja við skóla- starfið, en alls eru 36 skól- ar í Reykjavík. „Það er metnaðarfullt starf unnið hér í borginni, en hlutverk skólanna hefur breyst mikið. Það er ekki bara verið að hugsa um námið heldur líka taka á móti örum samfélags- legum breytingum, tækninni og að vinna stöðugt að góðu samstarfi við foreldra.“ Soffía tók við starfinu í upphafi ársins og er komin aftur til Reykja- víkur eftir 20 ára fjarveru. Hún er fæddur og uppalinn Bolvíkingur en hafði búið í Reykjavík í mörg áður en hún fór aftur til heimahaganna þar sem hún stýrði fyrst tónlistarskóla Bolungarvíkur og síðar grunn- skólanum. „Það var ný Reykjavík sem tók á móti mér eftir öll þessi ár. Svo ótrúlega margt hefur breyst og borgin þanist út, jafnvel komin með heimsborgarlegt útlit. Það er gott að vera nálægt börnunum og barnabörnunum, en ég er þó algjör þorpsstelpa inn við beinið, ég er búin að komast að því. Þorpslífið er á einhvern hátt fallegra fyrir mér með öllum sínum kostum og göllum. Hver og einn er svo mikilvægur og þorpið þarf jafnan á öllum að halda. Ég hef grun um að fjölskyldan mín sé undirbúa eitthvað til að fagna afmælinu en sjálf er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa náð þessum aldri. Það er ekki sjálfgefið. Svo set ég mér örugglega ný markmið fyrir næsta áratuginn! Eiginmaður Soffíu er Roland Smelt tölvunarfræðingur en hann starfar m.a. við rekstur íbúðaleigu sem þau hjónin eru með í Bol- ungarvík. Börn þeirra eru Paul Lukas, Vagn Margeir og Hermann Andri en eldri börn Soffíu eru Gestur Kolbeinn og Birna Hjaltalín Pálmabörn. Barnabörnin eru orðin átta. „Það er hamingja að vera ná- lægt þeim. Lífið snýst um fjölskylduna og að rækta falleg og góð tengsl við hana.“ Hamingja Soffía og Roland ásamt yngstu barnabörnunum, Önju og Nóru, en þær eiga eins árs afmæli á morgun. Ný Reykjavík eftir 20 ára fjarveru Soffía Vagnsdóttir er sextug í dag Reykjavík Elísabet Anna Grbic fæddist 5. febrúar 2017 kl. 2.05. Hún vó 3.735 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Stefanía Björk Blumenstein Jóhannesdóttir og Denis Grbic. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.