Morgunblaðið - 05.11.2018, Qupperneq 34
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fyrir tónlistarunnendur er senni-
lega leitun að skemmtilegra starfi en
því sem Sindri Ástmarsson sinnir.
Hann er dagskrárstjóri Iceland
Airwaves og kallar starfið á að vera
á þeytingi milli tónlistarhátíða víða
um heim á höttunum eftir framúr-
skarandi listafólki til að fá til Ís-
lands.
Hann segir ekki erfitt að fá efni-
legar hljómsveitir til að troða upp á
Iceland Airwaves því hátíðin sé m.a.
þekkt fyrir þá sérstöðu að mynda
brú á milli evrópska og bandaríska
tónlistarheimsins: „Í dag lítur
bransinn erlendis á Iceland Air-
waves sem mikilvæga hátíð og dag-
lega berst okkur tölvupóstur með
gylliboðum frá umboðsmönnum og
tónleikastöðum sem keppast við að
ýta böndunum sínum hingað.“
Þarf að laga reksturinn
Viðburðafyrirtækið Sena Live
keypti Iceland Airwaves fyrr á
þessu ári og var Sindri í hópi nýrra
starfsmanna sem ráðnir voru til að
stýra hátíðinni. Er stefnt að því að
snúa við miklum hallarekstri sem
verið hefur á viðburðinum en þrátt
fyrir mikinn sýnileika, góða aðsókn
og sterka bakhjarla á borð við Ice-
landair og Landsbankann hefur ver-
ið tuga milljóna króna tap á Iceland
Airwaves tvö ár í röð. „Við vitum að
rekstrinum verður ekki snúið við á
einu ári en vinnum út frá þriggja til
fimm ára áætlun sem miðar að því að
vera réttum megin við núllið. Við vit-
um líka að Iceland Airwaves mun
aldrei verða gróðamaskína sem skil-
að getur milljónum í hagnað, og þarf
að horfa raunhæfum augum á
rekstrarforsendurnar. Aftur á móti
er hátíðin mjög mikilvæg fyrir ís-
lenskt tónlistarlíf og einhver besti
vettvangur sem hugsast getur til að
sýna umheiminum hvað íslenskt tón-
listarfólk hefur upp á að bjóða.
Fáum við ekki bara til landsins
marga tugi erlendra hljómsveita
heldur líka fulltrúa plötufyrirtækja,
tónlistarforleggjara og blaðamenn.“
Auk þess að vera tækifæri fyrir ís-
lenskt tónlistarfólk að koma sér á
framfæri er Iceland Airwaves líka
vítamínsprauta fyrir ferðaþjónust-
una í annars rólegum vetrarmánuði.
Segir Sindri að þau 250 bönd sem
troða upp hafi á að skipa um 720
manns og þar af ríflega helming-
urinn útlendingar sem þurfi að koma
fyrir á hótelum og fljúga til Íslands
úr öllum áttum. „Við eigum von á
mörgum þúsundum gesta og ég
heyri það bæði hjá hótelum, far-
fuglaheimilum og meira að segja frá
fólki með Airbnb-útleigu að þeim
þykir gleðiefni að fá þennan bónus-
skammt af ferðalöngum í nóvem-
ber.“
Það sem ber af hverju sinni
Í ár lendir Iceland Airwaves á
helginni 7.-10. nóvember og mælt í
fjölda atriða verður hátíðin stærri en
nokkru sinni fyrr. Eins og áður sagði
er von á 250 hljómsveitum af öllum
stærðum og gerðum og dreifist dag-
skráin á fjölda tónleikastaða í mið-
bænum. Áherslurnar eru svipaðar
og undanfarin ár að því leyti að leit-
ast er við að tefla fram öllu því sem
er nýtt, ferskt og framúrskarandi í
íslenskri og erlendri tónlist. Er
breiddin mikil og spannar allt frá
orkumiklu rappi yfir í rólega og
rómantíska nýklassík. „Það myndast
alltaf, af sjálfu sér, lítil þemu innan
hátíðarinnar sem endurspegla hvað
er í gangi hverju sinni og hvaða
stefnur eru rísandi. Dagskráin í ár
ber þess t.d. merki að undanfarin
tvö-þrjú ár hefur verið mikil nýliðun
í klassíska geiranum á Íslandi og má
m.a. þakka það Spotify að s.k. ný-
klassík hefur rutt sér til rúms með
listamönnum á borð við Gabríel
Ólafs og Huga. Í þessum ranni má
finna tónlistarfólk sem fáir hefðu
giskað á fyrir nokkrum árum að
gætu orðið nýjasta útflutningsvara
íslenskrar tónlistarsenu en eru í dag
Það sem er
nýtt, ferskt og
framúrskarandi
Iceland Airwaves fer að bresta á og er von á 250 hljóm-
sveitum í þetta skiptið Hátíðin hefur öðlast sess sem mikil-
væg brú á milli bandaríska og evrópska tónlistarheimsins
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Það er aldrei of seint að byrjaað elska sjálfan sig.Bubbi Morthens hefurfyrir löngu sannað að hann
kann þá list að yrkja. Hann er lík-
lega þekktastur fyrri slagara sem
gripið er til í úti-
legum á fallegum
sumarnóttum en
virðist ekki síðra
ljóðskáld. Setn-
ingin hér að ofan
er nokkurs konar
inngangur að
hans þriðju ljóða-
bók, Rofi, en áður
komu út bæk-
urnar Öskraðu gat á myrkrið (2015)
og Hreistur (2017).
Ljóðin í Rofi eru stutt en höf-
undur hefur sjálfur sagt að þetta sé
prósi eða fríljóð. Þau mynda heild
þótt þau séu ekki sögð í „réttri“ röð
og segja frá kynferðisofbeldi og
áföllum sem höfundur varð fyrir í
æsku og áhrifum þeirra á hann. Það
má til dæmis sjá í ljóðinu Sólmyrkvi:
hann
rændi
þig nándinni
kyrðinni
flæðinu
getunni
til að elska
hjó niður
skjólgarða
vitundarinnar
andlit hans
skyggir á sólina
Áhrif áfallanna á fullorðinsárin
eru einnig greinileg í ljóðinu Þú:
ég get talað við þig
kysst þig planað vikuna með þér
sagt að ég elski þig
samt er ég fjarverandi
þegar ég sef hjá þér
hann er alltaf á milli okkar.
Ef hægt er að tala um rauðan þráð
í bókinni þá er það ekki beint brotið
sjálft eða áfallið sem ljóðmælandinn
varð fyrir. Það eru frekar afleiðing-
arnar og hvernig hræðilegar minn-
ingar sækja á hann þegar hann á síst
von á þeim. Skýrt dæmi um það er
ljóðið Boðflenna. Þar segir frá boð-
flennu sem kemur til ljóðmælandans
á skrítnum tímum, til að mynda í
miðju lagi eða kossi. Viðbrögð hans
hafi alltaf verið þau sömu; grafa
dýpra og reyna að loka á minning-
arnar.
Bubbi hefur sagt í viðtölum að
hann hafi ætlað að skrifa ævisögu en
Unnið úr áföllum
Ljóð
Rof bbbmn
Eftir Bubba Morthens. 59 ljóð, kilja. 64
bls.Mál og menning 2018.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
» „Það má finna svona„showcase“-hátíðir í
flestum stærri borgum
en leitun er að hátíð með
aðra eins fjölbreytni.“