Morgunblaðið - 05.11.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.11.2018, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Vala Hafstað valahafstad@msn.com „Þetta er saga sem hvíldi á mér og þurfti að vera sögð,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir um nýútkomna bók sína, Manneskjusögu, sem er jafn- framt fyrsta skáldsaga hennar, en áður hafa komið út eftir hana fimm ljóðabækur. „Þessi efniviður valdi mig, en ekki ég hann. Ég gat ekki haldið áfram að skrifa fyrr en ég var búin að koma sögunni frá mér. Hún er byggð á sönnum atburðum sem ég sviðset og því er þetta í rauninni skáldævisaga.“ Manneskjusaga er ævisaga Bjargar, sem ættleidd er af hjónum í Reykjavík. Frá barnæsku glímir hún við félagsfælni og einelti og finnst hún stöðugt utanveltu í þjóðfélaginu – bæði í skólanum og í fjölskyldunni. Um fermingu krefst hún þess að fá að hitta blóðföður sinn, en eftir að hafa dvalið hjá honum um tíma úti á landi á hún sér ekki viðreisnar von. Við taka ár geðröskunar, fátæktar og vonlausrar baráttu við kerfið. Bókin lýsir ekki aðeins þjáningum Bjargar heldur einnig fjölskyldu hennar, í þjóðfélagi sem veitir engin úrræði. „Björgu er aldrei gefið tækifæri í samfélaginu. Hún glímir við ein- hverja röskun sem enginn kann að mæta eða vinna með á þessum tíma, mögulega einhverfu,“ segir Steinunn. „Sem barn hefði hún þurft að fá hjálp til að fóta sig, og ekki síð- ur sem ung kona sem búið var að brjóta niður. Ljótasti karlinn í sög- unni er tíðarandi þessa tíma.“ Steinunn viðurkennir að ákveðin kaldhæðni sé í vali hennar á nafni aðalpersónunnar, Bjargar. Hún er manneskja sem allar bjargir eru bannaðar. – Björg fæddist 1959. Hugsar þjóðfélagið okkar betur um slíka ein- staklinga í dag? „Í dag fæst bæði sjúkdómsgrein- ing við ýmsum röskunum og með- ferð. Nú er fórnarlömbum kynferðis- ofbeldis heldur ekki útskúfað og þau Allar bjargir bannaðar  Steinunn Ásmundsdóttir segir að efniviður Manneskjusögu hafi valið sig Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Andagift Steinunn Ásmundsdóttir ætlar að skrifa það sem eftir er ævinnar. fá andlegan stuðning. Það er líka hægt að ræða þessa hluti núna sem enginn minntist á í þá daga. Þögg- unin var alger. Margt hefur breyst til hins betra en auðvitað er þjóðfé- lagið í dag langt í frá fullkomið í þessu sambandi.“ Steinunn er sannfærð um að bókin eigi erindi við marga: „Ég er viss um að Manneskjusaga ratar til sinna. Þetta er saga sem margir geta speglað sig í sem hafa þekkt einhvern eins og Björgu.“ Steinunn fæddist í Reykjavík 1966. Um þrítugt settist hún að á Egilsstöðum, þar sem hún stofnaði fjölskyldu og vann sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins í tæpan áratug. Hún ritstýrði síðan héraðsfréttablaðinu Austurglugg- anum um skeið, en lagði fjölmiðla- störf á hilluna fyrir nokkrum árum til þess að einbeita sér að ritstörfum. Og andagiftin lætur ekki á sér standa. Í fyrra gaf hún sjálf út ljóða- bókina Hina blíðu angist, sl. vor kom út eftir hana ljóðabókin Áratök tím- ans, bók 70 ljóða, og nú Manneskju- saga. – Það er stórt stökk að fara frá því að yrkja ljóð og yfir í að skrifa skáld- sögu. „Sem blaðamaður er ég alvön að skrifa texta, en það sem hræddi mig mest við skáldsöguna var að skrifa trúverðug samtöl. En þegar upp var staðið reyndist mér það létt. Ég fer yfirleitt burt til að skrifa, fæ lánuð mannlaus hús í sveitinni, hef ekki samband við neinn og einbeiti mér algerlega að skrifunum. Ég aftengi mig öllu og sökkvi mér niður í skrif- in. Það sem ég þurfti að passa upp á fyrst og fremst var að textinn hefði innra samhengi og flæddi vel. Ég skrifaði bókina í nokkrum áföngum og textinn streymdi til mín.“ – Hvað varð til þess að þú ákvaðst að einbeita þér að ritstörfum? „Ég þurfti að hægja á mér, hætta að hlaupa uppi fréttir í heilum lands- fjórðungi, frá hálendi til strandar, bæði til að bjarga anda mínum og finna út hvort ég gæti ennþá sett mig í samband við rithöfundinn innra með mér. Einu sinni var ég ungt Reykjavíkurskáld, en það er ekki hægt að vera ungskáld enda- laust og því gekk ég á hólm við sjálfa mig til að fá úr því skorið hvort ég ætti enn eitthvað inni í skáld- skapnum og svo reyndist vera. Þeg- ar ljóðabókin Áratök tímans kom út í maí voru liðin 22 ár frá því seinasta ljóðabókin mín kom út. Ég gaf reyndar sjálf út lítið ljóðakver í fyrra, sem eru minningar frá dvöl minni í Mexíkó. Það er mikil ánægja í því fólgin að finna að mér hefur tekist að koma þessari tengingu við skáldgyðjuna á aftur.“ – Stefnirðu að því að skrifa fleiri skáldsögur? „Ég er strax komin með frumdrög að næstu skáldsögu og ég held áfram að yrkja ljóð. Satt að segja verður mér allt að ljóði. Ég viðra stundum ljóðin á vefsíðunni minni, Yrkir.is, áður en ég gef þau út. Í vetur ætla ég svo að skrifa barnabók. Hún valdi mig, en ekki ég hana, rétt eins og var með Manneskjusögu. Ég ætla að skrifa það sem eftir er ævinnar. Það gerir mig hamingjusama.“ Kevin Bridges, einn vinsælasti grín- isti Skotlands, verður með uppi- stand í Háskólabíói 27. apríl á næsta ári. Þar mun hann flytja sýn- ingu sína Brand New sem notið hef- ur mikilla vinsælda í heimalandi hans. Bridges hefur komið fram í sjónvarpsþáttum, gert heimildar- þáttaröð fyrir BBC og skrifað sjálfsævisögu. Almenn miðasala á uppistandið hefst á morgun, 6. nóv- ember, á tix.is en forsala Senu Live fer fram í dag, 5. nóvember, kl. 10. Kevin Bridges grín- ast í Háskólabíói Vinsæll Kevin Bridges. Litla skrímslið og stóra skrímsl- ið eru nú á ferð og flugi milli bókasafna í Dan- mörku í formi fjölskyldusýning- arinnar Skrímsl- in bjóða heim sem byggð er á bókum norræna þríeykisins Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um Stóra skrímslið og litla skrímslið. Sýningin stendur nú yfir í bókasafni Gentofte og fer þaðan til Ballerup, Rudersdal, Kolding og Álaborgar. Skrímsli á ferð í Danmörku Áslaug Jónsdóttir Tekjur jukust um 42% milli ára hjá Menningarfélagi Akureyrar (MAK), að því er fram kemur í til- kynningu frá félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í menn- ingarhúsinu Hofi 30. október þar sem ársreikningur var lagður fram og rekstrarniðurstaða síðasta starfsárs kynnt. „Í kynningunni kom fram að tekjur félagsins hafa aukist veru- lega milli ára. Munar þar mest um aukningu á sjálfsaflafé sem nam 43% af heildartekjum félagsins á rekstrarárinu. Tekjuaukningin er tilkomin vegna tvöföldunar á miða- sölutekjum, sem og vegna aukn- ingar á tekjum SinfoniaNord sem námu 44 m.kr. á árinu. Tekjur fé- lagsins af útleigu húsnæðis og þjón- ustu jukust um 20% á milli ára og hækkun á opinberum framlögum nam 18% á milli ára,“ segir í til- kynningu. Einnig segir að listamenn sem starfa í verkefnum á vegum MAK hafi aldrei verið fleiri en á liðnu rekstrarári, að félagið hafi greitt yfir 240 listamönnum laun á árinu og heildargreiðslur til þeirra námu samtals um 85 milljónum króna. Hjá félaginu störfuðu einnig 43 laus- og fastráðnir starfsmenn í 21 stöðugildi sem er 10% aukning á milli ára. „Við erum að ná ótrúleg- um árangri á stuttum tíma, við höf- um auðvitað fundið fyrir þessari aukningu og starfsfólkið hefur unn- ið hreint frábært starf. Ég er stolt af árangrinum og þakklát fyrir að taka þátt í þessu ævintýri, það eru forréttindi að vinna í skapandi greinum og með svona kraftmiklu fólki,“ er haft eftir Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, framkvæmda- stjóra MAK, í tilkynningunni. Morgunblaðið/Sigurgeir S Tekjuaukning Þuríður Helga Krist- jánsdóttir, framkvæmdastjóri MAK. 42% aukning tekna milli ára hjá MAK  Tvöföldun á miðasölutekjum Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.