Morgunblaðið - 06.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Það er gott að fá það staðfestfrá einum af leiðtogum
stjórnarandstöðu á
þingi að landsmálin
séu í góðu horfi. Eina
sem fundið var að á
þingi í gær var að
Mjólkursamsalan
hefði afhent forsætis-
ráðherra þar nýjar
„fullveldisfernur“, af-
rakstur af samstarfi
MS og fullveldis-
nefndar þingsins.
Þorgerður Katrínleiðtogi Við-
reisnar gerði það tor-
tryggilegt fyrst annað gafst ekki.
Og þá einkum að forsætisráðherra
tæki við „fullveldisfernum“ í al-
þingishúsinu.
Forsætisráðherra á hverjumtíma er leiðtogi þingmeiri-
hlutans og ábyrgðarmenn Alþing-
is höfðu enga athugasemd gert.
Vildi Þorgerður endilega efna í
storm í tebolla var álitaefnið að-
eins hvort forsætisráðherra mætti
taka við „fullveldisfernunni“ eða
ekki. Athyglin tengist ráðherran-
um en ekki bakgrunni ljósmyndar-
innar.
Eitt sinn auglýsti forsætisráð-herra landsins og fjöldi fyrir-
menna stjórnmála smokka með
þinghúsið og aðra virðingarstaði
sem bakgrunn. Mjólkurfernur eru
á hverju heimili og engin vand-
ræði fylgja því að ræða þá „aug-
lýsingu“ við börn.
En hvers vegna stökk þessiþingmaður upp á nef sér út
af „fullveldisfernum“?
Þorgerður getur ekki haft neitt
á móti fernum því að þá myndi
hún verða óð alla daga ársins. En
fyrri hluti orðsins tryllir hana.
Hún þolir ekki „fullveldi“.
Katrín
Jakobsdóttir
Hefur ekki (fullt)
vald á sér
STAKSTEINAR
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samtök iðnaðarins (SI) mótmæla harðlega
þeim fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að flytja
málefni mannvirkja, sem nú heyra undir um-
hverfis- og auðlindaráðuneytið, til nýs ráðu-
neytis félagsmála. Þetta kemur fram í umsögn
SI til Alþingis um frumvarp forsætisráðherra
um breytta skipan ráðuneyta stjórnarráðsins.
Segja samtökin fráleitt að þessum mikilvæga
málaflokki verði komið fyrir innan ráðuneytis
sem burtséð frá húsnæðismálum eigi að öðru
leyti enga samleið með málefnum mannvirkja.
Mannvirkjamálin standi málaflokkum félags-
málaráðuneytisins s.s. sjúkra- og lífeyristrygg-
ingum, félagsþjónustu og málefnum barna
fjarri. „Málefni mannvirkja fara þannig úr því
að vera jaðarmálaflokkur í einu ráðuneyti yfir í
að vera jaðarmálaflokkur í öðru ráðuneyti,“
segir í umsögn SI.
Vilja öflugt innviðaráðuneyti
Gagnrýnt er að aðskilja eigi mannvirkja-
málin frá málaflokkum sem þau eiga mikla
samleið með, s.s. skipulagsmálum og mati á
umhverfisáhrifum. Minna samtökin á að vægi
byggingariðnaðar nam 7,7% af landsfram-
leiðslu í fyrra og verðmætasköpun grein-
arinnar nam 197 milljörðum kr. Greinin sé
með meira vægi en sjávarútvegur og fjár-
málastarfsemi sem hlutfall af landsfram-
leiðslu.
Mæla samtökin með að húsnæðismál verði
færð úr velferðarráðuneyti og bygginga- og
skipulagsmál úr umhverfis- og auðlindaráðu-
neyti yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neyti þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti.
omfr@mbl.is
Flutt af einum jaðri á annan jaðar
SI mótmæla því harðlega að flytja á mannvirkjamál í félagsmálaráðuneytið
„Sett verður upp upplýsingaskilti
og hver gámur verður merktur
sérstaklega. Merkingar eru í
vinnslu og verður þessum verk-
þætti lokið á næstu dögum,“ segir í
skriflegu svari Jóns Halldórs
Jónassonar, upplýsingafulltrúa
Reykjavíkurborgar. Vísar Jón
Halldór til endurgerðar Freyju-
torgs, sem finna má á gatnamótum
Freyjugötu, Óðinsgötu og Bjargar-
stígs.
Búið er að líma fyrir nýja djúp-
gáma á svæðinu og segir Jón Hall-
dór það gert til að fólk setji ekki
óflokkað rusl í þá. „Nágrannar eru
vinsamlega beðnir um að setja ekki
rusl í gámana fyrr en merkingar
um flokkun hefur verið sett á þá,
heldur nota gáma á Óðinstorgi.“
Þá var Jón Halldór Jónasson
ranglega sagður hafa umsjón með
framkvæmd verksins í fyrri frétt
Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Miðbær Torgið færist nær endanlegri mynd og skartar m.a. djúpgámum.
Endurgerð Freyju-
torgs að mestu lokið
Fólk setji ekki rusl í djúpgámana