Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Lágfargjaldaflugfélagið WOW air
var stofnað í nóvember árið 2011 af
athafnamanninum Skúla Mogen-
sen, sem á þeim tíma var hvað
þekktastur fyrir að hafa stofnað og
rekið hugbúnaðarfyrirtækið OZ.
Hann hagnaðist á sölu þess til
Nokia árið 2008, eftir að hafa
keypt það af Landsbankanum og
endurreist ásamt samstarfsmönn-
um í Montreal í Kanada, en OZ
varð upphaflega gjaldþrota þegar
tæknibólan sprakk árið 2001.
Jómfrúrflug WOW air var flogið
til Parísar 13. maí árið 2012, en í
október sama ár tók WOW yfir
rekstur Iceland Express. Eftir þá
yfirtöku voru starfsmenn WOW
165 talsins og 90.000 farþegar tóku
sér far hjá félaginu þetta fyrsta
rekstrarár.
Ári síðar fékk WOW air flug-
rekstrarleyfi frá Samgöngustofu,
en það var í fyrsta skipti í 30 ár
sem Samgöngustofa gaf út slíkt
leyfi til handa félagi sem stundar
áætlunarflug til og frá Íslandi.
Með leyfinu fékk félagið stjórn yfir
öllum rekstri og var ekki lengur
háð öðrum flugrekstraraðila.
Fjöldi flugfarþega sem WOW air
flutti óx jafnt og þétt, og árið 2013
flaug WOW air með yfir 400 þús-
und gesti. Í lok árs 2014 var sú
tala komin upp í eina milljón far-
þega það ár. Þá bættust reglulega
við nýir áfangastaðir.
Flug til Bandaríkjanna
Árið 2014 var tilkynnt að fyrir-
tækið hygðist byrja að bjóða upp á
flug til Bandaríkjanna frá og með
vorinu 2015, með flugi til Boston
og Washington DC. Síðar átti
fjöldi annarra áfangastaða í
Bandaríkjunum eftir að bætast við,
eins og New York, San Francisco,
Detroit, Dallas, St. Louis, Cleve-
land, Cincinnati og Los Angeles,
en félagið varð t.d. fyrst íslenskra
flugfélaga til að bjóða upp á beint
áætlunarflug til síðastnefndu
borgarinnar.
Í Evrópu var flogið til Lundúna,
Kaupmannahafnar, Dublin, Rómar,
Tenerife og Billund svo fáeinir
staðir séu nefndir.
Samhliða auknum fjölda farþega
jukust tekjur félagsins með ógnar-
hraða. Í samtali við Morgunblaðið í
október 2015 sagði Skúli að velta
félagsins væri orðin 17 milljarðar
króna, og árið á eftir var horft til
25 milljarða króna veltu. Í sama
viðtali spáði Skúli því að félagið
myndi auka við farþegafjöldann
upp í þrjár milljónir árið 2018.
Til að mæta auknu framboði á
flugleiðum var tilkynnt haustið
2015 að félagið myndi taka í þjón-
ustu sína þrjár nýjar Airbus A330-
300 breiðþotur, sem urðu þar með,
að sögn WOW, stærstu þotur sem
flogið hafði verið í áætlunarflugi til
og frá Íslandi. Með viðbótinni
sagði Skúli að félagið myndi meira
en tvöfalda sætaframboð sitt milli
ára, úr 900 þúsund sætum það ár í
tæplega 2 milljónir sæta ári síðar.
Árið 2017 flugu u.þ.b. 2,8 milljónir
farþega með WOW air og spár fyr-
ir árið 2018 gengu út á 3,6 millj-
ónir gesta.
Óveðursský hrannast upp
Óveðursský hrönnuðust upp á
himininn haustið 2017, þegar
fregnir bárust af því í september
að breska lágfargjaldaflugfélagið
og áttunda stærsta flugfélag Bret-
lands, flugfélagið Monarch, væri
orðið gjaldþrota, en gjaldþrotið
átti eftir að hafa ófyrirséðar afleið-
ingar fyrir WOW air. Í október
2017 kom í ljós að Monarch hefði
verið stór viðskiptavinur greiðslu-
miðlunarfyrirtækisins Kortaþjón-
ustunnar, sem í kjölfar gjaldþrots-
ins fékk þungt högg. Korta-
þjónustan reyndist vera eitt átta
fyrirtækja sem sáu um færsluhirð-
ingu fyrir Monarch. Kortaþjónust-
ann rambaði nú á barmi gjaldþrots
og var í kjölfarið seld til Kviku
banka og fleiri aðila.
Þar sem Kortaþjónustan sá einn-
ig um færsluhirðingu fyrir WOW
air, þá þrengdist nú verulega um
öll viðskiptakjör WOW air. Þurfti
félagið nú að bíða mun lengur eftir
þeim fjármunum sem viðskipta-
vinir reiddu af hendi, því Korta-
þjónustan hélt nú lengur eftir
fyrirframgreiðslum viðskipta-
manna sinna en hún gerði fyrir
Monarch-áfallið.
En WOW air var ekki af baki
dottið og hélt áfram að bæta við
áfangastöðum. Athygli vakti þegar
félagið hóf áætlunarflug til Ben
Gurion-flugvallar í Tel Aviv í
Ísrael í lok árs 2017, fyrst ís-
lenskra flugfélaga.
Þá tilkynnti félagið í lok árs 2017
að það hygðist hefja flug til Ind-
lands frá og með 6. desember 2018.
Auk þess sem farþegum og
áfangastöðum fjölgaði, þurfti enn
að bæta við flugflotann. Fjórar
A330-900neo-breiðþotur með Trent
7000-hreyflum frá Rolls-Royce
bættust við 2018, en samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu WOW
eiga alls 24 Airbus-farþegaþotur að
verða í flugflota WOW air nú í lok
árs 2018. Flotinn er sagður einn sá
yngsti sem þekkist í heiminum, en
meðalaldur flugvéla félagsins er
2,9 ár.
Tap á síðasta ári
WOW air sendi frá sér upplýs-
ingar um rekstur ársins 2017 fyrr
á þessu ári, og kom þar fram að
tekjurnar hefðu numið 486 millj-
ónum bandaríkjadala það ár, eða
næstum 60 milljörðum króna.
Þetta ár tapaði félagið 22 millj-
ónum dala, en hafði hagnast um
35,5 milljónir dala árið á undan.
Orðrómur um aukinn rekstrar-
vanda WOW air fór vaxandi eftir
því sem leið á árið 2018, en þar
spilaði meðal annars inn í mikil
hækkun á heimsmarkaðsverði á
olíu, en WOW air notast ekki við
varnir gegn olíuverðshækkunum.
Starfsmannafjöldi félagsins er
þegar hér er komið sögu, um mitt
ár 2018, kominn upp í 1.500 en var
1.100 á sama tíma árið á undan.
Í ágúst 2018 berast fregnir af
því að hlutafé félagsins hafi verið
aukið um meira en tvo milljarða
króna, en þar var um að ræða
eignarhlut Skúla Mogensen í frakt-
flutningafyrirtækinu Cargo Ex-
press ehf., auk þess sem hann
breytti kröfum sínum á hendur fé-
laginu í hlutafé.
Enn syrti í álinn í september
síðastliðinn þegar Morgunblaðið
birti frétt af tveggja milljarða
króna skuld WOW air við Isavia,
vegna lendingargjalda. Af þeirri
skuld var sagt að um helmingurinn
hefði þá þegar verið gjaldfallinn.
Umræður um 50 milljóna evra
skuldabréfaútboð félagsins, sem
átti að verða brúarfjármögnun þar
til félagið yrði skráð á hlutabréfa-
markað árið 2019, voru miklar
síðla sumars og fram á haustið,
sem endaði með því þann 18.
september að félagið tilkynnti að
útboðinu hefði lokið farsællega
með þátttöku bæði innlendra og
erlendra fjárfesta.
50 milljarða virði
Á þessum tímapunkti var vikið
að því í frétt Financial Times að
minnihluti í félaginu væri verðmet-
inn á 200-300 milljónir dala, eða
jafnvirði 24-33 milljarða íslenskra
króna, og félagið því allt á nálægt
50 milljarða króna.
Arion banki og Arctica Finance,
sem sáu um undirbúning fyrir
skráningu félagsins í kauphöll,
svöruðu því til þegar leitað var eft-
ir staðfestingu á þessum tölum, að
verðmat hefði ekki verið gert.
Í síðasta mánuði héldu áfram að
berast neikvæðar fregnir af félag-
inu, þegar það tilkynnti að það
hygðist ekki fljúga til Stokkhólms,
Edinborgar og San Francisco yfir
vetrarmánuðina og hefði aflýst
flugferðum frá 5. nóvember og
fram í byrjun apríl á næsta ári.
Í gær, þann fimmta nóvember, í
kjölfar þess að viðskipti með bréf
Icelandair í Kauphöll voru stöðvuð,
var tilkynnt að Icelandair hefði
keypt allt hlutafé WOW air.
Þannig fór um sjóferð þá
1.500 manns störfuðu hjá félaginu þegar mest lét Airbus þotur félagsins 24 í lok þessa árs
Stefnt var að skráningu félagsins á markað á næsta ári Nýlegt skuldabréfaútboð átti að brúa bilið
Morgunblaðið/Golli
Ný Árið 2015 tók WOW air við nýrri vél frá Airbus og fékk við það tækifæri Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoða
til að blessa vélina. Hún hlaut nafnið Freyja. Dorrit Mousaieff, þáverandi forsetafrú, tók virkan þátt í athöfninni.
Upphaf Þegar WOW air var hleypt af stokkunum fékk Skúli sr. Jónu Lovísu
Jónsdóttur vaxtarræktarkonu til að opna vefsvæði félagsins og blessa það.
Icelandair kaupir WOW air