Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.
Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum
STUTT
● Viðskipti voru
með allra líflegasta
móti í Kauphöllinni
í gær, en heildar-
viðskipti námu 5,5
milljörðum króna
og fjöldi viðskipta
var 605, sem er
mesti fjöldi við-
skipta á einum
degi á árinu.
Úrvalsvísitala
aðallista hækkaði
um 4,7%.
Mest munaði
um gríðarlega
hækkun Icelandair, eða tæplega 40%,
en þar á eftir komu bréf Sjóvár sem
hækkuðu um rúmlega 5%.
Þá hækkuðu bréf Arion banka um
rúmlega 4% og bréf Eikar og Símans
um 3,66% hvors félags.
Einungis eitt félag, Sýn, lækkaði í við-
skiptum gærdagsins, en gengi þess
lækkaði um tæplega 2%.
Metfjöldi viðskipta í
Kauphöll Íslands
Viðskipti Úrvals-
vísitalan hækkaði
um 4,7%.
6. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.38 120.96 120.67
Sterlingspund 156.88 157.64 157.26
Kanadadalur 92.15 92.69 92.42
Dönsk króna 18.455 18.563 18.509
Norsk króna 14.468 14.554 14.511
Sænsk króna 13.349 13.427 13.388
Svissn. franki 120.59 121.27 120.93
Japanskt jen 1.0662 1.0724 1.0693
SDR 167.29 168.29 167.79
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.6408
Hrávöruverð
Gull 1235.5 ($/únsa)
Ál 1966.5 ($/tonn) LME
Hráolía 72.75 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Icelandair Group hefur undirritað
kaupsamning við Skúla Mogensen
um kaup félagsins á öllu hlutafé
WOW air. Í skiptum fyrir hlutaféð af-
hendir Icelandair hlutabréf í sjálfu
sér en ekki verður reidd fram ein ein-
asta króna í formi reiðufjár í viðskipt-
unum. Endanlegt verðmat á WOW
air í viðskiptunum liggur ekki fyrir
en það mun ráða miklu um hversu
mikil verðmæti munu koma í hlut
stofnanda WOW air. Versta mögu-
lega útkoma fyrir hann gæti leitt til
þess að félagið rynni inn í Icelandair
án þess að nokkurt endurgjald kæmi
til hans.
Samkvæmt tilkynningu sem Ice-
landair Group sendi í gegnum Kaup-
höll Íslands í gær munu hluthafar
WOW air, að uppfylltum skilyrðum,
eignast ríflega 272 milljónir hluta í
Icelandair eftir viðskiptin en það
samsvarar tæplega 5,5% útgefins
hlutafjár.
Tvískiptur samningur
Sú afhending er hins vegar tvískipt
og getur tekið allnokkrum breyting-
um. Annars vegar afhendir Iceland-
air ríflega 94 milljónir hluta, um 1,8%
útgefins hlutafjár félagsins,sem gefn-
ir eru út til seljanda vegna breytinga
á víkjandi láni sem við það verður
breytt í hlutafé. Það lán veitti Skúli
Mogensen félaginu nú í haust. Hins
vegar afhendir Icelandair ríflega 178
milljónir hluta, sem svarar til 3,56% í
bréfum félagsins til seljenda. Það
endurgjald getur hins vegar tekið all-
miklum breytingum, allt eftir því
hvað áreiðanleikakönnun á rekstri
WOW air leiðir í ljós. Þannig gæti
hluturinn rokkað á bilinu 0% til 4,8%.
Miðað við dagslokagengi bréfa Ice-
landair í gær gæti endurgjaldið sem
Skúli Mogensen fær fyrir hlutafé
WOW air rokkað á milli 1 og 3,6 millj-
arða króna.
Samkvæmt ársreikningi Títan
fjárfestingarfélags, sem heldur utan
um eignarhlut Skúla í WOW air var
eignarhlutur hans í WOW í lok síð-
asta árs bókfærður á tæpa 4,2 millj-
arða króna. Þá var hlutur hans í
Cargo Express metinn á tæpar 200
milljónir en í sumar lagði Skúli það
félag inn í WOW air til að styrkja
eiginfjárstöðu félagsins.
Heildareignir Títan fjárfestingar-
félags um síðustu áramót námu ríf-
lega 5,1 milljarði króna, skuldir þess
námu 524 milljónum. Þá átti félagið
einnig kröfur á félög í eigu Skúla upp
á tæpar 390 milljónir króna.
Ákveðið var að stöðva viðskipti
með bréf Icelandair Group í aðdrag-
anda þess að tilkynnt var um kaupin
og var ekki hægt að eiga viðskipti
með bréf í flugfélaginu í rúma
klukkustund eftir það. Nokkrum
mínútum eftir að lokað var fyrir við-
skiptin, eða 11.48, barst tilkynningin í
gegnum Kauphöll. Tíðindin höfðu
strax mikil áhrif á markaðnum, bæði
hvað verðmyndun og veltu varðar.
Við lokun hans í gær höfðu öll félögin
í Kauphöll, að Sýn undanskildu,
hækkað og veltan nam 5,4 milljörð-
um. Nánar er fjallað um þróun mark-
aðarins í frétt hér til hliðar.
Hins vegar var veltan langmest
með bréf Icelandair, eða 948 milljónir
króna, og hækkuðu bréf félagsins um
39%. Fyrst eftir að opnað var fyrir
viðskiptin fór hækkunin hins vegar
yfir 50% en gaf svo eftir þegar leið á
daginn. Þegar allt var um garð geng-
ið hafði markaðsvirði Icelandair
hækkað um tæplega 15 milljarða
króna í gær og stóð í 55 milljörðum
króna.
Mikil hreyfing á genginu
Raunar hefur talsverð hreyfing
verið á gengi bréfa Icelandair Group
að undanförnu. Talsverðar sveiflur
urðu t.a.m. í liðinni viku. Þannig
hækkuðu bréfin m.a. um 7,35% á mið-
vikudag í kjölfar afkomutilkynningar
félagsins. Á fimmtudag hækkuðu þau
um 2,65% og þá tóku þau einnig kipp í
talsverðum viðskiptum á föstudaginn
og hækkuðu um 7,48% en þá var til-
kynnt um að formlegt söluferli væri
hafið á dótturfélaginu Icelandair
Hotels.
Umfangsmikil yfirtaka
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Kapp WOW air hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og veitt Icelandair harða samkeppni á flestum mörkuðum.
Kaupverðið 1,0-3,6 milljarðar Skúli Mogensen fær að lágmarki milljarð í sinn
hlut Mikil viðskipti með Icelandair frá því á föstudag Virðið jókst um 15 milljarða
Sérfræðingur í flugrekstri sem
ræddi við Morgunblaðið í trausti
nafnleyndar segir nokkur atriði hafa
komið WOW air í erfiða stöðu.
Áhugi á skuldabréfaútboði félags-
ins í sumar hafi verið undir vænt-
ingum. Olíuverð hafi síðan hækkað,
sem hafi gengið á lausaféð. Greini-
legt hafi verið að WOW air skorti
lausafé. Félagið hafi boðið kostakjör
á flugmiðum en aðeins ef greitt var
með netgíró. Með því hafi félagið
fengið peninginn strax, ólíkt kredit-
kortagreiðslum sem berist síðar.
Þetta hafi vitnað um örvæntingu.
Viðmælandinn rifjar upp að eftir
yfirtöku WOW air á Iceland Ex-
press hafi félagið verið rekið með
tapi fram til árs 2015. Með því að
hefja flug til N-Ameríku hafi það
hitt á réttan markað á réttum tíma.
Eldsneytisverð hafi verið lágt og
eftirspurn góð. Nýting á vélum hafi
verið góð, enda stuðst við sama líkan
og skilaði Icelandair árangri: vél
sem flýgur til Evrópu að morgni
kemur aftur til Keflavíkur og flýgur
svo áfram til N-Ameríku síðdegis
sama dag.
Með hækkandi eldsneytisverði og
hærri vöxtum hafi syrt í álinn.
Jafnframt hafi innleiðing breið-
þotna flækt reksturinn. Þær hafi
enda ekki passað inn í leiðakerfið
hjá WOW air. Þá bendir viðmæland-
inn á að sú strategía að auglýsa
lægsta verð hafi reynst áhættusöm.
Stærri félög hafi getað boðið hluta
sæta á lægra verði og þvingað fram
enn lægra verð. Slík verðlagning
gangi aðeins upp sé kostnaður mjög
lágur.
Með mikilli styrkingu krónunnar
hafi launakostnaður félagsins aukist.
Það og dýrara eldsneyti hafi aukið
kostnaðinn mikið. baldura@mbl.is
Mistök að nota
breiðþoturnar
Sérfræðingur segir netgírósölu
WOW air hafa vitnað um örvæntingu
Okt. 2011 til okt. 2018 ($/tunnu)
Verð fl ugvélaeldsneytis
Okt. ’11 Okt. ’18
160
140
120
100
80
60
40
20
31. maí 2012
WOW air
hefur rekstur
Mitt ár 2016
WOW air tekur
breiðþotur í
notkun