Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 22

Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 ✝ Ólafur Ind-riðason fædd- ist í Reykjavík 27. júní 1945. Hann lést á heimili sínu 19. október 2018. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Ólafsdóttir frá Múlakoti á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu, f. 1. júlí 1918, d. 14. maí 2007, og Indriði Bogason hljóðfæraleikari, f. 13.12. 2011, d. 6.9. 1992. Systkini Ólafs eru: Sigríður Hjördís, f. 7.6. 1939, Bogi, f. 16.4. 1941, og Magnús, bænum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1965. Hann fór til náms í Noregi árið 1967 og lærði rafmagnstækni- fræði í Tækniskólanum í Þránd- heimi. Ólafur og Anna hófu sinn búskap í Noregi, en bjuggu hjá foreldrum Önnu á Meistara- völlum 7 eftir heimkomuna 1969 til 1971 þegar þau hófu búskap í Barmahlíð 48, þau fluttu síðan í Fellsmúla 20. Að námi loknu hóf Ólafur störf hjá Landsíma Íslands, sem síðar varð Póstur og sími hf., og vann þar alla sína starfsævi. Hann gegndi þar stöðu for- stöðumanns á sviði farsíma- kerfa um árabil. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. f. 20.12. 1952. Hinn 15. júlí 1967 kvæntist Ólafur Önnu Eygló Antonsdóttur, f. 13. janúar 1947, þau skildu. Þau eign- uðust eina dóttur, Eygló Björk, f. 19. nóvember 1967, við- skiptafræðing, maki Eymundur Magn- ússon, bóndi í Vallanesi. Ólafur hóf sambúð 1984 með Þorgerði Benedikts- dóttur, lögfræðingi í Reykjavík, f. 28. febrúar 1945. Ólafur ólst upp í Vestur- Hinn 19. október sl. gaf lífið mér löðrung þegar ég frétti að pabbi minn hafði látist um nótt- ina, aðeins 73 ára gamall. Það var mikil gæfa að eiga hann sem pabba, hann var í senn hlýr, hóg- vær,vandaður og klár og með hárfínan húmor. Undanfarin tvö ár hafði heilsu hans hrakað án fullnægjandi skýringa. Pabbi var tæknifræðingur og starfaði allan sinn starfsaldur hjá Landsímanum, sem síðar varð Póstur og sími hf. Þegar ég var að alast upp fór ekki á milli mála að starfið og viðfangsefnin sem það bauð áttu hug hans all- an, enda spennandi úrlausnar- efni að byggja upp fjarskipta- kerfi og síðar farsímakerfi á landsvísu. Pabbi var einnig áhugamaður um landið okkar og náttúruna og það verkefni að hanna og setja upp senda og annan tæknibúnað á fjöllum og heiðum, skipuleggja flókin kerfi og koma í framkvæmd, samein- aði vitsmuni og smá púl, en þetta tvennt voru hans helstu orku- brautir. Vinnan krafðist mikils sam- starfs við Norðurlandaþjóðirnar og oft skein hrifning hans á þeim í gegn og félagslegt réttlæti var honum mikilvægt. Eftir nám í Noregi átti hann auðvelt með samskipti á Norðurlandamálum og hafði greinilega gaman af því að liðka málbeinið. Hann gegndi stöðu forstöðumanns um árabil og annaðist fyrstu farsímakerfin s.s. NMT og GSM. Pabbi var náttúrubarn, hann eyddi æsku- og unglingsárum í sveit á Síðunni hjá móðurbróður sínum og fjölskyldu á Breiða- bólsstað. Þar lærði hann að lesa í náttúruna og fuglaskoðun varð mikið áhugamál hjá honum. Hann og mamma áttu útiveru og ræktun að áhugamáli og keyptu sér skika í landi Miðdals árið 1978, uppi á heiði þar sem varla var stingandi strá og hófu skóg- rækt. Grjótburður, mokstur og ýmislegt stúss var í senn líkams- rækt, hvíld og unaður því gróið landið laðaði til sín fugla og skap- aði skjól. Mamma var æskuástin hans en þau skildu árið 1980. Árin eftir skilnaðinn voru annasöm hjá mér í ýmsum íþróttum og hestamennsku. Á því tímabili voru samverustundir okkar pabba ekki margar, svona eins og gengur, og það tók okkur einhver ár að finna okkar sam- skiptum farveg á ný. Við feðginin fórum þó af og til í bíltúra á þess- um árum og mér er minnisstætt hvernig honum tókst, góðlega og án nokkurs þrýstings, að halda mér við efnið og beina mér inn á brautir menntunar. „Hvað ertu að lesa, Eygló?“ „Hvað langar þig að læra, Eygló?“ o.s.frv. spurði hann. Pabbi nýtti þessar samverustundir á þessum árum af mikilli skynsemi. Nokkrum árum eftir skilnað- inn tók hann upp samband við mikla sómakonu, Þorgerði Bene- diktsdóttur lögfræðing, hóf með henni sambúð og bjuggu þau í Vesturbænum. Þorgerður var honum einstakur félagi og jafn- ingi. Hjá þeim sátum við oft og ræddum hugmyndir og heims- málin, stjórnmál, sögu og menn- ingu. Pabbi var oft upptekinn af ýmsum réttlætismálum s.s. stöðu Palestínumanna og var félagi í Ísland-Palestína. Hann las sig til um ákveðin tímabil í sögunni, s.s seinni heimsstyrjöldina og sögu Atatürk í Tyrklandi, þetta þurfti að sökkva sér ofan í og skilja til hlítar. Síðasta samverustundin okkar var þremur dögum fyrir andlát- ið, þá áttum við góða stund yfir morgunmat en síðan var haldið út á Reykjavíkurflugvöll þar sem ég var að fara í flug eins og svo oft áður. Óvænt bað pabbi mig að koma í smá bíltúr í Skerjafjörð- inn, því við höfðum tíma aflögu. Ef ég hefði áttað mig á að í raun höfðum við engan tíma, því hann var orðinn veikari heldur en við gerðum okkur grein fyrir, hefði ég sagt: takk pabbi minn fyrir að vera svona góður pabbi. Takk fyrir allt samtalið, allt andlega fóðrið sem þú hefur gefið mér og fyrir að styðja mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Takk fyrir allt elsku pabbi. Eygló Björk Ólafsdóttir. Góður maður er fallinn frá. Lífsförunautur Þorgerðar systur minnar til rúmlega þriggja ára- tuga, Ólafur Indriðason, lést á heimili sínu þann 19. október sl. Andlát hans var skyndilegt og kom á óvart. Líf Ólafs einkenndist af því að gera öðrum gott. Hann var ein- staklega hjálpsamur og greiðvik- inn og lék allt í höndunum á hon- um. Hann var tæknimenntaður og hafði því gott vald á öllum við- gerðum á heimilum svo og þeim tæknimálum sem þar þarf að sinna og nutu margir góðs af þessum hæfileikum hans. Stjúpa okkar systra, sem nú er háöldr- uð, naut góðs af hjálpsemi Ólafs árum saman. Hann var ævinlega boðinn og búinn til að dytta að öllu því sem til þurfti á hennar heimili og þegar hún fór að eiga erfitt með að draga í búið gerðist hann aðstoðarmaður hennar og bílstjóri og engan vildi hún frek- ar hafa nálægt sér. Ef ég bauðst til að liðsinna henni var hún oft fljót að segja mér að Ólafur væri að koma. Móðir okkar systra, sem er látin fyrir mörgum árum, naut einnig þessarar góðvildar hans og umhyggju. Allt þetta ber að þakka. Ólafur var náttúruunnandi og naut þess að ferðast um landið. Fuglar voru í sérlegu uppáhaldi og hann var áhugamaður um trjárækt. Hann átti land nærri höfuðborgarsvæðinu og ræktaði þar árum saman ýmsar trjáteg- undir. Eins og allir vita sem til slíkrar ræktunar þekkja þarf bæði mikla þolinmæði og bjart- sýni til að sinna slíkri ræktun í áravís. Þessa hæfileika tel ég að Ólafur hafi haft í ríkum mæli og nú er þetta land, sem var að mestu leyti urð og grjót þegar hann hóf að rækta það fyrir margt löngu, orðið vel gróið trjám og runnum. Ólafur var vel gefinn og víðles- inn, las bæði bókmenntir og fræðirit og beindist áhugi hans meðal annars að heimssögunni fyrr og nú. Þeim áhuga deildi hann með systur minni og fáa þekki ég sem ræddu atburði og vandamál hins stóra heims af jafn miklum áhuga og þekkingu og þau. Þau voru dugleg að ferðast til útlanda, einkum til Evrópulanda og lögðu sig eftir því að fræðast um stjórnmála- ástand og lífskjör fólks í lönd- unum sem þau heimsóttu. Ólafur hafði sérstaka kímni- gáfu, hann sá oft spaugilegar hliðar mála frá óvenjulegu sjón- arhorni. Þetta birtist manni oft í hnyttnum tilsvörum og jafnvel orðaleikjum sem kannski ekki allir viðstaddir skildu alltaf til fulls. Að leiðarlokum er mér efst í huga sú góðvild og umhyggja sem Ólafur sýndi okkur sam- ferðafólki sínu og sem þakka ber. Minningin lifir um góðan, heiðarlegan og heilsteyptan mann sem ekki mátti vamm sitt vita. Blessuð sé minning hans. Ragnhildur Benediktsdóttir. Ólafur Indriðason ✝ HermannSmári Jónsson fæddist á Akureyri 29. júní 2000. Hann lést 25. október 2018. Foreldrar hans eru Jón Her- mann Hermanns- son, f. 1965, og Jónína Katrín Guðnadóttir, f. 1970. Hermann Smári var yngstur þriggja bræðra. Elstur er Bjarni Grétar Jónsson, f. 1990, síðan Birkir Snær Jónsson, f. 1995. Hermann Smári var öll 10 ár grunn- skólans í Oddeyrar- skóla á Akureyri. Þaðan lá leið hans í Verkmenntaskól- ann á Akureyri þar sem hann var að læra rafvirkjun. Meðfram skóla vann hann í Hag- kaupum og einnig hjá Hljóðkerfa- leigunni HS hljóðkerfi. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. nóv- ember 2018, klukkan 13.30. Fimmtudaginn 25. október síðastliðinn myndaðist stórt skarð í hóp fyrrverandi nem- enda Oddeyrarskóla, fæddra árið 2000. Þessi stóri hópur er einstakur, þar ríkir mikil vin- skapur og samheldni sem kemur sterkt fram á sorgar- stundu eins og nú. Það er erfiðara en ég fæ með orðum lýst hversu sárt það er að sjá á eftir einu þeirra langt fyrir aldur fram. Hermann Smári, eða Hemmi eins og hann var alltaf kallaður, var nemandi hjá okk- ur í Oddeyrarskóla í tíu ár og í minni umsjón í þrjú ár. Fyrir útskrift úr 10. bekk árið 2016 lýstu bekkjarfélagar hans honum sem fyrirmynd, frábærum, fagmanni, góðum, tölvukalli, svölum, hrikalegum og duglegum. Öll þessi orð lýsa Hemma mjög vel og fram- tíðardraumar hans í 10. bekk voru að verða lögreglumaður eða rafvirki. Þegar Hemmi var á ungl- ingastigi var hann ásamt Óla vini sínum aðaltæknimaður skólans. Það var alveg sama hvaða uppákomur voru í skól- anum, alltaf var hann boðinn og búinn til að græja sviðið, ljósin, hljóðið og allt það sem til þurfti til að halda stóra sem smáa viðburði. Meira að segja fyrir árshátíðarball nemenda á unglingastigi árið eftir að Hemmi útskrifaðist var hann mættur fyrstur manna til að setja upp græjurnar með ung- lingunum. Hemmi var góður og ljúfur drengur sem gott var að hafa í kringum sig, hans verður sárt saknað. Elsku Jón, Jónína, Bjarni Grétar, Birkir Snær, ættingjar og vinir, mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra á þessari erfiðu stundu. Hrafnhildur Guðjónsdóttir. Það var bjart yfir svart- hærða unga manninum sem tók á móti mér þegar ég var að bjóða tilvonandi 1. bekk- inga velkomna í skólann vorið 2006. Það var tilhlökkun og spenningur yfir því að fara í grunnskóla, ekki þótti unga manninum samt verra að hafa styrka hönd pabba nálægt. Allavega svona fyrst um sinn. Það fór ekki mikið fyrir Her- manni Smára, hann var alltaf glaður og ánægður, brosmild- ur, ljúfur, hjartahlýr og naut sín með bekkjarfélögum. Ég var svo lánsöm að fá að kenna Hermanni Smára í fjögur ár, fékk að eiga pínulítið í honum. Litli vinur minn, hugprýði þín og ljúfmennska munu fylgja okkur, og minning þín verma hjörtu okkar. Ég votta aðstandendum, Jóni, Jónínu, Bjarna Grétari og Birki Snæ, mína dýpstu samúð. Það eru þung spor fram undan en ég bið þess að allt gott vaki yfir ykkur og gefi ykkur styrk til að takast á við þau. Minning um svart- hærðan ljúfling og einstaklega góðan dreng lifir með öllum þeim er báru gæfu til að fá að kynnast Hermanni Smára. Sonja Dröfn Helgadóttir. Hermann Smári Jónsson ✝ Karl Haralds-son fæddist 26. febrúar 1946 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu, Gautlandi 15, 19. október 2018. Foreldrar hans voru Haraldur Jós- epsson, f. 1898, d. 1972, og Guðrún Þórunn Karlsdótt- ir, f. 1915, d. 2003. Systkini hans eru Hrefna Har- aldsdóttir, f. 1942, Ólafur Har- aldsson, f. 1943, d. 2010, Helgi Haraldsson, f. 1952, og Selma Kolbrún Haraldsdóttir, f. 1958. Hálfbróðir Karls var Birgir Þór- hallsson, f. 1937, d. 2012. Karl kvæntist Dröfn Guð- mundsdóttur, f. 1947, d. 2013, árið 1967 og eignaðist með henni Guðrúnu Bryndísi, f. 1967, Kolbrúnu, f. 1968, og Gunnlaug, f. 1975. Þau slitu samvistum. Karl giftist Erlu Ólafsdóttur, f. 1950, árið 1986 og eignuðust þau soninn Harald, f. 1987. Fyr- ir átti hún börnin Ólaf Frey, f. 1972, og Maríu Dís, f. 1976. Þau slitu samvistum. Karl hóf sambúð með Sigríði Fanneyju Jónsdóttur árið 1998. Fyrir átti hún dæturnar Sigríði Soffíu, f. 1979, og Svövu, f. 1980. Þau slitu samvistum. Karl ólst upp hjá foreldrum sínum á Sjávarhólum á Kjalarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1966 og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1974. Karl bjó ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi 1978 til 1983 og lauk þar sérnámi í svæf- ingum. Sína starfsævi starfaði hann sem læknir, um alllangt skeið í Vestmannaeyjum og Reykjavík og víðar, eða þar til hann lét af störfum af heilsu- farsástæðum árið 2005. Útför hans fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 6. nóvember 2018, klukkan 13. Það er kveðjustund. Góður skólafélagi, Karl Haraldsson, hefur lokið sinni jarðvist og lagt á eilífðarbraut. Við tilheyrðum sama bekknum í Reykholti á ár- unum 1958 til til vors 1961. Hann Kalli eins og kölluðum hann alltaf kom í bekkinn haustið 1959 og lauk landsprófi vorið 1961. Við Kalli vorum vistarfélag- ar í öðrum bekk á nemendavist sem kölluð var Útgarðar en húsið var á fyrri tíð kennarabústaður sem stóð norðan við sjálft skóla- húsið. Eins og skiljanlegt er þá mynduðust góð tengsl með þessu unga fólki sem kom víðsvegar af landinu. Í mörgum tilfellum einn- ig vinátta. Vinátta sem enst hefur allt til þessa þó stundum hafi langur tími liðið milli samveru- stunda. Það sem situr í minning- unni frá þessum tíma er hversu geðgóður og félagslyndur hann Kalli var. Hann átti gott með að gera góðlátlegt grín jafnt að sér og öðrum. Þessir eðliskostir fylgdu honum alla tíð og fengum við fé- lagar hans að njóta þess þegar við fórum að hittast reglulega á eftirlaunaárunum. Að loknu landsprófi fór Kalli í menntaskóla og svo í háskóla þar sem hann lærði læknisfræði. Við það starfaði hann síðan mestalla sína starfsævi. Eftir því sem ég best veit var hann vel látinn í sín- um störfum og eftir því sem ég hef heyrt dáður af sínum sjúkl- ingum. Kalli var duglegur að koma í göngur með okkur skólafélögun- um undanfarin ár. Þótt hann ætti orðið erfitt með gang reyndi hann alltaf að ganga með þó stundum yrði spölurinn stuttur. Þess betur naut hann sín með okkur í kaffinu á eftir. Í sumar lagði hann upp í ævin- týraferð á bílnum sínum suður Evrópu og komst alla leið til Tenerife. Segja má að þessi ferð hafi verið farin meira af vilja en getu. Hann veiktist í ferðinni en náði samt að komast heim og eiga nokkra daga áður en yfir lauk. Ég heyrði í honum í síma nokkr- um dögum eftir heimkomuna. Þá var hann ekkert á förum og á fullu að skipuleggja framtíðina. En hér sannast að enginn ræð- ur sínum næturstað. Við skóla- systkini kveðjum góðan vin með söknuði og vottum afkomendum og aðstandendum Karls Haralds- sonar okkar dýpstu samúð. Snorri Bjarnason. Við kveðjum nú kollegann Karl Haraldsson. Þegar við í Læknastöðinni þurftum á hjálp svæfingalæknis að halda á síð- asta áratug síðustu aldar hljóp hann undir bagga. Þar kynntist undirritaður hon- um fyrst. Starfsemin þar var til- tölulega lítil í byrjun en jókst með tímanum eftir því sem fleiri skurðlæknar komu inn á stofuna. Það sem einkenndi Karl var hjálpsemi. Þegar ég spurði hann hvort til greina kæmi að hjálpa mér með svæfingar fyrir mína sjúklinga, var það sjálfsagt. Hann þurfti bara að gera smá tilfæringar og koma með tillögur um skurðdaga. Auðvitað leysti það sig fljótt og vel. Hann var ævinlega tilbúinn að koma og hjálpa til með svæf- ingar, jafnvel um helgar ef svo bar undir. Mér reyndist auðvelt að vinna með Karli og hann náði vel til sjúklingana bæði fyrir og eftir svæfinguna. Hann lét sig velferð þeirra varða og stundum fór hann upp á stofu á kvöldin eða um helgar til að leggja langvinn- ar deyfingar á sjúklinga sem voru illa haldnir af verkjum eftir mín- ar aðgerðir. Í Læknastöðinni í Mjódd skap- aðist fljótt samhentur en lítill hópur starfsfólks í kringum skurðstofustarfsemina og var Karl skjótt einn af miðpunktum starfseminnar og var það á með- an heilsa hans hélt. Hópurinn umgekkst talsvert utan vinnu- tíma og fórum við í ófáar skemmtiferðirnar saman. Þar kynntumst við Haraldi, þá barn- ungum syni hans, sem bjó með föður sínum. Þessar skemmti- ferðir út um allar koppagrundir voru bæði minnisstæðar og upp- lífgandi. Við Karl höfðum ævinlega næg umræðuefni enda höfðum við Vestmannaeyjar sem sameigin- legan snertipunkt. Ég var fædd- ur og bjó þar fram að gosi en hann hafði starfað þar í mörg ár eftir gos. Því var ekki vöntun á umræðu um menn og málefni. Karl hafði hæfileikann að geta rætt um málefnin, jafnvel hin al- varlegu, á léttu nótunum og tók ekki heldur sjálfan sig of hátíð- lega. Samskipti okkar Karls fóru minnkandi eftir að hann missti heilsuna og ég fór til starfa í út- löndum. Þó vorum við stöku sinn- um í símsambandi hin síðari ár til að ræða fyrri tíma eða ef hann var að biðja mig um að kíkja á að- standendur sína. Nú þegar komið er að leiðar- lokum fyrir Karl horfum við fyrr- verandi samstarfsfólk hans til baka og minnumst ánægjustund- anna með honum. Við sem störf- uðum með honum kveðjum hann með söknuði. Við vottum börnum, tengda- og barnabörnum Karls samúð okkar. Brynjólfur Y. Jónsson og starfsfólk skurðstofunnar í Læknastöðinni Mjódd. Karl Haraldsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.