Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 23

Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 ✝ Hildur RúnaHauksdóttir fæddist í Reykjavík 7. október 1946. Hún lést á Landa- koti 25. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ás- mundsdóttir, f. 21.5. 1927, d. 2.9. 1980, og kjörfaðir Haukur Guðjóns- son, f. 1.11. 1921, d. 11.10. 2010. Faðir Guðjón Þórir Tómasson, f. 8.12. 1923, d. 18.6. 2001. Syst- kini sammæðra: Hrefna, f. 1950, maki Mike Draper, f. 1953. Sverrir Gísli, f. 1958, maki Kristín Guðmundsdóttir, f. 1958, barn Haukur Guðmundsson, f. 1986. Systkini samfeðra: Mar- grét, f. 1958, maki Hörður Krist- jánsson, börn Þórir Hrafn, f. 1981, og Haukur Þór, f. 1989. Arnór Steingrímur, f. 1961, maki Frank A. Wijshijer, börn Nanna Ólína, f. 1996, og Vilhjálmur Svavar, f. 1999. Börn Hildar: 1) Björk Guðmunds- dóttir, f. 1965, hennar börn Sindri Eldon, f. 1986, maki Morgan, f. 1986, og Ísadóra, f. 2002. 2) Arnar Sævarsson, f. 1970, maki Hrund Einarsdóttir, f. 1977, börn þeirra Sturla, f. 1999, Soffía, f. 2007, Bjarni, f. 2009, og Unnur, f. 2018. Hildur helgaði sig náttúru- vernd síðastliðna áratugi. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. nóvem- ber 2018, klukkan 13. Þegar foreldrar mínu fluttu úr Vogahverfinu, þar sem við höfð- um búið allt frá barnæsku minni, yfir í Háaleitishverfið skipti ég um skóla og hóf nám í Gaggó aust. Það varð til þess að ég eignaðist nýjan vinahóp og allt lífsferli mitt gjörbreyttist. Í nýja vinahópnum var Hildur og með okkur tókst vinskapur. Við áttum sameiginleg áhugamál og höfðum svipaðar skoðanir á því hvernig samfélagið ætti að þróast. Bæði áttum við eftir að verða virkir baráttumenn fyrir okkar hugsjónum. Á þessum tíma, sjöunda áratug síðustu aldar, stóðu yfir miklar samfélagslegar breytingar. Við vorum bóhemar; ég gekk um á tréklossum í lopapeysu og útvíð- um buxum, annað var ekki í fata- skápnum og reyndar engin löng- un til þess að eignast annars konar föt. Á þessum tíma stóð ungt fólk fyrir mótmælum gegn stöðnuðu samfélagi. Mótmælaaðgerðir urðu nánast daglegt brauð. Víet- namstríðið var efst á baugi og óeirðir í helstu borgum víða um heim. Við strákarnir í hópnum kom- um okkur upp jeppum og víða var farið í útilegur á Willys-jeppanum mínum, sem var reyndar jafn- gamall Hildi, og hann nýttist til að skapa margar samverustundir í útilegum í helstu náttúruperlum landsins. Útivera í náttúrunni dró okkur til sín og togaði fram kynjatóna sem við vildum njóta og mótuðu lífsskoðanir okkar. Hildur var alla tíð mjög virkur náttúruverndarsinni. Náin kynni okkar Hildar leiddu til þess að stúlkubarn kom í heiminn og þrátt fyrir lífsstíl okkar tóku ráðandi viðhorf þessa tíma völdin og annað kom ekki til greina en að ganga í það heilaga og stofna heimili, þá bæði tæp- lega tvítug. Eftir stutta sambúð varð okkur hins vegar ljóst að við værum ekki tilbúin að undirgang- ast þessar miklu breytingar, sem varð til þess að við slitum sam- vistum. Þrátt fyrir skilnað okkar héldust vinatengslin og litla stúlkan okkar var mikið hjá móð- ur minni. Þær áttu mjög margt sameiginlegt, söngelskar og spiluðu á hvaða hljóðfæri sem var. Hildur hafði um nokkurt skeið búið við slaka heilsu sem leiddi til ótímabærs fráfalls. Þegar góður vinur hverfur koma fram í hug- ann margs konar brot minninga. Lífið heldur áfram en minningar um vini sem maður hefur eignast verða svo verðmætar. Það hefur óafturkræf áhrif á viðhorf og hug- arfar að sitja fyrir framan tjöldin og horfa á daginn skila sér inn í nóttina. Hvernig fjöllin standa sperrt og roðaslegin yfir dalnum. Spóinn rauf vellandi kyrrðina og hrossa- gaukurinn renndi sér um himin- geiminn og myndaði seiðandi tóna með fjöðrum sínum. Allt þetta rann saman við hvell köll álftanna og langdregið væl eða jafnvel hlátur og skemmtilegt jóðl frá himbrimanum á fjalla- vatninu. Smám saman breiddi nóttin mjúka töfrablæju sína yfir allt með töfraljómi nætursólar- innar. Takk Hildur fyrir allt sem þú gafst okkur. Við Helena sendum fjölskyldu Hildar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Börnin, ég þori ekki segja en mig grunar um mikla klæki fyrir ákveðnar mannskepnur í þjóðfélaginu En best er að hugsa eitthvað gott. Þar sem saklausa barnið hrópar elskum. (Hulda Vilhjálmsdóttir) Ég sagði Braga Kristjónssyni, afa yngstu barna minna, frá and- láti Hildar og þá svaraði hann með þessum orðum: „Hún var fáguð og elegant kona.“ Mér finnst þessi orð vera lýsandi fyrir hennar persónuleika. Ég kynntist elskulegu Hildi fyrir allnokkrum árum og naut þess að ræða við hana um meðal annars hlutskipti einstæðra mæðra. Ég fann mikinn styrk við að hlusta á svo fjölfróða konu og sér- staklega sterkt fyrir skilningi hennar, næmni, tilfinningalegu innsæi og réttlætiskennd. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst svona fallegri konu og móður. Votta börnum hennar og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Hulda Vihjálmsdóttir. Ég var svo heppin að kynnast Hildi fyrir tuttugu árum og við urðum fljótt vinkonur þrátt fyrir töluverðan aldursmun. Hildur var alla tíð ungleg, hispurslaus og heillaði þá sem kynntust henni því hún fór ekki í manngreinar- álit. Hún var fjölfróð og kunni að miðla úr sínum viskubrunni og ég naut meðal annars góðs af því. Hildur hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, var fem- ínisti og baráttukona um náttúru- vernd. Hún fór til að mynda í hungurverkfall vegna Kára- hnjúkavirkjunar þegar ég var nýbúin að kynnast henni og ég komst þá að því hversu mikil bar- áttukona hún var. Hildur hafði sterka réttlætiskennd og mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum. En líka á listum, fólkinu sínu, fjöl- skyldu, vinum og lífinu í öllum sínum fjölbreytileik. Hún hafði stórt hjarta og kunni að samgleðj- ast og syrgja með öðrum. Það var alltaf skemmtilegt að heimsækja hana á þeim þremur heimilum sem hún bjó sér, síðast á Grett- isgötu 40 í litla sæta timburhús- inu sínu, við urðum nágrannar þegar hún flutti þangað. Hún var fagurkeri fram í fingurgóma með ákveðinn og vel ígrundaðan smekk, allt svo kósí og snyrtilegt. Ég lærði svo margt af henni. Hún var skemmtileg og glettin, góður húmoristi. Það var hægt að tala við hana um heima og geima og hún var sannur vinur sem ég mun sakna alla tíð. Þær voru ótal margar notalegu stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina og núna síðast á Landakoti fyrir skömmu. Og þó að hún væri orðin lasburða líkamlega þá var hún með sinn baráttuhug, sjálfri sér lík og sá bara það jákvæða í kringum sig. Ég votta börnum hennar og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Minningin um yndislega konu mun ylja okkur um ókomin ár. Blessuð sé minning Hildar Rúnu. Áslaug Lilla Leifsdóttir. Hildur Rúna Hauksdóttir, mikilvæg baráttumanneskja gegn Kárahnjúkavirkjun, er fall- in frá. Fínleg kona sem tók á sig einn stærsta slaginn. Konur voru þungamiðja í þessari baráttu. Hildur Rúna var ein þeirra sem stóðu vaktina í daglegum mót- mælum á Austurvelli. Hún mætti á flesta baráttufundi, og var vakin og sofin í baráttunni. Það er okk- ur ekki síst eftirminnilegt að hafa farið með henni í gönguferð um svæði virkjunarinnar í aðdrag- anda byggingar hennar. Við gengum með Jöklu og sáum fossa og land sem átti eftir að hverfa. Það var ekki síður eftirminnilegt að dvelja með henni að lokinni göngu á heimili baráttufélaga okkar á Vaði í Skriðdal, þeirra Guðmundar Ármannssonar og Grétu Óskar Sigurðardóttur. Það var setið langt fram eftir nóttu yf- ir bjór og höfgi að færast yfir fólk, en hugur Hildar Rúnu var tær, skýr og fagur. Okkur fannst að hún væri það næsta við álfkonu sem við hefðum kynnst og að það byggi einhvers konar yfirskilvit- legur andi í þessari fínlegu konu. Hildur Rúna lét lítið yfir sér, var hógvær og laus við yfirlæti. Hún beitti sér af alefli en án fram- hleypni. Málstaðurinn skipti öllu. Það kom að ögurstundu og ráð urðu dýr. Þá setti Hildur Rúna út stóra trompið sitt, hungurverkfall sem vakti heimsathygli. Hildur Rúna sýndi svo um munaði – þótt við yrðum að lúta í lægra haldi á endanum – að til var fólk sem var reiðubúið að leggja mikið á sig til verndar náttúrunni. Sigríður í Brattholti sagðist mundu kasta sér í Gullfoss ef hróflað yrði við fossinum. Til þess kom sem betur fer ekki. Við höfum stundum séð eftir því að hafa ekki staðið í gljúfrinu þegar vatni var hleypt yfir einstakar náttúruperlur. Að mótmæla til hins ýtrasta. Við gerðum það ekki. Hildur Rúna var hugrökk, hún gekk alla leið og naut þess. Því eins þversagnar- kennt og það hljómar þá er bar- átta fyrir náttúruvernd bæði gef- andi og nærandi. Því að vera í liði með náttúrunni endurgeldur og blessar margfalt. Og þar kynnist maður gulli af fólki. Eins og Hildi Rúnu. Blessuð sé minning hennar. Þuríður Einarsdóttir Sigríður Þorgeirsdóttir Ósk Vilhjálmsdóttir. Hildur Rúna Hauksdóttir ✝ Geir Þórðar-son var fæddur á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu 30. ágúst 1922. Hann lést á heimili sínu á Sólvöllum 28. október 2018. Hann var sonur hjónanna Þórðar Brandssonar og Guðbjargar Páls- dóttur. Kona hans var Lára Laufey Sigursteins- dóttir, f. 8. júlí 1914, d. 18. maí 1991. Geir var einn fimm syst- kina. Tvíburasystir Geirs var Ingigerður og eldri bræður hans voru Páll, Steinn og Valdi- mar og eru þau öll látin. Geir ólst upp og bjó á Ásmundar- stöðum til ársins 1963 en þá fluttist hann til Hellu og þaðan á Selfoss árið 1965. Þar starfaði hann hjá Trésmiðju Kaupfélags Árnes- inga. Hann var bú- settur á Selfossi til ársins 2017. Síðustu tvö árin bjó hann á dvalarheim- ilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Útför Geirs fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 6. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég minnist afa míns með sökn- uði og miklum hlýhug. Fyrstu minningar mínar sem lítill dreng- ur eru á Heiðmörkinni í afahúsi en þar bjó ég fyrstu ár ævinnar. Afi var mikið snyrtimenni og hugsaði vel um húsið sitt og fal- lega garðinn sinn. Hann var mjög nýtinn og eyddi engu í óþarfa fyr- ir sjálfan sig. Hann var t.d. farinn að flokka sorp löngu áður en orð- ið endurvinnsla var fundið upp. Á hverjum morgni í áratugi eldaði afi sér hafragraut og notaði svo afganginn að kvöldi í hræring. Einu sinni eftir að hann hætti að vinna kem ég í heimsókn á kvöldmatartíma og þá er afi að borða jógúrt. Ég verð hissa og spyr af hverju hann sé ekki að borða hræring og hann svarar að hann sé hættur að borða hræring, honum hafi aldrei þótt hann góð- ur þrátt fyrir að hafa borðað hann fimm sinnum í viku í nokkra áratugi. Svona var hann afi minn, hann hafði stöðugleika og nýtni að leiðarljósi og hugsaði ávallt vel um hluti, fólkið sitt og jörðina sína. Eiginmaður var hann tryggur og traustur og stóð þétt við hlið ömmu í langvarandi veikindum hennar. Afi var stöðugleikinn í lífi mínu og margra annarra, hann var traustur og jafnlyndur og var hann minn besti vinur alla tíð og var oft hlegið og gantast í tveggja manna tali enda var hann mikill húmoristi. Afi var mikill handverks- maður, skar út og renndi úr tré og liggja eftir hann margir fal- legir munir. Einnig gerði hann upp og bólstraði húsgögn auk þess sem hann lærði bókband og stundaði það. Afi hugsaði vel um heilsuna. Hann velti fyrir sér því sem hann borðaði og hreyfði sig alla daga. Margir muna eftir afa litla á göngu á Selfossi og seinustu árin með göngugrindina sína og neta- pokann að labba í búðina að kaupa sér mjólk og kaffi. Hann hafði mikinn áhuga á af- komendum sínum og fylgdist vel með leik þeirra og starfi allt fram á síðasta dag. Þegar ég lít til baka er efst í huga mínum virðing og þakklæti um einstakan mann sem skildi eftir ljós í hjarta mínu og þeirra sem kynntust honum. Ég er þakklátur fyrir minningarnar sem ég á um hann afa minn og munu þær ylja mér ævilangt. Vil ég að lokum þakka fyrir hönd okkar aðstandenda starfs- fólkinu á Sólvöllum sérlega góða umönnun og hluttekningu allt til síðasta dags. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þinn Sigurgeir Kristmannsson. Geir Þórðarson Ég kynntist Óla fyrir 20 árum, þegar hann fór að vera með Guðrúnu móð- ur minni. Hann byggði sér fallegt hús í Kjósinni, þar sem þau voru öllum frístundum. Þau lifðu fyrir að vera þar að dytta við húsið og gera lóðina fallega. Þar nutu þau sín. Á kveðjustund eins og þessi hrannast upp minningarnar og þær allar góðar. Hann var góður Ólafur Örn Ingimundarson ✝ Ólafur ÖrnIngimundarson fæddist 10. júlí 1946. Hann lést 21. október 2018. Útför Ólafs fór fram 30. október 2018. maður og reyndist börnunum mínum vel. Hann var alltaf hress og gaman- samur. Síðustu ár voru erfið þegar hann veiktist og þurfti að fara á dvalarheimili og síðar á hjúkrun- arheimili. Við kveðjum góð- an mann með sökn- uði og sendum Lóu, Sigga, Karól- ínu, Guðbrandi og börnunum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessum sorgarstundum. Hvíl í friði, kæri vinur! Samúðarkveðja, Anna Ólafía og Sandra Ösp. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts elsku móður okkar, ÞÓRU ÞÓRARINSDÓTTUR, fv. kaupmanns Laugavegi 76, síðast til heimilis í Bogahlíð 2. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun. Dæturnar Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar míns og bróður, ÁSGEIRS EINARS STEINARSSONAR, Bugðulæk 2, Reykjavík. Steinar Freysson Jón Freyr Steinarsson Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, PÁLÍNA GUÐMUNDA BENJAMÍNSDÓTTIR frá Patreksfirði, lést á Svanevig hospice í Danmörku miðvikudaginn 31. október. Bálför fer fram í Danmörku, en minningarathöfn verður auglýst síðar. Thor-Bjørn Klarmark Clemmensen Davíð Klarmark Thor-Bjørnsson Sigríður Guðmundsdóttir Guðrún Benjamínsdóttir Magnús Þór Guðjónsson Elskulegur sonur okkar, barnabarn og frændi, HLYNUR SNÆR ÁRNASON, Fannafold 130, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi laugardaginn 10. nóvember klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Einhverfusamtökin. Guðlaug Rún Gísladóttir Árni Gunnar Ragnarsson Guðlaug Bjarnadóttir Eygló S. Gunnarsdóttir Ragnar Ragnarsson Lea Oddsdóttir Bjarni Jakob Gíslason Bylgja Rún Stefánsdóttir Svavar Gíslason Katarina Hörnfeldt Sigurlaug Birna Leudóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.