Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 27

Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 27
Einnig var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Hann hefur manna lengst setið í stjórn Körfuknattleiks- sambands Íslands og var þar for- maður um skeið. Lionsmaður er hann af lífi og sál og hefur Lionsklúbbur Kópavogs notið krafta hans frá 1987 til dagsins í dag með hléum. Einar er mikill KR-ingur og reynir af fremsta megni ásamt sínum gömlu félögum að styðja við bakið á körfu- knattleiksdeildinni. Fjölskylda Einar kvæntist 29.7. 1972 Sigrúnu Ingólfsdóttur, f. 22.7. 1947, íþrótta- kennara. Hún er dóttir Ingólfs Finn- björnssonar loftskeytamanns og Jó- hönnu Bjarnfreðsdóttur bókavarðar sem bæði eru látin. Börn Einars og Sigrúnar eru Hjör- dís, f. 8.1. 1973, mannfræðingur og kennari, gift Guðmundi Hafsteins- syni trompetleikara og eiga þau fjög- ur börn; Bryndís, f. 11.8. 1974, sál- fræðingur og á hún fjórar dætur með fyrrverandi eiginmanni, Einari Þór Jóhannssyni leiðsögumanni; Svandís Dóra, f. 5.7. 1984, leikari og flug- freyja, gift Sigtryggi Magnasyni að- stoðarmanni ráðherra og á hann þrjú börn. Dóttir Einars frá fyrra hjónabandi og Helgu Stefánsdóttur kennara er Sólveig Lilja, f. 31.5. 1968, viðskipta- fræðingur og MBA, gift Þórði Sveins- syni lögfræðingi og eiga þau þrjú börn. Sonur Einars frá fyrrverandi sam- búð með Birnu Þórisdóttur er Sig- urður Örn, f. 18.3. 1965, starfsmaður Securitas, og á hann einn son með fyrrverandi eiginkonu, Huldu Þórs- dóttur bankastarfsmanni. Albróðir Einars er Bolli Þór, f. 24.2. 1947, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri. Hálfsystkini Einars, sam- mæðra, eru Sigríður Sigurðardóttir, f. 19.5. 1952, kennari og myndlistar- kona; Ágústa Ísafold, f. 12.1. 1954, fé- lagsfræðingur í Kaupmannahöfn; Erla Sigurðardóttir, f. 24.11. 1957, ritstjóri og túlkur í Kaupmannahöfn. Systkini Einars, samfeðra, eru Arthur Björgvin, f. 16.9. 1950, rithöf- undur og heimspekingur; Linda Sig- rún, f. 15.7. 1954, fóstra; Erla, f. 19.7. 1955, skrifstofumaður; Helga, f. 3.1. 1957, d. 27.3. 2010, skrifstofumaður; og Lilja, f. 12.9. 1959, sjúkraliði. Foreldrar Einars voru: Hjördís Einarsdóttir, f. 8.4. 1923, d. 23.5. 2001, fulltrúi, og Bolli Vestarr Gunn- arsson, f. 1.7. 1918, d. 24.4. 1994, loft- skeytamaður. Úr frændgarði Einars Bollasonar Einar Bollason Kristrún Gísladóttir húsfr. í Háholti Ágústa Ísafold Einarsdóttir húsfr. í Rvík Einar Jónasson hafsögum. í Rvík Hjördís Einarsdóttir fulltr. hjá Trygginga- stofnun ríkisins Petrína Einarsdóttir húsfr. á Fossá Jónas Guðmundsson hreppstj. á Fossá á Barðaströnd Bolli Þór Bollason fv. ráðuneytis- stjóri Arthur Björgvin Bollason heimspek- ingur Ágúst Kvaran leikari, leikstj. og stórkaupm. á Akureyri Ólöf Jónasdóttir húsfr. í Ósi í Bolungarvík Halldóra Ólafsdóttir húsfr. á Ísafirði Nikkólína Hildur Sigurðard. húsfr. í Rvík Sigurður Sigurðsson kaupm. í Þorsteinsbúð Jafet Sigurðsson skipstj. í Rvík Ingólfur Árnason framkvstj. á Ísafirði Guðni Guðmundsson rektor MR Sigurður Sigurðsson íþróttafréttam. Sigríður Jafetsdóttir húsfr. í Rvík Jafet S. Ólafsson forseti Bridge- sambands Íslands Halldóra Ingólfs d. forseta- frú Þórarinn Eldjárn rithöf. og skáld Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfr. á Auð kúlu í Svínadal Ásta Ólafsdóttir húsfr. í Brautarholti Ólafur Björnsson hagfræði- prófessor Ólafur Ólafsson fyrrv. landlæknir Ásdís Kvaran lögfræðingur Ævar R. Kvaran leikari og rithöfundur Sigurður Arnalds stórkaupm. og útg. í Rvík Jón Laxdal Arnalds ráðuneytis- stjóri og borgar dómari Kristján Eldjárn gítarleikari Ragnar Arnalds rith. og fyrrv. alþm., ráðherra og fyrrv. form. Heimsýnar Ari Eldjárn uppistandari Eyþór Arnalds borgar- fulltrúi Böðvar Kvaran framkvstj. í Rvík Hjörleifur Kvaran lögmaður og fyrrv. forstjóri Orkuveitunnar Guðrún Kvaran prófessor emer- itus og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags Hjördís Sigurðardóttir Kvaran húsfr. í Rvík Ragnar Kvaran landkynnir Matthildur húsfr. á Seyðisfirði Einar E. Kvaran aðalbókari Útvegsbankans Guðlaug Jósefsdóttir Kvaran húsfr. í Rvík Gunnar Andrew Jóhannesson forstj. í Rvík Bolli Vestarr Gunnarsson loftskeytam. í Rvík Helga Samsonardóttir húsfr. á Þingeyri Sigurður H. Kvaran læknir og ritstjóri í Rvík Einar H. Kvaran rithöfundur, skáld og forseti Sálarrannsóknar- félagsins Jósep Kvaran pr. á Breiðabólstað á Skógarströnd Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðar holti í Dölum Lilja Metta Kristín Ólafsdóttir húsfr. á Breiðabólstað Matthías Ólafsson alþm., skólstj. og kaupm. í Haukadal Jóhannes Ólafsson alþm. og trésmiður á Þingeyri Einar G. Einarsson útvegsb. í Háholti, af Bollagarðaætt Sigurður Einarsson útvegsb. í Litla-Seli við Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 Ólafur Hannibalsson fæddist áÍsafirði 6. nóvember 1935.Foreldrar hans voru Sólveig Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1904 á Strandseljum í Ögursveit, d. 1997, og Hannibal Gísli Valdimars- son, alþingismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arnardal við Skutuls- fjörð, d. 1991. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og stundaði nám við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræðiháskólann í Prag í Tékk- landi á árunum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964- 1970, með árshléi 1968 þegar hann vann að hafrannsóknum. Hann var skrifstofustjóri ASÍ 1971-1977. Ólafur var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi 1995-1999. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síðan blaðamaður, rithöfundur og ritstjóri. Ásamt Jóni Hjaltasyni og Hjalta Einarssyni skrifaði hann 50 ára sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsksins eftir Mark Kurlansky og skráði ásamt konu sinni Sólarmegin, endurminningar Herdísar Egils- dóttur kennara. Síðustu árin vann Ólafur að Djúpmannatali, skrá ábú- enda við Ísafjarðardjúp frá 1801 til 2011, og kom ritið út í fyrra. Ólafur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virkan þátt í ýmsum að- gerðum, ritaði ótal greinar og hélt útvarpserindi um innlend og erlend málefni. Eiginkona Ólafs er Guðrún Pét- ursdóttir lífeðlisfræðingur, f. 1950. Foreldrar hennar voru Pétur Bene- diktsson, alþingismaður og banka- stjóri, og Marta Thors. Dætur Ólafs og Guðrúnar eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs með fyrri eiginkonu sinni, Önnu G. Kristjánsdóttur kennara, f. 1935, eru Hugi, Sólveig og Kristín. Ólafur lést á heimili sínu í Þykkva- bæ í Reykjavík 30.6. 2015. Merkir Íslendingar Ólafur Hannibalsson 95 ára Jóhannes Runólfsson 85 ára Magnús Halldórsson Steinunn Jónsdóttir 80 ára Anna Maggý Guðmundsdóttir Valgerður Jósefsdóttir 75 ára Einar Gunnar Bollason Elín M. Sigurðardóttir Gísli J. Júlíusson Guðmunda Viktorsdóttir Ingibergur Elíasson Valdís Ingibjörg Jónsdóttir 70 ára Auður Guðjónsdóttir Guðrún Jónasdóttir Jóhanna Arngrímsdóttir Ólöf Helga Halldórsdóttir Þórður Pálsson Þyri Kap Árnadóttir 60 ára Anna Petra Hermannsdóttir Árni Sverrir Róbertsson Guðríður Guðfinnsdóttir Hörður Harðarson Jenný Magnúsdóttir Kristín Sigrún Sigurleifsdóttir Kristrún Björg Gunnarsdóttir Magnús Magnússon Margrét Helga Björnsdóttir Tómas Örn Stefánsson Vilborg Gunnarsdóttir 50 ára Eiríkur Smári Sigurðarson Jónþór Þórisson Marek Piotrowski Maria Enriqueta Saenz Parada Sædís Björk Þórðardóttir Unnur Erla Björnsdóttir Viktor Mar Bonilla 40 ára Aigars Morozs Aivars Veiders Aleksandar Janjic Artur Raczkowski Ágústa Arnardóttir Ástþór Reynir Guðmundsson Dariusz Kaczanowski Eglé Kuzminskiene Gísli Kort Kristófersson Ingibjörg Erna Arnardóttir Jóna Mjöll Halldórudóttir Katarzyna Jolanta Leszczynska Roman Michal Wenta Rúnar Leifsson Sigurborg Unnur Björnsdóttir Sylvía Arnfjörð Kristjánsdóttir Þórarinn Almar Gestsson 30 ára Anna Bognacka Ásgeir Þórðarson Edvardas Gedvilas Elísabet Pétursdóttir Hólmfríður Kristjánsdóttir Janis Bogdanovs Jowita Anna Wasilewska Jón Heiðar Gíslason Liam Kristinsson Lilja Steinunn Jónsdóttir Valur Magnússon Vilhjálmur Ásgeirsson Til hamingju með daginn 40 ára Ágústa er frá Hornafirði en býr á Djúpa- vogi og rekur fjölskyldu- síðuna Whattodoin á Facebook, Instagram og Snapchat. Maki: Guðlaugur Birgis- son, f. 1980, sjómaður. Börn: Vigdís, f. 2006, Örn Þór, f. 2008, María, f. 2009, Birgir, f. 2015, og Garðar Atli, f. 2017. Foreldrar: Örn Þór Þor- björnsson, f. 1951, og Unn- ur Garðarsdóttir, f. 1953. Ágústa Margrét Arnardóttir 40 ára Ingibjörg ólst upp í Grindavík en býr í Reykja- vík. Hún vinnur hjá De- loitte og er að klára meist- aranám í reikningshaldi og endurskoðun. Maki: Jóhannes Ægir Baldursson, f. 1970, þjónn. Börn: Ísak Máni, f. 2006, og Sjöfn Sól, f. 2008. Foreldrar: Örn Trausta- son, f. 1954, d. 2002, út- gerðarmaður, og Sjöfn Sveinsdóttir, f. 1954, rekur hestaleigu. Ingibjörg Erna Arnardóttir 30 ára Jón Heiðar er Hvergerðingur en býr í Reykjavík. Hann er prent- ari í Ísafoldarprentsmiðju. Hálfsystkini: Sigríður, f. 1986, Björgvin Snævar, f. 1994, Daníel Brynjar, f. 1995, Anton Elvar, f. 1998, Andri Fannar, f. 2001, og Þorgrímur Arnar, f. 2002. Foreldrar: Gísli Friðriks- son, f. 1965, lagerstjóri, og Ólöf Jónsdóttir, f. 1970. Stjúpfor.: Ása Jakobsdóttir og Sigurður Björgvinsson. Jón Heiðar Gíslason                                         ! "#  mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.