Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 Meira en 250 fornbókasalar í 24 löndum ákváðu að hætta frá og með gærdeginum í eina viku að nota AbeBooks-fornbókavefinn til að kynna og selja bækur. Taka þeir þar með, samkvæmt The New York Times, yfir milljón bækur af þessum viðamesta fornbóksöluvef sem starf- ræktur er en hann hefur undanfar- inn áratug verið í eigu netverslunar- risans Amazon. Fornbókasalarnir mótmæla með þessari aðgerð þeirri ákvörðun AbeBooks að hætta skyndilega að selja bækur fornsala í nokkrum löndum, þar á meðal í Suður-Kóreu, Ungverjalandi, Tékk- landi og Rússlandi. Bækurnar sem fornbókasalarnir hafa til sölu eru kynntar á AbeBooks og sér veffyrirtækið einnig um að koma greiðslum til seljenda, sem senda bækurnar sjálfir til kaupenda. AbeBooks útskýrði ákvörðunina fyr- ir samtökum formbókasala með þeim rökum að það borgaði sig ekki lengur fyrir fyrirtækið að reka starf- semi í þessum löndum sökum aukins kostnaðar og vandamála. Talsmenn fyrirtækisins hafa ekki lýst yfir ná- kvæmlega hvaða lönd eða vandamál er um að ræða. Viðbrögð fornbóksala voru víða harkaleg. Talsmaður stórrar forn- bókaverslunar í Prag var sleginn og er haft eftir honum að tilkynningin frá AbeBooks um að hætt verði að kynna og selja bækur hennar hafi komið fullkomlega á óvart en engin ástæða hafi verið gefin fyrir henni. Segir hann verslunina verða að segja upp að minnsta kosti fimm starfsmönnum vegna þessa. Þar sem AbeBooks stýrir sölu- vefnum birtast aðgerðir bóksalanna með þeim hætti að þeir eru skráðir „í leyfi“ þegar leitað er eftir bókum þeirra. Nær þrjú hundruð bóksalar í 24 löndum voru því „í leyfi“ í gær. Morgunblaðið/Einar Falur Skræður Fornbókasali í Delí á Ind- landi. Sumir treysta á vefsölu, sem hefur breytt fornbókasölu mikið. Fornbókasalar víða mótmæla AbeBooks Þorleifur Örn Arnarsson hlaut um helgina Faust-verðlaun Þýska leik- listarsambandsins sem leikstjóri ársins fyrir uppsetningu sína á verkinu Die Edda sem hann skrif- aði í samvinnu við Mikael Torfason. Í umsögn dómnefndar segir: „Edda í uppfærslu Þorleifs Arnar Arnars- sonar í ríkisleikhúsinu í Hannover gerir leikhúsið að reynslurými framandi heims. Söguboginn er spenntur ótrúlega hátt, allt frá sköpunargoðsögn til persónulegrar reynslu af heimsenda og hnýtir saman tvo enda tilvistarlegrar heimsreynslu. Hér er fjallað um grundvallarspurningar um upp- runa okkar og örlög og yfirfært í persónulega ævisögu. Frammistaða leikhópsins undir stjórn Þorleifs Arnar er framúrskarandi sem og meðferð tungunnar við yfirfærslu þessa magnaða efnis. Hann segir með stórbrotnum verkfærum leik- hússins frá framandi heimi, lætur hann skarast við veröld okkar tíma og gerir okkur þannig kleift að upplifa hann.“ Þorleifur leikstjóri ársins í Þýskalandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verðlaunaður Þorleifur Örn Arnarsson. Þýðing þessarar athyglis-verðu ljóðabókar, Dansað íÓdessa, eftir rúmlega fer-tugt bandarískt ljóðskáld, Ilya Kaminsky, var síðasta verkið sem Sigurður Pálsson skáld og þýð- andi með meiru vann að. Þrátt fyrir ómælda elju allt til hinsta dags auðn- aðist honum ekki að ljúka verkinu. Útgefandinn, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu, leitaði þá til Sölva Björns Sigurðssonar, sem rétt eins og Sigurður hefur sjálfur þýtt ólík skáld auk þess að senda frá sér eigin skáldskap, og lauk hann verk- inu. Sigurður þýddi þorra ljóðanna en Sölvi Björn ellefu síðustu síð- urnar. Sigurður Pálsson kynntist Kam- insky á ljóðlistarþingi í erlendri borg fyrir nokkrum árum. Eins og segir í snörpum og vel skrifuðum formála Sölva Björns um verkið, skáldið og Sigurð, þá fékk Sigurður „verð- launabók Kaminskys með heim í nesti og hóf að þýða hana“. Og hann bætir við að vel megi skilja hvers vegna Sigurður gaf sig að þessu verkefni, þetta „eru hlý ljóð og fynd- in, full af stemningum sem auðvelt er að hverfa inn í. Mikil saga á þess- um fáeinu síðum.“ Ilya Kaminsky fæddist í borginni Ódessa við Svartahaf í Sovétríkj- unum fyrrverandi. Hann er gyð- ingur, er heyrnarskertur og flutti sextán ára gamall með foreldrum sínum til Bandaríkjanna, þar sem hann kennir bókmenntir við háskóla Brennandi fjaðr- ir sem fjúka burt Ljóð Dansað í Ódessa bbbbn Eftir Ilya Kaminsky. Sigurður Pálsson og Sölvi Björn Sigurðsson þýddu. Sölvi Björn ritar formála. Dimma, 2018. Kilja, 76 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sigurður Pálsson Sölvi Björn Sigurðsson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Þessar rullur fyrir okkur kontra- altana eru alltaf einhverjar konur sem eru annaðhvort að skamma, að gera eitthvað af sér, reiðar eða vondar,“ segir Elsa Waage kontra- altóperusöngkona í samtali um verkin sem hún mun flytja klukkan tólf í Hafnarborg í dag. „Þetta eru sterkir karakterar. Við fáum yfir- leitt ekki að syngja fallegu og sak- lausu hlutverkin eins og sópran- arnir,“ bætir hún við og hlær. Hún mun syngja við undirleik Antoniu Hevesi píanóleikara á tón- leikunum sem bera yfirskriftina Skömm og örlög. Aríurnar sem verða fluttar eru eftir Bizet, Puccini og Wagner, en einnig verða flutt tvö íslensk lög sem oftast eru flutt af karlmönnum. Sterkar konur „Carmen er nú kannski fyrsta rauðsokkan í bókmenntum óper- unnar,“ segir Elsa spurð um teng- ingu hlutverkanna og heiti tón- leikanna. „Síðan er það þessi fastheldna og gamaldags ríkmanns- frú sem sendir systurdóttur sína í klaustur vegna þess að hún varð ófrísk. Hún tekur hana svolítið í karphúsið í þessari aríu,“ segir hún og vísar til aríunnar eftir Puccini. Jafnframt verður flutt aría Erdu eftir Wagner. „Hún varar Wotan við að gefi hann ekki frá sér hring- inn fari allt til fjandans,“ segir Elsa. „Svo eru tvö lög sem ég syng og eru yfirleitt sungin af karlmönnum. Hugmyndin þar er sú að við Ant- onia séum að undirbúa prógramm sem kallast Ég má líka. Það er lítið samið sérstaklega fyrir okkur kontra-alta í íslenskum sönglögum. Þetta er oft lækkað fyrir okkur, en mörg þeirra laga sem hafa verið samin með karlmenn í huga henta mikið betur,“ staðhæfir söngkonan. „Þetta verður meira svona „ég má líka, eða metoo“,“ segir Elsa kank- vís um valið á þeim lögum. Hún bendir á að íslensk lög segi oft sögur karla af körlum, sögur sem konur megi hins vegar einnig segja. „Eins og með Hamraborgina sem segir frá manni sem lætur lokka sig inn í álfheima, þá má kona alveg segja þá sögu líka.“ Að sögn Elsu er ekki algengt að sterkar konur séu fyrirferðarmiklar eða í aðalhlutverkum ópera. „Það eru kannski helst Carmen og Dalíla. En þær [sterku konurnar] eru yfir- leitt ekki í aðalhlutverkum, þær mættu alveg fá meiri athygli. Fólki finnst líka gaman að sjá vondu kon- urnar, þær gera hlutina spennandi,“ fullyrðir hún og skellir upp úr. Aðspurð við hverju tónleikagestir megi búast segir Elsa: „Þetta er náttúrlega ekki létt prógramm, þetta eru eins og titillinn gefur til kynna aríur sem eru ekki mikið fluttar. Nema Carmen kannski, sem fólk þekkir vel til. Þetta er ekki í óperettustíl heldur frekar drama- tískt, eins og röddin mín. Hún er stór, þung og dramatísk. Þannig að við erum að reyna að snerta fólk. Ég hlakka til að sjá sem flesta og fólk má líka hlakka til að heyra þessi lög sem falla undir Ég má líka. Það verður kannski aðeins meira á grínhliðina,“ segir óperu- söngkonan. Ljósmynd/Áslaug Friðjónsdóttir Flytjendurnir Söngkonan Elsa Waage og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram í Hafnarborg í hádeginu á tónleikunum Skömm og örlögum. „Ekki að syngja fallegu og saklausu hlutverkin“  Elsa Waage syngur á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag  Lofar dramatík og segir Carmen fyrstu rauðsokkuna --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.