Morgunblaðið - 06.11.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 06.11.2018, Síða 33
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst á morgun, miðvikudag, og einn af föstum liðum hennar á undanförnum þremur árum hefur verið ráðstefna um tónlist og ýmis- legt tengt tónlistarbransanum. Slík ráðstefna fer nú fram í fjórða sinn á Centerhotel Plaza, Aðalstræti 4-6, og er skipulögð af Útflutnings- miðstöð íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Framkvæmdastjóri hennar, Sig- tryggur Baldursson, segir að lær- dómur hafi verið dreginn af hverri ráðstefnu og reynt að betrum- bæta hana í hvert sinn. „Þetta er að verða fókuser- aðra, við erum að læra hægt og ró- lega eftir hverju íslenski geirinn sækist, hvar hann tengir við þetta. Það hefur verið erfitt að draga íslenska tón- listarmenn á fyrirlestra, pallborð og svoleiðis af því að fólk er svo upptekið,“ segir Sigtryggur. Þetta sé þó að breytast hægt og bítandi og þeim hátíðargestum fari fjölg- andi sem starfi í tónlistargeiranum en séu ekki tónlistarmenn. Nefnir hann sem dæmi umboðsmenn ís- lenskra tónlistarmanna. Fjölbreytt flóra Fjölmargar pallborðsumræður fara fram á föstudaginn, 9. nóvem- ber, og er aðgangur að þeim ókeypis. Ef aðsókn verður mjög mikil hafa armbandseigendur hins vegar forgang, þ.e. þeir sem keyptu sér aðgang að hátíðinni. Umræður og fyrirlestrar hefjast kl. 12, lýkur kl. 17 og eru umfjöll- unarefnin af ýmsum toga. Má nefna kynferðislega áreitni í garð kvenna á tónlistarhátíðum, breyt- ingar á umfjöllun um tónlist í fjöl- miðlum og á netinu og aðferðir sem tónlistarmenn beita til að ná at- hygli fólks. Þessir tveir dagskrár- liðir heita upp á ensku Druslugang- an: Combating Sexual Harassment and Violence at Music Festivals og The Changing Tides of Music and Media. David Fricke, tónlistarblaðamað- ur og -gagnrýnandi hjá tímaritinu Rolling Stone, sækir The Changing Tide of Music and Media. Sigtrygg- ur segir hugmyndina að þessum pallborðsumræðum hafa fæðst á fundi þeirra Frickes í Bandaríkj- unum í haust. „Það eru stöðugar breytingar í gangi og við vorum t.d. að ræða breytt hlutverk Rolling Stone-tímaritsins. NME er dottið út af markaði sem prentmiðill en það eru hins vegar aktífir net- miðlar og flóran hefur aukist svo gífurlega og fúnksjónin, í rauninni. Þetta er svo fróðlegt líka og við fáum fólk til að ræða þetta,“ segir Sigtryggur. Auk Frickes verða m.a. í pallborðinu Jen Long frá vefnum Line of Best Fit og Jochen Over- beck sem skrifar fyrir þýska vefinn Musikexpress. Í umræðunum munu hinir sérfróðu gestir fjalla um hvernig tónlistarlandslagið er að breytast og velta fyrir sér hvernig það verður í framtíðinni. 43% kvenkyns hátíðargesta hafa orðið fyrir áreitni Iceland Airwaves sendi frá sér tilkynningu í gær um samstarf há- tíðarinnar við Druslugönguna í ár sem felst í því að öryggisstarfsfólk hátíðarinnar mun fá leiðbeiningar hjá Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrun- arfræðingi og yfirmanni neyðar- móttöku fyrir þolendur kynferðis- ofbeldis, um hvernig best sé að bregðast við þegar hátíðargestur verður fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Sérstök veggspjöld verða sett inn á öll salerni á tón- leikastöðum hátíðarinnar til að fræða fólk um hvað er til ráða þeg- ar það verður fyrir áreitni, segir í tilkynningunni og einnig er þar minnst á fyrrnefndar pallborðs- umræður Druslugöngunnar. Verður í þeim farið yfir samstarfið, hvað tónleikahaldarar og tónleikagestir geti gert til þess að standa með þolendum áreitni og ofbeldis og hvernig hægt sé að sporna við slíkri hegðun. Þá eru hátíðargestir hvattir til að vera vakandi, gæta hver annars og láta gæslu vita ef eitthvað virðist ekki vera í lagi, eins og það er orðað. Áreitni og of- beldi af öllu tagi verði ekki liðið á hátíðinni og gestir hennar eigi rétt á að skemmta sér án þess að verða fyrir áreitni eða ofbeldi. Einnig kemur fram í tilkynningunni að ný- leg bresk rannsókn hafi leitt í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafi upplifað kynferðislegt áreitni á tónlistarhátíðum. Er það sláandi há tala. Ný leið í verðmætaflutningi Af öðrum umræðuefnum má nefna sk. blockchain-tækni sem í svari á Vísindavefnum er kölluð grunnkeðja. „Heiðar Karlsson [forstöðumaður viðskiptaþróunar Advania, innsk. blm.] hefur verið að útskýra þetta fyrir fólki og er svo- lítið í framlínu fyrir þetta hér á Ís- landi. Jakob Frímann hefur verið að kynna sér þetta líka, bæði fyrir STEF og í öðru samhengi,“ segir Sigtryggur og bætir við að block- chain sé ákveðin leið til að vinna úr gögnum. „Ég veit að höfundarrétt- arsamtök eru spennt fyrir þessu og tónlistarkonan Imogen Heap hefur talað fyrir þessu og hún tekur þátt í umræðunum á Skype,“ segir Sig- tryggur. Blockchain snúist, í ein- földuðu máli, um utanumhald gagna. Sigtryggur tekur fram að hans þekking á blockchain-tækninni sé í raun lítil og brotakennd og því sé hann mjög spenntur fyrir þessum tilteknu umræðum en meðal þeirra sem taka þátt í þeim eru Heap, Jakob Frímann Magnússon og Heiðar Karlsson og umræðunum stýrir Thomas Golubic, formaður bandarísku samtakanna The Guild of Music Supervisors. Nýjung hjá Spotify Miklar breytingar hafa orðið á undanförnum árum í sölu og dreif- ingu á tónlist með tilkomu streymisveitna á borð við Spotify. Sala á geisladiskum hefur dregist saman ár frá ári og notkun á streymisveitum færst í aukana. Þó nokkuð hefur verið fjallað um hversu lítið tónlistarmenn, flytj- endur og höfundar tónlistarinnar fá í sinn hlut frá slíkum veitum en Sigtryggur segir að Spotify sé nú að kynna til sögunnar nýjung í þjónustu sinni, Spotify Artist Tool, sem fjallað verði um á ráðstefn- unni. „Þeir eru að breyta svolítið leik- reglunum, listamönnunum í vil,“ segir Sigtryggur um ráðamenn hjá Spotify. Hann sé afar forvitinn um þessa nýjung. „Þegar artistar setja lög sín sjálfir inn á Spotify fá þeir mun stærri prósentu, fá alla pró- sentuna til sín, þannig að þetta Spotify Artist Tool sem á að fara að kynna hérna er Spotify að setja fram til að breyta svolítið leik- reglunum,“ útskýrir Sigtryggur. Forvitnilegt verði að heyra hvernig Spotify sjái þetta fyrir sér, hvert fyrirkomulagið verði á þessari nýju þjónustu. Sprenging í sölu á tónlist fyrir þætti og kvikmyndir Áður var minnst á Thomas Golu- bic, formann samtakanna The Guild of Music Supervisors, sem sækja mun ráðstefnuna og eru fleiri koll- egar hans væntanlegir, svokallaðir „music supervisors“ sem blaðamað- ur á erfitt með að þýða yfir á ís- lensku. Starf þeirra felst í vali og kaupum á tónlist fyrir myndefni, kvikmyndir og sjónvarpsþætti m.a. en slík sala á tónlist hefur stórauk- ist á undanförnum fjórum til fimm árum, í takt við aukið framboð á kvikmyndum og sjónvarpsefni, og aukið tekjumöguleika tónlistar- manna. „Þess vegna eru allir þessir „music supervisorar“ að koma hingað, fólk sem er að kaupa tónlist fyrir hvers konar myndefni,“ út- skýrir Sigtryggur en af þeim má nefna Jackie Shuman sem starfar fyrir Netflix. „Það hefur verið gígantískur vöxtur í framleiðslu myndefnis á síðustu árum með allri þessari stafrænu dreifingu,“ bætir Sigtryggur við. Tekið upp á Íslandi Sigtryggur segir fleira á prjón- unum hjá ÚTÓN sem ekki sé sjá- anlegt á ráðstefnunni. „Við erum t.d. að taka inn tvö ný verkefni hér hjá ÚTÓN; kynningu á íslenskum upptökustúdíóum fyrir erlenda að- ila, verkefni sem heitir Record in Iceland – við fengum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið til að fram- lengja 25% endurgreiðslusystemið fyrir kvikmyndir yfir á tónlistar- upptökur líka – og erum að fara að kynna það alþjóðlega á næsta ári. Svo erum við líka að vinna í verk- efni með Reykjavík tónlistarborg og Iceland Startups sem miðar að því að styðja við ný lítil fyrirtæki sem eru að vinna í markaðs- setningu og dreifingu á tónlist frá Íslandi, eru að reyna að halda meiri verðmætum í landi,“ segir Sigtryggur. „Það hefur verið að gerast hægt og rólega á síðustu ár- um í sambandi við lítil umboðsfyrir- tæki sem eru komin í gang og eru að hjálpa tónlistarmönnum að gefa sjálfir út og kynna tónlistina sína.“ Stöðugar breytingar  Kynferðisleg áreitni á tónlistarhátíðum og breytingar á tónlistarumfjöllun eru meðal umræðuefna á ráðstefnu Iceland Airwaves sem ÚTÓN skipuleggur  Hátíðin hefst á morgun í miðborginni Morgunblaðið/Eggert Tónlistarveisla Iceland Airwaves hefst á morgun. Hinar kraftmiklu Reykjavíkurdætur komu fram á hátíðinni í fyrra þegar þessi ljósmynd var tekin og endurtaka leikinn annað kvöld kl. 22 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sigtryggur Baldursson Frekari upplýsingar um hátíðina og ráðstefnuna má finna á ice- landairwaves.is og uton.is. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 ICQC 2018-20 Meira til skiptanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.