Fréttablaðið - 04.03.2019, Page 1

Fréttablaðið - 04.03.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 4 . M A R S 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Öskudags- búningar! Finndu okkur á Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. LÍFIÐ Margrét Gauja, fyrrver­ andi bæjarfull­ trúi í Hafnarfirði, lifir tvöföldu lífi. 24 SKOÐUN Þróunin til ójafnaðar er hröð á Íslandi, skrifar Oddný Harðardóttir. 10 SPORT Ísland mætir Skotlandi í Algarve í dag. 14 TÍMAMÓT Hernán Cortés kom til Ameríku fyrir 500 árum og strá­ felldi frumbyggja. 18 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  FASTEIGNIR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 K JAR A M ÁL R íf lega helming ur styður fyrirhugaðar verkfalls­ aðgerðir Ef lingar, VR, Verkalýðs­ félags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins (SA). Tæpur þriðjungur er þeim andvígur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Könnunin var unnin síðasta dag febrúar og fyrsta dag mars. 1.441 úr könnunar­ hópi fyrirtækisins svaraði, allt ein­ staklingar átján ára eða eldri. Svör þeirra voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu til að endurspegla sem best álit þjóðarinnar. Sem kunnugt er eru samninga­ viðræður félaganna við SA í hnút og hafa verið um nokkurt skeið. Ræst­ ingafólk Ef lingar samþykkti fyrir helgi, með afgerandi hætti, eins dags vinnustöðvun 8. mars. Álita­ mál er hins vegar hvort atkvæða­ greiðslan hafi verið lögmæt eður ei og bíður það úrslausnar Félags­ dóms. VR hyggur einnig á skæru­ verkföll í mánuðinum og boðað verður til allsherjarverkfalls í apríl semjist ekki fyrir þann tíma. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningar um verkfallsaðgerð­ irnar sögðust tæp 56 prósent vera frekar eða mjög sammála aðgerð­ unum. Um einn af hverjum sjö var hvorki hlynntur né andvígur þeim og tæpur þriðjungur var andvígur. Aðgerðirnar njóta mests stuðn­ ings á Reykjanesi, eða hjá um 73 prósentum íbúa. Næst á eftir fylgja íbúar Norðurlands og Austurlands með rúm 60 prósent. Sé litið til stuðnings eftir stjórn­ málaf lokkum mælist hann lang­ minnstur hjá kjósendum Sjálfstæð­ isf lokksins, aðeins fimmtungur þeirra styður aðgerðirnar. Tveir af hverjum þremur eru þeim andvígir. Næstminnstur er stuðningurinn hjá Framsóknar­ og Viðreisnar­ fólki, eða undir helmingi. Rúm 60 prósent Vinstri grænna eru þeim hlynnt en hjá Flokki fólksins, Sam­ fylkingunni og Pírötum mælist stuðningur á bilinu 70­80 prósent. Níutíu prósent þeirra sem kjósa f lokka sem ekki eiga mann á þingi styðja aðgerðirnar. „Ég átti allt eins von á verri niður­ stöðu miðað við hve hörð og óvægin orðræðan hefur verið og framsetn­ ingin á tillögum okkar,“ segir Ragn­ ar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór segist finna fyrir gríð­ arlegum stuðningi og að hann eigi eftir að aukast þegar nær dregur. Ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. „Boðaðar aðgerðir núna eru umfangsminni en árið 2015. Ég held að það sé minna á milli en umræðan gefur til kynna. Síðast þurfti verk­ fallsboðun til að ná samningum og við vonum að hið sama gerist nú,“ segir Ragnar Þór. „Miðað við hvað kjaramál hafa fengið mikið pláss í umræðunni að undanförnu kemur mér á óvart að það sé ekki meiri stuðningur við verkföll en þarna birtist. Sér í lagi þar sem f lestir gera ráð fyrir að það séu einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem fari í verkföll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Verkföll í kólnandi hagkerfi, loðnubresti og þegar f lugfélögin eru í kröppum dansi er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ – jóe / sjá síðu 6 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföll- um en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. ■ Mjög sammála ■ Frekar sammála ■ Hvorki né ■ Frekar ósammála ■ Mjög ósammála 33,2% 22,4%13,3% 12,5% 18,6% Rithöfundurinn Andri Snær Magnason, skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson og píanistinn Kjartan Valdi- marsson ásamt ljósmyndara Fréttablaðsins lögðu í hann árla morguns í gær og gengu frá Arnarstapa upp á topp Snæfellsjökuls. Fengu þeir gott útsýni en veður var kalt og hvasst og á toppnum var þoka. Fjórmenning- arnir renndu sér síðan niður á skíðum sínum aftur alla leið að Arnarstapa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI EUROVISION Hljómsveitin Hatari verður fulltrú Íslands í Eurovision í Tel Avív í Ísrael í maí. „Að skapa krítíska umræðu og vekja athygli á dystópíunni sem er að eiga sér stað,“ svarar Klemens spurður um aðalmarkmið Hatara í Ísrael. Aðspurður hvort hann telji til­ teknar þjóðir umfram aðrar munu styðja Hatara svarar Klemens: „Evr­ ópa sér Hatara í spegilmynd og mun taka þessari viðvörun.“ Klemens boðar miklar breytingar á atriði Hatara. – gar / sjá síðu 2 Hatari til Ísraels 0 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 8 -B A E 8 2 2 7 8 -B 9 A C 2 2 7 8 -B 8 7 0 2 2 7 8 -B 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.