Fréttablaðið - 04.03.2019, Síða 6
Svo ætlumst við
auðvitað til þess,
þegar loksins tekst að landa
kjarasamningum, að það
verði ekki tekið til baka
með einhverjum gjaldskrár-
hækkunum hjá sveitarfélög-
unum.
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Voltaren Gel er bæði verkjastillandi
og bólgueyðandi
Vöðva eða liðverkir?
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afslátturaf 100g og 150g Voltaren Gel
LÖGREGLUMÁL Leitað var áfram í
gær að að Páli Mar Guðjónssyni
í Ölfusá. Á vef lögreglunnar kom
fram að leitin hefði engan árangur
borið. Svæðisstjórn björgunarsveita
á svæðinu mun funda með lögreglu
um framhaldið eftir helgina.
Fyrir liggur að gera fjölgeisla-
mælingu í farvegi árinnar neðan
Ölfusárbrúar við fyrsta tækifæri til
að reyna að staðsetja bíl Páls.
Óljóst er hver árangurinn af
slíkri mælingu gæti orðið enda áin
straumþung og loftbólur í henni.
Hvort tveggja takmarkar mjög
getu þeirra tækja sem nota þarf við
aðgerðirnar.
Björgunarsveitum og viðbragðs-
aðilum öllum voru í gær færðar
þakkir frá lögreglunni og aðstand-
endum Páls fyrir mikið og óeigin-
gjarnt starf við leitina. – bsp
Leita bíls með
fjölgeislamæli
HEILBRIGÐISMÁL Lög um rafrettur
og áfyllingar tóku gildi síðastlið-
inn föstudag, 1. mars. Í lögunum er
kveðið á um innflutning, markaðs-
setningu, hvar má nota rafrettur og
öryggi þessa varnings.
Samkvæmt lögunum á ráð-
herra að setja reglugerð um kröfur
varðandi gæði, öryggi, merkingar
og innihaldslýsingu rafrettna og
áfyllinga fyrir þær. Reglugerðin á
að taka gildi 1. júní næstkomandi.
Með frestinum þangað til er komið
til móts við innflytjendur svo þeim
gefist svigrúm til að laga sig að
kröfum reglugerðarinnar varðandi
merkingar umbúða, að því er segir
á vef Landlæknis. – gar
Rafrettulög
hafa tekið gildi
Rafreykingar. NORDICPHOTOS/GETTY
KJARAMÁL „Skattar eru auðvitað
háðir lögum þannig að þetta hlýt-
ur að beinast gegn ríkisvaldinu,
hvernig lögum er breytt til að breyta
skattbyrði. Við höfum svo sem ekk-
ert farið í það hvort það sé skynsam-
legt að hækka eða lækka útsvar,“
segir Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Alþýðusambandið hefur beint til-
lögum um breytingar á skattkerfinu
til stjórnvalda sem ganga út á að
létta skattbyrði lág- og millitekju-
hópa og jafnframt lýst yfir von-
brigðum með framkomnar skatta-
tillögur ríkisstjórnarinnar.
Nokkur umræða hefur skapast
undanfarið um hlutverk sveitar-
félaga þegar kemur að aðgerðum
til að liðka fyrir kjarasamningum.
Í frétt blaðsins í síðustu viku höfn-
uðu þau Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur
Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri,
því að sveitarfélög gætu komið að
lausn kjarasamninga með skatta-
lækkunum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
tók undir það sjónarmið í viðtali á
Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll
þrjú eru þeirrar skoðunar að fjár-
hagsstaða f lestra sveitarfélaga sé
með þeim hætti að ekki sé hægt að
lækka tekjur sveitarfélaga nema
með því að skerða þjónustu.
Drífa bendir á að þótt sveitar-
félögin ákveði útsvarsprósentuna
þá ákveði ríkið skiptingu tekna,
hámark útsvars og framlög í Jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er
það eðlilegt að beina sjónum sínum
að stjórnvöldum.“
ASÍ telji að skoða mætti fjár-
magnstekjuskattinn þannig að
þeir sem komi sér undan tekjuskatti
með því að skapa sér fjármagns-
tekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur
að vera svakalegt að vera að reka
sveitarfélög og þessi hópur komist
hjá því að greiða útsvar. Við höfum
bent á það en að öðru leyti finnst
okkur skattamálin vera á hendi
ríkisins.“
Drífa segir að sveitarfélögin
komi þó að málum í gegnum hús-
næðis- og lóðamál. „Svo ætlumst
við auðvitað til þess, þegar loksins
tekst að landa kjarasamningum, að
það verði ekki tekið til baka með
einhverjum gjaldskrárhækkunum
hjá sveitarfélögunum. Við munum
fylgjast vel með því eins og verðlags-
Eðlilegt að beina sjónum að
stjórnvöldum varðandi skatta
Forseti ASÍ segir að kröfur um breytingar á sköttum hljóti að beinast að ríkisvaldinu en ekki að sveitar-
félögum. Þó þurfi að fylgjast vel með gjaldskrárbreytingum sveitarfélaganna. Vinnufundir standa nú
yfir hjá ríkissáttasemjara í þeim málum sem eru á hans borði. Viðræðurnar eru sagðar ganga ágætlega.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, kemur hér af fundi þar sem skattatillögur stjórnvalda voru kynntar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
eftirlit okkar ber gott vitni um.“
Miklar annir hafa verið hjá ríkis-
sáttasemjara undanfarna daga en
þar hafa farið fram vinnufundir
hjá þeim aðilum sem enn sitja við
samningaborðið. Þar eru undir
þrír hópar sem semja við Samtök
atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfs-
greinasambandið, Landssamband
íslenskra verslunarmanna og sam-
flot iðnaðarmanna.
„Þetta hefur bara unnist ágætlega
og viðræðurnar líka. Við munum
svo taka alla næstu viku og þess
vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís
Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en
aðilar funduðu alla helgina.
Bryndís segir að væntanlega
verði fundur í deilu SA og Eflingar,
VR, Verkalýðsfélags Akraness og
Verkalýðsfélags Grindavíkur á
fimmtudag. Ekki sé búið að boða
hann formlega en aðilar verði að
hittast innan fjórtán daga frá við-
ræðu slitum en sá tímapunktur er á
fimmtudag.
„Það verður bara að koma í ljós
hvað gerist á þeim fundi. Ég tek alla-
vega stöðuna á málinu.“
sighvatur@frettabladid.is
Frá leit björgunarsveitarmanna í
síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-E
7
5
8
2
2
7
8
-E
6
1
C
2
2
7
8
-E
4
E
0
2
2
7
8
-E
3
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K