Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 04.03.2019, Qupperneq 14
Skallagrímur - Þór Þ. 74-89 Skallagrímur: Bjarni Guðmann Jónsson 19, Aundre Jackson 13, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12, Matej Bouvac 8, Domogoj Samac 8, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 5, Gabríel Sindri Möller 5, Ragnar Sigurjóns- son 4. Þór Þorlákshöfn: Kinu Rochford 23/12 fráköst, Nikolas Tomsick 20/12 stoð- sendingar, Halldór Garðar Hermannsson 16, Jaka Brodnik 11, Ragnar Örn Bragason 10, Styrmir Snær Þrastarson 7, Emil Karel Einarsson 2. Breiðablik - Valur 69-93 Breiðablik: Snorri Vignisson 14, Sveinbjörn Jóhannesson 13, Erlendur Ágúst Stefáns- son 11, Arnór Hermannsson 10, Árni Elmar Hrafnsson 9, Hilmar Pétursson 7, Bjarni Geir Gunnarsson 5. Valur:Aleks Simeonov 21, Dominique Deon Rambo 16, Austin Magnus Bracey 15, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14, Illugi Auðunsson 10, Nicholas Schlitzer 9, Illugi Steingrímsson 5, Benedikt Blöndal 3. ÍR - Tindastóll 85-90 ÍR: Kevin Capers 16, Gerald Robinson 16/10 fráköst, Matthías Orri SIgurðarson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/15 frá- köst, Sæþór Elmar Kristjánsson 11, Hákon Örn Hjálmtýsson 11, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 9. Tindastóll: Philip Alawoya 26, Pétur Rúnar Birgisson 18, Dino Butorac 14, Danero Thomas 12, Viðar Ágústsson 8, Brynjar Þór Björnsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Friðrik Þór Stefánsson 3. Grindavík - KR 94-103 Grindavík: Lewis Clinch 29, Ingvi Þór Guð- mundsson 15, Jordy Kuiper 14, S. Arnar Björnsson 14, Ólafur Ólafsson 11, Hilmir Kristjánsson 6, Nökkvi Már Nökkvason 5 . KR:Mike DiNunno 32, Julian Boyd 30/10 fráköst, Kristófer Acox 18/12 fráköst, Orri Hilmarsson 9, Helgi Már Magnússon 6, Björn Kristjánsson 4, Emil Barja 3, Finnur Atli Magnússon 1 . Nýjast Domino’s-deild karla Við leggjum áherslu á að spila betur í sókninni í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir Eins dauði er annars brauð Valsmenn stigu stórt skref í átt að því að bjarga sæti sínu í Domino’s-deild karla fyrir næsta tímabil með sigri á Blikum í Smáranum í gær. Með því felldi Valur endanlega Blika sem hafa aðeins unnið einn leik af nítján til þessa. Valsmenn fá tækifæri til að endanlega innsigla framtíð sína í deildinni í næstu umferð þegar þeir mæta Borgnesingum sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þegar stutt er eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í knattspyrnu mætir því skoska í Algarve í dag. Þetta er annar leikur liðanna á stuttum tíma og annar leikur landsliðsins á Algarve- mótinu þetta árið. Með sigri getur Ísland unnið riðilinn eftir 1-0 sigur Kanada á Skotlandi á dögunum og markalaust jafntefli Íslands og Kan- ada í síðustu viku en til þess þarf Ísland að skora meira en eitt mark ásamt því að vinna leikinn. Vinni íslenska liðið riðilinn munu Stelpurnar okkar leika upp á verðlaun á mótinu en það kemur í ljós á morgun hvort það verður fyrir þriðja eða fyrsta sætið. Íslenska liðið hefur einu sinni leikið til úrslita á mótinu, þegar það varð að lúta í gras fyrir bandaríska liðinu árið 2011, en tvívegis unnið leikinn um bronsverðlaunin, árin 2014 og 2016. Þetta verður tólfta viðureign Íslands og Skotlands sem mættust síðast þann 21. janúar og til þessa hefur Ísland unnið sex leiki, Skotar þrjá og tveimur leikjum hefur lokið með jafntef li. Elín Metta Jensen skoraði tvívegis í síðasta leik lið- anna á Spáni fyrir mánuði í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 123. leik á morgun og er því aðeins tíu leikjum frá því að jafna leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu. Í leiknum gegn Kanada varð Skagamær in Hallbera Guðný Gísladóttir áttunda konan sem nær hundrað leikjum fyrir kvenna- landsliðið. „Það var frábært að fá Hallberu í hundrað leikja hópinn, það eru margar góðar þar og f leiri sem eru að nálgast hópinn. Mér fannst ég vera orðin gömul þegar ég kom hingað í ellefta skiptið en ég er bara 28 ára,“ sagði Sara létt í lundu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Íslenska liðið fékk takmarkaðan undirbúningstíma fyrir leikinn gegn Kanada aðeins 36 tímum eftir að komuna til Algarve en þær hafa nú náð að æfa saman í tæpa viku. „Við fengum stuttan undirbún- ingstíma fyrir leikinn gegn Kanada, bæði til endurhæfingar frá leikjum með félagsliðinu en náðum samt góðum úrslitum. Við vorum að mæta einu af sterkustu liðum heims og náðum að halda hreinu sem var jákvætt.“ Ákveðið var að breyta fyrirkomu- laginu á mótinu og eru þrjú lið í hverjum riðli í stað fjögurra. Fyrir vikið fá liðin lengri tíma til æfinga og spila færri leiki. „Æfingar hafa gengið vel, við fengum góða pásu eftir leikinn gegn Kanada vegna breytts fyrir- komulags á Algarve-mótinu sem mér f innst henta leikmönnum betur. Við gátum unnið í ýmislegu, við vitum að við getum gert betur í sóknarleiknum í að halda boltanum þegar við erum að mæta sterkustu liðum heims,“ sagði Sara og hélt áfram: „Við leggjum áherslu á að spila betri sóknarleik í dag gegn Skotum. Það er stutt síðan við mættum þeim og þær hafa bætt sig mikið síðustu ár. Þær mæta fullar sjálfstrausts til leiks enda á leiðinni á HM í sumar en við spilum yfirleitt vel gegn Skotum,“ sagði Sara sem sagði það spennandi viðbót að sæti í úrslitum gæti beðið Íslands. „Það er ekki einungis í okkar höndum hvort við leikum til úrslita en það yrði skemmtilegt að spila í úrslitaleiknum gegn Noregi.“ kristinnpall@frettabladid.is Viljum gera betur í sókninni Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi í æfingarleik í Algarve í dag. Aðeins mánuður er síðan liðin mættust síðast þar sem Ísland vann 2-1 sigur. Sara Björk, fyrirliði íslenska liðsins, á von á erfiðum leik. Sara Björk í leik Íslands og Kanada á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA GOLF Kylfingurinn Haraldur Frank- lín Magnús endaði í fimmta sæti á móti sem var hluti af Nordic Tour- mótaröðinni, þeirri þriðju sterk- ustu í Evrópu. Með því er Haraldur kominn upp í ellefta sæti stigalist- ans á mótaröðinni. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem leikur líkt og Haraldur fyrir hönd GR, missti toppsætið á mótaröðinni um helg- ina. Var þetta annað mótið í Lum- ine á Spáni á stuttum tíma. Alls voru fimm íslenskir kylf- ingar skráðir til leiks. Andri Þór Björnsson, GR, Axel Bóasson, Keili og Aron Bergsson sem býr og æfir í Svíþjóð misstu allir af niðurskurði. Haraldur lék hringina þrjá á átta höggum undir pari. Var hann þrem- ur höggum á undan Guðmundi Ágústi sem deildi þrettánda sæti á fimm höggum undir pari. Svíinn Fredrik Nil- héhn var í sérflokki á mótinu og bar sigur úr býtum á 20 höggum undir pari. Nilhéhn er kominn í efsta sæti stigalist- ans á móta- röðinni og Guðmu nd- u r Á g ú s t er kominn n i ð u r í þriðja sætið. H a r a l d u r Franklín er svo í 11. sæti á stigalist- anum. – kpt Haraldur í fimmta sæti 4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -C 9 B 8 2 2 7 8 -C 8 7 C 2 2 7 8 -C 7 4 0 2 2 7 8 -C 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.