Fréttablaðið - 04.03.2019, Síða 38
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Matthías Einarsson
fv. lögregluvarðstjóri á Akureyri,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn
27. febrúar sl. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju, föstudaginn 8. mars nk.
kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Líknarsjóð Oddfellowreglunnar.
Jóhanna María Pálmadóttir
Pálmi Matthíasson Unnur Ólafsdóttir
Stefán E. Matthíasson Ásdís Ólöf Gestsdóttir
Gunnar Rúnar Matthíasson Arnfríður Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Lögmannsstofan Fortis verður
lokuð í dag, mánudaginn 4. mars,
vegna jarðarfarar Gylfa Thorlacius
hæstaréttarlögmanns.
Hinn víðfrægi geirfugl var keyptur á
uppboði á þessum degi árið 1971 eftir
að Íslendingar höfðu saman safnað
peningum til að festa kaup á þessu
uppstoppaða dýri.
Geirfugl er útdauð fuglategund sem
varð allt að sjötíu sentímetra há, vó
um fimm kíló og var ófleyg. Síðustu
tveir fuglarnir voru veiddir í Eldey í júní
árið 1844. Færri en hundrað uppstopp-
aðir fuglar eru nú til í heiminum.
Alþýðublaðið gladdist mjög yfir
kaupunum á sínum tíma og birti
frétt undir fyrirsögninni „VIÐ EIGUM
FUGLINN!“.
„Íslendingar eru búnir að eignast
geirfuglinn. Hann var sleginn okkur
upp úr hádeginu í dag á tæpar 1900
þúsundir króna. Uppboðið fór fram
hjá Sotheby‘s í London, einu kunnasta
fyrirtæki sinnar tegundar í veröldinni.
Í gær var fullyrt að fjársterkir Banda-
ríkjamenn ætluðu að klófesta geir-
fuglinn en þeir virðast hafa gugnað,“
sagði í fréttinni.
Tíminn skrifaði svo um fuglinn
þegar hann var heim kominn. Þar lýsti
Valdimar Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri geirfulgssöfnunarinnar, upp-
boðsbaráttu við umboðsmann
bandaríska auðkýfingsins Duponts.
„Þegar okkar maður var kominn upp í
6000 pund hækkaði maður Duponts
sig skyndilega upp í 8000. Lét hann sér
ekki nægja að
gefa merki
eins og venja
er, heldur
kallaði upp
hátt og
snjallt, svo
heyrðist
um allan
sal: Ég býð
8000 pund!
Þá bauð
okkar maður
strax 9000 og
var honum
sleginn geir-
fuglinn.“
Þ E T TA G E R Ð I S T: 4 . M A R S 1971
Geirfuglinn keyptur á uppboði
Merkisatburðir
51 f.Kr. Neró, síðar Rómarkeisari, fær titilinn princeps
iuventutis, eða leiðtogi ungdómsins.
852 Trpimir hertogi skrifar um Króata í fyrstu heimildinni
sem vitað er um þar sem þjóðin er nefnd á nafn.
1152 Friðrik Barbarossa verður konungur Þjóðverja.
1213 Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfjörð er
myrtur á heimili sínu.
1351 Ramathibodi verður konungur Síam.
1493 Kristófer Kólumbus kemur
aftur til Portúgal eftir för sína til
Karíbahafsins.
1665 Karl annar Englandskonungur
lýsir yfir stríði við Niðurlönd.
1681 Karl annar gefur William Penn
land í Norður-Ameríku sem síðar
verður Pennsylvanía.
1789 Fyrsta Bandaríkjaþingið inn-
leiðir stjórnarskrá Bandaríkjanna.
1791 Vermont verður fjórtánda ríki
Bandaríkjanna.
1797 John Adams verður annar forseti Bandaríkjanna.
1960 Franska fraktskipið La Coubre springur við Havana
með þeim afleiðingum að hundrað farast.
1964 Hljómar spila á fyrstu „bítlatónleikunum“ á Íslandi.
1968 Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson, fyrsta
leikritið sérstaklega sett upp fyrir sjónvarp, sent út.
2000 Leikjatölvan PlayStation 2 kemur á markað í Japan.
Hernán Cortés kom til
Júkatanskaga fyrir 500
árum, innlimaði svæðið í
spænska konungsríkið og
stráfelldi frumbyggja. Sagn-
fræðingur og kennari við
MH segir að litið sé á Cor-
tés sem skúrk nú til dags.
Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatan-skaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðis-
ins, færði það undir spænsku krúnuna
og leiddi til falls Astekaveldisins.
Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögu-
kennari í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að
það sé einfaldlega ómögulegt að svara
því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og
fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa
för.
Aðspurður um áhrif Cortés og hans
manna segir Stefán: „Það sem kemur
fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu
örlög frumbyggja. Öll menning og
heimsmynd þeirra var brotin niður.
Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna
sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til
dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja
á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi
farið úr 25 milljónum niður í eina millj-
ón milli 1500 og 1600.“
Hann bætir því við að einnig sé vert að
nefna áhrif evrópskra plantna og dýra
frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif
allra grasbíta á gróðurfar og náttúru
Mexíkó.“
Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir
spænsku krúnuna á sínum tíma er
Cortés því ekki hampað sem hetju nú
til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn.
Það var hann sem eyðilagði heim frum-
byggja með tilheyrandi hörmungum
fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast
meðal annars í því að hvergi er styttu
að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan
töluvert er til af minnismerkjum frum-
byggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc,
einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og
bætir við:
„Einnig má segja að hin opinbera saga
sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés
eingöngu maður sinnar kynslóðar og
þess tíma þegar Spánverjar voru að leita
eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“
Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó.
Hann segir að ekki hafi verið mikið
rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim
mun meira um hver staða frumbyggja
er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir
frumbyggja sem ennþá tala sín tungu-
mál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútíma-
væðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin
eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verst-
ar aðstæður,“ segir hann.
Að lokum segir Stefán að þótt venju-
lega sé talað um kaf laskipti i sögunni
þegar landafundirnir miklu áttu sér stað
sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að
gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið
eðlilegt framhald af atburðum sem áttu
sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan.
„Það er, kristnir menn telja sig vera í
eins konar krossferð gegn villutrúar-
mönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi
og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að
halda áfram því ferli sem forfeður hans
voru búnir að gera aldirnar á undan
gegn Márum. Eingöngu á nýju land-
svæði og þá gegn frumbyggjum í nýja
heiminum.“ thorgnyr@frettabladid.is
Fimm aldir frá komu
skúrksins til Mexíkó
Cortés hittir Montesúma annan, konung Asteka. NORDICPHOTOS/GETTY
Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukenn-
ari í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
8
-B
F
D
8
2
2
7
8
-B
E
9
C
2
2
7
8
-B
D
6
0
2
2
7
8
-B
C
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K