Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 14.11.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 lýðræðisríkjum konungsvelda sam- tímans að konungurinn sem æðsti þjóðhöfðingi felur öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Miklar umræður voru í Svíþjóð frá sjötta áratug síðustu aldar um hvernig breyta ætti gömlu stjórn- arskránni frá 1809 og aðlaga að nú- tíma lýðræðisháttum sem höfðu þróast í Svíþjóð. Stjórnarskráin frá 1809 sem var starfsgrundvöllur rík- isstjórnarinnar, þingsins og þjóð- höfðingjans var formlega í gildi fram til ársins 1975. 1809 var Sví- þjóð ekki að fullu lýðræðisríki og það var ekki fyrr en 1918 sem lýð- ræðið fékk til fullnustu form og við fögnum 100 ára afmæli lýðræðisins í ár, nánar tiltekið hinn 17. desember, en þá eru 100 ár síðan þingið inn- leiddi almennan kosningarétt jafnt fyrir karlmenn og konur í Svíþjóð. Eftir ýmsar lagabreytingar tók fyrsta konan sæti á þingi árið 1922. Við munum halda upp á aldarafmæli lýðræðisins allt þetta kjörtímabil. Þessar lýðræðisframfarir urðu allar innan ramma stjórnskip- unarlaganna frá 1809 en í þeim var fyrirskipað að konungurinn leiddi starf ríkisstjórnarinnar og væri formlega sá sem tæki stjórnarákv- arðanir ríkisstjórnarinnar. Frá 1917 felur konungurinn ein- ungis þeim aðila umboð til stjórn- armyndunar sem nýtur trausts þingsins. Á þeim tíma voru ekki til þær reglur um vantraust sem nú gilda. Sú ríkisstjórn, sem áður missti traust þingsins í atkvæða- greiðslu í mikilvægu máli eða við fylgismissi í þingkosningum, sagði þá af sér og ný stjórn var mynduð sem naut trausts þingsins. Við töl- um því um að þingræðið hafi náð fram að ganga 1917 og lýðræðið ári seinna eða 1918. Á sjötta áratugnum voru miklar umræður í mörg ár um hvernig breyta ætti stjórnskipunarlögum þannig að bókstafur stjórnarskrár- innar endurspeglaði Svíþjóð sem lýðræðisríki. Umræðurnar snerust einkum um hlutverk konungs og margar tillögur bárust frá ýmsum aðilum. Að lokum náðist sam- komulag milli þingflokkanna um að innleiða nýja stjórnskipun um störf ríkisstjórnarinnar, þingsins og kon- ungsins. Þau lög tóku gildi 1. janúar 1975. Sumir flokkar vildu afnema konungsveldið og innleiða lýðveldi, aðrir vildu viðhalda konungsveldinu og að lokum var gert samkomulag um að viðhalda konungsveldinu með annaðhvort konungi eða drottningu sem þjóðhöfðingja. Mörg af fyrri störfum konungs færðust þá til ann- arra aðila og það féll í hlut tal- mannsins að veita umboð til stjórn- armyndunar. Frá þeim tíma eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar tekn- ar í nafni ríkisstjórnarinnar en ekki konungs, dómar hæstaréttar eru til- kynntir í nafni hæstaréttar o.s.frv. Þannig voru gerðar umtalsverðar breytingar að fullkomnari útfærslu lýðræðisins innan ramma konungs- ríkisins. 1976 veitti talmaðurinn um- boð til stjórnarmyndunar í fyrsta skipti skv. nýju lögunum.“ - Ég þakka talmanninum fyrir þetta greinargóða svar. Hvar í röð talmanna er Andreas Norlén? „Við tókum upp fyrirkomulag einnar þingdeildar á þinginu árið 1971 og ég er sá níundi í röð tal- manna eftir það. Tveggja deilda þing hóf störf 1866 og frá þeim tíma reiknað er ég 39. persónan sem er kjörinn talmaður. Þar áður var þingið fjórskipt með fulltrúum að- als, presta, borgara og bænda sem höfðu hverjir sinn talmann. Þetta fyrirkomulag var frá 17. öld og svo langt aftur í tímann hef ég ekki tal- ið.“ -Margir tala um hið fordæma- lausa læsta ástand sem nú er uppi. Gætir þú lýst aðeins hvaða reglur gilda við myndun nýrrar rík- isstjórnar? „Lögin mæla svo fyrir að talmað- urinn hafi samráð við fulltrúa allra flokka á þinginu og samkvæmt hefð eru það flokksleiðtogarnir. Talmað- urinn ráðfærir sig einnig við vara- talmennina, við höfum þrjá varatal- menn kjörna af þinginu. Eftir fundi með flokksleiðtogunum og varatal- mönnunum leggur talmaðurinn fram tillögu um forsætisráðherra til þingsins sem þingið greiðir atkvæði um innan fjögurra daga. Ef meiri- hluti þingsins fellir ekki tillöguna er forsætisráðherrann kjörinn. For- sætisráðherrann tilnefnir og kynnir síðan aðra ráðherra ríkisstjórn- arinnar eins skjótt og auðið er, venjulega daginn eftir að hann tek- ur við embætti. Þá birtir hann einn- ig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. Formlega tekur ný ríkisstjórn við völdum á ríkisráðsfundi með þátt- töku konungs í konungshöllinni. Konungur fer með fundarstjórn og staðfestir að Svíþjóð hefur fengið nýja ríkisstjórn og sú fyrri lætur þá formlega af völdum.“ Þingið hefur hingað til alltaf samþykkt tillögu um forsætisráðherra - Hefur það ekki ætíð verið svo að þingið hefur samþykkt fyrstu tillögu talmannsins um forsætisráðherra? „Jú, það er hárrétt.“ - Þannig að ef tillagan um Ulf Kristersson sem næsta forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem þingið greiðir atkvæði um miðvikudaginn 14. nóv- ember, nær ekki fram að ganga, þá verður um sögulegan atburð að ræða? „Já, það er rétt. Það yrði í fyrsta skipti sem þingið samþykkti ekki tillögu talmannsins.“ - Núna spyr ég talmanninn per- sónulegrar spurningar, ég heyrði talmanninn segja að verkfærin væru að klárast sem hann gæti not- að í stjórnarmyndunarferlinu. Bjóst talmaðurinn við að starfið yrði eins erfitt og það lítur út fyrir að vera, alla vega fyrir þá sem fylgjast með utan frá? „Það var ekki svo erfitt að sjá það fyrir að við værum í alvarlegu ástandi og að það gæti reynst örð- ugt að mynda ríkisstjórn. Hins veg- ar taldi ég í byrjun að við yrðum komin lengra á veg í ferlinu en við erum stödd á þessari stundu. Ég bjóst við því að flokkarnir myndu breyta stöðunni fyrr en raun hefur orðið. Ég trúði því.“ - Ekki eiga allir flokkar formenn eða varaformenn í nefndum þings- ins. Hvernig gengur það fyrir sig þegar meðlimir þingnefnda eru valdir og formenn og varaformenn þingnefnda kjörnir? „Á þingi eru 349 þingmenn og fimmtán þingnefndir auk ESB- nefndarinnar. Hver nefnd hefur sautján nefndarmenn og samsetn- ing nefndanna endurspeglar hlut- fallslega samsetningu flokkanna á þingi. Nefndarmenn eru kjörnir skv. tillögum flokkanna sem láta kjörstjórn fá sína lista og síðan leggur kjörstjórn fram tillögur um nefndarmenn og varanefndarmenn í heilu lagi fyrir þingið skv. hlutfalls- reglunni. Nefndirnar sjálfar velja formann og varaformann hverrar nefndar og ef fleiri en einn eru í framboði til formennsku gildir ein- faldur meirihluti og sá nær kjöri sem flest atkvæði fær. En þannig hefur það ekki alltaf verið þar sem tvær stærstu blokk- irnar – annars vegar Alliansinn og hins vegar rauðgrænir – hafa venju- lega gert með sér samkomulag um hvernig formanns- og varafor- mannsstöður nefndanna skiptast milli blokkanna. Menn hafa ekki viljað að meirihlutinn á þingi tæki allar þessar stöður og þá hafa þess- ar blokkir skipt þeim milli flokk- anna í þessum tveimur blokkum og þannig var einnig gert í þetta sinn.“ Þriðji stærsti flokkurinn fékk enga nefndarformennsku - Já, ég tók eftir því að þessar stöður fóru alfarið til þessara tveggja blokka en engin til þess flokks sem allir tala um og orðinn er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Sví- þjóðar. Í staðinn fengu minni flokk- ar eins og t.d. Umhverfisflokkurinn með einungis 4-5% fylgi formanns- stöðu í nefnd. „Það er vegna þess að Svíþjóð- ardemókratar eiga aðild að hvorugri blokkinni. Það fóru fram umræður um að breyta fyrirkomulaginu og að Svíþjóðardemókratar hefðu einnig aðild að þessum embættum en nið- urstaða flokkanna varð sú að betra væri að fylgja gamla fyrirkomulag- inu um skiptingu þessara embætta milli tveggja stóru blokkanna.“ - Núna spyr ég talmanninn hvort vegur þyngra; þingræðið eða van- þóknun stærstu flokkanna á öðrum þingflokkum? „Ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna rétt, því engin mót- setning er í þingræðinu í afstöðunni til þess að ríkisstjórnin starfi í trausti þingsins og enginn verður forsætisráðherra gegn vilja meiri- hluta þingsins. Þessar þingræð- isreglur er ekki hægt að semja frá sér, þær eru þarna til staðar og standast prófraun í næstu viku.“ - Ég meina að ef ég væri leiðtogi flokks á þingi og vildi ekki sjá full- trúa annars flokks á þinginu sem hefur verið lýðræðislega kjörinn, þá er sú skoðun mín ekki æðri lýðræð- islegum vinnubrögðum þingsins. „Svíþjóðardemókratar hafa sömu réttindi og allir aðrir flokkar sem taka þátt í störfum þingsins. Þeir eiga sína fulltrúa í öllum nefndum, þeir taka þátt í öllum þeim um- ræðum á þinginu sem þeir vilja vera með í, þingmenn þeirra hafa sömu réttindi og aðrir þingmenn. Þeir fá sömu fyrirgreiðslu og aðstoð þings- ins og þingmenn annarra flokka, að- gengi að sömu tölvum, ferðaskil- málum o.s.frv. Þegar ég sem talmaður býð leið- togum flokkanna til viðræðna um myndun ríkisstjórnar ræði ég við alla flokksleiðtoga og Jimmy Åkes- son, formanni Svíþjóðardemókrata, er boðið sem öðrum til þeirra við- ræðna. Þingið sem stofnun og ég sem talmaður meðhöndlum þing- menn allra flokka jafnt. Síðan er það annar handleggur hvernig flokkarnir koma fram hver við ann- an og þeirri spurningu verða flokk- arnir sjálfir að gera skil. Kosið aftur ef þingið hafnar forsætisráðherraefni fjórum sinnum - Fyrir þá sem horfa á Svíþjóð í fjarska og sjá þig koma fram í fjöl- miðlum og skynja það sem gerist að tjaldabaki – er einhver von í stöð- unni, verður hægt að leysa málin? „Ég trúi því að málin muni leys- ast, ég trúi því að Svíþjóð fái nýja ríkisstjórn. Talmaðurinn getur fjór- um sinnum lagt fram tillögu um for- sætisráðherra fyrir þingið og ef þingið gengur gegn öllum tillög- unum verður sjálfkrafa efnt til aukakosninga. Skoðun mín er sú að það væri mikill ósigur fyrir allt stjórnmálakerfið okkar ef málin færu það langt að efna þyrfti til aukakosninga. Ég held að meðborg- ararnir myndu bregðast við á frekar neikvæðan hátt og upplifa að við sem höfum fengið traust þeirra til að bera stjórnmálaábyrgð getum ekki staðið okkur og ekki leyst úr þeirri kosninga- og þingstöðu sem kjósendur hafa fært okkur. Kosningaþátttakan var mjög mik- il á alþjóðlegan mælikvarða um 87%. Ég trúi þess vegna að málin þróist á þann veg að ríkisstjórn verði að lokum mynduð sem tekur við völdum. En hvenær það gerist get ég ekki sagt til um. Á miðviku- daginn kemur verður mikilvægur þáttur tekinn fyrir í atkvæða- greiðslu þingsins um forsætisráð- herrann. Kannski leysast málin þá. Ef ekki, þá störfum við áfram að lausn mála.“ - Þú hefur aldrei komið til Ís- lands. Viltu segja eitthvað að lokum við Íslendinga? „Nei, ég hef ekki komið til Ís- lands … það er skortur í lífi mínu. Mér finnst norræna samstarfið afar mikilvægt og ég átti að vera á fundi Norðurlandaráðs í Osló fyrir skömmu en komst ekki vegna anna við stjórnarmyndunarviðræður í Svíþjóð. Ég hlakka mikið til að hitta samstarfsfélaga mína frá þingum annarra Norðurlandaþjóða, forseta þinganna, og halda áfram að byggja á því góða samstarfi sem er milli Norðurlandanna allra.“ Andreas Norlén fæddist í Bromma í Stokkhólmi 1973 og var kjörinn á þing fyrir Moderaterna 2006 og hefur verið þingmaður síðan. Hann er lögfræðingur að mennt og varði doktorsritgerð í viðskiptalögfræði við háskólann í Linköping 2004. Hann starfaði um tíma í fjölskyldufyrirtæk- inu við blaðaútgáfu í Austur-Gautlandi. Áður en hann var kjörinn talmað- ur sænska þingsins var hann m.a. formaður stjórnlaganefndar frá 2014 og sat í þeirri nefnd ásamt laganefnd um árabil. Hann hóf ungur að árum afskipti af stjórnmálum og valdist fljótt til forystu í unghreyfingu Mod- erata MUF. Hefur einnig gegnt embættum í sveitar- og lénsstjórnum. Hóf ungur afskipti af stjórnmálum 12 ÁRA ÞINGREYNSLA Ljósmynd/ H. Garlov Með konungi Andreas Norlén með Karli XVI Gústaf Svíakonungi 2. október sl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.