Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  268. tölublað  106. árgangur  KVENLEG ORKA Í KIRKJUNNI HÁTÍÐIN HEFST Í DAG BACH-TÚLKUNIN FÆR LOFSAM- LEGA DÓMA EVERYBODY’S SPECTACULAR 30 VÍKINGUR HEIÐAR 31LISTAVERKIÐ MÓÐIRIN 12 Morgunsólin var falleg úti við Örfirisey í gærmorgun, þegar litið var til austurs yfir borgina og allt upp á Hellisheiði, þar sem gufubólstrar frá virkjunarsvæðinu stigu upp til himins. Sólin er lágt á lofti þessi dægrin og veldur t.d. ökumönnum ama í mestu umferðinni að morgni og aftur síðdegis. Þá er vissara að hafa sólgleraugun uppi og hreinar rúður. Sam- kvæmt veðurspám fer sólin að hörfa fyrir vætu og sunnan- vindum þegar nær dregur helginni. Á morgun gæti snjóað lít- ilsháttar norðan- og austanlands en annars ágætt veður víða. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur Morgunblaðið/Árni Sæberg Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnars- dóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðs- föllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Lengi vel létust að meðaltali um 15 manns yngri en 39 ára á hverju ári af þeim sem komið hafa í meðferð hjá SÁÁ. Alger sprenging hefur hins vegar orðið síðustu þrjú ár. Árið 2016 létust 27 í þessum aldursflokki og í fyrra létust alls 25. Fyrstu tíu mánuði ársins hafa þegar 27 manns yngri en 39 ára látist, svo útlit er fyr- ir að um metár verði að ræða. Mikil umræða hefur verið um fíknisjúkdóma og sjálfsvíg ungs fólks eftir viðtal Morgunblaðsins við Vigfús Bjarna Albertsson prest á mánudaginn. Vigfús greindi þar frá því að tugir hefðu látist það sem af væri ári og margir hefðu fallið fyrir eigin hendi í tengslum við þennan „faraldur“ sem hann kallar ástandið í fíkniefnaheiminum. Í starfi sínu hefði hann kynnst frásögnum af skefjalausri hörku handrukkara sem svifust einskis. „Fíknivandinn hefur klárlega aukist mikið á síðustu 3-4 árum. Við sjáum um það bil tvöföld- un á fjölda einstakra tilvika sem eru afleiðingar neyslu í ár frá því sem var fyrir ári,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráða- deild Landspítalans. „Mér finnst „faraldur fíknisjúk- dóma“ mjög lýsandi hugtak fyrir þetta ástand. Allar tölur benda á sama veg, þetta er hratt vaxandi vandamál,“ segir Jón Magnús. Mikil fjölgun dauðsfalla hjá fólki undir fertugu  Fleiri látist það sem af er ári en allt árið í fyrra  Fíknivandinn vex mjög hratt Fíkniefnafaraldur » 27 manns yngri en 39 ára úr gagnagrunni SÁÁ létust fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en allt árið í fyrra. » Mikil fjölgun síðustu þrjú ár. » Tvöfalt fleiri tilvik tengd fíkniefnaneyslu á bráða- móttöku Landspítala í ár. MNeysluhópurinn … »6  Lagardère Travel Retail er stærsti veitinga- staður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskar- andi fyrirtæki. Franski ferðaris- inn rekur sex veitingastaði á Keflavíkur- flugvelli en rekur auk þess verslanir og þjónustu í 240 flugstöðvum víða um heim. Fyrirtækið naut verulega góðs af þeim 8,8 milljónum farþega sem streymdu í gegnum Leifsstöð á árinu 2017 en velta fyrirtækisins á því ári nam 3,8 milljörðum króna og var 280 milljónum hærri en hjá Foodco sem kemur næst á eftir. Hagnaður fyrirtækisins nam 248 milljónum króna en það er 80% meiri hagnaður en hjá KFC sem er næst á þeim lista. »16 Franskur ferða- risi umsvifamikill á flugvellinum Veitingar Gríð- arleg umsvif. Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það 14% hærra en upphaflegur samningur Reykjavíkur- borgar við ÍR frá 2017 gerir ráð fyrir. Hækkun kostn- aðaráætlunar er 314 milljónir króna. Byggingarnefnd mun nú skoða hvort ná megi fram raunhæfum sparnaði við verkefnið, s.s. með því að draga úr umfangi þess án þess að framtíðarafnot íþróttafélags- ins af byggingunum rýrist. Borgarráð hefur heimilað að uppbyggingu verði haldið áfram á svæðinu en undir- strikar að áform um sparnað nái fram að ganga. »4 Reynt að draga úr fram- úrkeyrslu í Suður-Mjódd ÍR-ingar Mikil upp- bygging framundan. Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðv- arinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, segir að gagnvart Vinnslustöðinni hafi Seðlabankinn leikið tveimur skjöldum og sýnt af sér dæmalausa hegðan. Það komi honum ekki sérstaklega á óvart að Seðlabakinn hafi goldið atlögu sinnar gegn Samherja í réttarsöl- um. Nú þegar þessu máli sé lokið sjái hann að tilgangurinn hafi verið að koma höggi á sjávarútveginn í pólitískum tilgangi árið 2011 og þyrla upp moldviðri á sama tíma og veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórn- arinnar hafi verið kynnt. » 10 Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár Atvinnulausum fjölgaði um 769 íoktóber, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar at- vinnuleyfum sem Vinnumálastofn- un veitir erlendum ríkisborgurum. Leyfin eru orðin 1.769 það sem af er ári, fleiri en allt árið 2017. Sér- stök fjölgun er hjá starfsmönnum á vegum starfsmannaleiga. Alls voru 43.726 erlendir ríkis- borgarar búsettir hér á landi um síðustu mánaðamót og fjölgaði þeim um 5.914 manns frá 1. desem- ber sl. eða um 15,6%. Flestir eru frá Póllandi, rúmlega 19 þúsund. »18 Fleiri erlendir ríkis- borgarar við vinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.