Morgunblaðið - 14.11.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
ICQC 2018-20
Mál Jean-Claude Arnault var tekið
fyrir á millidómstigi í Svíþjóð í viku-
byrjun, en bæði Björn Hurtig, verj-
andi hans, og Christina Voigt ríkis-
saksóknari höfðu áfrýjað tveggja ára
fangelsisdómi fyrir nauðgun sem Ar-
nault hlaut 1. október.
Meðal nýrra sönnunargagna sem
Hurtig leggur fram er samantekt á
kynlífslýsingum úr skáldverki eftir
konuna sem Arnault var dæmdur
fyrir að nauðga. Elisabeth Massi
Fritz, lögmaður konunnar, furðar sig
á uppátæki verjandans þar sem skrif
konunnar komi nauðgunarmálinu
ekki við. Í samtali við SVT segist hún
einnig undrandi á því að Katarinu
Frostenson, eiginkonu Arnault, hafi
verið leyft að bera vitni fyrir rétti.
Bendir hún á að þar sem Frostenson
verði ekki eiðsvarin í réttarsalnum
hafi lýsing hennar á því hvaða mann
Arnault hafi að geyma ekkert sönn-
unargildi.
Fyrr í þessum mánuði hafnaði
Frostenson þeim tilmælum Sænsku
akademíunnar (SA) að draga sig taf-
arlaust út úr öllu starfi SA til fram-
búðar. Í samtali við sænsku frétta-
veituna TT fagnar Anders Olsson,
starfandi ritari SA, svarinu þar sem
nú sé loks hægt að hefja sjálfstæða
rannsókn á ásökunum þess efnis að
Frostenson hafi brotið gegn stofn-
sáttmála SA með því að brjóta trún-
að og leka upplýsingum um komandi
Nóbelsverðlaunahafa.
Um miðja síðustu viku tilkynnti
Jayne Svenungsson að hún væri
hætt í SA aðeins tæpu ári eftir að
hún settist í stól nr. 9. „Eftir röð at-
vika er komið að leiðarlokum,“ skrif-
ar Svenungsson í fréttatilkynningu
og útskýrir að hún hafi ekki viljað
yfirgefa SA fyrr en búið væri að
fjölga meðlimum. Í seinasta mánuði
voru þrír nýir meðlimir valdir inn
sem þýðir að SA er nú skipuð 12
virkum meðlimum, 10 körlum og
tveimur konum. Samkvæmt SVT til-
heyrði Svenungsson þeim armi SA
sem vildi ekki að Frostenson yrði
rekin úr SA. Samkvæmt heimildum
SVT settu Sara Danius, Peter Eng-
lund og Kjell Espmark það sem skil-
yrði þegar þau greiddu nýjum með-
limum atkvæði fyrr í haust að Frost-
enson myndi hætta. silja@mbl.is
Eiginkonan vitnar í nauðgunarmáli
AFP
Í varðhaldi Jean-Claude Arnault
var leiddur úr dómsal í járnum.
Björk Guð-
mundsdóttir
kemur ásamt
samstarfsfólki
sínu fram á röð
tónleika í nýrri,
stórri og framúr-
stefnulegri
menningar-
miðstöð, The
Shed, við 30
stræti í Chelsea-hverfinu í New
York í vor en þá verður miðstöðin
jafnframt opnuð. Dagsetningar
tónleikanna hafa ekki verið gefnar
upp.
Á tónleikunum, sem hafa yfir-
skriftina Cornucopia, kemur Björk
fram ásamt flautuseptettinum
Viibra en þær hafa á undanförnum
mánuðum komið fram víða á tón-
leikum og tónlistarhátíðum.
Í tilkynningu Bjarkar á sam-
félagsmiðlum segist hún spennt
fyrir því að koma fram á fyrsta
starfsmisseri The Shed á Manhatt-
an. Hún muni í vetur vinna að und-
irbúningi sinnar metnaðarfyllstu
sviðssýningar til þessa, „þar sem
hið akústíska og stafræna munu
takast í hendur, hvött áfram af sér-
völdum hópi samstarfsmanna“.
Meðal þeirra eru Katie Buckley,
Margrét Bjarnadóttir, Manu De-
lago, James Merry og Bergur Þór-
isson.
Björk kemur
fram í The Shed
Björk
Kvintett saxó-
fónleikaranna
Ólafs Jóns-
sonar og Pet-
ters Wettre
leikur á tón-
leikum Múlans
á Björtuloftum
í kvöld kl. 21.
Wettre er sér-
stakur gestur á
þessum tónleikum en hann er
þekktur í heimalandi sínu Nor-
egi sem og á alþjóðavísu. Á efn-
isskránni verður blanda af lög-
um eftir saxófónleikarana tvo.
Auk þeirra Ólafs og Wettre leika
á tónleikunum píanóleikarinn
Agnar Már Magnússon, bassa-
leikarinn Þorgrímur Jónsson og
trommuleikarinn Scott McLe-
more. Björtuloft eru á efstu hæð
Hörpu og er aðgangseyrir kr.
2.500 en kr. 1.500 fyrir nem-
endur og eldri borgara.
Tveir saxófónleik-
arar á Múlanum
Petter Wettre
Niður með hefðarveldið!
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavíkurdætur Voru meðal þeirra tónlistarkvenna sem fram komu á Iceland Airwaves-hátíðinni nú í ár.
listar, hélt samhliða Airwaves, en
PRS-stofnunin berst fyrir jöfnum
kynjahlutföllum listamanna á
tónlistarhátíðum.
Sjálfbirgingslegir
miðaldra karlar
Ekki er þó bara þörf á því að
jafna kynjahlutföll meðal lista-
manna, heldur hefur hallað á konur
meðal áheyrenda í gegnum árin
þótt það hafi líka jafnast eitthvað
með árunum. Minni aðsókn tónlist-
aráhugakvenna á Airwaves, sem
mér hefur sýnst, hefur eflaust staf-
að að einhverju leyti af því hve
karllægur tónlistarheimurinn hefur
verið alla tíð, en það hefur eflaust
haft áhrif að konur eru oft ekki
óhultar í almannarými. Druslugang-
an hefur barist gegn því og berst
enn, og átti einmitt sitt innlegg í
ráðstefnuna þar sem meðal annars
kom fram að nærfellt helmingur
kvenkyns gesta tónlistarhátíða
verður að jafnaði fyrir kynferðis-
legri áreitni.
Hindranir tónlistarkvenna eru
þó ekki bara það að ekki sé nóg að
þær séu jafn góðar og karlarnir,
þær þurfa að vera betri, miklu
betri, og ekki heldur það að þær
þurfa að glíma við kynferðislega
áreitni og jafnvel ofbeldi, eins og
konur yfirleitt, heldur erum við líka
vandamálið, blaðamennirnir sem
skrifum um tónlist og tónlistarhá-
tíðir. Flestir tónlistarblaðamenn eru
nefnilega karlar, miðaldra karlar ef
marka má þann hóp sem kemur á
Airwaves, sumir ár eftir ár, áratug
eftir áratug, og allmargir þeirra
sjálfbirgingslegir miðaldra karlar.
Konur rokka
Á ofangreindri ráðstefnu
ÚTÓN var meðal spjallborðsgesta
tónlistarkonan Fabi Reyna og
ræddi breytingar í fjölmiðlun þegar
umfjöllun um tónlist er annars veg-
ar, en hún gefur meðal annars út
tímaritið She Shreds, sem helgað er
konum sem leika á gítar eða bassa.
Reyna hefur verið ötul í þeirri bar-
áttu að brjóta upp hefðarveldi
rokksins og hóf sitt spjall með því
að benda á að ekki sé það átak fyrir
konur að komast á sama stall og
karlarnir hvað varðar umfjöllun og
umtal í fjölmiðlum, heldur benti
hún á það hvernig þeim mætti oft
öðruvísi viðhorf og þær væru spurð-
ar annars konar spurninga og má
taka undir það: tónlistarkonur eru
iðulega spurðar um atriði sem koma
tónlist ekkert við og oftar en ekki
eru þeir sem fjalla um þær upp-
teknari af því hvernig þær líta út en
því sem þær eru að gera.
Sérstakur gestur
tónleikahaldara
Gott dæmi um slíka blaða-
mennsku er einmitt bandaríski
blaðamaðurinn Bob Lefsetz, en
hann er nefndur hér, því hann var
meðal gesta á Airwaves, meðal sér-
stakra gesta tónleikahaldara meira
að segja, enda liður í ráðstefnunni
helgaður honum. Lefsetz hefur ver-
ið lengi að og þekkti vel til í útgáfu-
heiminum vestan hafs á sínum tíma,
þótt hann þyki ekki spámannlega
vaxinn núorðið.
Hann hefur haldið úti bloggi
undanfarinn áratug og vakti athygli
í ársbyrjun þegar hann tók að birta
á blogginu bréf frá konum þar sem
þær lýstu kynferðislegri áreitni í
tónlistarheiminum.
Gott og vel og gagnlegt, en
verra þegar rýnt er í skrif Lefsetz í
gegnum árin enda hefur hann
gjarnan skrifað niðrandi um konur
út frá útliti þeirra, til að mynda um
Beyoncé, Madonnu, Gwen Stefani,
Adele („hún er of feit til að slá í
gegn“) og Taylor Swift. Við það má
svo bæta að forðum gerði hann lítið
úr konum sem sögðu frá kynferðis-
ofbeldi, til að mynda konunum sem
Harvey Weinstein níddist á.
Ég nefndi áðan að við, tónlist-
arblaðamennirnir, værum hluti af
vandamálinu, það hvernig við höf-
um skrifað um tónlist og tónlistar-
menn og, vonandi ómeðvitað, oft
verið Þrándur í Götu kvenna á því
sviði. Það er meira vandamál að
mínu viti ef tónleikahaldarar eins
og aðstandendur Iceland Airwaves
eru ekki betur með á nótunum en
raun ber vitni.
» Flestir tónlistar-blaðamenn eru
nefnilega karlar, mið-
aldra karlar ef marka
má þann hóp sem kem-
ur á Airwaves, sumir ár
eftir ár, áratug eftir ára-
tug, og allmargir þeirra
sjálfbirgingslegir mið-
aldra karlar.
AF TÓNLIST
Árni Matthíason
arnim@mbl.is
Það er löngu vitað, og vís-indalega sannað, að fráblautu barnsbeini er okkur
innrætt að finnast það sem karlar
gera merkilegra en framlag kvenna.
Þessa sér stað á nánast öllum svið-
um, ekki síst á tónlistarsviðinu.
Þegar FÍH, stéttarfélag íslenskra
hljómlistarmanna, varð fimmtíu ára
árið 1982 var tímarit félagsins,
Tónamál, helgað afmælinu og í því
má sjá að íslensk tónlistarsaga var
karlatónlistarsaga.
Mín unglingsár var eiginlega
ekkert fjallað um tónlist í íslenskum
fjölmiðlum, nema stofnanavædda
klassík, og fyrir vikið höfðu þeir
sem áhuga höfðu á annars konar
tónlist lítið þangað að sækja. Seinna
urðu til íslenskir tónlistarblaða-
menn og -fræðimenn, en það voru
alla jafna ungir karlar að skrifa um
það sem ungir karlar væru að gera
– það dugði ekki til að besti blaða-
maðurinn væri kona, því Andrea
Jónsdóttir var bara ein á vaktinni:
karlar sungu um óréttlæti og rang-
indi sem karlar voru beittir í
grimmum heimi og karlar lofuðu þá
fyrir næmi og róttækt innsæi í
ræðu og riti.
Það hangir náttúrlega saman
að konur séu sýnilegar sem
tónlistarmenn og að á þær sé hlust-
að og um þær fjallað. Hér er ég
ekki að segja að hlusta eigi á tónlist
kvenna vegna þess að hún sé tónlist
kvenna, heldur að við látum af því
að hlusta á tónlist karla bara fyrir
það að hún er tónlist karla.
Tuttugasta hátíðin
Fyrsta Airwaves-hátíðin var
haldin í flugskýli vestur í bæ haust-
ið 1999 og þar tróðu sex hljómsveit-
ir upp, en ekki man ég hvort þar
var einhver stúlka á meðal flytjenda
önnur er Hafdís Huld Þrastardóttir
sem söng með GusGus. Svo hefur
tónleikahaldinu undið fram í gegn-
um árin að karlar hafa verið í aðal-
hlutverki, en smám saman hefur
konum fjölgað á hátíðinni, öðrum
þræði í takt við það að konum hefur
fjölgað á rokksviðinu, en líka fyrir
það að þær hafa kvatt sér hljóðs,
haft hátt.
Á nýlokinni Airwaves-hátíð,
þeirri tuttugustu í röðinni, var
venju fremur mikið um konur með-
al þeirra sem fram komu sem segir
ekki að komið sé á jafnvægi, en
greinilegt að miðar í rétta átt.
Rétta átt, segi ég, því það er því
minna varið í menningariðju sem
hún er fjær því að spegla sam-
félagið. Það er og inntak starfs
PRS-stofnunarinnar bresku sem
kynnt var á ráðstefnu sem ÚTÓN,
Útflutningsmiðstöð íslenskrar tón-