Morgunblaðið - 14.11.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
sem sanna þarf ásetning brota-
manns svo heimilt sé að refsa hon-
um. Þetta er furðulegur misskiln-
ingur. Fari handhafi opinbers
valds ekki að lögum við sýslan
sína er það auðvitað nóg til að
honum verði vikið úr embætti. Við
getum ekki þurft að sitja uppi
með embættismenn sem virða ekki
lagalegar skyldur, hvað sem
Á undanförnum
dögum hefur komið
fram sterk krafa um
að seðlabankastjóri
verði látinn víkja úr
embætti eftir að
hafa orðið ber að því
að veitast að útgerð-
arfyrirtækinu Sam-
herja árum saman
án viðhlítandi laga-
heimildar og valda
fyrirtækinu alvar-
legum skaða með þeim hætti. Mál-
ið er í höndum forsætisráðherra
sem fer með valdið til að skipa
bankastjórann og þá einnig til að
veita honum lausn.
Svo er að sjá sem
ráðherrann leiti leiða
til að komast hjá því
að gegna skyldu sinni.
Hefur þá meðal annars
komið fram að ráð-
herrann telur að sanna
þurfi á bankastjórann
ásetning til misgjörð-
anna. Sannist ekki
ásetningur sé óheimilt
að láta hann taka poka
sinn.
Er það virkilega svo
að forsætisráðherra
þjóðarinnar telji að
sanna þurfi ásetning á þá sem
fara með opinbert vald og mis-
beita því borgurum til tjóns? Það
er eins og ráðherrann telji hér
gilda réttarfar í sakamálum, þar
ásetningi þeirra til misbeitingar
valdsins líður. Menn koma sér
ekki undan ábyrgð í slíku starfi
með því að segjast ekki hafa
þekkt lögin. Sönnunarfærsla um
ásetning skiptir þá ekki máli nema
að því leyti að sannist ásetningur
til misgjörða verður mál að sjálf-
sögðu ennþá alvarlega en annars
væri.
Þegar menn hlýða á þessi við-
brögð forsætisráðherrans vakna
spurningar um þá lögfræðilegu
ráðgjöf sem hann hlýtur að njóta í
ráðuneytinu. Getur verið að lög-
fræðimenntaðir ráðgjafar hans
hafi sagt honum þessa vitleysu?
Spyr sá sem ekki veit.
Í máli Samherja stendur þar að
auki svo á að enginn vafi er á ein-
beittum ásetningi bankastjórans
til að skaða fyrirtækið eins og svo
skýrt kom fram í ágætri sam-
antekt lögmanns fyrirtækisins,
Garðars G. Gíslasonar, sem birt
var í Morgunblaðinu í gær.
Ráðherrann hefur nú óskað eftir
greinargerð frá bankaráði Seðla-
bankans um málið. Þó að ekki
verði séð að hennar sé þörf er
beiðni ráðherrans vonandi vís-
bending um að hann hyggist taka
málið alvarlegum tökum. Vonandi
er þetta ekki bara „leikur í stöð-
unni“ til að drepa málinu á dreif
meðan mesti úlfaþyturinn gengur
yfir. Þjóðin nær vonandi ekki að
gleyma málinu á þeim tíma sem
ráðherrann tekur í þetta vafstur.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Vonandi er þettaekki bara „leikur í
stöðunni“ til að drepa
málinu á dreif meðan
mesti úlfaþyturinn
gengur yfir.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Leikur í stöðunni?
Gangi fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar eftir verða útgjöld
ríkissjóðs (fyrir utan vexti og vara-
sjóð) tæpum 260 milljörðum hærri
að raunvirði á komandi ári en 2010.
Þetta er 48% raunhækkun. Það er
með ólíkindum að þessi mikla aukn-
ing útgjalda hafi ekki valdið koll-
steypu í efnahagslífinu. Mér er til
efs að nokkur þjóð hafi náð að auka
útgjöld með sama hætti en tryggja
á sama tíma stöðugt verðlag og yfir
40% hækkun kaupmáttar launa.
Staða ríkissjóðs er sterk eftir um-
fangsmikla niðurgreiðslu skulda.
Þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda
hefur afkoma ríkissjóðs verið já-
kvæð á síðustu árum og í fjárlaga-
frumvarpi er gert ráð fyrir að af-
gangurinn verði um 29 milljarðar
eða 1% af vergri landsframleiðslu.
Að þessu leyti er staðan allt önnur
og betri en þeirra þjóða sem Ís-
lendingar bera sig gjarnan saman
við.
Öllum má vera ljóst að útgjalda-
aukning síðustu ára getur ekki
haldið áfram. Við keyrum, fyrr
fremur en síðar, á vegg. Á komandi
ári reynir raunverulega á afkomu-
markmið ríkisins og verður það í
fyrsta skipti frá því að lög um op-
inber fjármál tóku gildi.
Endurskoðun á rekstri
ríkisins
Útgjaldaboginn hef-
ur verið spenntur og
tímabil hægari hag-
vaxtar er að ganga í
garð. Í stað út-
gjaldaaukningar verð-
ur ný hugsun að taka
við. Mælikvarði á op-
inbera þjónustu getur
ekki lengur verið í
krónum og aurum.
Við stöndum frammi
fyrir því verkefni að
endurskoða rekstur
ríkisins – straum-
línulaga hann án þess
að draga úr þjónust-
unni. Við þurfum að
tryggja betri nýtingu
sameiginlegra fjármuna og standast
þá freistingu að reyna að leysa all-
an vanda með því að auka útgjöldin.
Hin nýja hugsun krefst þess að
kjörnir fulltrúar – í nafni almenn-
ings – geri auknar kröfur til for-
stöðumanna ríkisstofnana og –rík-
isfyrirtækja um hagkvæman
rekstur, skilvirka og góða þjónustu.
Markmiðið er ekki að draga úr op-
inberri þjónustu heldur þvert á
móti auka gæðin. Skýrari og aukn-
ar kröfur tryggja gæði heilbrigð-
isþjónustu, menntunar og annarrar
opinberrar þjónustu.
Mikil hækkun útgjalda á síðustu
árum gerir verkefnið á margan hátt
auðveldara, ekki síst vegna þess að
þokkalega hefur tekist að forgangs-
raða.
Velferðarmál
í forgang
Velferðarmálin (heil-
brigðismál og félags-,
húsnæðis- og trygg-
ingamál) hafa verið í
forgangi síðustu ár.
Um það getur enginn
gert ágreining nema sá
sem deilir um allar
staðreyndir. Raun-
aukning til velferð-
armála frá árinu 2010
til fjárlaga komandi árs
er 55% eða liðlega 158
milljarðar króna. Fyrir
þá fjárhæð væri hægt
að reka alla framhalds-
skóla landsins í fimm ár.
Yfir helmingur útgjalda ríkisins
til málefnasviða fer í velferðarmál
eða um 447 milljarðar á næsta ári.
Útgjöld til heilbrigðismála jafngilda
um 650 þúsund krónum á hvern Ís-
lending. Til málefna aldraðra fara
230 þúsund á hvern íbúa og 181
þúsund í örorkugreiðslur í
almannatryggingakerfinu.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
verða framlög til málefna öryrkja
og fatlaðra um 70 milljarðar króna.
Þetta er um 30 milljörðum króna
hærri fjárhæð að raungildi en 2010
– hækkun um 75%. Aukningin á
mann er um 1.098 þúsund krónur
eða 42% og er stuðst við fjölda
þeirra sem fá greiðslur örorkulíf-
eyris frá Tryggingastofnun. Þessi
mikla aukning breytir því ekki að
tryggingakerfi öryrkja er meingall-
að, óréttlátt og krefst uppstokk-
unar, eins og sá er hér skrifar hefur
ítrekað haldið fram í ræðu og riti.
Framlög til málefna aldraðra
hafa 2,5-faldast að raungildi frá
2010. Um 49 milljarða hækkun er
nokkru hærri fjárhæð en rann til
þessa málaflokks í heild árið 2014.
Á komandi ári er stefnt að því að
framlögin verði liðlega 81 milljarður
króna. Fjölgun eldri borgara skýrir
þessa miklu hækkun ekki nema að
litlu leyti. Róttæk kerfisbreyting á
ellilífeyrisgreiðslum almannatrygg-
inga sem tók gildi í ársbyrjun 2017
skiptir þar sköpum.
Á komandi ári verða útgjöld til
málefna aldraðra um 98% hærri á
hvern eldri borgara en árið 2010.
Þetta er hækkun um 1.134 þúsund
á mann miðað við fjölda þeirra sem
eru 67 ára og eldri og fá greiðslur
frá Tryggingastofnun.
Ekki tilviljun
Forgangsröðun ríkisútgjalda síð-
ustu ár var og er ekki tilviljun. Það
var nauðsynlegt að byggja upp heil-
brigðiskerfið eftir áföll í kjölfar
hrunsins, þar sem skorið var inn að
beini. Með sama hætti var brýnt að
styrkja hag öryrkja og eldri borg-
ara sem treysta á greiðslur lífeyris
frá almannatryggingum. Verkinu er
ekki lokið.
Stefnt að því að hefja aðra um-
ræðu um fjárlög á morgun –
fimmtudag. Krafan um enn meiri
útgjöld mun hljóma. Ekki er ólík-
legt að úr ræðustól Alþingis hljómi
fullyrðing um að ríkisstjórnarflokk-
arnir gangi um með niðurskurð-
arhnífinn á lofti. Staðreyndir þvæl-
ast ekki fyrir öllum.
Ég óttast að lítt verði hlustað á
þá sem vara við og benda á að sú
hraða aukning ríkisútgjalda sem átt
hefur sér stað síðustu ár, er ekki
sjálfbær til lengri tíma. Þetta á ekki
síst við þegar horft er til þess að
skattbyrði hér á landi, sem hlutfall
af landsframleiðslu, er ein sú
þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til
lífeyris- og almannatrygginga.
Innihaldslaus loforð um að gera
allt fyrir alla ókeypis eru líklegri til
að ná eyrum fjölmiðlunga en hvatn-
ing til að draga úr hraðanum og
huga að skipulagi ríkisrekstrarins –
gera hann skilvirkari og hagkvæm-
ari.
Eftir Óla Björn Kárason
» Við þurfum að end-
urskoða rekstur
ríkisins – straumlínu-
laga hann án þess að
draga úr þjónustunni
og tryggja betri nýtingu
sameiginlegra fjár-
muna.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ný hugsun og auknar kröfur til ríkisrekstrar
Málefni aldraðra: Þróun útgjalda 2010 til 2019 á föstu verðlagi
49 milljarða raunaukning eða 150% 98% raunaukning á mann eða 1,1 milljón kr.*
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
milljarðar kr.
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
1.153
1.436 1.433 1.462 1.525
1.564
1.685
2.136
2.288 2.287þús. kr. á mann
*Við útreikning á útgjöldum á mann er stuðst
við fjöldatölur þeirra sem eru 67 ára og eldri
og fá greiðslur frá Tryggingastofnun.
32
41 41 43
47 50
55
71
78 81
Fr
u
m
va
rp
Fr
u
m
va
rp
Heimild: Fjármálaráðuneytið
Velferðarmál 2010 til 2019
Um 55% raunaukning útgjalda
500
400
300
200
100
0
milljarðar kr.
Heilbrigðismál Félags-, húsnæðis- og tryggingamál
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Fr
u
m
va
rp
Heimild: Fjármálaráðuneytið
Málefni öryrkja og fatlaðra: Þróun útgjalda 2010 til 2019 á föstu verðlagi
75% raunaukning Raunaukning á mann: 1,1 milljón kr.*
80
70
60
50
40
30
20
10
0
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
milljarðar kr.
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
2.642
2.888 2.824 2.847 2.941 2.955
3.101
3.359 3.442
3.740
40
44 44 45
48 49
54
60
64
70
þús. kr. á mann
*Við útreikning á útgjöldum á mann er stuðst
við fjöldatölur þeirra sem fá örorkulífeyris-
greiðslur frá Tryggingastofnun
Fr
u
m
va
rp
Fr
u
m
va
rp
Heimild: Fjármálaráðuneytið
Óli Björn Kárason