Morgunblaðið - 14.11.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mark Zuc-kerberg,stofn-
andi, aðaleigandi
og stjórnandi
Facebook, við-
urkenndi fyrir
nefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings í vor að Kísildalur
væri „gríðarlega vinstrisinnað
svæði“. En hann bætti því við
að stjórnmál hefðu engin áhrif
á hvernig Facebook stýrði efni
á samfélagsvefnum risavaxna.
Í sama vitnisburði Zucker-
bergs kom fram að afstaða til
stjórnmála hefði ekkert haft
með það að gera að einn af
starfsmönnum Facebook, Pal-
mer Luckey, hefði hætt hjá
fyrirtækinu. Luckey þessi
þótti, og þykir enn, standa
framarlega þegar kemur að
sýndarveruleika og Facebook
keypti af honum fyrirtæki á
því sviði árið 2014. Tveimur
árum síðar gerðist það svo að
Luckey þótti hallur undir
framboð Donalds Trump og
studdi þá sem börðust gegn
Hillary Clinton. Nokkrum
mánuðum síðar, eftir uppnám
innan fyrirtækisins vegna
þessarar afstöðu starfsmanns-
ins, hraktist hann á brott en
hvorki hann né
fyrirtækið gáfu á
því skýringu. Nú
hefur Luckey hins
vegar sagt frá því,
sem þeir sem til
þekktu þóttust
vita, að hann hefði verið látinn
fara vegna pólitískra skoðana
sinna.
Þetta er óneitanlega
áhyggjuefni og vekur spurn-
ingar um heilindin í því þegar
Zuckerberg segir að stjórn-
mál hafi engin áhrif á það
hvernig Facebook stýrir efn-
inu á vefnum. Facebook getur
haft mjög mikil áhrif með því
að stýra því sem notendurnir
sjá. Ef til vill segir Zucker-
berg satt um að samfélags-
miðillinn sé ekki misnotaður í
pólitískum tilgangi, en er víst
að svo sé? Ef menn missa
vinnuna við að styðja tiltekinn
stjórnmálamann eða vera and-
snúnir öðrum, er þá líklegt að
miðillinn sé hlutlaus að öðru
leyti?
Og hvað með aðra miðla
sem sprottnir eru upp úr og
starfa í sama umhverfi, svo
sem Twitter, eða leitarvélina
Google? Er umburðarlyndið
meira þar? Eða hlutleysið?
Kísildalur er gríðar-
lega vinstrisinnaður,
en umburðarlyndið
er minna}
Spurningar vakna
um Facebook
Það eru ótalsanninda-
merki til um það að
mælingar í skoð-
anakönnunum
snemma á kjör-
tímabili hafi lítið
forsagnargildi um
kosningar mörgum árum síðar.
Þannig hefur það oft gerst að
einstakir flokkar hafi skotist í
háhæðir á miðju kjörtímabili
og skapað miklar væntingar en
innstæðan horfið að mestu
þegar að kosningum kom.
Nefna má Bandalag jafn-
aðarmanna fyrir rúmum fjór-
um áratugum, Alþýðuflokk
sem skaust yfir 30% í nokkrum
könnunum ekki löngu síðar,
svo Samtök um kvennalista,
Borgaraflokk Alberts Guð-
mundssonar, Þjóðvaka og frá
seinustu kjörtímabilum t.d.
Flokk fólksins. Allar þessar
fylgisbólur kölluðu á mikið
umtal og spár um að flest væri
nú á hverfandi hveli í stjórn-
málum. En í öllum þessum til-
vikum, sem nefnd voru af
handahófi, og mörgum fleirum
varð lítið úr þegar til kastanna
kom og varanleg áhrif af upp-
sveiflu einstakra flokka eða
framboða léttvæg.
Af þessum ástæðum er sjálf-
sagt að leggja ekki mikið upp
úr könnun MMR
sem birt var í gær.
Þar var reyndar
enginn hástökkv-
ari sem skar sig úr
og virðist sú grein
hafa verið sett til
hliðar um hríð og
einungis keppt í því hvaða
flokkur gæti orðið hæstur í
lágstökki.
Sjálfstæðisflokkurinn
mældist þannig með 19,8%
fylgi sem einhvern tíma hefði
þótt saga til næsta bæjar og
jafnvel til bæjarins utan við
hann.
Hinn burðarflokkur ís-
lenskra stjórnmála, Fram-
sóknarflokkurinn, mældist að-
eins með 8,8% fylgi og bætir þó
við sig einu prósentustigi frá
síðustu mælingu, sennilega
eftir að hann tók afgerandi af-
stöðu í orkupakkamálinu.
Stuðningur við ríkisstjórn-
ina minnkar mikið á milli
kannana eða um 5,3 prósentu-
stig og minnkar stuðningurinn
þannig um 16%. Það er eft-
irtektarvert því ekki verður
séð að ríkisstjórnin hafi feng-
ist við erfið mál fram að þessu
og eins fer fjarri að stjórn-
arandstaðan birtist þjóðinni
sem heildstæður og sannfær-
andi kostur.
Óneitanlega hefur
jöfnuður í fylgi
flokka aukist mjög
ef marka má þessa
könnun}
Enginn sker sig úr
H
eilsugæslan ætti að vera fyrsti
viðkomustaður allra í heil-
brigðiskerfinu. Til þess að
heilsugæslan geti staðið undir
því hlutverki þarf að efla hana
og styrkja, en sú styrking er eitt meginmark-
miða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í
heilbrigðismálum.
Nú þegar hafa verið stigin mikilvæg skref í
þá átt að efla heilsugæsluna, á því tæpa ári
sem liðið er síðan ríkisstjórnin tók við. Í maí
síðastliðnum kynnti ég ákvörðun mína um
stofnun Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar
á landsvísu. Þróunarmiðstöðin mun leiða fag-
lega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í land-
inu og markmiðið með stofnun hennar er
meðal annars að jafna aðgengi landsmanna
að þessari mikilvægu grunnþjónustu hvar
sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýj-
ungum. Einnig að annast innleiðingu gæðavísa, leiða
samstarf á sviði rannsókna og stuðla að því að sérhæfð
þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist
sem best.
Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verður heilsugæsl-
an styrkt umtalsvert, til þess að efla hana sem fyrsta
viðkomustað sjúklinga, efla teymisvinnu innan hennar
og auka forvarnir og fræðslu til sjúklinga. Geðheilbrigð-
isþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður
einnig efld til muna með 650 milljóna króna framlagi
samkvæmt fjárlögum ársins 2019, til að fjölga geð-
heilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræð-
inga í samræmi við geðheilbrigðisáætlun al-
þingis.
Í byrjun október tók ég þá ákvörðun að
fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum
við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um
fimm. Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í
heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar
er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum
mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórn-
valda um eflingu heilsugæslunnar og aukið
hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins.
Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræð-
inga í heimilislækningum fremur hár og stór
hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu ár-
um. Fjölgun sérnámsstaða í heimilislækn-
ingum er því mikilvægt skref.
Eins og með aðra þætti heilbrigðiskerfisins
er það svo að breytingar innan heilsugæslunnar hafa
áhrif á heilbrigðiskerfið allt. Efling og styrking þjónustu
heilsugæslunnar hefur jákvæð áhrif á bráðamóttökur
spítalanna, sem glíma alltof oft mið of mikið álag, léttir á
geðdeildum spítalanna og álagi á sjúkrahúsum landsins
almennt. Með eflingu heilsugæslunnar næst það mikil-
væga markmið að einstaklingar fái notið þjónustu á
réttu þjónustustigi innan heilbrigðiskerfisins. Þannig er
tryggt að öryggi og gæði þjónustunnar samrýmist bestu
fagþekkingu, og þannig viljum við hafa það.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Öflugur fyrsti viðkomustaður
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skráð atvinnuleysi meðallandsmanna var 2,4% í ný-liðnum mánuði og jókst lít-ið eitt á milli mánaða.
Þetta er hins vegar töluvert meira
atvinnuleysi í októbermánuði en í
sama mánuði fyrir ári og fjölgaði
um 769 manns á atvinnuleysisskrá
frá október 2017, þegar atvinnu-
leysið mældist 1,9%. Atvinnuleysið
nú er svipað og á fyrstu mánuðum
ársins.
Athygli vakti þegar Samtök at-
vinnulífsins birtu nýverið niður-
stöður könnunar meðal aðildarfyr-
irtækja sem leiðir í ljós að upp-
sagnir hafa verið miklar undan-
farna mánuði og sú þróun muni
halda áfram næstu mánuði. Mögu-
lega birtast afleiðingar þessara
uppsagna að einhverju leyti í þess-
um nýju tölum Vinnumálastofnunar
um skráð atvinnuleysi. Fram kem-
ur í yfirliti Vinnumálastofnunar
sem birt var í gær að gera má ráð
fyrir að atvinnuleysi muni aukast í
takt við árstíðasveiflu í nóvember
og verða á bilinu 2,3% til 2,6%.
Alls höfðu 943 verið án atvinnu
í meira en 12 mánuði í lok október
en þeir voru 836 í októberlok í
fyrra. Atvinnuleysið hér á landi er
með því minnsta meðal OECD-
ríkjanna að því er sjá má af yfirliti
sem OECD birti í gær. Þær tölur
ná til loka september og eru upp-
lýsingar um Ísland byggðar á könn-
un Hagstofunnar. Samkvæmt þeim
mælist eingöngu minna atvinnuleysi
en hér á landi í tveimur af 36 lönd-
um innan OECD þ.e. í Tékklandi
og Japan. Að meðaltali eru 5,2%
fólks á vinnumarkaði í OECD-
löndum án atvinnu og atvinnuleysið
mælist 6,7% í löndum Evrópusam-
bandsins.
Mikil fjölgun starfsmanna
starfsmannaleiga milli mánaða
Athyglisverð þróun virðist eiga
sér stað meðal útlendinga á vinnu-
markaði hér á landi skv. yfirliti
Vinnumálastofnunar frá í gær.
Stofnunin hefur t.a.m. veitt fleiri at-
vinnuleyfi það sem af er þessu ári
en allt árið í fyrra eða alls 1.769
það sem af er ári. Flestir sem
fengu útgefið atvinnuleyfi í seinasta
mánuði fengu það til að starfa á
veitingahúsum og næstflestir við
umönnun.
Aftur á móti fækkar þeim
starfsmönnum sem hér eru á veg-
um erlendra fyrirtækja. ,,Fjöldi
starfsmanna á vegum erlendra fyr-
irtækja var samtals 212 í október
og hefur þeim fækkað um 50 frá því
í síðasta mánuði. Verði sambærileg
þróun áfram út árið má reikna með
að útsendir starfsmenn á árinu
2018 verði um 35% færri en allt ár-
ið 2017,“ segir í skýrslu Vinnu-
málastofnunar.
Nýliðinn mánuður var svo á
hinn bóginn fjölmennasti mánuður
yfirstandandi árs hvað varðar fjölda
starfsmanna sem eru á vegum
starfsmannaleiga. Þeir voru 1.631 í
seinasta mánuði og fjölgaði um alls
215 á milli mánaða. ,,Það sem af er
ári hafa ekki fleiri starfsmenn á
vegum starfsmannaleiga starfað á
innlendum vinnumarkaði í einum
mánuði en í október síðastliðnum,“
segir í skýrslu Vinnumálastofnunar.
Fleiri eru á atvinnu-
leysisskrá en í fyrra
Skráð atvinnuleysi frá okt. 2016 til okt. 2018
3,5%
3,0%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0%
Heimild: Vinnumálastofnun
2016 2017 2018
okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.
2,42,32,32,22,12,2
2,32,42,42,42,22,1
1,91,81,91,81,81,9
2,1
2,4
2,93,0
2,3
2,1
2,0
Við störf Atvinnulausum fjölgaði í
flestum starfsgreinum í október.
Morgunblaðið/Eggert
Hundruð manna í atvinnuleit
eru á starfsþjálfunarsamn-
ingum hjá fyrirtækjum. Enginn
vafi leikur á mikilvægi þessa
þrátt fyrir efasemdir í um-
ræðunni að mati Vinnumála-
stofnunar. „Nýjustu árangurs-
mælingar Vinnumálastofnunar
sýna að 77% þeirra atvinnuleit-
enda sem ljúka starfsþjálfunar-
samningi eru ekki lengur í at-
vinnuleit þremur mánuðum
eftir að starfsþjálfunarsamningi
lýkur. Ef litið er til sex mánaða
verður hlutfallið 73% sem sýnir
svart á hvítu hve árangurinn er
góður og úrræðið mikilvægt í
því verkefni að skapa tækifæri
fyrir langtímaatvinnulausa á
vinnumarkaði á ný.“
Skilar góðum
árangri
STARFSÞJÁLFUN