Morgunblaðið - 14.11.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Mér finnst þetta í raun vera ákall til
borgarinnar. Það er hins vegar ekki
brugðist við því, gefið í skyn að þetta
sé villandi og ég fæ ekki betur séð en
að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til erindis
Björns Traustasonar, framkvæmda-
stjóra leigufélagsins Bjargs, til borg-
arstjóra, dagsetts 22. júní síðastlið-
inn. Þar óskar Bjarg eftir endur-
ákvörðun byggingarréttargjalds
vegna verkefna félagsins og að end-
urákvörðun gildi einnig fyrir áður
úthlutuð verkefni. Markmið félags-
ins er að veita leigutökum, sem eru
undir tekju- og eignamörkum þeim
sem skilgreind eru í lögum um al-
mennar íbúðir, aðgengi að öruggu
húsnæði þar sem greiðslubyrði leigu
verði að jafnaði ekki hærri en sem
nemur 25% af heildartekjum.
„Það er mikil áskorun að ná þessu
markmiði í Reykjavík fyrir þá lægst
launuðu. Þar vegur hátt byggingar-
réttargjald þungt,“ segir í erindi
Bjargs, en Reykjavíkurborg lagði
upp með að Bjarg greiddi jafnaðar-
verð 45.000 á fermetra fyrir bygg-
ingarrétt. „Samkvæmt áætlunum
Bjargs hækkar byggingarréttar-
gjald 45.000 á fermetra leigu með-
alíbúðar um ca. 20.000 á mánuði,“
segir þar, en „[b]estum árangri væri
náð með því að fella gjaldið alveg
niður“ að mati Bjargs íbúðafélags.
Eyþór segir ljóst að umrætt gjald
leggst þungt á alla hlutaðeigendur,
leigjendur, kaupendur og þá sem
standa að framkvæmdum. „Þetta
gjald er svo hátt að það er erfitt fyrir
félög á borð við Bjarg að afhenda
íbúðir á viðráðanlegu verði.“
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, segir meiri-
hlutann í Reykjavík ekki hafa í
hyggju að fella gjaldið niður á næst-
unni. „Það er borgun fyrir innviða-
uppbyggingu í borginni,“ segir hún.
Þá sagðist Þórdís Lóa Þórhalls-
dóttir, oddviti Viðreisnar, ekki geta
gefið upp afstöðu sína til bygging-
arréttargjaldsins þar sem hún væri
stödd erlendis á vegum Reykjavík-
urborgar.
Líf Magneudóttir hjá Vinstri
grænum telur eðlilegt að greitt sé
fyrir lóðir í borginni og að það sé
samið um byggingarréttargjald og
innviðagjald líkt og hafi verið gert á
mikilvægum uppbyggingarreitum.
„Fjárfesting í innviðum þarf að
standa undir sér og tekjur af bygg-
ingarréttargjaldi og gatnagerðar-
gjaldi eru hluti af því. Gjaldtaka á
þessu sviði eins og annars staðar
þarf hins vegar að vera gagnsæ og
sanngjörn og það kemur vel til
greina í mínum huga að breyta fyr-
irkomulagi gjaldtöku þannig að t.d.
óhagnaðardrifin leigufélög eða íbúð-
arfélög fái afslátt eða niðurfellingu
að uppfylltum skilyrðum um að verði
sé haldið í lágmarki, hvort sem það
er til kaups eða leigu. Það hefur aldr-
ei verið stefna Vinstri grænna að búa
til misskiptingu í samfélaginu eða á
húsnæðismarkaði og í því ljósi finnst
mér rétt að skoða alla gjaldtöku,“
segir Líf.
Byggingarréttargjald þungur baggi
Framkvæmdastjóri leigufélagsins Bjargs segir byggingarréttargjald skila sér inn í hærra leiguverð
og vill það burt Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir gjaldið íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigendur
Morgunblaðið/Ómar
Nýbygging Framkvæmdir í Reykja-
vík hafa mjög verið til umræðu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta
tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og
lagningu nýs Suðurlandsvegar á
milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð
fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361
milljón kr. sem er 111 milljónum kr.
yfir áætlun Vegagerðarinnar. Til-
boðið var tæplega 9% yfir áætlun.
Þessi fyrsti áfangi í breikkun Suð-
urlandsvegar er um 2,5 kílómetra
langur. Hefst hann austan við
Hveragerði, liggur um Varmá,
framhjá Íshestum og Ölfusborgum
og aðeins austur fyrir Hvammsveg
vestari. Gera þarf gatnamót við
Vallaveg og Ölfusborgaveg og nýja
hliðarvegi sem tengjast vegamótun-
um og tengja bæi á leiðinni. Einnig
þarf að breikka brú yfir Varmá og
gera undirgöng til móts við Íshesta
fyrir gangandi og ríðandi umferð.
Vegurinn verður í upphafi með
þremur akreinum, svokallaður 2 + 1
vegur, en þó þannig að hægt verði að
hafa hann tvöfaldan í báðar áttir í
framtíðinni, án þess að grafa allt upp
aftur.
Fullfrágenginn næsta haust
Framkvæmdatími er stuttur því
gert er ráð fyrir að veginum verði að
fullu lokið 15. september næsta
haust.
Fjögur af helstu verktakafyrir-
tækjum landsins sendu inn tilboð í
verkið og voru tilboðin á bilinu tæpir
1,4 til rúmlega 1,6 milljarðar kr. Ís-
tak átti næstlægsta tilboðið, 1.561
milljón kr.
Vegagerðin fer nú yfir tilboðin og
gefur að því loknu út hvaða tilboði
verði tekið. Samkvæmt upplýsingum
frá G. Pétri Matthíassyni, upplýs-
ingafulltrúa Vegagerðarinnar, telur
stofnunin að tilboðin séu frekar há
en sú þróun hafi verið í gangi undan-
farin misseri. Vegagerðin sé hins
vegar ánægð með að fá fjögur tilboð í
flókið verk þar sem verktíminn sé
einnig tiltölulega stuttur.
ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar
Tölvuteikning/Mannvit
Suðurlandsvegur Hér sést kaflinn, með nýjum vegi. Reiðhöll og hótel Íshesta sjást í forgrunni.
2+1 vegur austan Hveragerðis á að
vera tilbúinn eftir aðeins 10 mánuði
Helgi Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Hægt verður á ýmsum framkvæmd-
um á næsta ári, samkvæmt breyting-
artillögum sem meirihluti fjárlaga-
nefndar leggur til fyrir aðra umræðu
um fjárlagafrumvarp næsta árs. Það
á m.a. við um framkvæmdir við
Landspítala, Alþingishúsið og
stjórnarráðið. Þá verða framlög til
málefna öryrkja lækkuð um 1,1
milljarð frá því sem áformað var í
frumvarpinu, úr 4 milljörðum í 2,9
milljarða kr., og færist þess í stað yf-
ir á árið 2020.
„Verðbólgan lætur aðeins á sér
kræla, hagvöxtur er aðeins minni en
gert er ráð fyrir og einkaneysla er að
dragast saman. Þetta hefur allt áhrif
á stærðir í frumvarpinu,“ segir Will-
um Þór Þórsson, formaður fjárlaga-
nefndar. Það leiðir til þess að launa-
og verðlagsbætur hækka og því þurfi
að mæta. Nefndin lauk umfjöllun um
frumvarpið í gær og meirihlutinn og
minnihlutaflokkarnir leggja fram
breytingartillögur á morgun, þegar
önnur umræða hefst í þinginu.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar og 2.
varaformaður fjárlaganefndar, segir
það fordæmalaust að meirihluti fjár-
laganefndar leggi til lækkun fram-
laga til öryrkja á milli umræðna.
Þeir 4 milljarðar sem áttu að bætast
við málaflokkinn hafi ekki verið stór
fjárhæð, myndi til dæmis aðeins
duga fyrir þriðjungi af þeim útgjöld-
um sem afnám skerðingar krónu á
móti krónu hefði í för með sér.
Blaut tuska í andlitið
Ágúst nefnir einnig að meirihlut-
inn lækki húsnæðisstuðning um 100
milljónir. Það sé eins og köld tuska í
andlit verkalýðshreyfingarinnar sem
hafi sagt að húsnæðismálin séu eitt
helsta baráttumál hennar í komandi
kjaraviðræðum. Hjúkrunarheimilin
fái aðeins um fimmtung af þeim við-
bótarframlögum sem þau þurfi til
reksturs.
Willum Þór segir að starfshópur
sé að vinna að útfærslu tillagna um
nýtingu viðbótarfjármagns til mál-
efna öryrkja. Segir hann ljóst að
ekki verði hægt að nýta alla fjárhæð-
ina á næsta ári og því frestist hluti
hennar fram á árið 2020.
Hluta hækkunar
til öryrkja frestað
Fjárlagafrumvarpið til þingsins
Huginn VE 55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í
gær, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Pól-
landi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og
fjölveiðiskip. Skipið var smíðað árið 2001 í Chile en var
nú lengt um 7,2 metra. Með því stækkar lestarrými um
600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að
sjókæla aflann og landa honum ferskum en ekki fryst-
um. Með því aukast valmöguleikar útgerðarinnar.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Huginn VE til heimahafnar