Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Jekaterina er óskaplegaheilluð af þessari hunda-tegund, yorkshire terrier,og hana hafði lengi dreymt um að eignast slíkan stórmeistara. Hún greip því tækifærið þegar okkur bauðst eins árs hvolpur frá Lettlandi fyrir þremur árum úr stórri hundaræktun í Riga, sem kallast Rigair. Við keyptum hvolp- inn og fluttum hann inn og sjáum ekki eftir því,“ segir German Khlopin, tónlistarkennari í Reykjanesbæ, en umræddur hund- ur, Rigair Harry Poter, er í eigu konu hans, Jekaterinu Filipovu hundaræktanda og hundaþjálfara, en hann er fyrsti yorkshire terrier hundurinn á Íslandi sem hefur landað fimm meistaratitlum í röð á Norðurlöndunum, einum í hverju landi, Svíðjóð, Finnlandi, Noregi og Dannmörku, sem og Ís- landi. Og auk þess landaði hann Norðurlanda-meistaratitli (Absolut Scandinavian Champion). „Þetta var mjög sætur sigur, því samfélag þeirra sem rækta og keppa með yorkshire terrier hunda hér á Íslandi er lítið sam- félag. Við erum fulltrúar Íslands, sem er líka lítið land og erum stolt af því að eiga þennan ís- lenska meistara. Þetta Norður- landaævintýri byrjaði á því að vin- kona okkar sem býr í Svíþjóð og er hundaræktandi, hún stakk upp á að við kæmum út með Harry Poter til að keppa síðast liðið sumar, og við slógum til. Þetta var mikil pappírsvinna og vesen í kringum þetta, allskonar leyfi og reglur sem þurfti að uppfylla. En hann gerði sér lítið fyrir og rúllaði þessu upp, vann meistaratitil í hverju landinu á fætur öðru, en þar voru allt upp í 25 hundar sem kepptu í einu, þannig að sam- keppnin var hörð. Dómarinn í Finnlandi gaf Harry Poter háar tölur og sagðist sjaldan hafa séð svona háklassa yorkshire terrier,“ segir German og bætir við að þá hafi Harry Poter þegar verið bú- inn að landa nokkrum titlum heima á Íslandi. „Hann var Íslandsmeistari 2017, Reykjavíkurmeistari 2016 og 2017 og C.I.B eða International Champion.“ Vilja styttri tíma í sóttkví German segir sjaldgæft að fólki fari með hunda héðan frá Íslandi til að keppa í útlöndum. „Vegna þess að það er svo dýrt að setja hundinn aftur í mán- aðar langa einangrun eftir að hann snýr heim, það kostar 225 þúsund. Þetta gerir það að verk- um að við sem eigum góða keppn- ishunda erum föst hér með hundana okkar og getum sjaldan leyft þeim að keppa í öðrum lönd- um. Við Jekaterina, rétt eins og aðrir hundaræktendur á Íslandi, óskum þess heitt að reglum verði breytt þannig að hundar þurfi ekki að vera í heilan mánuð í sóttkví eftir að þeir hafa farið út úr landi til að keppa. Það væri frábært ef það væri stytt niður í tíu daga eða hálfan mánuð. Það gæfi fólki fleiri tækifæri til að ferðast með hunda sína til annarra landa og fara með þá á sýningar. Þessu hefur verið breytt í öðrum löndum, til dæmis í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, þar hefur þessi tími hunda í sóttkví verið styttur. Hundarnir eru fólki mikils virði, nánast eins og börnin þeirra, og það er erfitt að vita af þeim í þessari einangrun í svona langan tíma. Þetta er líka erfitt fyrir sálarlíf hundanna.“ Hví er Poter með einu téi? German segir að Jekaterina sé með mikla reynslu sem hunda- þjálfari og sýnandi, bæði hér á Ís- landi og frá því hún bjó í Eist- landi. „Jekaterina hefur lagt mikla vinnu í þennan hund, hann Harry Poter. Það er gríðarleg áhersla á feldinn í keppnum og því krefst umhirða feldsins mikillar natni. Hundurinn þarf líka að hreyfa sig fallega um sýningarsvæðið og það krefst þrotlausrar þjálfunar. Hann þarf að vera rólegur og hlýðinn á sýningum og hann er dæmdur út frá persónuleika og útgeislun. Hann má til dæmis ekki vera hræddur við að vera í stórum sal með mörgum hundum af ýmsums tegundum. Byggingin skiptir auð- vitað líka máli, hann þarf að vera fallegur og langur.“ German segir ástæðuna fyrir því að hundurinn heiti Harry Poter, með einu téi, ólíkt því sem er hjá galdrastráknum Harry Potter, með tveimur téum; vera þá að annar hundur í Evrópu heiti Potter. „Okkar Harry Poter er sann- arlega töfrahundur, hann er lítill og fallegur, allir elska hann. Hann er svo ljúfur og góður, eins og lítil dúkka.“ German og Jekaterina búa í Reykjanesbæ og una hag sínum vel, eru bæði komin með íslenskan ríkisborgararétt og líta á sig sem Íslendinga. „Hér eigum við heima og ég er ánægður í starfi mínu sem kennari við tónlistarskólann og Jekaterinu gengur vel í hunda- ræktuninni sem við köllum Ice- land Forever, en þar er áhersla á hreinræktun á yorkshire terrier hundum. Við hlökkum til að keppa fyrir Íslands hönd með fleiri hunda í framtíðinni.“ Harry Poter kom, sá og sigraði Harry Poter er fyrsti ís- lenski norðurlandameist- arinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meist- aratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin. Sigursæll Hann er sannarlega sætur og feldfagur. Jekaterina Filipova með Harry Poter á verðlaunapalli sem Reykjavíkurmeistari 2017 á Íslandi. Skjalfest Auðvitað verða titlar að vera skjalfestir og stimplaðir. Hér er Norðurlandameistaraskjalið. Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker sér væntanlega ekki eftir því að hafa hætt í starfi sínu sem gjaldkeri í banka fyrir um 20 árum og snúið sér að leirlist, því honum hefur gengið fjarska vel með vörur sínar. Í dag fást leirmunir Bjarna víðsvegar um heim- inn, m.a í hinni þekktu dönsku versl- un, Illums Bolighus í Danmörku. Bjarni er harður á því að handgera alla muni. „Það eru margir sem fara út í það að láta fjöldaframleiða fyrir sig en mér finnst að hlutirnir deyi með því,“ segir Bjarni sem ætlar að halda sinn árlega jólamarkað um næstu helgi, en þá býður hann fólki að koma heim til hans á vinnustofuna í Hrauntungu 20 í Hafnarfirði. Á markaðnum verða einungis ný verk sem Bjarni hefur unnið síðustu mán- uðina. Hann ætlar að gefa afslátt af öllum verkum þá þrjá daga sem jóla- markaðurinn stendur. Bjarni hvetur fólk til að taka með sér gesti og hann ætlar að bjóða upp á léttar veitingar. Jólamarkaðurinn verður föstudag 23. nóv. milli kl. 16 og 21 en laugar- dag 24. nóv og sunnudag 25. nóv. frá kl. 11–18 báða dagana. Allir velkomn- ir. Bjarni keramiker Bjarni býður fólki heim til sín á vinnustofuna á jólamarkað Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Hann tekur ekki annað í mál en handgera allar vörur sínar. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.