Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell ICQC 2018-20 Grímur Hákonarson filmaðisig inn í hug og hjörtuáhorfenda um allan heimmeð Hrútum sem kom út árið 2015. Um nokkurra ára skeið hefur hann unnið að heimildar- myndinni Litlu Moskvu, sem nú er komin í kvikmyndahús. Myndin fjallar um Neskaupstað, bæ sem hefur stundum verið kall- aður Litla Moskva. Í 52 ár voru fé- lagshyggjuöfl við völd í bænum frá árinu 1946 til 1998 en það var ekki fyrr en Neskaupstaður sameinaðist Reyðarfirði og Eskifirði til að mynda Fjarðabyggð sem breyting varð á. Myndin reynir að komst að því af hverju sósíalismi var svo mið- lægur í bæjarfélaginu sem var til dæmis ekki raunin í nærliggjandi fjörðum, né nokkurs staðar annars staðar á landinu. Í myndinni birtist fjölbreytt per- sónugalleríi og viðtöl eru tekin við ýmiss konar fólk úr bænum. Grímur leyfir okkur að dvelja með þessu fólki þannig að áhorfendur kynnast þeim vel. Viðmælendur eru alls ekki alltaf sammála og hér birtast marg- ar mismunandi skoðanir á pólitík og hefur fólk ólíkar væntingar til bæj- arins. Þetta er til fyrirmyndar því það er mjög ákjósanlegt, sér- staklega í myndum sem fjalla um pólitík, að þar birtist mörg mismun- andi sjónarmið. Einn viðmælandi, Stella Steinþórsdóttir, skilgreinir sig sem „helbláa íhaldskerlingu“. Annar bæjarbúi, sem er iðulega kallaður Gvendur Stalín, er al- gjörlega á öndverðum meiði. Þótt myndin fjalli um pólitík er hún aldr- ei predikandi, þetta er fyrst og fremst spegill samfélags og fólks. Engum skoðunum er beinlínis hampað umfram aðrar, allir fá rými til að koma sínu til skila. Litla Moskva rannsakar hvers konar sósíalismi var við lýði í Nes- kaupstað. Þetta var fyrst og fremst verkalýðssósíalismi af gamla skól- anum, þar sem bærinn átti að sjá til þess að allir í bænum fengju launaða vinnu. Síldarvinnslan, stærsti vinnu- staðar bæjarins, var óvenjulegt fyr- irtæki sem var að hluta til rekið eins og velferðarstofnun. Allir fengu vinnu í síldinni. Þeir sem gátu lítið unnið fengu samt vinnu og greitt á við aðra. Ef fólk þurfti fyrirfram- greiðslu var hún veitt og sú greiðsla var innheimt ýmist seint eða aldrei, ef menn voru illa í stakk búnir til að standa straum af henni. Þessi saga er afar áhugaverð og gaman að læra um þessar sérstöku velferðarsíld- arvinnslu. Í seinni hluta myndar er fjallað um umdeild mál sem standa okkur nær í tíma, líkt og álverið á Reyðar- firði og Norðfjarðargöngin. Þegar er myndin er tekin upp er verið að vinna að göngunum og reglulega eru sýnd myndskeið þaðan. Þetta verð- ur að frásagnarlegu leiðarstefi sem rímar við vangaveltur um framtíð bæjarins, göngin eru táknræn fyrir tengingu Neskaupstaðar við um- heiminn. Það eru mjög falleg náttúruskot í myndinni, enda er Norðfjörður sem Neskaupstaður liggur við með ein- dæmum fallegt bæjarstæði. Þá kýs Grímur einnig að dvelja við fyrir- bæri inni á heimilum viðmælenda og víðar, svo úr verða nokkurs konar kyrralífsmyndir. Inni á milli birtast skemmtileg gömul myndskeið sem sýna lífið í bænum fyrr á tímum, þar sem fólk sinnir landbúnaðar- og fiskvinnslustörfum og undir hljóma skemmtilegar útsetningar á rúss- neskum baráttusöngvum. Þessi brot eru líkt og myndræn vísun í sovét- skar kvikmyndir sem varpa fram rómantískri mynd af hinum hreina og tæra verkalýð. Myndgæðum er stundum ábóta- vant, sem er ekki endilega óeðlilegt, t.d. þegar verið er að skjóta inni á heimili fólks þar sem getur verið erfitt að stjórna lýsingu og þvíum- líku. Þetta verður nokkuð áberandi þegar myndin er á stóru tjaldi í bíói. Það er merkilegt að á Íslandi tíðkast enn að ástunda kommúnisma í hálfgerðu djóki. Í Neskaupstað eru t.d. haldin svokölluð kommablót á hverju ári, þar sem allt er skreytt með rauðum fánum og fólk syngur verkalýðssöngva. Fólk gerir þetta til gamans, án þess að vera neitt sérstaklega miklir kommúnistar. Það stendur hins vegar til að mynd- in fari í alþjóðlega dreifingu og það er spurning hvernig erlendir áhorf- endur túlki þetta, hvort að það sé hægt að miðla þessum séríslenska hobbíkommúnisma almennilega. Það getur hugsast að þjóðir sem hafa átt í flóknara sambandi við kommúnismann líti þetta öðrum augum. Litla Moskva er virkilega vel gerð heimildarmynd. Söguþráðurinn er þéttur, persónurnar eru fjölbreyttar og áhugaverðar og myndatakan er fín. Myndin er rétt tæpur klukku- tími og hefði alveg mátt vera lengri og kafa dýpra í þennan ríkulega efnivið. Kommar og helbláar íhaldskerlingar Bíó Paradís Litla Moskva bbbbn Leikstjórn og handrit: Grímur Há- konarson. Myndataka: Margrét Seema Takyar og Tómas Tómasson. Klipping: Janus Bragi Jakobsson. Tónlist: Valgeir Sigurðsson. 56 mín. Ísland, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Blá Stella Steinþórs- dóttir í Litlu Moskvu. Hún segist vera „hel- blá íhaldskerling“. Myndlistakonan Sossa hlaut menn- ingarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, fyrir árið 2018. Verðlaunin eru veitt fólki sem stutt hefur vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og annað sinn sem Súlan var afhent. Verð- launagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabet Ásberg. Sossa Björnsdóttir er fædd 9. febrúar árið 1954 og uppalin í Keflavík. Hún lærði myndlist í Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands, fór til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og lauk meistara- gráðu við listaháskóla í Boston árið 1993. Hún hefur í áraraðir unnið við list sína og haldið sýningar víða um lönd. Sossa hefur lengi verið öflug í menningarlífi Reykjanes- bæjar og leyft bæjarbúum að njóta verka sinna með margvíslegum hætti. Sossa hlaut menningarverðlaunin Verðlaun Kjartan Már Kjartansson bæj- arstjóri afhenti Sossu Súluna. Á Akureyri hefur verið stofnaður nýr listsjóður, Verðandi, sem fékk fimm milljónir króna til úthlutunar. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menn- ingarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Listsjóðurinn á að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá aðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða, stuðla að fjölbreyti- leika í listviðburðum í húsakynn- unum og nýta möguleikana þar. Samkomulagið undirrituðu Ást- hildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórleifur Stefán Björns- son, formaður stjórnar Menningar- félagsins Hofs, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. Hægt er að sækja um styrki úr Verðanda á heimasíðu Menningarfélagsins Hofs, www.mak.is/is/verdandi Verðandi styrkir viðburði á Akureyri Undirritun Þórleifur Stefán Björnsson, Ásthildur Sturludóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fagna samningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.