Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2018 Reynisdrangar Ferðalangur býr sig undir að taka ljósmynd af Reynisdröngum, allt að 66 metra háum klettadröngum sem mynduðust í eldsumbrotum úti í sjó sunnan við Reynisfjall í Mýrdal. Eggert Nú liggur fyrir Al- þingi frumvarp til breytinga á lögum um umboðsmann barna. Þar er gert ráð fyrir að lögfesta það sem kallað er þing um málefni barna – barnaþing – sem halda skal annað hvert ár. Umboðs- manni barna er ætlað skipuleggja þingið og leggja í upp- hafi þess fram skýrslu um stöðu barna í íslensku samfélagi. Á þinginu verður jafnframt farið yfir stöðu innleiðingar Barnasáttmál- ans hér á landi. Til þingsins skal bjóða fjölbreyttum hópi barna, al- þingismönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að mál- efnum barna. Ráðgert er að fyrsta barnaþing- ið af þessu tagi verði haldið í kringum alþjóðadag barna að ári sem er vel við hæfi enda verða þá liðin 30 ár frá því að Barnasátt- málinn var samþykktur á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn var síðan fullgiltur hér á landi nokkrum árum síðar og loks lög- festur árið 2013. Barnaþing sækir fyrirmynd sína að nokkru til jafnrétt- isþings og er gert ráð fyrir að á þinginu verði börn í lykilhlut- verki en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að gert sé ráð fyrir virkri þátttöku barna í skipulagningu þingsins og fram- kvæmd þess og að börn verði jafnframt meðal gesta og mælenda þingsins. Í 12. gr. Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna er lögð áhersla á virka þátttöku barna í ákvarð- anatöku um öll mál sem þau varð- ar og að tillit sé tekið til skoðana þeirra. Barnaþingið er nýstárlegur vettvangur fyrir þátttöku barna þar sem farið verður yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þar mun eiga sér stað samræða við börn um málefni sem snerta þau. Nið- urstöður þingsins og tillögur til úrbóta verða síðan kynntar rík- isstjórn, hlutaðeigandi ráðherrum og öðrum sem vinna með börnum og að málefnum þeirra. Embætti umboðsmanns barna hefur þegar hafið undirbúning að barnaþinginu og vonast til að eiga víðtækt samstarf um skipulagn- ingu og framkvæmd þess. Ráðgert er að barnaþingið að ári verði haldið í Reykjavík en jafnframt verði allir sem vinna með börnum hvattir til að huga að málefnum þeirra og leiðum til að virkja þau til þátttöku. Þannig má hugsa sér að skólar landsins, frístundaheim- ili, leikskólar og sveitarfélög haldi samskonar þing á sama tíma. Með þeim hætti væru börn virkjuð til lýðræðislegrar þátttöku í sam- félaginu í anda Barnasáttmálans og aðalnámskrár grunnskóla. Fjölmargir skólar um land allt hafa á síðustu árum unnið með margvíslegum hætti að því að auka þátttöku barna í skólastarf- inu. Umboðsmaður barna hefur á þessu ári verið í samstarfi við tvo skóla í Reykjavík þar sem til- raunir hafa verið gerðar með barnaþing, í samvinnu við UNI- CEF á Íslandi. Síðastliðið vor hélt Landakotsskóli þing meðal nem- enda 5. og 7. bekkjar þar sem rædd voru málefni sem tengjast námsaðferðum og viðhorfum barna til skólans. Áður en þingið var haldið fengu nemendur fræðslu um hlutverk umboðs- manns barna, réttindi barna og Barnasáttmálann. Síðan sáu ung- menni úr ráðgjafarhópi umboð- manns barna um að þjálfa elstu nemendur í fundarstjórn en eldri nemendur höfðu það hlutverk að stýra umræðum í anda þjóðfundar hjá yngri nemendum. Landakots- skóli ætlar að endurtaka leikinn í dag á alþjóðadegi barna, 20. nóv- ember. Sams konar fyrirkomulag hefur verið viðhaft í Laugarnes- skóla þar sem 6. bekkur hefur fengið þjálfun í að stýra umræðum yngri nemenda á barnaþingi sem haldið er í dag. Þá er umboðs- manni kunnugt um að í dag verði einnig haldið þing með nemendum í 6. bekk í Þróttar- og Framheim- ilunum sem er samstarfsverkefni fjölmargra í Laugardals-, Háa- leitis- og Bústaðahverfi. Hér er um mikilvægar tilraunir að ræða til að virkja börn til þátttöku og skipulags, auka vitund þeirra um réttindi sín, þjálfa þau í að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og rökræða mál sem á þeim brenna í anda Barnasáttmálans. Það er von umboðsmanns barna að samstarf skapist um barnaþing að ári meðal allra þeirra sem vinna með börnum eða að hags- munum þeirra alls staðar á land- inu. Mikilvægt er að skólar lands- ins og sveitarfélög taki höndum saman um að halda lýðræðisþing í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans og geri það að reglubundnum viðburði í kringum alþjóðadag barna í framtíðinni. Þær tilraunir sem þegar hafa ver- ið nefndar benda ótvírætt til að árangursríkt sé að skipuleggja slík þing í náinni samvinnu við börnin sjálf, bæði hvað varðar fundarefni og framkvæmd. Með því að vinna saman að þessum markmiðum getur barnaþingið orðið raunveruleg hvatning og vettvangur fyrir málefni barna. Með því móti fáum við ómetanlegt tækifæri til að hlusta á skoðanir barna, gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt og stuðl- um að því að upp vaxi kynslóð sem hefur fengið mikilvægan und- irbúning fyrir frekari þátttöku í lýðræðissamfélagi. Eftir Salvöru Nordal »Mikilvægt er að skól- ar landsins og sveit- arfélög taki höndum saman um að halda lýð- ræðisþing í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans og geri það að reglubundn- um viðburði í kringum alþjóðadag barna í framtíðinni. Salvör Nordal Höfundur er umboðsmaður barna. Lýðræðisleg þátttaka barna og barnaþing Alþjóðadagur barna er haldinn hátíðlegur í dag, 20. nóvember og í tilefni þess er um allan heim vakin sér- stök athygli á mál- efnum sem varða stöðu og réttindi barna. Þetta er mik- ilvægur dagur fyrir börn og okkur öll, ekki síst vegna þess að þennan dag fyrir 29 árum var Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna samþykktur. Alþingi Íslendinga samþykkti í tengslum við 25 ára afmæli Barna- sáttmálans að helga 20. nóvember ár hvert fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Á al- þjóðadegi barna minnum við því á þau mikilvægu réttindi sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna veitir öllum börnum um allan heim og hve mik- ilvægt það er að þessi réttindi séu virt og að þeim sé jafnframt fagnað. Það er mik- ilvægt fyrir sam- félagið allt að börn njóti verndar og rétt- inda á öllum tímum og öllum stöðum, á heimilum sínum, í skólanum og hvar annars staðar í sam- félaginu, þannig að þau geti lifað, vaxið, lært og náð að blómstra á eigin forsendum. Þetta eru ekki bara falleg orð heldur fjárfesting til framtíðar, því ham- ingja og velgengni barna er fjár- festing í næstu kynslóð. Við eigum að vera meðvituð um þetta og hafa metnað til að gera sífellt betur til að byggja upp betra samfélag og betri heim fyrir börn. Hér á Íslandi tökum við þessi mál alvarlega og því er þegar haf- in endurskoðun á þjónustu við börn og á réttindum barna, þvert á ráðuneyti með aðkomu allra hlutaðeigandi ráðherra og helstu sérfræðinga, þvert á pólitík með samvinnu allra flokka á þingi og þvert á kerfi og fagþekkingu. Allt er þetta skipulagt á þeim grund- velli að við viljum setja börnin í fyrsta sæti og fjárfesta í þeim og framtíð þeirra. Þarfir barna eru mismunandi, almennar og sértæk- ar og það er til margs að líta. Verkefnið er sannarlega umfangs- mikið en sú samvinna, samstaða og ástríða fyrir því að gera vel sem einkennir vinnu og samskipti í málaflokknum í tengslum við þessi áform fyllir mig eldmóði og bjartsýni um að raunverulegar breytingar í þágu barna verði að veruleika á næstu árum. Til marks um mikilvægi þessa og skýran vilja stjórnvalda um að auka áherslu á málefni barna og ungmenna, verður samkvæmt þingsályktunartillögu sem nú ligg- ur fyrir á Alþingi gerð breyting á embættistitli mínum. Frá 1. jan- úar 2019, sem er þrjátíu ára af- mælisár Barnasáttmálans, verður titill minn félags- og barna- málaráðherra. Nýtt ráðuneyti fé- lagmála mun leiða endurskoðun á þjónustu við börn, móta stefnu Ís- lands til framtíðar og markmið í málefnum barna, tryggja að börn séu í forgangi í allri stefnumótun og tengja betur saman stefnu í málefnum barna og stefnu í efna- hagsmálum. Aukið samstarf allra aðila er lykilþáttur við heildarend- urskoðun núverandi kerfis, þjón- ustunnar og úrræða fyrir börn. Þegar rætt er um samstarf og samvinnu í málefnum barna meg- um við ekki gleyma okkar dýr- mætustu ráðgjöfum; börnunum sjálfum. Barnasáttmálinn kveður skýrt á um að börn skuli ávallt fá að tjá sig um mál sem þau varðar. Við viljum í þessari vinnu að gefa börnum tækifæri til að tjá skoð- anir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélag- inu. Það er spennandi ferðalag fram- undan sem við öll þurfum að taka þátt í. Verkefni sem nær yfir öll kerfi og alla pólitík. Verkefni sem, ef vel tekst til, verður besta fjár- festing sem við sem samfélag höf- um gert. Til hamingju með daginn öll börn í nútíð og framtíð, til ham- ingju allir landsmenn. Eftir Ásmund Einar Daðason » Það er mikilvægt fyrir samfélagið að börn njóti verndar og réttinda í hvívetna og geti lifað, vaxið, lært og blómstrað á eigin forsendum. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er ráðherra barnamála. Til hamingju með alþjóðadag barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.