Morgunblaðið - 21.11.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 274. tölublað 106. árgangur
ÝSAN HEFUR
EKKI NOTIÐ
SANNMÆLIS
ENN ER
BARIST VIÐ
MYRKU ÖFLIN
FÓLK ÞARF
GARDÍNUR
OG DEMANTA
GLÆPIR GRINDELWALDS, 33 NÝ PLATA FRÁ CYBER 30BEST MEÐ HAUS OG SPORÐI 12
Lúxus Bláa lónið opnaði spánýtt 5 stjörnu
hótel við lónið nú í upphafi þessa árs.
Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf.
hefur undirritað samning um kaup
á öllu hlutafé framtakssjóðsins
Horns II í Bláa lóninu. Hlutur
sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega
20% og er metinn í bókum hans á
ríflega 8 milljarða króna. Grímur
Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins,
á langstærsta hlutinn í Kólfi en
fyrirtækið á um 20% hlut í Bláa
lóninu.
Samhliða kaupunum gefst hlut-
höfum Horns II hins vegar tæki-
færi til að ganga inn í kaupin og
hafa þeir frest til loka jan-
úarmánaðar til þess.
Stærstu hluthafar Horns II eru
Lífeyrissjóður verslunarmanna og
Gildi lífeyrissjóður með 18,17%
hlut hvor, Landsbankinn með
7,66% hlut, Söfnunarsjóður lífeyr-
isréttinda með 5,85% og VÍS með
5,38% hlut. »16
Vill kaupa 8 millj-
arða hlut í lóninu
Ódýrari valkostur
» Liðskiptaaðgerð kostar um
eina milljón króna í Riga. Það
er mun ódýrara en í Svíþjóð, að
sögn Guðjóns.
» 100 Íslendingar hafa farið í
megrunaraðgerð þar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Mér fannst fáránlegt að horfa upp á
þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða
upp á þennan valkost. Þetta er frá-
bært sjúkrahús með læknum sem
menntaðir eru í London og víðar á
Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur
Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri
Hei Medical Travel sem býður upp á
heilbrigðisþjónustu í Riga í Lett-
landi.
Fyrirtækið hefur boðið upp á
megrunaraðgerðir sem eitt hundrað
Íslendingar hafa notfært sér síðasta
árið en hyggst nú færa út kvíarnar
og bjóða upp á liðskiptaaðgerðir.
Guðjón Ólafur segir að þjónustan í
Riga sé sambærileg við þá sem
margir hafa sótt sér til Svíþjóðar síð-
ustu ár. Eins og fram hefur komið
annar Landspítalinn ekki spurn eftir
liðskiptaaðgerðum og biðlistar hafa
safnast upp. Hefur verið brugðið á
það ráð að senda fólk til Svíþjóðar í
aðgerðir með tilheyrandi kostnaði
fyrir Sjúkratryggingar Íslands. Seg-
ir Guðjón að mun ódýrara sé að
senda sjúklinga í meðferð til Lett-
lands en Svíþjóðar.
Bjóða aðgerðir í Lettlandi
Íslenskt fyrirtæki býður niðurgreiddar liðskiptaaðgerðir í Riga og segir þær
mun ódýrari en sambærilegar aðgerðir í Svíþjóð 100 manns í megrunaraðgerðir
MHundrað manns í... »4
Morgunblaðið/RAX
Hvalveiðar Íslendingar hafa leyft
veiðar á langreyði undanfarin ár.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Langreyður er ekki lengur flokkuð
sem tegund í hættu (EN) á heims-
lista Alþjóðlegu náttúruverndar-
samtakanna (IUCN). Tegundin er
nú flokkuð sem viðkvæm (VU).
Talið er að fjöldi dýra af tegund-
inni hafi tvöfaldast frá því á sjöunda
áratugnum og eru þau nú talin vera
um 100 þúsund í höfum heimsins. Í
frétt IUCN er banni við veiðum síð-
ustu áratugi þakkað fyrir árang-
urinn í uppbyggingu stofnsins.
Þetta eru talsverð tíðindi, að mati
Gísla Víkingssonar, hvalasérfræð-
ings á Hafrannsóknastofnun. Hann
segir langreyði hafa fjölgað mikið
við Ísland og A-Grænland á síðustu
áratugum. „Válistinn hefur verið
sterkt vopn í höndum þeirra sem
hafa gagnrýnt veiðar Íslendinga á
langreyði. Það hefur verið óspart
notað að við séum að veiða tegund í
útrýmingarhættu. Þessi breytta
flokkun gerir það að verkum að ekki
verður lengur hægt að halda slíku
fram með því að vitna í þennan
heimslista.“ »6
Viðkvæm en ekki í hættu
Flokkun langreyðar breytt á lista náttúruverndarsamtaka
Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin
að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar
voru í gær að setja upp jólaskreytingar í mið-
borginni. Einnig er víða búið að kveikja á jóla-
ljósum við íbúðarhús í hverfum borgarinnar.
Margir fagna jólaljósunum sem vega aðeins upp
á móti skammdeginu sem nú sækir á dag frá
degi. Jólin hafa verið kölluð hátíð ljóssins því
þau ganga í garð eftir að sól fer að hækka á lofti.
Jólabjalla setur svip á Bankastræti
Morgunblaðið/Eggert
Jólaskreytingum fjölgar dag frá degi og minna á hátíð ljóssins
Isavia, sem
annast rekstur
Keflavíkur-
flugvallar, telur
æskilegt að fé-
lagið fái sjálf-
stæða lagaheim-
ild í umferðar-
lögum til að
leggja á og inn-
heimta gjöld eða
sektir af öku-
mönnum þegar reglur eru brotnar
um lagningu eða stöðvun á flug-
stöðvarsvæðinu, þar með talið þeg-
ar lagt er í sérmerkt bílastæði til
dæmis fyrir fatlaða. »18
Isavia vill fá að sekta
fyrir stöðubrot
Flugstöð Sumir
leggja vel, aðrir illa.
Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niður-
stöður starfshóps varðandi samgöngur
á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a.
fjallað um áform um borgarlínu. Sam-
tök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu hafa lagt ríka áherslu á að borg-
arlínan verði á fjármálaáætlun ríkisins
2018-22.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra segir niðurstöðurnar
mikilvægan lið í að ná sameiginlegri
sýn á uppbyggingu samgöngu-
mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir skipulag og
hönnun sam-
göngumiðstöðvar
á BSÍ-reit verða
„eitt af stóru verk-
efnunum á þessu
kjörtímabili“. Mið-
stöðin muni tengja
borgarlínu,
strætókerfið og
rútur og jafnvel deilibíla og rafskutlur.
Sigurður Ingi segir aðspurður að
ríkið hafi tekið jákvætt í að fara í hug-
myndasamkeppni um samgöngumið-
stöð á BSÍ-reit. »2
Borgarlínan meðal
verkefna í pípunum