Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 20.11., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Hólar í Dýrafirði 3 skýjað
Akureyri 4 léttskýjað
Egilsstaðir 5 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 7 skýjað
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló -2 alskýjað
Kaupmannahöfn 4 léttskýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 1 skýjað
Brussel 4 skýjað
Dublin 5 skúrir
Glasgow 6 skúrir
London 3 skúrir
París 2 þoka
Amsterdam 3 skýjað
Hamborg 3 skýjað
Berlín 2 skýjað
Vín 1 súld
Moskva -4 léttskýjað
Algarve 17 skúrir
Madríd 9 rigning
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 14 rigning
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -11 snjókoma
Montreal -7 snjókoma
New York 5 þoka
Chicago 0 skýjað
Orlando 24 rigning
21. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:16 16:12
ÍSAFJÖRÐUR 10:44 15:54
SIGLUFJÖRÐUR 10:28 15:36
DJÚPIVOGUR 9:51 15:36
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Hæg norðaustlæg eða breytileg átt
og skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands
og hiti allt að 6 stigum syðst, en víða léttskýjað
norðantil og frost 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart inn til landsins en víða skýjað við
ströndina og þurrt að kalla. Norðvestlæg átt 5-10 og lítils háttar rigning norðvestantil síðdegis.
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Norðsnjáldra rak á land í Klaufinni í Vest-
mannaeyjum fyrir nokkrum dögum, trúlega á
sunnudag. Snjáldrinn er af tegund svínhvela og
heldur sig yfirleitt á djúpsævi langt frá landi.
Sjaldgæft er að dýr af þessari tegund reki hér á
land. Annar slíkur fannst þó á Snæfellsnesi síð-
asta vetur, en sá fyrsti við Breiðdalsvík 1992.
Í Eyjum var um karldýr að ræða sem var tæp-
lega fimm metrar að lengd, en norðsnjáldrar
geta orðið um 1,5 tonn á þyngd. Sýni hafa verið
tekin úr dýrinu, sem verða rannsökuð á vegum
Hafrannsóknastofnunar. Hausinn hefur verið
fjarlægður af dýrinu og verður sníkjudýr sem
fannst í höfði þess rannsakað sérstaklega. Haus-
inn er fremur lítill og frammjór eins og sjá má af
myndinni. Karldýr svínhvela eru með tvær tenn-
ur, en kýrnar eru tannlausar.
Talið er að fimm tegundir svínhvela sé að
finna í N-Atlantshafi og er norðsnjáldri sá eini
sem hefur fundist við Ísland. Lítið er vitað um út-
breiðslu og fjölda norðsnjáldra. aij@mbl.is
Norðsnjáldri fannst í Vestmannaeyjum síðasta sunnudag
Sjaldgæfur hvalreki í Klaufinni
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum búin að semja við sjúkra-
húsið og það er ekkert því til fyrir-
stöðu að fara að taka á móti sjúk-
lingum,“ segir Guðjón Ólafur
Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri
Hei Medical Travel sem býður upp
á heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsi í
Riga í Lettlandi.
Fyrirtækið hefur um nokkurt
skeið boðið upp á megrunaraðgerðir
sem margir hafa notfært sér en
hyggst nú færa út kvíarnar og bjóða
upp á liðskiptaaðgerðir, tannlækna-
þjónustu og sjónleiðréttingu. Hei er
íslenskt fyrirtæki en byggir á
reynslu norska fyrirtækisins Medi-
cal Travel sem hefur boðið upp á
slíka þjónustu um árabil. Norska
fyrirtækið er meðal eigenda Hei.
Mun ódýrara en í Svíþjóð
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu annar Landspítalinn ekki
eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum
og sjúklingar hafa þurft að bíða
lengi með tilheyrandi óþægindum.
Hafa margir notfært sér þann
möguleika að láta framkvæma að-
gerðir í Svíþjóð en Sjúkratrygging-
ar Íslands greiða kostnað við þær ef
viðkomandi hefur þurft að bíða í
þrjá mánuði eða lengur. Guðjón
Ólafur segir í samtali við Morgun-
blaðið að þessi nýi valkostur í lið-
skiptaaðgerðum sé mun ódýrari en
sá í Svíþjóð og engu síðri. „Mér
fannst fáránlegt að horfa upp á
þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða
upp á þennan valkost. Þetta er frá-
bært sjúkrahús með læknum sem
menntaðir eru í London og víðar á
Vesturlöndum og tala reiprennandi
ensku,“ segir Guðjón.
Hann segir að sjúkrahúskostnað-
ur við liðskiptaaðgerð í Riga sé um
ein milljón króna en við það bætast
ferðalög, hóteldvöl fylgdarmanns og
uppihald sem greitt sé af Sjúkra-
tryggingum Íslands. Guðjón kveðst
ekki vera með á reiðum höndum
hvað sambærilegar aðgerðir í Sví-
þjóð kosti en telur að sparnaðurinn
sé umtalsverður. „Ég held að þetta
sé að minnsta kosti 50% dýrara í
Svíþjóð,“ segir Guðjón sem segir að
flogið sé beint til Riga 2-3 sinnum í
viku og borgin sé afar þægileg að
heimsækja. Hægt er að kynna sér
verð nánar á heimasíðunni
www.hei.is.
Guðjón segir að til þess að geta
farið í liðskiptaaðgerð Riga í gegn-
um Hei þurfi fólk að hafa fengið
greiningu hjá lækni. Ef viðkomandi
hafi ekki komist í aðgerð hér heima
eftir þrjá mánuði sé hægt að sækja
um hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Áður en farið er í slíka aðgerð þarf
að undirbúa sjúklinga líkamlega og
vinnur Hei nú að því að semja við
Heilsuborg um þá þjónustu. Sama
gildir um endurhæfingu að aðgerð
lokinni.
Ásókn í megrunaraðgerðir
María Þórðardóttir, rekstrar-
stjóri hjá Hei, starfar líka hjá Medi-
cal Travel í Noregi og hefur ára-
langa reynslu af því að fylgja
sjúklingum í aðgerðir til Riga í
Lettlandi. Hún hefur síðasta árið
fylgt Íslendingum í megrunarað-
gerðir þangað.
– Hvað hafa margir Íslendingar
farið í megrunaraðgerð hjá ykkur?
„Þetta eru eitthvað um hundrað
manns. Svona spyrst út eins og ann-
að. Við erum með mjög færa lækna
og það hefur verið lítið um fylgi-
kvilla. Það eru náttúrlega gerðar
forrannsóknir sem tryggja öryggi
sjúklinga og við erum í samvinnu við
Heilsuborg svo þeir sem þurfa á
meiri stuðningi að halda geta fengið
hann. Íslenskur tengiliður er með
sjúklingum á sjúkrahúsinu og það
veitir þeim mikið öryggi.“
Hún segir að megrunaraðgerð í
Riga kosti um 900 þúsund krónur
sem sé talsvert ódýrara en aðrir val-
kostir. Margir fái auk þess kostnað
greiddan hjá Sjúkratryggingum.
Hundrað manns í megrunaraðgerð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skurðstofa Biðlistar hafa verið eftir liðskiptaaðgerðum hér síðustu misseri.
Íslenskt fyrirtæki býður heilbrigðisþjónustu í Riga í Lettlandi Liðskiptaaðgerðir næstar á dagskrá
Á aðalfundi Hins íslenska bók-
menntafélags 17. nóvember lagði
forseti félagsins, Jón Sigurðsson,
fram einróma tillögu sína og full-
trúaráðs, að Sverrir Kristinsson yrði
kjörinn heiðursfélagi Bókmennta-
félagsins í virðingar- og viðurkenn-
ingarskyni. Var það samþykkt með
lófataki. Í frétt frá félaginu segir að
það þakki Sverri farsæl störf sem
bókavörður félagsins í hálfa öld og
mikilvægt framlag hans til eflingar
menningarlegri bókaútgáfu á Ís-
landi á sviði bókmennta, sögu, minja
og myndlistar.
Þakkað
mikilvægt
framlag
Heiðraður Sverrir með Jóni Sig-
urðssyni, forseta félagsins.