Morgunblaðið - 21.11.2018, Page 15
FRÉTTIR 15nnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og flestum bensínstöðum.
Umhverfisvænar
hágæða hreinsivörur
Símon Oddgeirsson í Dalsseli undir
Eyjafjöllum færði á dögunum Skóg-
ræktinni 68 hektara landspildu á
Markarfljótsaurum sem hann hefur
grætt upp og ræktað með stuðningi
Skógræktarinnar. Svæðið var að
mestu gróðurlausir malaraurar þegar
Símon hófst handa við skógrækt og
uppgræðslu í kringum síðustu alda-
mót.
Nú hefur svæðið verið grætt upp
og þar eru uppvaxandi skógar.
Hæstu trjábeltin á svæðinu sem eru
að nálgast tíu metra hæð skapa skjól
fyrir nærliggjandi svæði. Svæðið er
norðan við þjóðveg 1 á móts við af-
leggjarann að ferjuhöfninni í Bakka-
fjöru. Þar eru tjarnir með ríkulegu
fuglalífi og stefnir Skógræktin að því
að gera svæðið aðgengilegt almenn-
ingi á næstu árum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Skógræktinni verður
leitast við að halda áfram góðu starfi
Símonar á Markarfljótsaurum með
gróðursetningu, varðveislu og um-
sjón.
Símon Oddgeirsson er ættaður frá
Eyvindarholti en hefur búið í Dals-
seli, lengst af í félagsbúi með Einari
bróður sínum. Hann dvelur nú í hárri
elli á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. aij@mbl.is
Skógræktin fær 68 hektara
Ljósmynd/Hreinn Óskarsson
Tæplega 70 hektarar Trausti Jóhannsson skógarvörður og Þröstur Eysteinsson virða fyrir sér verk Símonar.
Ræktaði upp
skóg á Markar-
fljótsaurum
Handsalað Símon Oddgeirsson skógarbóndi og Þröstur Eysteinsson skóg-
ræktarstjóri takast í hendur þegar Símon gaf Skógræktinni svæðið.
„[R]aunin [er] sú að börn sem hafa
verið beitt ofbeldi, og mál þeirra af
þeim sökum ratað til dómstóla, hafa
upplifað endurtekið ofbeldi við
birtingu dómanna. Það felst í því að
birtar hafa verið ítarlegar persónu-
greinanlegar lýsingar á því ofbeldi
sem þau hafa verið beitt, iðulega af
nákomnum,“ segir í umsögn Barna-
heilla um drög að frumvarpi til laga
um breytingu á lögum um dómstóla
og lögum um meðferð sakamála.
Samtökin fagna fyrirhuguðum
breytingum og segja þau til þess fall-
in að tryggja að staðinn verði vörður
um friðhelgi einkalífs og persónu-
vernd við birtingu dóma. En með
frumvarpinu eru lagðar til breyting-
ar á gildandi reglum um birtingu
dóma. Jafnframt er lagt til að dóm-
stólasýslunni verði heimilt að setja
reglur um myndatökur og hljóðritun
í dómhúsum.
Skiptar skoðanir eru um ágæti
frumvarpsins og hefur meðal annars
verið bent á að það muni að óbreyttu
hafa neikvæð áhrif á getu fjölmiðla
til að rækja lýðræðislegt hlutverk
sitt og veita dómstólum aðhald, getu
til að upplýsa almenning um þróun í
réttarframkvæmd og möguleika til
að fjalla með gagnrýnum hætti um
viss málefni. Er Ríkisútvarpið í hópi
þeirra sem efast um ágætið, m.a.
vegna takmarkana á heimild til
myndatöku og hljóðritunar.
„Gjalda skal varhug við því að
þrengt verði að möguleikum fjöl-
miðla til að fjalla um viðamikil og
fréttnæm dómsmál. Ekki fæst séð að
fjölmiðlar hafi misnotað það frelsi
sem þeir hafa haft til að flytja fréttir
af dómsmálum hingað til og sama
gildir um myndatökur og hljóðupp-
tökur í dómshúsum. Slíkar upptökur
hafa hvort tveggja ótvírætt frétta-
og heimildagildi í sögulegu sam-
hengi,“ segir í umsögn RÚV.
Hlífir börnum við
endurteknu ofbeldi
Umsagnir birtar um frumvarp um
breytingar á dómstólalögum
Morgunblaðið/Hari
Réttarríki Frumvarpið, yrði það samþykkt óbreytt, myndi takmarka frelsi
fjölmiðlamanna til að taka myndir í dómshúsum, meðal annars Hæstarétti.