Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 Hótel rís Steypustyrktarjárn híft upp við lúxushótel sem verið er að reisa við hliðina á tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Hótelið verður með 253 herbergi og ráðgert er að opna það á næsta ári. Eggert Förum aftur til árs- ins 1980. Íslendingar voru tæplega 227 þús- und. Verg landsfram- leiðsla nam alls 878 milljörðum króna á verðlagi síðasta árs. Það ár heimsóttu tæp- lega 66 þúsund erlend- ir ferðamenn landið. Lágmarkstaxti verka- mannalauna var tæpar 16 krónur sem jafngilda rúmum 872 krónum á verðlagi síðasta árs. Verðbólga frá upphafi til loka árs 1980 var um 56%. Íslendingum hafði ekki tekist vel upp við að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og allt frá 1971 hafði verðbólgudraugurinn herjað á landsmenn. Verðbólga var krónísk. Árin 1980, 1981 og 1982 var verðbólga alltaf yfir 50% og árið 1983 var verðbólga 84% og fór á tímabili upp í 130%. Á sex árum frá 1980 til loka árs 1985 liðlega ell- efufaldaðist verðlag – hækkaði um meira en 1.000%. Myntbreytingin árið 1981 skipti engu en þá voru felld brott tvö núll af verðgildi krón- unnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýkrónu. Hrunadans í tuttugu ár Íslenskur veruleiki einkenndist af gengisfellingum og til að „lina“ sársaukann töluðu stjórnmálamenn um gengissig og gengisaðlögun. Gengi krónunnar var helsta stjórn- tæki efnahagsmála. Vanda útflutn- ingsgreina – ekki síst útgerðar og fiskvinnslu – var velt yfir á almenning með reglulegum gengisfell- ingum. Óhagkvæmni og stöðnun í sjávar- útvegi, fyrir innleið- ingu kvótakerfisins, var þungur baggi sem launafólk þurfti að bera í formi lakari lífs- kjara. Hækkun launa var brennd á báli óða- verðbólgu. Eftir hrunadans í tuttugu ár, á áttunda og níuna áratug síðustu aldar, voru aðilar vinnumarkaðarins búnir að fá nóg. Þeir tóku málin í sínar hendur, Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur Vinnuveitendasambandsins, Ás- mundur Stefánsson, formaður ASÍ, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, lögðu grunn- inn að þjóðarsáttarsamningunum í febrúar 1990. Markmiðið var að treysta undirstöður atvinnulífsins og rjúfa víxlverkun verðlags og launa. Komið var í veg fyrir að verð- bóga æti launahækkanir upp. Hægt og bítandi tókst að leggja grunn að nýju framfaraskeiði á síð- ustu árum 20. aldarinnar. Meiri festa komst á ríkisfjármálin, kvóta- kerfi í sjávarútvegi leiddi til auk- innar hagkvæmni og arðsemi, samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið opnaði áður óþekkta möguleika og styrkti efnahagslega stöðu landsins. Hættur og gamlar grillur Þrátt fyrir alvarleg áföll í kjölfar falls bankanna 2008 hefur íslenskt samfélag gjörbreyst frá árinu 1980 og lífskjör eru allt önnur og betri. Ísland er í hópi mestu velmeg- unarsamfélaga í heimi og skiptir engu hvaða mælikvarða stuðst er við. Síðustu ár hafa verið Íslend- ingum sérlega hagfelld í flestu. Staða ríkissjóðs er sterk og kaup- máttur launa hefur aldrei verið meiri. Lífskjör langflestra lands- manna hafa batnað verulega þótt enn glími sumir við fjárhagslega erfiðleika. Markmið komandi kjara- samninga hlýtur fyrst og síðast að miða að því að styrkja stöðu þeirra sem lakast standa um leið og stöð- ugleiki síðustu ára er endanlega festur í sessi. Í velgengni felast hins vegar hættur og gamlar grillur fá stund- um nýja vængi. Herskáar yfirlýs- ingar um stéttabaráttu eru endur- ómur fyrri tíma. Athafnamenn og fyrirtæki eru tortryggð. Kapítal- ismi – frjáls markaðsbúskapur – með sínum „endalausa hagvexti“, er sagður leiða Íslendinga og mann- kynið allt til glötunar. Vegna þessa er því haldið fram að koma verði böndum á frjáls viðskipti og tak- marka hinn „endalausa hagvöxt“. Þegar horft er á hálftómt glasið blasa endimörg hagvaxtarins við. Verri lífskjör án hagvaxtar Árið 1980 nam verg lands- framleiðslan hér á landi um 878 milljörðum króna á verðlagi síðasta árs. Þetta jafngilti tæpum 3,9 millj- ónum króna á hvern Íslending. Á þeim 38 árum sem liðin eru hefur Íslendingum fjölgað um 111 þúsund og á síðasta ári nam lands- framleiðslan um 2.615 milljörðum króna eða rúmlega 7,7 milljónum á hvern íbúa. Án hins „endalausa hag- vaxtar“ hefði landsframleiðslan á mann aðeins numið tæpum 2,6 millj- ónum króna – nær 1,3 milljónum króna minna að raunvirði en 1980. Þetta þýðir einfaldlega að án hag- vaxtar hefðu lífskjör hér á landi versnað. Velferðarkerfið stæði á brauðfótum. Möguleikar okkar að halda úti öflugu samtryggingakerfi, heilbrigðis- og menntakerfi væru ekki fyrir hendi. Bætt lífskjör samfélaga verða ekki sótt annað en í aukna verð- mætasköpun – hagvöxt. Stöðnun eða minni aukning verðmætasköp- unar, en nemur fjölgun íbúanna, leiðir til lakari kjara. Kökusneiðin sem kemur í hlut hvers og eins verður minni. Þeir sem alltaf sjá glasið hálftómt eiga erfitt með átta sig á eðli frjáls markaðar og skynja ekki hugvit mannsins sem er ótakmörkuð auð- lind. Skilja ekki samhengið milli framboðs og eftirspurnar, hvernig verð leikur þar lykilhlutverk. Hugmyndasmiðir sem tala af fyr- irlitningu um hinn „vonda hagvöxt“ kapítalismans hafa alltaf verið blindir á drifkraft mannshugans og framþróun í vísindum og tækni. Hafa aldrei komist til botns í því hvernig frjálsum markaði tekst stöðugt að finna hagkvæmari leiðir til framleiða lífsgæðin. Verkefni stjórnvalda Dómsdagsspámenn sjá ekki tæki- færi framtíðarinnar. Dökk óveðurs- ský byrgja þeim sýn. Við því er lítið að gera annað en koma í veg fyrir að þeir hafi áhrif á stefnu stjórnvalda eða á störf aðila vinnumarkaðarins á hverjum tíma. Eitt helsta verkefni stjórnvalda, hér eftir sem hingað til, er ekki að- eins að tryggja stöðugleika í efna- hagsmálum heldur standa þannig að málum að til sé frjór jarðvegur frjálsra viðskipta og hagvaxtar. Þannig stækkum við kökuna og komum í veg fyrir síminnkandi sneið sem annars kæmi í hlut hvers og eins. Það tekur 70 ár að tvöfalda lands- framleiðsluna ef hagvöxtur er að meðaltali 1% á ári. Takist að tryggja 3% vöxt efnahagslífsins tvö- faldast verðmætin á 23 árum. Á tæpum 18 árum tvöfaldast verð- mætin – kakan verður tvöfalt stærri – ef hagvöxtur er að meðaltali 4%. Höfum við nokkuð með hagvöxt að gera? Hver og einn verður að svara þessari spurningu fyrir sig og sína. Eftir Óla Björn Kárason » Þeir sem alltaf sjá glasið hálftómt eiga erfitt með að átta sig á eðli frjáls markaðar og skynja ekki hugvit mannsins sem er ótak- mörkuð auðlind. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Höfum við nokkuð með hagvöxt að gera?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.