Morgunblaðið - 21.11.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
✝ Magnea KristínSigurðardóttir
fæddist 13. ágúst
1921 í Seljatungu í
Flóahreppi. Hún
lést 11. nóvember
2018 á Foss-
heimum.
Faðir hennar var
Sigurður Einarsson
frá Holtahólum, f.
1884, d. 1951.
Móðir hennar var
Sigríður Jónsdóttir frá Kala-
stöðum, f. 1883, d. 1970.
Magnea Kristín var sjötta í
röð átta systkina. Þau eru Sig-
ríður, f. 1912, Þorsteinn, f. 1913,
Sesselja Sumarrós, f. 1915, Jón,
f. 1916, Laufey, f. 1917, Guðjón
Helgi, f. 1922, Einar Gunnar. f.
1924. Þau eru öll látin. Mágkona
Kristínar, Guðrún ekkja Þor-
steins, er ein eftirlifandi. Þrjú
dóttur: A) Bergur Sverrisson, f.
1979, kvæntur Júlíönnu Boga-
dóttur. Hann á tvo syni frá fyrra
hjónabandi og þrjú fósturbörn.
B) Ólafur Magni Sverrisson, f.
1981 kvæntur Brynju Magnús-
dóttur og þau eiga tvö börn. 3)
Ólöf Ólafsdóttir, f. 1956, gift
Skúla Einarssyni. Börn þeirra:
A) Laufey Kristín Skúladóttir, f.
1979, gift Indriða Einarssyni og
þau eiga þrjár dætur. B) Eyrún
Ösp Skúladóttir, f. 1982, gift
Bjarka Karlssyni og þau eiga
tvö börn. C) Guðrún Eik Skúla-
dóttir, f. 1988, gift Óskari Jóns-
syni og eiga þau tvær dætur. D)
Ólafur Einar Skúlason, f. 1989, í
sambúð með Stefaníu Valdi-
marsdóttur og eiga þau eina
dóttur.
Magnea Kristín vann í mötu-
neyti KÁ fyrir giftingu. Seinna
var hún nokkrar sláturtíðir hjá
SS. Vann hún við afgreiðslu í
Brauðgerð KÁ, í Söluskála
Hafnar og seinna í Kjötvinnslu
Hafnar.
Útför Magneu Kristínar fer
fram frá Selfosskirkju í dag, 21.
nóvember 2018, klukkan 14.
yngstu systkinin
voru fædd í Selja-
tungu í Gaulverja-
bæjarhreppi.
Magnea Kristín
giftist þann 7. júní
1947 Ólafi Nikulás-
syni, f. á Móeiðar-
hvoli í Rangár-
vallasýslu. Börn
þeirra eru: 1) Sig-
ríður, f. 1948. Börn
hennar með Steina
Þorvaldssyni: A) Ólafur Steina-
son, f. 1967, kvæntur Ólöfu Lilju
Eyþórsdóttur. B) Þorvaldur Ingi
Steinason, f. 1972. C) Kristín
Laufey Steinadóttir, f. 1980, er í
sambúð með Guðmundi B. Frið-
rikssyni. Hún á einn son og þrjú
fósturbörn.Sigríður í sambúð
með Sigurði Á. Þorsteinssyni. 2)
Sverrir Ólafsson, f. 1949 d. 2011.
Synir hans og Guðveigar Bergs-
Ólafur og Kristín byrjuðu bú-
skap á Árvegi 4. Byggðu síðan hús
á Kirkjuvegi 22 og fluttu í það
1953, Ólafur var mjólkurbílstjóri
og Kristín húsmóðir og verkakona
þegar börnin stálpuðust.
Fyrsta launaða vinna hennar
var það sem kallað er au pair í dag,
eða vinnukona. Hún var hjá
Magneu Bjarnadóttur á Grettis-
götunni. Þá var hún 17 ára.
21 árs fór hún á Hallormsstað
og vann við gistihúsið um sumarið.
Þegar leið á bauð frú Blöndal
henni að fá skólavist um veturinn.
Skyldi hluti sumarkaupsins renna
í skólagjöld. Þetta varð úr og svo
var skrapað saman aurum, seldur
hestur sem hún átti o.fl.
Þetta ár var bæði verk- og bók-
legt og mest fannst henni gaman
að vefa og setja saman litina í
vefnum. Fékk viðurkenningu fyrir
gott auga fyrir litasamsetningum.
Þegar suður var komið fór hún að
vinna á vefstofu í Reykjavík og þá
fékk hún leigt herbergi hjá Magn-
eu, fyrsta vinnuveitandanum. Hún
minntist þess að bróðursonur
hennar Valdimar Þorsteinsson
var orðinn eins árs þegar hún sá
hann í fyrsta sinn. Hún komst líka
seinna að því að stúlka sem vann í
Grænumörkinni um sumartíma
var langömmubarn Magneu, með
því að spyrja hverra manna ert þú.
Kristín, Ólafur og fjölskyldan
áttu góða hesta og voru samstillt í
hestamennskunni. Tvo uppá-
haldshesta átti Kristín; Vöku,
gráa meri, og Hlyn, jarpan öðling
frá Skollagróf.
Þau höfðu líka gaman af að
ferðast og létu sig ekki vanta í
bílstjóratúrana en fyrsti bíllinn
kom á heimilið þegar eldri börnin
voru að nálgast fermingu. Hún var
alla tíð handavinnukona, saumaði
út, heklaði, prjónaði og saumaði
öll föt sem þurfti á börnin.
Það var mikið áfall þegar Ólaf-
ur varð bráðkvaddur aðeins 67
ára. Kristín bjó áfram í sjö ár á
Kirkjuveginum, en flutti 1994 í
Grænumörk 5 og bjó þar til 30.
júní. Þar var gott að vera og hún
átti góða vini, bæði íbúa og starfs-
fólk. Kristín átti góðan vin í Græn-
umörkinni, Þormóð Torfason. Þau
drukku miðdagskaffið hjá henni
og fóru svo í góða göngu. Á sunnu-
dögum bauð hann henni á kaffihús
eða í bíltúr. Þau voru líka alltaf
velkomin hjá okkur í boðum og á
jólum. Þormóður endaði ævi sína á
Ljósheimum 2011.
Síðustu mánuðina bjó hún á
Fossheimum og líkaði betur með
hverri vikunni. Hún hafði alla tíð
ákveðnar skoðanir og lét þær í
ljós. Hún veiktist í mars síðast-
liðnum og fór á Sjúkrahúsið. Svo
átti að senda hana heim fyrir
páskana, hún sagði læknunum að
hún hefði nú borgað skatta í ansi
mörg ár og gerði enn og ætti bara
rétt á hjúkrun. Læknirinn sagðist
aðeins hugsa um velferð hennar.
Hún sagði: „Þú sýnir það á und-
arlegan hátt.“ Hún var alla tíð
samviskusöm og þegar hún
greindist með beinþynningu og
var sagt að hreyfingin væri henni
lífsnauðsyn sinnti hún hreyfing-
unni alla daga. Reglusemin var
henni eðlileg bæði í matmálstím-
um og lyfjainntökum, ekkert
kæruleysi.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
mömmu minni fyrir samfylgdina,
veit að það verður stór eyða í
dagsprógramminu mínu að hvorki
heyra né sjá elsku mömmu. Vona
að við eigum eftir að hittast í sum-
arlandinu. Takk fyrir 70 ára sam-
fylgd, elsku móðir.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Sigríður Ólafsdóttir.
Í dag kveðjum við ömmu okkar,
Magneu Kristínu Sigurðardóttur,
sem lést 11. nóvember síðastlið-
inn. Amma var yndislega
hjartahlý og góð kona, og var allt-
af boðin og búin að hjálpa börnum
sínum og barnabörnum. Sem
dæmi um það má nefna að þegar
mamma okkar eignaðist sitt
fyrsta barn, Óla, bauðst henni að
fara að vinna snemma eftir barns-
burðinn. Þá ákvað amma að hjálpa
til og hætti sinni vinnu til að geta
passað barnabarnið, svo að
mamma gæti þegið vinnuna og
foreldrarnir gætu safnað sér pen-
ing til að kaupa hús. Síðar hjálpaði
hún einnig mömmu okkar við að
passa Kristínu þegar hún var lítil
áður en hún komst inn á leikskóla,
og að sjálfsögðu fengu önnur
barnabörn ömmu líka pössun hjá
henni þegar þörf var á.
Hannyrðir voru líf hennar og
yndi og þá einkum prjónaskapur.
Þær eru ófáar lopapeysurnar,
vettlingarnir og sokkarnir sem
hún prjónaði á börn sín, tengda-
börn, barnabörn og barnabarna-
börn og hafa veitt köldum höndum
og fótum hlýju í gegnum tíðina. Þá
hafði amma mjög gaman af hest-
um og þau afi áttu hesta í áratugi.
Við systkinin höfðum afskaplega
gaman að því að fara með þeim í
hesthúsið og hjálpa til við um-
hirðuna. Og þegar við komum í
heimsókn heim til ömmu átti hún
alltaf einhvern góðan mola sem
hún vildi bjóða okkur upp á.
Elsku amma. Við söknum þín
sárt en eftir lifa góðar minningar
okkar og við minnumst þín með
hlýju og ást og þökkum fyrir allar
þær mörgu og góðu stundir sem
við höfum átt saman. Nú eruð þið
afi sameinuð á ný á himnum. Við
viljum enda þessi stuttu kveðjuorð
okkar á þessum línum úr ljóðinu
Kveðja eftir Bubba Morthens:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Ólafur Steinason og Kristín
Laufey Steinadóttir.
Magnea Kristín
Sigurðardóttir
Ekki er hægt
að líta fram hjá
því að í aðgerð-
aráætlun stjórn-
valda í loftslags-
málum er
misræmi milli
markmiðs og út-
hlutunar fjár-
magns. Meira en
helmingi þeirra
6,8 milljarða
króna sem verja á til þess að
fylgja verkefninu eftir á
fyrstu fimm árunum er ráð-
stafað til aðgerða sem leggja
lítið til þess að Ísland nái
markmiði Parísarsam-
komulagsins til 2030. Verk-
fræðingafélag Íslands (VFÍ)
telur að áætlunina skorti
skýrari sýn og meiri metnað í
því hvernig eigi að virkja at-
vinnulíf og efla nýsköpun í
loftslagsvænni tækni. Þegar
horft er á hvert fjármagnið,
sem fylgir áætluninni, rennur
má segja að nýsköpun og
græn tækni hafi orðið út-
undan.
Um fjórum milljörðum á að
verja til kolefnisbindingar á
árunum 2019-2023. Aðgerðir
til þess að minnka losun
vegna landnotkunar eru í
sjálfu sér lofsverðar og Ís-
land getur vafalaust lagt mik-
ið af mörkum á heimsvísu í
rannsóknum og þróun á því
sviði. Vandinn er sá að Par-
ísarsamkomulagið snýst fyrst
og fremst um „losun án land-
notkunar“. Veigamestu þætt-
irnir í losun, sem falla undir
samkomulagið, eru brennsla
jarðefniseldsneytis, losun frá
iðnaðarferlum, landbúnaður
og meðferð úrgangs. Í núver-
andi reglum Evrópusam-
bandsins er ekki hægt að
færa loftslagsávinning vegna
aðgerða í landnotkun til
tekna á móti losun í öðrum
geirum, nema að mjög tak-
mörkuðu leyti. Breytinga er
að vænta en sennilega verður
þak á mögulegum ávinningi
um það bil 45.000 tonn á ári,
sem er ekki nema ca. 1% af
bókfærðri losun Íslands án
landnotkunar.
Loftslagssjóður
óburðugur
Löndin í kringum okkur
hafa lagt mikla áherslu á ný-
sköpun og græna tækni. Sem
dæmi má taka að Danir hafa
náð miklum árangri í að
byggja upp fyrirtæki á sviði
grænnar tækni. Opinberir
sjóðir í Dan-
mörku styðja
markvisst við
slík verkefni. Í
þessu sambandi
fagnar VFÍ því
að Loftslags-
sjóður skuli
loks taka til
starfa. Sjóð-
urinn var sett-
ur á fót sam-
kvæmt lögum
árið 2012 en
hefur enn ekki
fengið fjármagn. Ætlunin er
að verja 100 milljónum á ári
til nýsköpunar í gegnum
Loftslagssjóð á næstu fimm
árum. VFÍ telur að þangað
ætti að renna mun meira fé.
Sjóður sem úthlutar 50-100
milljónum á ári er ekki burð-
ugur. Til samanburðar má
nefna að Tækniþróun-
arsjóður úthlutar um 2,3
milljörðum árlega og AVS-
Rannsóknarsjóður í sjávar-
útvegi úthlutaði 238 millj-
ónum króna 2017, og má hann
þó muna fífil sinn fegurri.
Með eflingu Loftslags-
sjóðs, rannsókna og þróunar
á loftslagsvænni tækni, næst
varanlegur árangur í losun og
um leið skapast atvinnutæki-
færi í fyrirtækjum sem
byggjast upp. Höfundum að-
gerðaáætlunar er greinilega
vel ljóst að samkeppnis-
forskot á sviði grænna tækni-
lausna getur stuðlað að því að
draga úr heilsuspillandi loft-
mengun og auðlindasóun.
Þeirri sýn er bara ekki fylgt
eftir með fjármagni. Fjöl-
mörg dæmi eru um þennan
góða spíral á Íslandi. Þannig
hefur til dæmis losun sjávar-
útvegsfyrirtækja minnkað
umtalsvert á undanförnum
árum. Þann árangur má með-
al annars þakka tækniþróun
íslenskra fyrirtækja sem
hanna og selja lausnir í skip
framtíðar. Öflugur Loftslags-
sjóður gæti einnig komið
sterkur inn í átak til þess að
draga úr losun frá úrgangi,
sem er vaxandi hluti af losun
á Íslandi. Það er mikil vöntun
á opinberum sjóði á þessu
sviði. Eðli verkefna, þar sem
unnið er með nýtingu úr-
gangs, er á þann veg að þar
þarf til að koma samstarf
margra aðila og þau eru oft
unnin á samfélagslegum for-
sendum ekki síður en við-
skiptalegum.
VFÍ telur ráðlegt að Lofts-
lagssjóður verði vistaður hjá
RANNÍS sem er með innviði
til þess að taka við verkefninu
og getur auk þess tryggt
óhlutdrægni. Mikil samlegð
felst í því að reka umsýslu
með samkeppnissjóðum sam-
an, en dreifa henni ekki á
ólíkar stjórnsýslueiningar
sem að öllu jöfnu hafa öðru að
sinna.
Orkuskipti meginmál
VFÍ fagnar áherslu á orku-
skipti í áætluninni enda meg-
inverkefnið að minnka notk-
un jarðefnaeldsneytis
samkvæmt alþjóðlegum
skuldbindingum Íslands. Þar
bendir félagið á að úrbætur í
raforkuflutningum um landið
og leiðir til að koma rafmagni
til notenda geta ráðið af-
drifum fyrirhugaðrar rafbíla-
væðingar. Um leið er ástæða
til þess að einblína ekki um of
á tilteknar tæknilausnir. Við
orkuskipti í höfnum mætti til
að mynda nota íslenskt met-
anól og í vissum tilfellum geta
aðrar tæknilausnir en rafbíl-
ar verið heppilegri. Meðal
annars er kallað á sérstaka
greiningu á orkuskiptum í
stærri bifreiðum og atvinnu-
tækjum.
VFÍ vekur í umsögn sinni
um Aðgerðaáætlun í lofts-
lagsmálum athygli á nauðsyn
þess að hún sé fléttuð inn í
aðrar áætlanir stjórnvalda,
svo sem Samgönguáætlun og
Orkustefnu. Þá er ekki nóg
að virkja frjáls félagasamtök í
fræðslu um loftslagsmálin
heldur þurfa háskólar og fyr-
irtæki að koma með enn
markvissari hætti að þessum
þætti. Þar bendir VFÍ sér-
staklega á fordæmið með Vís-
indasmiðju Háskóla Íslands
þar sem félagið hefur tekið
þátt í að byggja upp samstarf
háskóla og grunnskóla. Það
mættu teljast tíðindi til næsta
bæjar verði Vísindasmiðjunni
ekki falið stórt hlutverk á
þessu sviði. Á þeim vettvangi
fá nemendur að kynnast vís-
indum á nýjan hátt og það má
yfirfæra á loftslagsmálin.
Græn tækni útundan
Eftir Pál
Gíslason
Páll Gíslason
» „Misræmi er
milli markmiðs
og úthlutunar fjár-
magns“, segir
Verkfræðinga-
félagið í umsögn um
Aðgerðaáætlun í
loftslagsmálum.
Höfundur er formaður VFÍ.
pg@pg.is
Það er svo margt
sem kemur upp í
huga mér, elsku
pabbi. Hversu mikil
forréttindi það eru að hafa átt þig
að.
Alltaf ljúfur og þolinmóður.
Alltaf til í að hlusta og spjalla.
Leyfðir okkur börnunum þínum
að fara þær leiðir sem hugur okk-
ar sneri til, með viðeigandi at-
hugasemdum til leiðbeiningar.
Engar skammir, bara góð ráð.
Þú varst virkur í uppbyggingu
góðs samfélags á Patreksfirði,
þér var treyst og þú varst vinnu-
samur. Varst oft að koma seint
heim á á virkum dögum þar sem
þú áttir eftir að sitja ýmsa nefnd-
arfundi eftir að vinnu lauk. Þér
var mjög annt um Patreksfjörð
og vildir leggja þitt af mörkum.
Oft var brugðið í stuttan dans
á eldhúsgólfinu, bara svona þeg-
ar þú áttir leið hjá. Þú raulaðir
mikið og textarnir voru ekkert að
Ingólfur Arason
✝ Ingólfur Ara-son fæddist 6.
desember 1921.
Hann lést 1. nóv-
ember 2018.
Útför Ingólfs fór
fram 12. nóvember
2018.
þvælast fyrir þér,
skáldaðir bara inn í
eins og þér fannst
passa hverju sinni.
Alltaf gaman að
hlusta á og heyra
hvaða útgáfa kæmi í
þetta skiptið.
Allar ferðirnar á
sunnudögum til
Bíldudals að heim-
sækja ömmu og afa,
oft í ófærð og leið-
indaveðri. Allar ferðirnar til
Reykjavíkur vegna innkaupa í
búðina ykkar mömmu, Verslun
Ara Jónssonar sem flestir þekkja
bara sem „Ingólfsbúð“. Allar
stundirnar sem ég eyddi í búðinni
með þér og mömmu við vinnu á
lagernum, sækja vörur, verð-
merkja, afgreiða, eða bara
hangsa því ég nennti ekki heim
eftir skólann. Mér leið alltaf svo
vel með ykkur. Hvað vill maður
biðja um meira.
Elsku pabbi, ég sakna þín mik-
ið, en samt með svo miklu þakk-
læti og auðmýkt fyrir að hafa
þekkt þig og fengið öll þessi ár
með þér.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Kristín Elfa Ingólfsdóttir.
Á prýðilegri Íslend-
ingaopnu Morgun-
blaðsins 14. nóv-
ember er sagt frá
merkum Íslendingi,
sr. Birni Halldórs-
syni í Laufási. Þar
segir að sr. Björn
hafi verið fæddur
14. nóvember 1823.
Við það er að bæta
að í ritgerð sr. Bolla Gúst-
avssonar fyrir ljóðasafni sr.
Björns, útg. 1994, segir neð-
anmáls: „Björn er venjulega
talinn fæddur 14.
nóvember, svo sem í
Prestaævum Sig-
hvats Borgfirðings
og Íslenskum ævi-
skrám, og svo taldi
hann sjálfur lengi
vel. En síðar komst
hann á aðra skoðun
og ritar vini sínum
Þorláki á Stórutjörn-
um svo um það 11. nóv-
ember 1874: „Ég hef allt til
skamms tíma ætlað mig
fæddan annan mánaðardag,
nfl. 14. nóv., því að fóstra
mín, Sólveg, hafði svo sagt,
og trúði ég minni hennar og
greind, en nú er ég kominn
að þeirri raun, … að ég er
tveimur dögum eldri, þ.e.
fæddur 12. nóv., og eru hér
þrjú vitni móti einu“ (þ.e.
kirkjubókin, Jón Krist-
jánsson í Þúfu og það er
fóstri hans hafði sagt um
vikudaginn.)“
Með þökk fyrir birt-
inguna.
Fæddur lesandi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Fæddur sr. Björn í Laufási
Björn Halldórsson
Atvinna