Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
✝ Auður Guð-mundsdóttir
fæddist á Núpi í
Fljótshlíð 25. júlí
1936, næstyngst í 11
systkina hópi. Hún
lést 8. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
mundur Guðmunds-
son, bóndi á Núpi, f.
5. október 1883, d.
11. apríl 1970, og Katrín Jón-
asdóttir, húsfreyja á Núpi, f. 1.
febrúar 1896, d. 6. október 1983.
Systkini Auðar eru: Guð-
munda, f. 29. apríl 1923, d. 2011,
Ragnheiður, f. 15. júní 1924,
Matthildur, f. 1. nóvember 1925,
d. 2002, Kristín, f. 18. febrúar
1927, Jónas, f. 4. júní 1928, d.
2004, Sigurður, f. 26. maí 1930, d.
Jóhannesi Davíðssyni, f. 12. sept-
ember 1957. Dóttir þeirra er
Katrín Birna, f. 25. nóvember
1996. Fyrir átti Jóhannes Ásdísi
Björk, f. 8. júní 1980, og Ásgeir
Inga, f. 25. september 1984. Ás-
geir Ingi er í sambúð með Re-
bekku Ka. Barnabarn Helgu og
Jóhannesar er Hrönn, f. 2009. 2)
Katrín Olga, f. 1. ágúst 1962, gift
Hávarði Finnbogasyni, f. 23.
september 1962, börn þeirra eru
Hrafnhildur Erna, f. 8. ágúst
2002, og Baldur Breki, f. 19. nóv-
ember 2004.
Á yngri árum starfaði Auður
víða; var ráðskona á Skógaskóla,
í síld á Siglufirði og starfsstúlka
á Straumnesfjalli. Eftir að hún
eignaðist dætur sínar sinnti hún
uppeldi þeirra og heimili. Árið
1970 hóf hún verslunarstörf í
hlutastarfi og starfaði við versl-
un lengst af starfsævi sinnar.
Auður bjó í Reykjavík, lengst
af í Fossvogi en nú síðast í Star-
engi 94.
Útför Auðar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 21. nóvember,
klukkan 14.
2012, Sigursteinn, f.
30. júní 1931, d.
2004, Sigríður, f. 14.
júní 1935, og Högni,
f. 30. júní 1938.
Uppeldissystir
þeirra er Unnur, f.
10. júlí 1935, d.
2015.
Auður ólst upp á
Núpi. Hún gekk í
barnaskóla Fljóts-
hlíðarhrepps. Auð-
ur vann að búi foreldra sinna, en
tvítug að aldri hleypti hún heim-
draganum og fór í Húsmæðra-
skóla Suðurlands á Laugarvatni
og lauk þaðan prófi árið 1957.
Auður giftist hinn 29. apríl ár-
ið 1961 Jóhannesi Jóhannessyni,
f. 28. júlí 1933, frá Brekkum í
Mýrdal. Dætur þeirra eru: 1)
Helga, f. 19. febrúar 1961, gift
Mamma kvaddi okkur í síðustu
viku. Hún bara ákvað að nú væri
kominn tími til að heilsa upp á
himnaföðurinn. Við söknum henn-
ar mikið, en vitum að núna eru
engir bakverkir að hrjá hana og
hana langaði ekkert að verða göm-
ul. Við vitum að núna er hún búin
að hitta öll systkinin sín, sem fóru
á undan henni og við vitum líka að
hún er að skellihlæja að bröndur-
um strákanna og fíflaskap stelpn-
anna. Mamma var alltaf glöð og
gott er að muna eftir hvernig hún
skríkti þegar hún var búin að gera
einhver prakkarastrik, því
mamma elskaði að vera pínuó-
þekk. Þá hló hún hvað hæst.
Mamma ólst upp við ærsl og gleði
á Núpi, endalaust var hægt að
rifja upp sögur frá því þau systk-
inin voru ung og gleðin var alls-
ráðandi. Þau systkinin voru sam-
rýnd og fannst gaman að hittast –
enda ættarmótin fastur liður í lífi
Núpara.
Mamma var ekki mikil húsmóð-
ir, við systurnar sögðum stundum
að því hlutverki hafi eiginlega ver-
ið troðið upp á hana en það var
ekki við hæfi að hennar kynslóð
sinnti því ekki. Auðvitað gerði
mamma það eins og vera bar og
fann sína syllu í þeim efnum, hún
var mikill bakari og minnumst við
snúðanna og vínarbrauðanna í
boxunum með vatn í munninum.
Og eigum við að ræða pönnukök-
urnar – þær voru fullkomnar, eng-
in göt og þunnar eins og nælon-
sokkabuxur – og bragðið maður
minn, sykurinn varð að sírópi.
Alltaf þegar haldnar voru veislur í
fjölskyldunni mætti mamma með
stafla af pönnukökum og það var
sama hvað staflinn var stór, alltaf
kláruðust pönnukökurnar.
Mamma var alltaf með eitthvað
milli handanna, sérstaklega eftir
að hún hætti að vinna. Það liggja
prjónasjöl víða eftir hana og vin-
konur okkar systra nutu góðs af.
Púðarnir hennar voru líka margir,
endalaust komu sokkapör á
krakkana og við tölum nú ekki um
tuskurnar, þar var eins og heil
verksmiðja væri að störfum.
Mamma elskaði að leggja kapal og
nýtti sér nýjustu tækni við þá iðju.
Mamma var glaðlynd og
hjartahlý, hún var aldrei glaðari
en þegar við vorum öll saman, hún
var svoddan smali og elskaði að
hafa alla fjölskylduna saman.
Elsku pabbi, við höfum misst mik-
ið, en þú mest. Við hjálpumst að
núna og gott er að eiga góðar og
hlýjar minningar til að ylja sér við
um mömmu.
Þínar dætur,
Helga og Katrín Olga.
Árið er 1989. Ég kem í fyrsta
sinn í Kjalarlandið í kvöldmat og
verið að kynna mig til leiks í fjöl-
skyldu Helgu. Auður er ein heima
fyrir þegar við komum og fyrstu
kynni mín af henni voru alúðleg og
hlý framkoma í minn garð. Það
breyttist aldrei. Auður var alltaf
hlý og þakklát fyrir samskipti og
samveru enda félagsvera sem
hafði gaman af samvistum við
aðra. Hún elskaði börnin sín og
barnabörnin.
Nú í seinni tíð þegar við Helga
duttum inn á leiðinni úr vinnunni
ljómaði hún alltaf þegar við kom-
um og þakkaði fyrir innlitið.
Gleðin var hrein.
Ég vil þakka fyrir góðar minn-
ingar og hlýjan hug, það er ekki
sjálfgefið.
Ég vil tileinka Auði texta úr bók
eftir Lao Tse, „Bókin um veginn“.
„Góður hermaður vinnur sigur,
en nemur staðar og kúgar ekki.
Hann berst, en stærir sig ekki af
því og hrósar ekki happi. Hann
berst því aðeins, að brýna nauðsyn
beri til. Hann berst, en valdagirni
er honum fjarri“.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt samferð með þér, Auður mín.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Jóhannes Ingi.
Elsku amma,
Þú veist hvað ég er mikill ljóða-
kall, og ég sendi þér þetta ljóð til
að taka með þér í ferðalagið þitt:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Sakna þín mikið, amma mín.
Þinn,
Baldur Breki.
Nú er elsku amma farin. Ég
mun sakna hennar svo mikið en á
sama tíma veit ég að núna er hún
ekki lengur kvalin.
Ég hugsa hlýtt til baka og man
hvað mér fannst gaman að leika
við hana í búðarleik þegar hún og
afi bjuggu í Kjalarlandinu, það var
nefnilega fullkomin aðstaða í stig-
anum á leiðinni upp í stofu fyrir
búð.
Svo þegar ég byrjaði í grunn-
skóla sótti afi mig svo alltaf í skól-
ann og fór með mig heim til ömmu
í Starengið þangað sem þau voru
flutt. Þá fékk ég alltaf góðan kaffi-
mat og píndi svo ömmu til að tína
perlur fyrir mig úr stóru boxi, í
þeim lit sem mig vantaði hverju
sinni. Eftir á að hyggja fannst
henni alveg drepleiðinlegt að tína
þessar perlur en hún gerði það
samt alltaf fyrir mig, þannig var
amma, alltaf tilbúin að gera hvað
sem er fyrir þá sem henni þótti
vænt um.
Mér finnst viðeigandi að kveðja
hana með bænunum sem hún fór
alltaf með fyrir mig.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson
frá Presthólum)
Þín,
Katrín Birna.
Elsku amma.
Velkomin á næsta áfangastað,
þetta er rétt svo að byrja. Ég sá að
þú varst tilbúin að kveðja heiminn,
tilbúin í það að kveðja og halda
þína leið. Þó svo það verði sárt að
sjá þig ekki meir og heyra ekki
lengur í þér, þá er ég glöð að þér
líður vel og finnur frið.
Við áttum svo sannarlega góðar
stundir saman og þó svo að við
þurfum að leggja til hliðar vöfflu-
stundirnar núna, þá eru þær orðn-
ar góðar minningar með svo
mörgum öðrum minningum sem
ég mun aldrei gleyma.
Elsku amma, ég vil þakka þér
fyrir það sem þú hefur gefið mér í
gegnum árin, takk fyrir að vera
alltaf með opna arma þegar ég
þurfti, takk fyrir gleðina og hlát-
urinn. Takk, amma, takk fyrir allt.
Þín
Hrafnhildur Erna.
Í dag kveð ég með söknuði
kæra systur mína.
Það fækkar í systkinahópnum.
Kveðjustundin er sár. En um leið
rifjast upp gamlar og ljúfar minn-
ingar frá æskuárum okkar á Núpi.
Að alast upp í stórum syst-
kinahópi undir handleiðslu ást-
ríkra foreldra, þar sem allir stóðu
saman sem einn maður og báru
umhyggju hver fyrir öðrum verð-
ur aldrei fullþakkað.
Í minningunni skín sólin alla
daga.
Auður fékk létta lund í vöggu-
gjöf, var glaðsinna, skemmtileg,
mild og hlý. Hún bar einlæga og
ríka umhyggju fyrir þeim sem
næst henni stóðu. Lagði ávallt
gott til mála og auðgaði lífið í
kringum sig.
Í fyllingu tímanns fundu þau
hvort annað Auður og Jóhannes.
Þau settust að í Reykjavík og
komu sér upp fallegu heimili,
þangað var gott að koma og fá að
vera hjá þeim ef dvalið var í borg-
inni.
Þar fæddust sólargeislarnir
þeirra Helga og Katrín, sem hafa
verið foreldrum sínum stoð og
stytta í gegnum árin. Síðar stækk-
aði fjölskyldan, bættust við
tengdasynir og barnabörn. Allt
hefur þetta fólk verið bundið
sterkum fjölskylduböndum og
staðið þétt saman og stutt hvað
annað.
Auður og Jóhannes byggðu sér
sumarbústað í Fljótshlíðinni, þar
áttu þau margar ánægjustundir.
Byggðu staðinn upp og gerðu að
sínum, tóku á móti vinum og
vandamönnum og áttu góða daga.
Ljúft er að minnast margra
ferða í hlíðina okkar kæru í
sumarbústaðinn til þeirra.
Auður fór í húsmæðraskólann á
Laugarvatni, á þann tíma minntist
hún alltaf með mikilli gleði og
kunni að meta þau órjúfanlegu
vinabönd sem þar mynduðust.
Auðar verður minnst með sökn-
uði af ættarmótunum þar var hún
sannkallaður gleðigjafi, jákvæð og
skemmtileg.
Nú er komið að kveðjustund,
ástkærrar systur verður sárt
saknað en mestur missirinn er hjá
hennar nánustu og fyrir þá sem
næst henni stóðu. En þeir geta
huggað sig við alla þá mannkosti
sem hún hafði að geyma og munu
geymast í minningunni um hana.
Nú er ferðin hafin yfir í annan
heim, þar munu þeir bíða sem
farnir eru á undan með opinn
faðminn og taka vel á móti henni.
Við kveðjum elskulega systur
og þökkum henni allt það sem hún
var okkur og biðjum henni guðs
blessunar.
Elsku Jóhannes, Helga, Katrín
og fjölskyldur, góður guð styðji
ykkur og styrki.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Við systur kveðjum í dag elsku-
lega móðursystur okkar hana
Auði. Við eigum henni margt að
þakka, hún var stór hluti af æsk-
unni og hafði mikil áhrif á okkar
líf.
Auður fæddist og ólst upp í for-
eldrahúsum ásamt stórum systk-
inahópi á Núpi í Fljótshlíð og vart
er hægt að hugsa sér fegurri stað
til að alast upp á.
Þó efnin væru ekki mikil af ver-
aldlegum gæðum þá ríkti ávallt
mikil samheldni og glaðværð. Oft
var mikið fjör á Núpi sem Auður
átti stóran þátt í, sungið, dansað
og mikið grínast.
Heimilið á Núpi var mjög
myndarlegt og var hvers konar
handverk í hávegum haft. Auður
átti ekki langt að sækja myndar-
skapinn og hafði mikla ánægju af
hvers konar handavinnu, með ein-
staklega fallegt handbragð og
liggja eftir hana margir fagrir
hlutir. Auður var dugnaðarforkur
til vinnu og var alla tíð útivinn-
andi, lengst af við verslunarstörf.
Rík er minningin um Auði hvað
hún var einstaklega skapgóð,
skemmtileg, orðheppin og kát
manneskja með sinn dillandi hlát-
ur og hafði yndislega nærveru,
enda var hún mjög vinsæl af þeim
sem til hennar þekktu, eldri sem
yngri sem sóttu í návist hennar því
alltaf var stutt í spaugið hjá elsku
Auði sem kom öllum í gott skap.
Eftir að Jói kom inn í líf hennar
var ljóst frá byrjun að það stefndi í
heilagt hjónaband sem verið hefur
farsælt og gæfuríkt. Auður og Jói
hafa alltaf átt fallegt heimili,
lengst af í Kjalarlandinu sem gott
og notalegt var að heimsækja. Þau
eignuðust síðan draumadæturnar
Helgu og Katrínu Olgu sem við
höfum alla tíð átt náið frænkusam-
band við sem er okkur mjög dýr-
mætt.
Fljótshlíðarræturnar voru
sterkar og eignaðist fjölskyldan
sumarbústað þar sem hún hefur
dvalið löngum og liðið vel.
Það er átta ára aldursmunur á
okkur systrum svo við vorum með
Auði hvor á sínum tímanum. Katr-
ín var svo lánsöm sem barn að fá
að vera á Núpi á sumrin með Auði
og minningarnar ótalmargar.
Systurnar Auður og Sigga voru
eins og bestu mömmur sem var
ómetanlegt fyrir litlu frænkuna
frá Reykjavík.
Ávallt ríkti sérstaklega góður
vinskapur milli móður okkar Guð-
mundu og Auðar þrátt fyrir tölu-
verðan aldursmun og var mjög
kært á milli þeirra systra. Hið
góða samband hélst alla tíð og
lýsti sér m.a. í því hvað Auður
sýndi Guðmundu mikla um-
hyggju- og ræktarsemi þegar ald-
ur færðist yfir hana og heilsunni
hrakaði.
Við systur vorum svo heppnar
að Auður og Jói hófu sinn búskap
á Hofteignum í næsta húsi við
okkur svo það var mjög greið leið
til þeirra sem við nýttum okkur
óspart. Þegar foreldrar okkar
stóðu í byggingaframkvæmdum
þá fékk Katrín að búa hjá þeim í
nokkra mánuði. Þar leið henni
mjög vel og er þakklát fyrir að
hafa fengið að vera hjá þeim þenn-
an tíma. Ekki má gleyma hvað það
var góður matur og fínar kökur
hjá Auði.
Þegar Matthildur stálpaðist
sótti hún mikið til Auðar og fjöl-
skyldu og dvaldi ófáar stundir hjá
þeim, þar átti hún gott skjól. Þeg-
ar hún veiktist alvarlega fyrir
nokkrum árum var Auður eins og
klettur við hlið hennar og sat hjá
henni dögum saman til að veita
henni stuðning.
Olga dóttir Katrínar fékk líka
að njóta barngæsku og umhyggju-
semi Auðar og fjölskyldu. Hún var
mikið í pössun hjá þeim í Kjalar-
landinu og fékk að fara með í sum-
arbústaðinn og á hún góðar og
dýrmætar minningar frá þeim
tíma sem hún er þakklát fyrir.
Við systur erum ríkar af hlýjum
minningum um elsku Auði og
kveðjum hana með virðingu og
söknuði. Vottum fjölskyldunni
dýpstu samúð og megi góður Guð
styrkja þau í sorginni.
Katrín og Matthildur.
Ég kynntist Auði þegar ég
byrjaði að vinna í Málaranum
1985. Hún tók mig strax undir
sinn væng, bauð okkur hjónum í
bústað þeirra Jóhannesar í Fljóts-
hlíðinni með fleira samstarfsfólki
og passaði að fólk héldi sambandi,
þó að Málarinn liði undir lok. Auð-
ur fór ekki varhluta af heilsuleysi
og átti orðið mjög erfitt með gang.
Alla virka daga þegar hún gat fór
hún samt í sund. Undanfarna
mánuði hef ég synt með þeim
hjónum og var gott að sjá hvað
starfsfólk Sundlaugar Grafarvogs
var hjálpsamt við hana.
Auður var glaðlynd og naut
þess að hitta fólk og spjalla og vildi
allt fyrir alla gera. Við heimsótt-
um þau hjón í bústaðinn og gistum
oftast og karlarnir brösuðu í trak-
torunum, Auður heklaði en ég
slæptist. Við sóttum fýlaveislur
með þeim í mörg ár, héldum
þorrablót með Málaragenginu og
ýmislegt fleira. Ég minnist Auðar
með söknuði og þakka henni sam-
veruna. Hvíldu í friði, kæra vin-
kona. Við Kalli vottum Jóhannesi,
Helgu, Katrínu og fjölskyldum
okkar innilegustu samúð.
Kristrún Helgadóttir.
Það eru rúm 62 ár síðan leiðir
okkar Auðar lágu saman. Við vor-
um 32 stúlkur úr öllum landshlut-
um sem komum saman að
Laugarvatni haustið 1956 til að
hefja nám í Húsmæðraskóla
Suðurlands í húsi sem heitir Lind-
in. Við vorum á aldrinum frá 16
ára, en flestar í kringum tvítugt.
Sjónvarpið var ekki komið en
rokkið var að ryðja sér til rúms.
Yndislega skólastjóranum okkar,
henni Jensínu, fannst sjálfsagt að
við færum á ball á Hellu en þar
átti að sýna rokk og eftir það var
óspart rokkað. Þegar frí var frá
náminu, gerðum við ýmislegt til
gamans eins og segir í einum
skólabragnum:
Í setustofu á kvöldin oft saman safnast
var
með sauma eða sitthvað um að rabba.
Sögur voru sagðar og svo var rokkað
þar
en stundum bara farið út að labba.
Við vorum átta Rangæingar og
var Auður einn þeirra. Hún var
frá Núpi í Fljótshlíð, sem er ein af
fegurstu sveitum landsins. Í svo
litlum skóla og nábýli við hver
aðra kynntumst við allvel og var
alltaf gott samkomulag og góður
andi sem við höfum borið gæfu til
að viðhalda æ síðan. Við höldum
upp á stórafmæli með hátíðar-
höldum og þess á milli hittumst
við heima hjá hver annarri. Sér-
staklega þær sem búa á höfuð-
borgarsvæðinu, en einnig höfum
við úti á landi farið til þeirra þegar
færi gefst og fengið þær í heim-
sókn.
Sláttumaðurinn slyngi hefur
ekki látið sitt eftir liggja í okkar
hópi. Auður er sú áttunda sem
kveður þessa jarðvist og þó fólk sé
orðið fullorðið er oftar en ekki
sorg en alltaf söknuður við andlát.
Auður var kát og hress stelpa og
alltaf góður félagi. Hún var viljug
að mæta með okkur þegar við
komum saman og hennar verður
sárt saknað.
Úr Lindinni er margs að minnast
en minningar sem lifa best
var kennurum og ykkur kynnast
mér kærast er og ég met mest.
Við þökkum Auði samfylgdina
og biðjum henni blessunar í nýjum
heimkynnum. Við vottum eigin-
manni, dætrum og fjölskyldum
þeirra, systkinum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúð. Megi góður Guð vera með
okkur öllum.
F.h. okkar skólasystra,
Ingibjörg Þorgilsdóttir.
Auður
Guðmundsdóttir
Elskuleg föðursystir og vinkona okkar,
ANNA BORG,
sem andaðist sunnudaginn 11. nóvember
á heimili sínu, Hrafnistu, Boðaþingi í
Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og
Gigtarfélagið.
Anna Elísabet Borg Rein Norberg
Elín Borg Benedikt Hjartarson
Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir
Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VILBORG BENEDIKTSDÓTTIR,
Grundarstíg 20, Sauðárkróki,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut laugardaginn 10. nóvember,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
24. nóvember klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Félag einstakra barna eða skilunardeild Landspítalans.
Árni Hjaltason
Ásta Kristín Árnadóttir
Arna Björk Árnadóttir Björgvin Ingi Stefánsson
Brynja Björk Árnadóttir
Benedikt Andrés Árnason Andrea Guðbrandsdóttir
og barnabörn