Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
✝ Víglundur Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
september 1943.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
12. nóvember 2018.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Þorsteinsson, f. 8.
júlí 1918, d. 21.
febrúar 1975, og
Ásdís Eyjólfsdóttir,
f. 14. desember 1921, d. 6. jan-
úar 2011. Systur hans voru:
Ásta Bryndís, f. 1. desember
1945, d. 12. október 1998, og
Hafdís Björg, f. 25. apríl 1955.
Víglundur kvæntist Sigur-
veigu Ingibjörgu Jónsdóttur
þann 14. desember 1963. Þau
skildu. Foreldrar hennar voru
Jón Sigurður Helgason stór-
kaupmaður, f. 20 febrúar 1903,
d. 28. nóvember 1976, og Hanna
Alvilda Ingileif Helgason (f. Ei-
riksson) húsmóðir, f. 9. septem-
ber 1910, d. 27. febrúar 1999.
Börn þeirra eru: 1) Jón Þór, f.
4. júlí 1964. Kona hans er Birna
Ósk Björnsdóttir. Synir þeirra
eru; Björn Ingi, f. 22. júní 1997,
og Egill Gauti, f. 8. maí 2000. 2)
Þorsteinn, f. 22. nóvember 1969.
Kona hans er Lilja Karlsdóttir.
arensen, f. 24. október 1973.
Eiginmaður hennar er Þröstur
Þórhallsson. Börn þeirra eru
Þórhallur Axel, f. 20 ágúst
2002, og Kristín María, f. 23.
ágúst 2005. Dóttir Þrastar er
Anna Margrét, f. 1. janúar
1991.
Víglundur útskrifaðist frá
lagadeild Háskóla Íslands 1970.
Hann starfaði sem fram-
kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
1970-1971. Framkvæmdastjóri
BM Vallá hf. frá 1971 til 2001.
Starfandi stjórnarformaður BM
Vallá 2001-2010. Framkvæmda-
stjóri og stjórnarformaður
byggingafélagsins Lindarflatar
ehf. frá 2010 til dánardags. Víg-
lundur var formaður Orators
1968-1969. Bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins á Sel-
tjarnarnesi 1974-1978. Í stjórn
Verslunarráðs Íslands 1975-
1978. Í stjórn Félags íslenskra
iðnrekenda 1978-1991, formað-
ur 1982-1991. Formaður stjórn-
ar Útflutningsmiðstöðvar iðn-
aðarins 1979-1983. Í fram-
kvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands 1984-1998.
Sat í stjórn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna 1986-2007, for-
maður stjórnar 1992-1995, 1998-
2001 og 2004-2007. Í bankaráði
Íslandsbanka 2001-2004. Í stjórn
Eimskips 2013 til dánardags,
varaformaður stjórnar frá 2014.
Útför Víglundar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 21.
nóvember 2018, klukkan 13.
Dætur þeirra eru;
Sara Ósk, f. 5.
október 1997, Sóley
Björk, f. 22. júlí
2000, og Eva
Bjarkey, f. 22. apríl
2004. 3) Björn, f.
24. júní 1971. Kona
hans er Helga
Árnadóttir. Börn
þeirra eru; Andrea
Alda, f. 22. janúar
1999, Unnur, f. 5.
janúar 2004, og Ari Björn, f. 25.
október 2006.
Víglundur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Kristínu
Maríu Thorarensen, 27. júlí
1991. Foreldrar hennar: Axel
Thorarensen, f. 12. febrúar
1921, d. 26. október 1999, og
Jóhanna Hrafnhildur Hjálmtýs-
dóttir Thorarensen, f. 30. sept-
ember 1924. Börn Kristínar eru:
1) Axel Örn Ársælsson, f. 28.
júlí 1972. Sambýliskona hans er
Sigríður Sveinsdóttir. Synir
hans af fyrra hjónabandi eru:
Stanley Örn, f. 27. september
1996, Birnir Steinn, f. 9.
september 1999, og Styrmir
Logi, f. 19. júní 2004. Börn Sig-
ríðar eru Katla Kristín, f. 14.
mars 1997, og Sölvi, f. 27. júlí
2000. 2) Ásdís María Thor-
Með þessum fáu orðum langar
okkur bræður að minnast hans
pabba. Ókunnugum gat hann
stundum virst afar fastur fyrir.
Vissulega var hann ákveðinn mað-
ur og lét fátt standa í vegi sér þeg-
ar kúrsinn var tekinn. En þeir
sem þekktu hann vel vita að þar
fór maður með stórt hjarta sem
mátti ekkert aumt sjá. Hann var
þeim sem til hans leituðu ráðagóð-
ur og hjálpfús. Örlátur og með
ríka réttlætiskennd. Einstaklega
stórhuga, framsýnn og fylginn
sér. Hann bjó yfir aðdáunarverðri
áræðni og drifkrafti. Yfirsýn hans
og stálminni kom líka oft til góða.
Það mátti fletta upp í pabba eins
og alfræðiorðabók um ótrúlegustu
málefni.
Pabbi bar ekki tilfinningar sín-
ar á torg. Samræður okkar feðga
voru sjaldnast um slík mál en
þeim mun oftar líflegar og áhuga-
verðar samræður um þjóðmál og
samferðamenn. En við bræður
vissum líka alltaf að stuðning hans
áttum við óskoraðan, hvað sem á
gekk. Hann var alltaf tilbúinn til
hjálpar og ráð hans voru okkur
alltaf svo ómetanlega mikils virði.
Að finna fyrir styrk hans að baki
okkar og stolti hans af verkum
okkar hefur verið okkur ómetan-
legt alla tíð.
Stolt hans af fjölskyldu sinni og
ekki síst öllum barnabörnunum
fór ekki leynt og hann fylgdist
grannt með afrekum þeirra í tóm-
stundum og námi. Í minningum
þeirra sitja ófá jólaboðin á Lind-
arflöt og skötuveislur hin síðari ár
auk árlegrar aðfangadagsferðar í
kirkjugarðana þar sem pabbi fór í
gegnum ótal sögur af ættinni.
Pabbi var svo sannarlega sam-
ferðamönnum sínum eftirminni-
legur. Það gustaði oft um hann
enda lá hann sjaldnast á skoðun-
um sínum. Fyrir vikið var hann oft
umdeildur en vakti líka aðdáun.
Fjölmargir þeirra hafa haft sam-
band eða stöðvað okkur bræður á
förnum vegi til að minnast hans,
greiðvikni hans og stuðnings í
stóru sem smáu. Slíkar sögur ylja
okkur um hjartaræturnar.
Síðustu æviár pabba voru hon-
um að mörgu leyti erfið. Þó svo að
heilsan væri farin að gefa sig hélt
hann þó alltaf ótrauður áfram.
Uppgjöf var aldrei til í hans orða-
forða. Hann kvartaði aldrei og
tókst á við þessa baráttu af ein-
stöku æðruleysi. En ekkert okkar
sigrar dauðann. Pabbi skilur eftir
sig stórt skarð sem aldrei verður
fyllt. En um leið skilur hann eftir
sig hafsjó af góðum minningum og
leiðarljós sem mun án efa lýsa
okkur veginn um ókomna tíð.
Jón Þór, Þorsteinn og Björn.
Komið er að kveðjustund. Ég
er knúinn til að hugsa um kæran
Víglund í þátíð. Víglund sem var.
Víglundur var ansi magnaður.
Magn hans af visku, vinnusemi og
elju til góðra verka vegur þar
þyngst. Víglundur var þungavigt-
armaður. Í seinni tíð hefði mátt út-
færa þá myndlíkingu á ýmsan
hátt. Ég gerði það samt ekki. Þeir
sem honum unnu heitt vita hvað
ég meina. Víglundur markaði sín
djúpu spor á okkar samfélag en
ekki síður á mitt líf, ungur og ekki
fullmótaður. Víglundur var stjúpi
minn. Var afi sona minna.
Víglundur var maður mömmu
minnar. Og fyrir það er ég um-
fram allt þakklátur. Hann kom inn
í mitt líf á góðum tíma. Og ég hans.
Vil trúa því. Reyndar fylgdi ég
bara með í pakkanum. Samsett
fjölskylda að einhverju leyti. Nýir
stjúpbræður. Ég tók honum fagn-
andi og öllu sem honum fylgdi.
Víglundi fylgdu breytingar. Til
betri vegar. Hann sýndi strax sína
eiginleika. Ég skynjaði traust og
virðingu. Hann vildi veg allra í
kringum sig sem mestan. Á hart-
nær þrjátíu árum sem liðin eru,
hafa minningarnar hrannast upp.
Sumar freðnar, tilfinningabældar,
aðrar grunnt undir kviku sálar.
Ég naut aðstoðar Víglundar strax,
en mest á mínum árum í Þýska-
landi. Þar naut hann sín líka.
Fannst mér. Talaði tungumálið
lýtalaust án þess að hafa búið utan
Íslands. Þannig var Víglundur.
Tilhlökkun ávallt þegar þau
mamma komu í heimsókn, oft
hann einn líka. Menning, saga,
matur og drykkur. Tvinnað saman
við góð viðskipti við kæra félaga
erlendis. Hann gerði vel. Hann
kenndi mér margt á þessum tíma.
Óafvitandi. Samt var líka margt
sem hann vildi innræta manni.
Viljandi. Hjálpsemi þegar mest á
reynir og góð ráð tek ég með mér.
Líka rimmurnar. Skoðana-
rimmur. Ekki hatrammar. En oft
steypuharðar. Þegar ég í raun
þráði föðurlega mýkt umfram
annað en kunni ekki að kalla eftir
því frá honum. Stundum tókst
mér það og þá voru báðir sáttir.
Stundum var þrjóskan yfirsterk-
ari um stund. Engin eftirmál. Eft-
ir stendur góð og ljúf minningin
um Víglund sem var.
Víglundur var samt ekki bara.
Hann er. Eða öllu heldur arfleifð
hans, sem er mikilvægur vegvísir
minn um vegi framtíðarinnar.
Óafvitandi. Ég finn að það sama
gildir um syni mína og marga
aðra. Ég vona að hann hafi samt
vitað það. Ég finn það sterkar
núna þegar ég neyðist til að
kveðja hann. Mér þótti líka miklu
vænna um hann en ég leyfði mér
að gefa upp í veikindum hans. Við
ræddum ekki tilfinningar mikið
þessi síðustu misseri. Svigrúmið
til þess var ekki nægt. Verkefni
hans voru ærin. Þessi stóri maður
mömmu minnar. Baráttumaður-
inn Víglundur, stjúppabbi minn.
Farinn er mér mjög kær maður og
það er gott að viðurkenna, hversu
sárt það er.
Sjáum ekki eftir neinu og för-
um okkar eigin leiðir í lífinu. Tök-
umst á við það. Þannig var Víg-
lundur sem var. Fram undan er
hann stolt minning okkar allra í
fjölskyldunni.
Axel Örn.
Afi Víglundur var einstaklega
hjartagóður og skemmtilegur. Við
bræður munum eftir ófáum gisti-
kvöldunum þar sem alltaf var boð-
ið upp á ís á kvöldin og Cheerios
með súrmjólk á morgnana. Þar lá
nefnilega leyndarmálið, sem var
jafnvægi. Þó svo að afi hafi sífellt
verið að vinna og alltaf mikið að
gera passaði hann líka upp á að
hugsa um okkur barnabörnin og
fjölskylduna. Okkur er sérstak-
lega minnisstætt þegar við vorum
á Ítalíu vegna sextugsafmælis
hans og vorum á hraðbátum á
Gardavatni þegar afi fékk stjórn á
bátnum og sigldi honum um eins
og herforingi. Þegar afi vildi að-
eins athuga hversu hratt báturinn
kæmist hrópaði ítalski skipstjór-
inn upp yfir sig „Mamma mia!“.
Það var þá sem Ítalanum leist
ekkert á blikuna.
Önnur eftirminnileg minning
okkar bræðra um afa er jólaboðin
sem haldin voru árlega hjá afa og
ömmu. Boðið var upp á ýmiss kon-
ar mat og fengu þau alltaf jóla-
svein til að mæta með eitthvert
góðgæti í pokanum sínum fyrir
okkur barnabörnin. Jólaboðið var
nokkurs konar byrjun jólanna á
hverju ári þar sem öll fjölskyldan
kom saman og naut góðra stunda
saman. Nú er afi hinsvegar fallinn
frá og getum við því ekki notið
góðra stunda með honum lengur.
Hann skilur eftir sig stórt skarð
sem ekki verður fyllt. Þó svo að
hér höfum við talið upp eftirminni-
legar minningar eru þær ótal-
margar og sárt að þær geti ekki
orðið fleiri. Nú er því mikilvægt að
halda minningu hans í heiðri með
því að fylgja hans fordæmi og
passa alltaf upp á að hitta fjöl-
skylduna reglulega. Við erum báð-
ir einstaklega þakklátir fyrir að
hafa fengið að kveðja afa okkar
áður en hann fór. Þó svo að síðasta
árið hafi verið erfitt munu minn-
ingarnar sem við eigum með hon-
um lifa að eilífu.
Björn Ingi Leví Jónsson og
Egill Gauti Jónsson.
Ljóð um afa.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
Friðurinn sem þú loksins færð
Ég veit að þú ert kátur
Því ég heyri vel þinn hlátur
Flotta mynd af þér
Í hjarta mínu ber
Þó hugur minn nú sveimi
Ég aldrei þér samt gleymi
Ég tók í hönd þína
Sá sólina úti skína
Fann ylinn. Fann ást
Veit að þú ert ekki að þjást
Komið er að dánarstund
Þú færð loks þinn langa blund
Ég kveð þig hér í hinsta sinn
Elsku besti afi minn
Styrmir Logi Axelsson.
Í dag er autt sæti í litlum hópi
góðra vina þegar við fylgjum Víg-
lundi Þorsteinssyni hinsta spölinn.
Með honum er genginn atorku-
samur athafnamaður sem margur
sér nú á bak með söknuði.
Við vorum ekki stór hópur, en
þéttur. Um árabil höfum við hist
til samráðs um landsins gagn og
nauðsynjar og líka látið okkur
nokkru skipta um hagi hver
annars.
Fyrir fjórum árum sáum við á
bak Jóni Hákoni Magnússyni úr
hópnum. Hann var sá sem hafði
veg og vanda af því að kalla okkur
saman. Það lá í hlutarins eðli að
Víglundur tók við kefli hans. Og
nú er rúm þeirra beggja autt við
borðið sem hópurinn helgaði sér á
Kringlukránni.
Víglundur Þorsteinsson var
vörpulegur á velli. Hann var elju-
samur og kappsamur. Í lagadeild
Háskóla Íslands reyndist hann
vera afburða námsmaður. Það
voru því allar dyr opnar til starfa á
þeim vettvangi. En hann kaus að
hasla sér völl í atvinnulífinu og í fé-
lagsmálum. Það var meira að hans
skapi.
Hvar sem menn komu saman
gátu menn ekki annað en fundið
fyrir því ef Víglundur var þar á
meðal. Ekki vegna þess að hann
hefði þörf fyrir að láta bera á sér
heldur vegna hins að hann hafði
alltaf eitthvað fram að færa. Hann
hafði hugmyndir, hann sá alltaf
lausnir og var óragur við að tala
fyrir þeim og ryðja brautina sjálf-
ur.
Það gat ekki á annan veg farið
að maður sem búinn var þessum
kostum yrði kallaður til forystu í
samtökum atvinnufyrirtækjanna í
landinu. Stjórnmálaáhugi hans
var einnig ærinn og á þeim vett-
vangi hafði hann margvísleg áhrif.
Samskipti við verkalýðshreyf-
inguna voru ósmár þáttur í félags-
störfum Víglundar Þorsteinsson-
ar. Stundum gat hann verið
fullkappsamur eða fengið svo
margar hugmyndir að einhverjar
reyndust ekki raunhæfar. En
hann ávann sér traust viðsemj-
endanna fyrir þá sök að hann var
einlægur. Þeir vissu að hann var
fastur fyrir. Á móti skynjuðu þeir
að hann vildi leysa deilur. Og þeir
fundu að hann var óþrjótandi upp-
spretta að lausnum. Hann vildi
vel.
Með þessu móti ávann hann sér
traust og líka virðingu. Hann átti
því oft og tíðum þátt í að byggja
brýr þótt bilin sýndust breið. Víg-
lundur var fylginn sér um flesta
hluti en hann var ekki sérdrægur.
Næst lægi er að segja að hann hafi
verið hugsjónaríkur athafnamað-
ur.
Það verður ekki sagt um Víg-
lund að hann hafi miklast þegar
vel gekk. Þegar á móti blés sýndi
hann jafnan úrræðasemi og þol-
gæði. Þeir eiginleikar endurspegl-
uðust mæta vel í framgöngu hans
við þann óvægna sjúkdóm sem nú
hefur kallað hann burt.
Við vinir Víglundar fengum að
njóta mannkosta hans og dreng-
skapar. Fyrir það færum við fram
þakklæti okkar. Um leið leitar
hugurinn til þeirra sem næst hon-
um stóðu og mæta nú yl minning-
anna á kaldri kveðjustund. Fjöl-
skyldu hans sendum við
samúðarkveðjur.
Brynjólfur Bjarnason,
Magnús Gunnarsson,
Stefán Friðfinnsson,
Þorsteinn Pálsson.
Víglundur Þorsteinsson var
einn þeirra atvinnurekenda, sem
höfðu ríkan skilning á sjónarmið-
um launþega þegar kom að kjara-
samningum. Þess vegna naut
hann trausts og trúnaðar margra
verkalýðsleiðtoga fyrr á tíð. Þetta
áttu þeir sameiginlegt, Víglundur
og Einar Oddur Kristjánsson. Það
skipti oft sköpum að menn með
þeirra lífsviðhorf voru til staðar í
röðum vinnuveitenda. Og til allrar
hamingju er slíka menn enn að
finna innan Samtaka atvinnu-
lífsins.
Í áratugi var náið samband á
milli okkar Morgunblaðsmanna
þeirra tíma og Víglundar. Hann
var einn þeirra sem auðvelduðu
okkur að skilja stöðuna í kjara-
deilum og greindi hana á skil-
merkilegan hátt, bæði frá sjónar-
hóli vinnuveitenda og eins hvernig
hún horfði við viðmælendum hans
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Kynni okkar hófust að ráði
vegna þess að hann var vinur og
skólabróðir eiginkonu minnar
heitinnar en hún og fyrri eigin-
kona Víglundar, Sigurveig Jóns-
dóttir voru einkavinkonur. Þess
vegna var reglulegur samgangur
á milli fjölskyldna okkar frá fyrstu
tíð.
Víglundur var um skeið starfs-
maður Sjálfstæðisflokksins á þeim
tíma, þegar samband Morgun-
blaðsins og flokksins var nánara.
Við töluðum alla tíð og fram eftir
þessu ári um pólitík en á þeim ár-
um mjög mikið. Það voru mikil-
væg samtöl fyrir báða. Hann upp-
lýsti mig reglulega um stöðu mála
innan flokksins, ég upplýsti hann
með sama hætti um stöðu mála
innan annarra flokka, sem við
höfðum meiri aðgang að.
Nú á tímum þykja slík sam-
skipti á milli fjölmiðils og stjórn-
málaflokks ekki við hæfi en þá
voru aðrir tímar.
Um nokkurra ára skeið fórum
við Víglundur og eiginkonur okk-
ar, ásamt hópi frænda og vina,
töluvert um óbyggðir Íslands á
sumrin. Það voru eftirminnilegar
ferðir, sem áttu þátt í að auka
skilning okkar á þessu landi, sem
við búum í, náttúru þess og þeim
aðstæðum, sem fyrri kynslóðir Ís-
lendinga bjuggu við á tímum, þeg-
ar hvorki voru vegir né rafmagn.
Og það er ekki lengra liðið frá
þeim tíma en svo að föðuramma
mín ólst upp sem unglingsstúlka á
heiðarbýli langt inn í landi, fjarri
öðrum mannabyggðum og enn má
sjá merki um á leiðinni inn í Laka.
Víglundur var duglegur, kapp-
samur og hugmyndaríkur. Hann
hófst af eigin rammleik til vegs í
atvinnulífinu.
Fyrir einkarekinn atvinnu-
rekstur á Íslandi var hrunið eins
og náttúruhamfarir, sem engu
eirðu. Ég fylgdist með því af að-
dáun hvernig hann tókst á við þær
hamfarir af karlmennsku, kjarki
og þrautseigju.
Síðustu samskipti okkar voru í
seinni hluta ágústmánaðar. Hann
vildi benda mér á ákveðna þætti
varðandi orkupakka 3, sem um-
ræður voru þá að hefjast um að
ráði.
Ég vissi ekki þá hvað veikindin
voru farin að ganga nærri honum.
Með Víglundi er genginn einn
af eftirminnilegri mönnum okkar
samtíma.
Styrmir Gunnarsson.
Deyr fé, deyja frændur, deyr
sjálfur ið sama, en orðstír deyr
aldrei, hveim er sér góðan getur.
Þessi orð koma mér í huga þeg-
ar ég kveð vin minn Víglund Þor-
steinsson.
Við hittumst fyrst fyrir meira
en fjórum áratugum og bárum
gæfu til þess að með okkur tókst
fljótt vinátta, sem aldrei bar
skugga á.
Við unnum náið saman á vett-
vangi iðnaðar og vinnuveitanda í
marga áratugi og ég held að við
höfum komið nokkru góðu til
leiðar.
Fórum í skíðaferðir til Austur-
ríkis með fjölskyldunum, sóttum
fundi starfsbræðra erlendis og
veiddum saman bæði sjóbirting og
lax.
Árin frá hruni reyndust Víg-
lundi sem öðrum erfið og fór svo
að mótstaðan brast gegn þeim ill-
víga sjúkdómi, sem leiddi hann til
dauða langt fyrir aldur fram.
Taki þeir það til sín, sem áttu
þátt í því að setja hann á sinn
dauðalista.
Náinn samstarfsmaður hans til
margra áratuga sagði eitt sinn við
mig:
„Ef erfiðleikar steðja að mun
ég fyrstan allra velja mér Víglund
mér til fulltingis.“
Blessuð sé minning Víglundar
Þorsteinssonar.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Einn öflugasti liðsmaður Líf-
eyrissjóðs verzlunarmanna er nú
fallinn frá. Á engan er hallað þeg-
ar við þökkum Víglundi Þorsteins-
syni og samstarfsfólki hans í
stjórn lífeyrissjóðsins að hafa lagt
grunn að því stórveldi sem Lífeyr-
issjóður verzlunarmanna nú er.
Ekki síst ber þar að nefna farsælt
samstarf hans, fulltrúa vinnuveit-
enda, við fulltrúa launþega þar
sem Guðmundur H. Garðarsson,
Magnús L. Sveinsson og Björn
Þórhallsson voru hvað mikil-
virkastir. Lífeyrissjóður verzlun-
armanna er nú öflugasti lífeyris-
sjóður landsins utan opinbera
geirans. Það var ekkert sjálfgefið í
Víglundur
Þorsteinsson