Morgunblaðið - 21.11.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
þeim efnum og þurfti sannarlega
að berjast og vinna ötullega að því
markmiði sem ekki síst fyrir til-
stilli þessara manna hillir nú und-
ir: Að til sé að verða sterkt lífeyr-
iskerfi í landinu sem megnar að
greiða sjóðfélögum sínum góð eft-
irlaun.
Þetta gekk sannarlega ekki
baráttulaust og var Víglundur
lykilmaður í þeirri þróun að koma
lífeyrissjóðum landsmanna frá
veikburða sjóðakerfi sem stóð
ekki undir miklum lífeyrisskuld-
bindingum á áttunda áratugnum
til þess að vera svo öflugt kerfi að
það megnar að greiða traust eftir-
laun auk þess að fjármagna bæði
atvinnulíf landsmanna að stórum
hluta og sömuleiðis íbúðalán fjöl-
skyldnanna í landinu.
Áhugi og eldmóður Víglundar
var öðrum bæði hvatning og fyr-
irmynd og aldrei hvikaði hann frá
markmiðinu um að efla og styrkja
sjóðinn. Þekking hans og reynsla
af margvíslegum félagsmálum
kom þá einnig að góðu gagni þeg-
ar glíma þurfti við stjórnvöld og
löggjafann.
Hjá Lífeyrissjóði verzlunar-
manna er Víglundar ekki síst
minnst fyrir áhuga hans og
ræktarsemi, stuðning við bæði
stjórn, stjórnendur og annað
starfsfólk sjóðsins. Víglundur sat í
stjórn sjóðsins frá 1986 til 2007
eða samfellt í 21 ár sem voru sjö
kjörtímabil. Vinnuveitendur og
launþegar skipta með sér forystu í
stjórninni og var Víglundur lengst
af formaður eða varaformaður,
eða fimm kjörtímabil af þessum
sjö.
Þegar ég fyrir hönd stjórnar og
starfsfólks Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna kveð Víglund Þorsteins-
son er mér efst í huga þakklæti
fyrir dugnað hans og elju og hlýtt
viðmót í garð okkar allra. Ég bið
fjölskyldu hans og öllum aðstand-
endum allrar blessunar.
Guðrún Hafsteinsdóttir,
stjórnarformaður Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna.
Kveðja frá BM Vallá.
Í dag er Víglundur Þorsteins-
son kvaddur hinstu kveðju 75 ára
að aldri. Víglundur helgaði starfs-
ævi sína BM Vallá frá 17 ára aldri
til ársins 2010 að einu ári undan-
skildu. Hann var forstjóri og
stjórnarformaður um áratuga
skeið, varð eigandi fyrirtækisins
og lét til sín taka á vettvangi at-
vinnurekenda og þjóðmála. Það
var aldrei nein lognmolla í kring-
um Víglund enda mjög ákveðinn í
allri sinni framgöngu, framsýnn
um margt, stórhuga og áræðinn.
Hann kvað fast að orði, var bein-
skeyttur og kappsamur en var
ekki allra. Sem stjórnandi fyrir-
tækisins sýndi hann mikinn metn-
að og gerði miklar kröfur til sjálfs
sín og annarra. Hann gat ögrað
fólki og komið með verkefni og
viðfangsefni sem voru stjórnend-
um og starfsmönnum mikil áskor-
un. Slík verkefni skiluðu þó oftar
en ekki árangri og vörðuðu leiðir
fram á við. BM Vallá hefur í gegn-
um tíðina haldist vel á góðu starfs-
fólki og margir unnið í áratugi hjá
fyrirtækinu, m.a. er það vegna
farsæls ferils og persónuleika Víg-
lundar. Ef starfsfólk leitaði til
hans með alvarleg málefni lá hann
ekki á liði sínu ef hægt var að að-
stoða.
BM Vallá hefur ekki farið var-
hluta af íslenskum hagsveiflum og
kreppuárum í gegnum tíðina. Þar
sýndi Víglundur gríðarlega þraut-
seigju og kjark við að koma fyr-
irtækinu í gegnum niðursveiflur
við oft erfið skilyrði í þungum
rekstri. Þar reyndi á traust manna
á milli m.a. við lánardrottna þegar
vanskil og gjaldþrot gengu yfir
verktaka- og byggingariðnaðinn
stafna á milli. Hann fór sínu fram
og var jafnvel óútreiknanlegur í
sínum ákvörðunum. Bankahrunið
og afleiðingar þess urðu BM Vallá
afar þung og í lokin óviðráðanleg.
Víglundur þakkaði starfsfólki sínu
samstarfið er hann þurfti frá að
hverfa og óskaði því og félaginu
velgengni fram á veginn og gat
þess að hugur hans fylgdi okkur
áfram. Víglundur var orðheppinn
og gat auðveldlega gert að gamni
sínu. Ýmsar fleygar setningar og
orð sem hann lét falla við menn
eða við ákveðin tilefni gleymast
ekki og halda minningu og virð-
ingu hans á lofti.
BM Vallá kemur víða að ýms-
um fjölbreyttum verkefnum í
byggingariðnaðinum og í íslenskri
mannvirkjagerð og hefur starf-
semi fyrirtækisins oft verið um-
fangsmikil. Það skipulag sem nú
er á rekstri félagsins byggist að
verulegu leyti á þeim grunni og
stefnu sem hann markaði og fyrri
eigendur þess. Með virðingu vill
undirritaður fyrir hönd BM Vallár
þakka Víglundi hans framlag sem
krafðist oft langra vinnudaga og
andvöku þegar verst og mest gekk
á.
Nú er komið að hinstu kveðju
þessa mikla kappa og verður hans
lengi minnst meðal allra sem
kynntust honum. Ég er þakklátur
fyrir traustið sem Víglundur sýndi
mér, samskipti og kynni okkar eru
gott veganesti í erli dagsins.
Ég vil að lokum votta eiginkonu
hans, sonum, stjúpbörnum og fjöl-
skyldunni allri samúð mína.
Lárus Dagur Pálsson,
formaður stjórnar.
Með Víglundi Þorsteinssyni er
genginn einn þeirra manna sem
stóðu í stafni við mótun íslensks
atvinnulífs undanfarna áratugi.
Víglundur var stór í sniðum, stór í
hugsun, stór á velli, sjálfsöruggur,
flugvel gefinn, fyrirferðarmikill,
harður í samskiptum en hjarta-
hlýr. Víglundur var með gott próf í
lögfræði og hefði hann kosið að
gera lögmennsku að lífsstarfi
hefði hann án vafa orðið mikils
metinn í þeirri grein.
Kynni okkar Víglundar hófust
þegar báðir voru ungir og hann
vildi fá mig til að starfa fyrir sig
sem fjármálastjóri BM Vallár hf.
Ákefð og sannfæringakraftur sem
maðurinn bjó yfir fór ekki milli
mála við fyrstu kynni. Víglundur
var maður sem sætti sig ekki við
neitun án baráttu.
Eftir atvinnuviðtalið rétti ég
honum höndina og sagðist þakka
það traust sem hann sýndi mér.
„Það tekur því ekki að kveðjast,
mig grunar að leiðir okkar eigi eft-
ir að skerast síðar á lífsleiðinni,“
var svar Víglundar. Þannig var
Víglundur, hugsaði marga leiki
fram í tímann, stöðugt að kort-
leggja stöðuna, þekkti marga og
hafði á hreinu ættartengsl og af-
stöðu einstaklinga hver til annars,
rétt eins og skákmaður sem lítur
yfir taflborð.
Það var rétt hjá Víglundi, leiðir
okkar áttu oft eftir að skerast,
stundum saman í liði, í önnur
skipti að verja hver sína hags-
muni, oft tekist hart á en aldrei
skilið í illu. Víglundur var afar
hugmyndaríkur en fyrst og síðast
praktískur í hugsun. Víglundur
starfaði innan Sjálfstæðis-
flokksins um áraraðir en aldrei
varð ég var við að hann hafnaði
einstaklingi vegna pólitískra skoð-
ana. Víglundur var eins og fleiri
ósáttur við hvernig fyrirtæki voru
eftir efnahagsörðugleikana árið
2008 tekin og færð sjóðum og
ópersónulegum eigendum á silfur-
fati.
Víglundur var maður sem fann
alltaf hugmyndum sínum farveg;
lokaðist farvegur fann hann
annan. Hugmyndir hans og bar-
áttumál fyrir því sem betur má
fara í íslensku þjóðfélagi rötuðu
víða enda oftast ný nálgun að
lausn vandamála. Tímarnir breyt-
ast og nýtt fólk kemur að stjórn
landsins. Þótt Víglundur væri
kominn á áttræðisaldur voru hug-
myndir hans svo ferskar og ný-
stárlegar og baráttuþrekið svo
mikið að ég veit að hann átti greið-
an aðgang að nýju fólki í forystu
íslenskra stjórnmála. Fyrir Víg-
lund var það niðurstaðan sem
skipti máli, ekki hver átti hug-
mynd eða hrinti góðri hugmynd í
framkvæmd.
Gunnlaugur M. Sigmundsson.
Segja má að saga Víglundar
Þorsteinssonar sé samofin sögu
BM Vallár. Hann hóf störf hjá fyr-
irtækinu 1961 sem sumarmaður
þar sem hann kynntist og starfaði
m.a. með stofnandanum Benedikt
Magnússyni frá Vallá eða Bensa
frá Vallá sem fyrirtækið heitir eft-
ir. Og seinna, í árslok árið 1970,
skipuðust mál þannig við andlát
Benedikts að hann nýútskrifaður
lögfræðingurinn, féllst á áskoranir
helsta samstarfsmanns Bene-
dikts, Sigursteins Guðsteinssonar
(Sigga Guss), um að koma og
stjórna með honum BM Vallá ehf.
Steypustöðvar þessa tíma voru
mun frumstæðari en þær eru í
dag. Steypan var að mestu blönd-
uð á steypustaðnum með tækni
sem hélt innreið sína í kjölfar
seinna stríðs. En nú var bygging-
ariðnaðurinn að taka breytingum
með innreið aukinnar fjöldafram-
leiðslu verktaka og bygginga-
meistara.
Sú þróun kallaði á nýja tíma
með nýrri tækni.
Í raun var um tæknibyltingu á
byggingamarkaði að ræða sem
kom til að svara kalli nýrra krafna
þessara viðskiptavina um stórauk-
in afköst við styttri vinnutíma.
Víglundur var þarna réttur maður
á réttum stað. Stórhuga og
óhræddur við áskoranir og upp-
bygging BM Vallár varð hröð.
Fullkomnar sjálfvirkar blöndun-
arstöðvar leystu hrærivélar á
steypustaðnum af hólmi og kranar
og seinna steypudælur sendu
steypuhjólbörurnar á byggðasöfn-
in. Unnt var að afkasta á einum
degi því sem árið 1960 þurfti vik-
una til.
Víglundur var í starfi sínu fyrir
BM Vallá fullur eldmóðs, vildi
vera í fararbroddi og lét fátt
stoppa sig. Hann var ákveðinn og
sterkur persónuleiki en samt var
gott að vinna fyrir hann enda kom
hann ákaflega vel fram við sína
gömlu starfsmenn. Það var líka lít-
il lognmolla í gangi og sífellt nýjar
áskoranir og ævintýri.
Það var gaman að vera með
honum í útlöndum. Víglundur var
ákaflega góður málamaður og tal-
aði t.d. þýsku reiprennandi. Á
veitingahúsum var algengt að allt
hringsnerist í kringum hann og í
samningum við erlenda sölumenn
var borin ósvikin virðing fyrir
honum. En segja má að akstur á
erlendum hraðbrautum sé mörg-
um minnisstæðust enda var þar
ekkert slegið af.
Þótt hann hafi á köflum verið
hrjúfur hið ytra var auðvelt að
skynja viðkvæmni hans og vænt-
umþykju gagnvart sínu nánasta
fólki. Hann kom einnig einstak-
lega vel fram gangvart þeim sem
minna máttu sín. Það var altalað
að gott væri að leita til hans með
hverskyns vandamál.
Víglundur Þorsteinson hafði
mikil áhrif á líf okkar og tilveru og
eins og aðrir miklir karakterar
breytti hann okkur á ýmsan hátt.
Og minning hans mun lifa í gull-
kornunum og látbragðinu sem við
höfum tekið upp eftir honum
Við vottum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúð.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá BM Vallá,
Þórarinn, Gylfi og Björn.
Eitt fremsta athafnaskáld síð-
ustu fimmtíu ára hefur kvatt
þennan heim. Mig langar úr fjar-
lægð að minnast hans nokkrum
orðum.
Víglundur Þorsteinsson var
það sem ég kalla drengur góður.
Alltaf hreinn og beinn en ákafinn í
framkvæmdum hans var með ein-
dæmum. Alltaf ef fyrirtæki mitt
vantaði steypu hvar sem það var,
var hann kominn með lausn sem
gekk upp. Sama hvort var um að
ræða að steypa Gígjubrú á sönd-
um Suðausturlands eða sprautu-
steypa aðkomugöng að væntan-
legri Kárahnjúkavirkjun á
norðausturhálendinu. Lið BM
Vallár var mætt og allt gekk eins
og í sögu. Sama má segja þegar
við fengum á okkur enn einn pólit-
íska hvirfilbylinn og vorum látnir
reisa hljóðmúr við Kirkjusand.
Víglundur leysti það aðdáunar-
lega með sínum mönnum og sínu
einstaka frumkvæði.
Svo mætti áfram telja, Ég var
nýkominn á tékkheftið hjá pabba
þegar Víglundur fór að koma á
föstudögum í leit að aurum fyrir
útborgun. Við vorum báðir
hálfþrítugir eða svo. Með okkur
tókst snemma vinátta sem ég met
meir en flesta viðkynningu sem
mér hlotnaðist á nær 30 ára
starfsferli í byggingariðnaði.
Víglundur átti erfitt með að
fyrirgefa mér þegar ég seldi hluta-
bréf mín í Ármannsfelli hf.
skömmu fyrir aldamót, en ég gat
einfaldlega ekki meira. Ég var
orðinn örmagna á sífelldu and-
streymi, flestu af pólitískum toga.
Sérstaklega fannst honum ég láta
bréfin á gjafverði en því réð æðsti
prestur stjórnmálanna. Víglundur
sat í stjórn Ármannsfells hf. um
langt árabil og voru hans ráð betri
en engin. Ég fékk aftur að fylgjast
með ótrúlegri útrás dótturfyrir-
tækis BM Vallár sem var Vikur-
vörur h.f. með stjórnarsetu í því
fyrirtæki og var ótrúlegt að fylgj-
ast með hvílík verðmæti hann náði
að skapa úr Hekluhafi, þó vissu-
lega hefði stundum samkeppnin
verið nánast ómöguleg.
Víglundur var svo vel af Guði
gerður að leitun er að öðrum eins,
en fyrst og fremst var hann gegn-
umheill í öllu sem hann gerði og
það er kannski ekki vænlegt til
vinsælda í hreppapólitík samtím-
ans en það er fágætur og mikils-
verður eiginleiki. Ég þakka for-
sjóninni fyrir að hafa fengið að
eiga samleið með honum um ára-
tugaskeið. Veröldin væri litlausari
án hans. Sonum hans og fjöl-
skyldu votta ég djúpa samúð
mína.
Ármann Örn Ármannsson.
Það er sumarið 1964 og ég er
eitthvað að gera mig breiðan út af
vigtarmálum á steypubílum á Ár-
túnshöfða. Það er uppistand og ég
kalla á lögguna.
Þarna kemur til mín hár og
myndarlegur ungur maður sem
ég vissi að hét Víglundur og var að
læra til lögfræðings en naut ein-
hverra metorða hjá BM Vallá,
sem var samkeppnisaðilinn um
steypusálirnar. Hann spyr mig
brosmildur hvað ég sé nú að
bralla.
Kynni okkar áttu eftir að verða
mikil næstu 38 árin. Við urðum
harðir samkeppnisaðilar og það
gustaði oft. En við vorum báðir
sjálfstæðismenn og það hjálpaði.
Hann var mun vinsælli maður af
alþýðu en ég með mína mörgu
hnýfla og einfaraeðli á þeim árum.
Hann hafði afskipti af stjórnmál-
um en ég var feiminn. Hann var
félagslyndur og hafði traust
manna.
Við reyktum báðir og vildum
hætta. Hann hætti seinna í vindl-
unum í beinni útsendingu á Hótel
Borg þegar hann var orðinn for-
maður iðnrekenda. Ég hætti
margoft ævilangt allt til 2002 þeg-
ar það loks tókst. Veit ekki um
staðfestu „Lundans“.
Það kom oftlega fyrir að við
tókum tal saman um allt annað en
steypumarkaðinn. Ég fann fljótt
að mig munaði um margar upplýs-
ingar sem frá honum flæddu.
Hann var ótrúlega athugull, víð-
sýnn og fróður. Og það var yfir-
leitt mjög gott á milli okkar.
Árin liðu og fyrr en varir voru
mín steypuár orðin 38. Þá lauk
þeim skyndilega. Þetta var í upp-
hafi mestu steyputíðar Íslands og
nú hófst uppgangur Víglundar
fyrir alvöru. Hann keypti djarfur
upp fjölda fyrirtækja og áhrif
hans urðu mikil fram að hruni. Þá
var hann leiddur fyrir aftökusveit
að hans eigin sögn og missti fyr-
irtækið. Ég missti líka hlutfalls-
lega margt vegna eigin fíflsku,
sem er ekki betra að lifa með en
það sem Víglundur þurfti að þola
fyrir atbeina óvina sinna.
Ég er staddur á svölum í Saln-
um í Kópavogi einhvern tímann á
SJÁ SÍÐU 24
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN SVEINSSON
vélstjóri,
áður til heimilis í Ljósheimum 2,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 26. nóvember
klukkan 13.
Aðstandendur vilja þakka starfsfólki á Litlu Grund alúðlega
umönnun og hlýju.
Guðrún Jónsdóttir
Þórunn Ósk Jónsdóttir Þorsteinn Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskaður eiginmaður minn, faðir og afi,
JÓN VÍDALÍN HALLDÓRSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut miðvikudaginn 14. nóvember.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 28. nóvember klukkan 13.
Birna Á. Olsen
Guðrún H. Jónsdóttir
Guðrún Birna Jakobsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari,
áður til heimilis í Skeiðarvogi 111,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ,
laugardaginn 17. nóvember. Útförin verður auglýst síðar.
Sigrún Sigurðardóttir Halldór M. Gunnarsson
Anna Svanh. Sigurðardóttir
Guðrún Rósa Sigurðardóttir
Kjartan Sigurðsson Særún Jónasdóttir
Haraldur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVAVA BENEDIKTSDÓTTIR,
Sunnuvegi 4, Þórshöfn,
lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð
sunnudaginn 18. nóvember.
Magni B. Ásmundsson
Heiðbjört Ó. Ásmundsdóttir Sigurður Jakobsson
Karl Þór Ásmundsson Arnfríður Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN EINAR VALGEIRSSON,
Hólavegi 16, Siglufirði,
lést sunnudaginn 18. nóvember.
Útför fer fram laugardaginn 24. nóvember
klukkan 11. frá Siglufjarðarkirkju.
Elísabet K. Matthíasdóttir
Jóna Matthildur Jónsdóttir Sigurður V. Skarphéðinsson
Halldór Kristján Jónsson Alina Kerul
Þórkatla Jónsdóttir Vakhtang Gabrosvili
Sigurlaugur Oddur Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn