Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs á Húsavík,er þrítugur í dag. Hann er borinn og barnfæddur Húsvíkingur oger fæddur inn í Völsung að eigin sögn. „Ég var mest í fótbolta og
handbolta og er byrjaður núna í öldungablakinu. Maður er kominn á
þann aldur að mega það og það er gaman að því. Ég spilaði með meist-
araflokki í fótbolta og handbolta og við mættum Loga Geirssyni og fé-
lögum í FH einu sinni í bikarnum. Það var ansi gaman en við fórum ekki
lengra í bikarnum það árið.“
Fjölbreytt íþróttastarf er stundað hjá Völsungi, félagsmenn eru ríf-
lega 1.000 og iðkendur eru ríflega 500. „Við teljum okkur veita öfluga
þjónustu og vera leiðandi í íþrótta-, æskulýðs, forvarna- og lýðheilsu-
starfi hérna í sveitarfélaginu Norðurþingi. Við erum með alla aldurs-
hópa frá yngstu börnum og til eldri borgara og einnig afreksfólk innan
borðs. Við erum m.a. með knattspyrnu og blak, sunddeild, skíðagöngu-
deild, fimleika, boccia, bardagaíþróttir og almenningsíþróttir sem eru
bandí, hlaup, íþróttaskóli og fleira.“
Jónas ætlar að taka sér frí í tilefni dagsins. „Ég veit ekki hvort maður
á að segja hvað ég ætla að gera fyrst ég starfa fyrir íþróttahreyfingu,
en ég ætla með frúnni í bjórbaðið hjá Kalda á Árskógssandi og svo end-
ar maður daginn úti að borða með nánustu vinum og ættingjum.“
Sambýliskona Jónasar er Svala Hrund Stefánsdóttir, kennaranemi
við Háskólann á Akureyri og flugvallarstarfsmaður á Húsavík. For-
eldrar Jónasar eru Friðrik Jónasson málari og Arnfríður Aðalsteins-
dóttir sem vinnur á Jafnréttisstofu á Akureyri.
Í Hörgárdal Jónas ásamt hundinum sínum Gutta í landi Steðja á
sólríkum degi um verslunarmannahelgina í fyrra.
Fjölbreytt íþrótta-
starf á Húsavík
Jónas Halldór Friðriksson er þrítugur í dag
G
uðný Pálsdóttir fæddist á
Siglufirði 21.11. 1943,
ólst þar upp og átti þar
heima þar til hún varð
tvítug. Hún dvaldi í
sveit í eitt sumar, 1956, í Miðkoti við
Dalvík.
Guðný byrjaði ung að vinna við
síldarsöltun og stundaði versl-
unarstörf á sumrin á Siglufirði. Hún
tók gagnfræðapróf 1960 frá Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar, var síðan í
lýðháskóla í Noregi frá 1962-63 og
kenndi við Grunnskóla Siglufjarðar
1963-64.
Guðný flutti til Reykjavíkur haust-
ið 1964, hóf þar nám við Kenn-
araskóla Íslands og lauk kenn-
araprófi árið 1971.
Guðný var síðan eitt sumar for-
stöðukonu sumardvalarheimilis
Templara á Jaðri. Hún hóf störf hjá
Samvinnutryggingum haustið 1971
Guðný Pálsdóttir kennari á Siglufirði – 75 ára
Barnabörnin Stefán, Katrín, Guðný Birta og Sara Elísabet, og í fremri röð: Ellen Daðey, María og Emma Hrólfdís.
Fór suður en kom
aftur á æskuslóðirnar
Slakað á með kaffibolla Guðný í kórferð í Flórens á Ítalíu fyrir fáum árum.
Stykkishólmur Iðunn Mar-
grét Árnadóttir fæddist 4.
ágúst 2018 kl. 22.47. Hún vó
3.992 g og var 52 cm löng.
Foreldrar hennar eru Anna
Margrét Ólafsdóttir og Árni
Ásgeirsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
• Gamli lykillinn
virkar áfram
• Vatns- og
vindvarinn
Verð: 39.990 kr.
LYKILLINN ER Í SÍMANUM
Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli
til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum
þegar þér hentar og hvaðan sem er.
Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með
umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir
börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að
fara heim eða lána lykil.
Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum.
Sölumenn okkar taka vel á móti þér.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is