Morgunblaðið - 21.11.2018, Síða 36
TÍMINN VINNUR
MEÐ FLUGKORTINU
Hjá blómlegum fyrirtækjum eru
starfsmenn gjarnan á ferð og
flugi. Með sérstökum afsláttar-
kjörum á flugi eykur Flugkortið
hagkvæmni í rekstri og tryggir
lægri ferðakostnað starfsmanna.
Skerðu niður
ferðakostnaðinn
innanlands
Tryggðu fyrirtækinu þínu Flugkortið á airicelandconnect.is
Tónleikar í röðinni Klassík í Vatns-
mýrinni verða haldnir í Norræna
húsinu í kvöld kl. 20. Hafdís Vigfús-
dóttir flautuleikari og Kristján Karl
Bragason píanóleikari flytja þar
nokkur öndvegisverk franska
flautuskólans auk frumflutnings á
verki með skírskotun til Parísar,
„Les escaliers des rues de Paris“
eftir Gísla J. Grétarsson.
Í hjarta Parísar í
Klassík í Vatnsmýrinni
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
freistar þess á næsta ári að tryggja
sér sæti á sínu þriðja stórmóti í
röð; EM 2020. Dregið verður í riðla
fyrir undankeppnina 2. desember.
Nú liggur fyrir hvernig styrk-
leikaflokkarnir verða skipaðir og er
Ísland í flokki með stórliði Þýska-
lands. Ísland byrjar og endar und-
ankeppnina á útivelli. » 1
Ísland fékk Þýskaland
í sinn styrkleikaflokk
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
KA-menn komu nokkuð á óvart í Ol-
ís-deild karla í handknattleik í gær
og náðu í tvö stig til Vestmannaeyja
með því að leggja nú-
verandi Íslandsmeist-
ara í ÍBV að velli
32:30. Sigurinn
hefði í raun get-
að orðið stærri
því KA hafði
fimm marka
forskot þegar
einungis rúmar
þrjár mínútur voru
eftir af leiknum.
Eyjamenn hleyptu
þó spennu í leikinn
og minnkuðu muninn
niður í eitt mark. »3
KA-menn nældu í sigur
í Vestmannaeyjum
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Nýlega voru stofnuð Rafíþrótta-
samtök Íslands, samtök sem með
markvissum hætti er ætlað að halda
utan um uppgang rafíþrótta hér-
lendis.
„Þetta er í fyrsta skipti sem allir
skipuleggjendur og fólk sem hefur
verið virkt í rafíþróttum hér á Íslandi
í gegnum tíðina koma saman og
standa á bak við eitt félag,“ segir
Ólafur Hrafn Steinarsson, stjórn-
arformaður Rafíþróttasamtaka Ís-
lands. Ólafur hefur um árabil starfað
hjá tölvuleikjaframleiðandanum Riot
Games, sem framleiðir m.a. League
of Legends-tölvuleikinn. „Þetta er
orðið rosalega stórt erlendis og hefur
farið stækkandi á síðustu árum. Ég
hef búið erlendis síðustu fjögur ár en
er fluttur aftur til Íslands. Ég bjó á
Írlandi og hef unnið í tölvuleikjaiðn-
aðinum síðustu sjö ár, alltaf í kring-
um tölvuleikjakeppnir. Fyrsta árið
mitt hjá Riot Games fékk ég tæki-
færi til að ferðast um allan heiminn
og það var þá sem ég fékk þann
draum að koma rafíþróttum almenni-
lega inn á Íslandi,“ segir Ólafur.
Sem dæmi um stærð íþróttarinnar
erlendis horfðu um 60 milljónir
manna á útsendingu frá lokakeppni
heimsmeistaramótsins í League of
Legends árið 2017.
Reynslumikil stjórn RÍSÍ
Ólafur segir mikla reynslu að finna
í stjórn samtakanna en þar sitja m.a.
skipuleggjendur Tuddans, HRings-
ins og Melína Kolka Guðmundsdóttir
hjá Ground Zero, sem stofnaði einnig
tölvuleikjasamfélag íslenskra
kvenna. Ólafur segir Ísland hafa átt
frábæra atvinnumenn í rafíþróttum í
gegnum tíðina þrátt fyrir litla sem
enga innviði hérlendis. Hann segir að
með réttum stuðningi geti Ísland
ræktað hæfileikaríkt fólk á þessum
vettvangi.
Hann segir mikil tækifæri fólgin í
rafíþróttum á Íslandi bæði vegna
þess hversu fá við erum en einnig
vegna þess að við eigum frábæra inn-
viði í kringum skipulagt íþróttastarf.
Heilbrigð hugarleikfimi
„Við stöndum frammi fyrir því að
geta gert þetta almennilega og byggt
upp rafíþróttir hérlendis sem heil-
brigða iðju.“ Mikil hugarleikfimi er
fólgin í því að taka þátt í keppnum í
rafíþróttum sem geta staðið yfir í
marga klukkutíma. „Áherslurnar eru
á að það sé opið fyrir alla að komast
inn í starfið. Að það sé skipulagt
hópastarf í kringum þessa tölvuleiki
og í kringum iðkun rafíþrótta. Að
nemendur séu að æfa saman í hóp-
um, myndi félagsþroska og nálgist
þetta með sama hugarfari og aðrar
íþróttir . Þú borðir hollan mat,
drekkir nóg vatn, sitjir rétt við tölv-
una og svo framvegis. Því þetta
skiptir allt máli þegar þú ert farinn
að stunda þetta á þessum forsendum
sem rafíþróttirnar gefa okkur.“
Morgunblaðið/Hari
Stjórnarformaður Ólafur Hrafn sér mikla möguleika á að Íslendingar geti náð langt í rafíþróttum á komandi árum.
Íslenskar rafíþróttir
komnar undir einn hatt
Nálgast rafíþróttir með sama hugarfari og aðrar íþróttir