Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 4
STÖÐUTÁKNIÐ
Það þykir nokkuð gott að eiga
hring með stórum demanti, en
hvað ef demanturinn er svo stór
að hann myndar sjálfan hringinn?
Einmitt þannig hringur verður
boðinn til sölu á uppboði Sothe-
by‘s í Miami 5. desember næst-
komandi. Er áætlað að hringurinn
seljist á 150-250.000 dali, sem
verður að teljast nokkuð vel
sloppið þegar haft er í huga
hversu mikið hefur verið í hann
lagt.
Um sérhannaðan og sérsmíð-
aðan hring er að ræða, og er hann
slípaður úr gervidemanti sem
bandaríska sprotafyrirtækið Dia-
mond Foundry framleiddi. Verður
stærð hringsins löguð að fingri
kaupandans, svo lengi sem hann
þarf ekki meira en stærð 5.
Tvær af skærustu stjörnum
vöru- og iðnhönnunarheimsins,
þeir Jony Ive hjá Apple og Marc
Newson, eiga heiðurinn að útliti
hringsins, og hafa gefið honum
nafnið The (Red) Diamond Ring.
Mun ágóðinn af sölu skartsins
renna til Product (RED) verkefn-
isins sem vinnur að því að upp-
ræta HIV og alnæmi í Afríku.
ai@mbl.is
Demants
hringur
engum öðr-
um líkur
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR
Það mæðir mikið á Ólafi Erni enda
hugbúnaðaryrirtækið Kolibri í ör-
um vexti. Hann gætir þess að viða
að sér þekkingu úr ýmsum áttum
og núllstillir sig inni í eldhúsinu.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Kolibri hefur tvöfaldast að stærð
á rúmlega tveimur árum og því
hafa fylgt alls kyns áskoranir. Það
hefur falið í sér mikla aðlögun á því
hvernig við vinnum, eigum sam-
skipti og skipuleggjum okkur.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Í síðustu viku sat ég námskeiðið
Mastering Innovation & Design
Thinking sem Háskólinn í Reykja-
vík stóð fyrir í samstarfi við kenn-
ara úr MIT. Það gaf mér kröftugan
innblástur.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
David Heinemeier Hanson og
Jason Fried skrifuðu bókina Gett-
ing Real en hún er mér ofarlega í
huga sem allsherjar heilræðakver í
rekstri, nýsköpun og vöruþróun.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Ég verð yfirleitt fyrir aðkasti frá
konunni minni þegar ég voga mér
að setja upp derhúfu. Þá segir hún
að ég líti út eins og danski Klovn
leikarinn Frank Hvam Nielsen.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég upplifi vinnustaðinn minn
sem mikið lærdómsumhverfi en
annars les ég og hlusta á við-
skiptabækur og fylgist almennt vel
með því sem skrifað er um í brans-
anum.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég æfi hjólreiðar og hef með
hverju árinu hugsað betur um mat-
aræði og andlega heilsu.
Hvert væri draumastarfið ef þú
markaði og í efnahagsmálum er
svo galli við rekstrarumhverfið
sem er sérstaklega erfiður fyr-
irtækjum í nýsköpun.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Ég fæ mestan innblástur af að
ræða við hugmyndaríkt og öflugt
fólk. Stundum finnst mér gott að fá
ráðleggingar frá einhverjum sem
kemur úr allt öðru samhengi en
maður sjálfur.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Fyrir hádegi myndi ég leggja
áherslu á nútímavæðingu í siðferði-
legum efnum, vistvænan iðnað og
samgöngur. Eftir hádegi legði ég
allt kapp á að framkvæma framtíð-
arsýn mína um hugvitslandið Ís-
land.
SVIPMYND Ólafur Örn Nielsen framkvæmdastjóri Kolibri
Fyrirtæki eru að hugsa stafrænt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ólafur segir óvissu á vinnumarkaði og í efnahagsmálum koma sér illa fyrir nýsköpunarfyrirtæki.
Vatnshitablásarar
hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10, græn gata | 200 Kópavogi
FÁst aðeins í
&
Vinsælu
jóladagatölin
eru komin
aftur
STÖRF: Forritari hjá mbl.is 2006-2009; forstöðumaður staf-
rænna viðskipta Eddu útgáfu 2009-2010; sérfræðingur í vef-
greiningu hjá mbl.is 2010-2012; vefmarkaðsstjóri WOW air 2012-
2013; framkvæmdastjóri Form5 2013-2014; ráðgjöf, sala og
markaðssetning hjá Kolibri 2014-2015; framkvæmdastjóri Ko-
libri síðan 2015.
ÁHUGAMÁL: Ég er nörd og eru tækni, hjólreiðar og matreiðsla
þeir staðir sem ég fæ útrás fyrir það akkúrat núna.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Árdísi Ethel Hrafnsdóttur lögfræð-
ingi hjá Eik fasteignafélagi og eigum við tvær dætur.
HIN HLIÐIN
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Þá væri ég klárlega kokkur. Ég
næ ákveðinni núllstillingu og jarð-
tengingu með eldamennsku og hef
gífurlega ástríðu fyrir henni.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Öll fyrirtæki eru að hugsa meira
stafrænt og því fylgja skemmti-
legar áskoranir. Óvissa á vinnu-
Vantar þig pípara?
FINNA.is