Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Matvælastofnun þarf nauðsynlega aukið fjár-
magn til að geta sinnt bæði eftirliti og um-
fangsmikilli stjórnsýslu vegna fiskeldis. Að
mati stofnunarinnar þarf að ráða inn starfsfólk
sem sinnt getur stjórnsýslunni og haft eftirlit
með rekstrarleyfum sem og fisksjúkdómum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari
Ernu Karenar Óskarsdóttur, fagsviðsstjóra
fiskeldis hjá Matvælastofnun, við fyrirspurn
200 mílna.
Stofnunin tók við stjórnsýslu og eftirliti
vegna rekstrarleyfa í fiskeldi árið 2015. Á því
tímabili hefur framleiðsla í greininni nær þre-
faldast hér á landi. Samhliða þeirri þróun hef-
ur stjórnsýsla aukist mikið vegna vinnslu og
útgáfu rekstrarleyfa, úrvinnslu fyrirspurna og
úrvinnslu kærumála, auk annarra atriða.
Á sama tíma hefur fjöldi starfsmanna við
eftirlit haldist tiltölulega óbreyttur. Hjá stofn-
uninni starfa tveir dýralæknar, í rúmlega einu
og hálfu stöðugildi, sem hafa eftirlit með heil-
brigði og velferð fiskanna. Auk þeirra ber einn
starfsmaður ábyrgð á meðferð rekstrarleyfis-
umsókna fiskeldisfyrirtækja, útgáfu leyfanna
og eftirliti með þeim.
Muni leggja til verulegar úrbætur
Erna Karen segir atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið vinna nú að tillögum að veru-
legum úrbótum, með það að markmiði að efla
bæði stjórnsýslu og eftirlit með málaflokkn-
um.
„Stofnunin hefur staðið ágætlega undir
þeim kröfum sem gerðar eru til opinbers eftir-
lits í núgildandi löggjöf um fiskeldi, en eftir-
litsþörf eykst með auknu fiskeldi og það kallar
á ítarlegri kröfur og meira eftirlit,“ segir Erna
Karen. Eftirlitinu sé sinnt eins og kveðið sé á
um í lögum og reglugerðum, en ekki sé svig-
rúm til að auka eftirlitið nema til komi meira
fjármagn.
Hún bendir á að áskorun stofnunarinnar í
fiskeldismálum í dag komi einnig til af því að
lítill tími gefist til að sinna stjórnsýslunni, það
er meðferð umsókna um rekstrarleyfa og út-
gáfu leyfa.
„Úrlausnarefni Matvælastofnunar og ráðu-
neytisins nú er því ekki síður hvernig efla megi
stjórnsýsluþátt samhliða því að tryggja áfram
eftirlit og aukið vægi þess með hliðsjón af
auknu fiskeldi og ráðgerðum breytingum á
löggjöf. Þá þarf að vinna að þróun aðferða í
eftirliti, svo sem áhættuflokkun fiskeld-
isstöðva með tilliti til ákvörðunar á tíðni eft-
irlits, skráningu verklags, þróun gagnagrunna
fyrir eftirlitsniðurstöður og rýni gagna frá
fyrirtækjum.“
Geti bætt úr brýnustu verkefnum
Í þessu sambandi segir Erna Karen að vert
sé að geta þess að ýmis ný ákvæði bæði varð-
andi eftirlit og stjórnsýslu hafi komið fram í
tillögum um breytingu á lögum um fiskeldi.
Þar á meðal sé mun tíðari upplýsingagjöf frá
fiskeldisfyrirtækjum til opinberra eftirlits-
aðila, sem um leið kalli á stöðuga rýni og eftir-
fylgni af þeirra hálfu og aukinn starfskraft.
Stofnunin hefur nýverið auglýst laust starf
sérfræðings í fiskeldi, sem ætlað er að starfa
muni bæði við eftirlit og stjórnsýslu.
„Tímabundnar tilfærslur verkefna hjá
starfsfólki stofnunarinnar og ráðning nýs
starfsmanns geta bætt úr brýnustu verk-
efnum, en eru ekki lausnir sem duga til að ráða
bót á núverandi verkefnaálagi og duga
skammt þegar horft er til ráðgerðra breytinga
á löggjöf og áætlaðs vaxtar í fiskeldi á kom-
andi árum,“ segir Erna Karen.
„Matvælastofnun leggur fram fjármagn til
þeirra úrbóta sem nú er unnið að, en til stuðn-
ings þeim ráðstöfunum og til frekari uppbygg-
ingar þarf aukið framlag á fjárlögum.“
Aukið fiskeldi
kallar á fjárútlát
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Framleiðsla í íslensku fiskeldi hefur
stóraukist undanfarin ár. Samhliða
hefur álag í stjórnsýslu farið vax-
andi og eftirlit staðið í stað, að mati
fagsviðsstjóra fiskeldis hjá MAST.
Ljósmynd/Kjartan Lindbøl
Erna Karen segir að ráðuneytið vinni nú að tillögum að verulegum úrbótum í málaflokknum.
Allt að 3.000 fm atvinnuhúsnæði á
jarðhæð við Víkurhvarf 1 í Kópavogi
til leigu. Einnig er hægt að skipta hús-
inu í ca 2.000 fm rými og ca 1.000 fm
rými. Húsnæðið býður uppá mikla
möguleika. Hentar vel fyrir verslun,
lager og iðnað. Einnig eru lausir um
400 fm á horni jarðhæðarmeð góðum
gluggum og fallegu útsýni. Glæsileg
bygging með hárri lofthæð. Næg bíl-
astæði fyrir framan og ofanverðu við
húsið. Eignin er laus til afhendingar nú
þegar.
Síðumúli 13
108 Reykjavík
S. 577 5500
atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
TIL LEIGU ATVINNUHÚSNÆÐI VÍKURHVARF 1 - KÓPAVOGI
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Hentar vel fyrir
verslun, lager og
þjónustufyrirtæki
3.000 fm - 2.000 fm - 1.000 fm