Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Nærhaldaframleiðandinn Victoria’s Secret hefur æst fjárfestana á Wall
Street upp, en þó ekki af þeirri ástæðu sem eggjandi undirföt gera yf-
irleitt. Sölutölurnar hafa verið á niðurleið og hlutabréfaverð móðurfyr-
irtækisins L. Brands hefur lækkað um meira en 40% það sem af er þessu
ári. Von er á róttækum aðgerðum. Rétt eins og skærlitar nælon-
nærbrækurnar sem finna má í verslunum Victoria’s Secret, sem er mik-
ilvægasta vörumerki L. Brands, munu arðgreiðslur ekki verða efn-
ismiklar.
Fram til þessa hefur tekist að halda arðgreiðslum óskertum með því
að draga úr kostnaði, og eftir að hlutabréfaverðið lækkaði gátu fjárfestar
vænt nærri því 9% ávöxtunar á ári. Nú er búið að lækka arðreiðslur um
helming, niður í 1,20 dali á hlut – sem jafngildir samt 4% ávöxtun og
verður að teljast prýðilegt. Það fé sem tekst að spara með því að skera
arðgreiðslur niður verður notað til að lækka skuldir – sem er alveg upp-
lagt þegar heildarskuldir jafngilda þreföldum rekstrarhagnaði fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði. En það þarf meira til en að lækka arðgreiðslur
um 325 milljónir dala ef á að takast að grynnka almennilega á skuld-
unum. Annaðhvort þarf L. Brands að kreista meira fé út úr fyrirtækjum
sínum ellegar loka fleiri verslunum.
Til skemmri tíma litið verður að teljast ólíklegt að salan muni taka
kipp. Victoria’s Secret virðist eins og eitthvað aftan úr fortíð þegar ásýnd
vörumerkisins er borin saman við framsæknari undirfatamerki á borð
við Savage X Fenty sem Rihanna stendur á bak við, eða ThirdLove. Það
bætti ekki úr skák þegar Ed Razek, yfirmaður markaðsmála, sagði í við-
tali við Vogue að árleg undirfatasýning fyrirtækisins myndi ekki skarta
fyrirsætum með fjölbreytilega líkamsgerð. Að því undanskildu að eitt
nærfatamódelið er orðið 37 ára! Það var þá aldeilis fjölbreytnin.
Hann ber það fyrir sig hvað áhorfstölurnar eru góðar og heldur því
fram að milljón manns hafi fylgst með síðustu sýningu. En gott áhorf
skiptir litlu máli ef það skilar sér ekki í aukinni sölu. Þegar frammistaða
hverrar verslunar fyrir sig er skoðuð hafa sölutekjur að jafnaði dregist
saman um 6% hjá Victoria‘s Secret, sem skaffar meira en helminginn af
samanlögðum sölutekjum L. Brands. Það að skipta um manninn í
brúnni, fá stjórnanda sem áður var hjá Tory Burch, gæti þýtt að varan
mundi breytast, en áhrifin kæmu ekki fram alveg strax.
Kannski mun óvæntur bjargvættur spretta fram. Victoria’s Secret
hélt sýninguna sína í Sjanghæ í fyrra og lagði út netin fyrir kínverska
kaupendur. Nú síðast fór sýningin fram í New York, á heimaslóðum
framtakssjóða.
En ef ekkert breytist þarf L. Brands að taka verslanir sínar til ræki-
legrar skoðunar. Eins og stendur er reiknað með að heildar-fermetra-
stærð verslana Victoria’s Secret í Bandaríkjunum muni nokkurn veginn
standa í stað. Það er lítið vit í því. Nú þegar búið er að skera arðgreiðsl-
urnar niður ætti næst að beita niðurskurðarhnífnum á versl-
anirnar.
LEX
Victoria’s Sceret: á nál-
um út af nærklæðum
Í viðtali við Financial Times í júní
sagði Carlos Ghosn að það skipti
höfuðmáli hvernig stjórnandi fyr-
irtækis léti af störfum, því starfs-
lokin senda ákveðin skilaboð.
Ghosn var á mánudag, eins og upp
úr þurru, sakaður af japanska bíla-
framleiðandanum Nissan – sem
hann átti á sínum tíma þátt í að
koma á réttan kjöl – um að hafa „oft-
sinnis“ gerst uppvís að „stórtækum“
brotum í starfi; þar á meðal að nota
eignir félagsins í eigin þágu og gefa
ekki tekjur sínar upp að fullu. Sak-
sóknari í Tokyo lét handtaka hann
og fyrirtækið sagði að sú tillaga yrði
lögð fyrir stjórnarfund í dag að fjar-
lægja Ghosn úr stöðu stjórnarfor-
manns.
Ghosn hefur ekki enn tjáð sig um
ásakanirnar, en næsta víst er að þau
skilaboð sem hann mun senda um
brottför sína frá fyrirtækinu verða
ekki þau skilaboð sem hann hefði
viljað.
Sennilega er orðspor Ghosn ónýtt
fyrir fullt og allt, en hann hefur leitt
þríhliða samstarf Nissan, Mitsubishi
og Renault, þar sem hann er enn for-
stjóri. Er mögulegt að sjálft sam-
starfið, þar sem Ghosn var límið sem
hélt öllu saman, gæti verið í hættu.
Prýddi bentó-box
Ghosn fellur úr alveg sérstaklega
mikilli hæð. Á 10. áratugnum stokk-
aði hann upp rekstur Renault og
hlaut fyrir það viðurnefnið „le cost
killer“. Árið 1999 beitti hann sömu
aðferðum á Nissan, sem þá var í
vanda statt, og uppskar mikið lof
Japana sem vottuðu honum virðingu
sína með því t.d. að gefa út teikni-
myndasögu sem fjallaði um lífshlaup
forstjórans og selja bento-nestisbox
sem líktust andliti hans.
Ef við lítum fram hjá svona
skrautlegum smáatriðum þá minnir
vegferð Ghosn á æði marga úr efstu
lögum atvinnulífsins, sem þurfa sí-
fellt að hafa það hugfast að dramb er
falli næst. Ef til vill eru ófarir Ghosn
til marks um að tímabil alþjóðlegra
stjörnu-stjórnenda hafi náð vissu há-
marki, og reki sig núna á nýjar
hindranir í alþjóðaviðskiptum og
minni þolinmæði almennings gagn-
vart ofurlaunum stjórnenda, fríð-
indum þeirra og lífsstíl.
Þar með er ekki lítið gert úr þeim
árangri sem Ghosn náði snemma á
ferlinum, og afburðahæfileikum
hans sem stjórnanda. Á fundi með
blaðamönnum í Tokyo seint á mánu-
dagskvöld gerði Hiroto Saikawa,
sem tók við af Ghosn sem forstjóri
Nissan á síðasta ári, það alveg skýrt
að Ghosn-tímabilið væri á enda. En
jafnvel hann viðurkenndi að Ghosn
hefði „afrekað hluti sem fáir aðrir
hefðu getað“, sér í lagi á fyrstu stig-
um viðsnúningsins hjá Nissan.
Það er skiljanlegt að hluthafar og
stjórn taki undir fagnaðarlætin þeg-
ar hæfileikaríkir stjórnendur stíga
fram í sviðsljósið. En það verður til
þess að margir leiðtogar atvinnulífs-
ins draga rangar ályktanir um eigið
ágæti: að þeir séu óskeikulir og eng-
inn geti komið í þeirra stað.
Há laun og ýmis fríðindi, eins og
einkaþotur og lúxusíbúðir, bæta upp
fyrir það álag sem fylgir því að stýra
fyrirtækjum sem spanna margar
heimsálfur. En hætturnar koma í
ljós þegar stjórnendur fara að taka
þessum fríðindum sem sjálfsögðum
hlut. Þeir leysa landfestarnar sem
tengja þá við samfélagið þar sem
fyrirtækin þeirra starfa, og fljóta
upp til himins í gylltri loftbólu með
öðrum auðkýfingum sem eru ein-
angraðir frá heiminum á alveg sama
hátt. Þegar bólan springur þá er fall-
ið til jarðar alveg sérstaklega erfitt
fyrir stjórnendur sem voru bara
ráðnir til að sinna starfinu, borið
saman við þá sem eru frumkvöðlar
eða stofnendur.
Að þekkja sinn vitjunartíma
Rétt eins og með stjórnmálamenn
þá eru það mistök sem binda endi á
feril margra forstjóra. Þeir sem sitja
lengur en þeir ættu í forstjóra-
stólnum lenda oft í því að misstíga
sig síðustu árin í starfi. Og ofur-
áhersla á að fá sem mest greitt fyrir
störfin – sem Ghosn var oftsinnis
gagnrýndur fyrir – þýðir að enn
meiri þrýstingur er á stjórnendur
kauphallarfélaga að standa sig í
stykkinu. Ghosn virtist vera að tak-
ast vel til við að kveðja með mjúkleg-
um hætti. Hann hafði rétt Saikawa
stjórnartaumana hjá Nissan, og fyrr
á þessu ári ráðið nýjan forstjóra til
að stýra Renault til að geta einbeitt
sér betur að samstarfi Nissan og
Mitsubishi.
En þegar upp er staðið virðist
Ghosn, rétt eins og Íkarus, hafa flog-
ið einkaþotu sinni aðeins of nálægt
sólu. Örlög Ghosn ættu að vera víti
til varnaðar fyrir stjórnendur sem
hrærast allir í sömu kreðsunni og
virðast alltaf með fæturna langt frá
jörðu, og minna þá á að tími sé
kominn til að lenda.
Stjórnendur þurfa að
gæta sín á drambinu
Ritstjórn FT
Þeir sem stýra risastórum
alþjóðlegum fyrirtækjum
þurfa að gæta sín á því að
missa ekki jarðteng-
inguna. Ef þeim skrikar
fótur falla þeir til jarðar úr
mikilli hæð.
AFP
Carlos Ghosn hefur áorkað miklu sem stjórnandi en virðist hafa farið fram úr
sjálfum sér. Þegar menn falla úr svona háum söðli gagnast hjálmurinn lítið.
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til l i 286,8 2 verslunar-/ þjónustuhúsnæði á mjög góðum stað við Skútuvog. Laust samkvæmt nánar
samkomulagi. Húsnæðið skiptist upp í opið verslunarrými, fundarherbergi/ skrifstofuherbergi, eldhús/
kaffistofu, snyrtingar og lager með innkeyrsluhurð frá suðurhlið hússins. Góð lýsing í loftum. Næg bílastæði.
VSK leggst við leigufjárhæðina.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Skútuvogur 11, 104 Rvk
Gerð: Verslunar-/
þjónu t húsnæði
Stærð: 286,8 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Helgi Már Karlsson
Löggiltur leigumiðlari, löggiltur
fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
897 7086 | 534 1024
hmk@jofur.is