Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 16

Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Bílaheimurinn leikur á reiðiskjálfi Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips Segir stöðu Icelandair flókna Hagvaxtarstefnan að „líða undir ......... Samkaup kaupir verslanir Baskó Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN EFLA verkfræðistofa hefur fest kaup á skosku lýsingarhönnunar- stofunni KSLD og fjölgar starfs- mönnum EFLU þannig tvöfalt á því sviði þar sem fyrir starfa sjö starfs- menn. KSLD var stofnað árið 1989 og hefur komið að fjölda verkefna víða um heim. Kaupverðið mun vera trúnaðarmál. „Þetta er mjög þekkt nafn í heimi lýsingarhönnunar og er margverð- launað í gegnum tíðina,“ segir Guð- mundur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri EFLU. KSLD mun áfram starfa undir því heiti í Ed- inborg en í vöruþróun EFLU munu vörumerkin tengjast saman. „EFLA starfar við lýsingarhönnum hér á Ís- landi og í Noregi en með þessu fáum við feikilega sterkt nafn, með gríð- arlega flóru af sýnilegum verkefnum í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur. „Með því að tengjast KSLD með þessum hætti getum við verið virk hvar sem er í heiminum ef tækifærin bjóða upp á það.“ Hann segir tvö meginmarkmið með kaupunum. Annars vegar sé það að styrkja þjónustu EFLU á þessu sviði á Íslandi og í Noregi, með aðkomu KSLD að verkefnum á þessum svæðum. Og hins vegar að skapa sóknartækifæri í hinum al- þjóðlega heimi lýsingarhönnunar. „Við höfum þegar verið að ná um- talsverðum árangri þar og höfum fengið viðurkenningar fyrir þau verk sem við höfum gert hér heima. T.d. var lýsingin í ísgöngunum í Lang- jökli valið verkefni ársins á alþjóð- legum vettvangi. Þannig að við höf- um verið að ná árangri utan landsteinanna en með þessu fáum við gríðarlegan stökkpall inn í al- þjóðaumhverfið,“ segir Guðmundur í samtali við ViðskiptaMoggann. EFLA hannaði lýsinguna í ísgöngum í Langjökli og hlaut alþjóðleg verðlaun. Kaupa skoska hönnunarstofu Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Verkfræðistofan EFLA hef- ur keypt skoska lýsingar- hönnunarstofu og hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína erlendis. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gefi menn í á Reykjanesbraut-inni getur reynst nauðsynlegt að tylla fæti á bremsu til þess að bíllinn þokist ekki um of yfir lögleg- an hraða. Við það hægir mögulega eilítið á bílnum en þar með er ekki sagt að hægt sé farið yfir. Þótt bremsað sé á fullri ferð kann bíllinn enn að þeytast áfram á 90 kílómetra hraða. Íslenska hagkerfið er að einhverjumarki í þessum gír í dag. Krónan hefur gefið eftir og hefur raunar veikst um rúm 14% á hálfu ári. Þrátt fyrir það stendur geng- isvísitalan í sömu sporum og hinn 27. júní 2016. Það var daginn sem Ísland sigraði England í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Staðreyndin er sú að hagkerfiðhefur verið á blússandi siglingu síðustu misserin, kaupmáttur vaxið gríðarlega og einkaneysla, sam- neysla og fjárfesting verið mikil. Það að nú sjáist aðeins í bremsu- ljósin og ákveðin merki um að stað- an í hagkerfinu verði að einhverju marki strembnari næstu misserin en verið hefur undanfarin ár, þá er engin ástæða til að örvænta. Verslunareigandi sem ég ræddivið í vikunni og sagðist sjá 5% samdrátt í sölu nú í nóvember miðað við fyrra ár sagðist ekki áhyggju- fullur. Nú væri tími hagræðingar runninn upp og að af langri reynslu vissi hann að það væri nauðsynlegt og hollt með reglulegu millibili. Hann, eins og fleiri, eru kannski að ná áttum eftir mikla gósentíð. Áttum náð Venju samkvæmt krýnir Rík-isskattstjóri á ári hverju nýj- an skattakóng eða drottningu og fer athöfnin fram samhliða því að álagningarskrár eru lagðar fram til að svala forvitni hinna hnýsnu. En nú bregður við að tilhlaup að titli næsta árs er nú tekið á hinu háa Alþingi – og myndu frjáls- íþróttamenn án efa fella það undir augljóst þjófstart. Þar er á ferðinni þriðji þing-maður Reykjavíkurkjördæmis suður, Ágúst Ólafur Ágústsson. Fer hann nú mikinn og telur rík- issjóð verða af gríðarlegum tekjum vegna of lágra skatta. Hef- ur hann nú svo mánuðum skiptir, nær þindarlaust, bent á tækifæri til aukinnar skattpíningar og virð- ist hann m.a. sjá sérstök sókn- arfæri þegar kemur að fjármagns- tekjuskattinum. Um það sagði hann í þingræðu í september síð- astliðnum: „Fjármagnstekjuskatt- urinn. Það er líka vannýttur tekju- stofn [auk hærri kolefnisskatts]. Hann á núna að skila 2 milljörðum kr. minna í ríkiskassann en fjár- málaáætlunin frá því í vor gerði ráð fyrir.“ Hagfræðingurinn Ágúst Ólafurvirðist ekki átta sig á að minni fjármagnstekjuskattur er afleiðing af minni umsvifum í hag- kerfinu – lægri fjármagnstekjum þess ógurlega hóps sem hefur tekjur af fjármagni í hagkerfinu. Og hann virðist halda að með því að hækka álögur á fjármagn, þá muni skatttekjurnar aukast! En það er fleira sem skatta-kóngurinn virðist ekki taka inn í reikninginn. Hvaða áhrif ætli hann telji að hærri fjármagns- tekjuskattur muni hafa á hinn óburðuga leigumarkað með íbúð- arhúsnæði? Ætli eigendur hús- næðisins muni taka skattahækk- anirnar á kjammann eða ætli þeim verði velt út í hærri húsaleigu? Eða sykurskatturinn sem kóng- urinn virðist afar hrifinn af og vill hafa sem mest af. Ætli hærri skattur á matvæli – sem sykur er nýttur til að bragðbæta – muni bara skila sér í hærri tekjum í rík- issjóð og lægri framlegð versl- unarinnar? Líklegast er að þessar hugmyndir feli í sér að helst verði höggvið, þegar uppi er staðið, nærri þeim sem hlífa skyldi. Skattakóngur þjófstartar Fjölskyldufaðir í Que- bec í Kanada hefur höfðað mál gegn McDonalds vegna barnamáltíða. Í mál vegna barnamáltíða 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.