Morgunblaðið - 17.12.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Gjafakort Einstökjólagjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, veitti gestum Þjóðminjasafnsins í
gær leiðsögn um miðaldarhluta grunnsýningar
safnsins og hátíðarsýningarnar Kirkjur Íslands:
Skrúði og áhöld og Leitin að klaustrunum. Lilja
fór yfir söguna sem sýningargripirnir segja um
samfélagið og tengdi hana við nútímann, en leið-
sögnin er liður í dagskrá safnsins vegna 100 ára
fullveldisafmælisins.
Morgunblaðið/Hari
Menntamálaráðherra með leiðsögn á Þjóðminjasafninu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
barist sérstaklega fyrir innleiðingu
þriðja orkupakkans að sögn Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins og fjármálaráð-
herra, í viðtali við Pál Magnússon,
þáttastjórnanda Þingvalla á K100
og alþingismann Sjálfstæðisflokks-
ins, í gærmorgun.
Bjarni sagði að sér fyndist sumt
af því sem rataði til okkar í gegnum
EES-samstarfið varla vera málefni
innri markaðarins. „Í þessu tilviki
er ekki nema von að menn spyrji,
þar sem Ísland er eyland, hvers
vegna það sé hluti af þátttöku okkar
á Evrópska efnahagssvæðinu að
undirgangast evrópska löggjöf á því
sviði,“ sagði Bjarni.
Hann benti á að þriðji orkupakk-
inn væri ekki kominn fram sem
þingmál. Málið hefði komið inn í
þingið fyrir nokkrum árum og verið
afgreitt þannig að ekki væri um að
ræða mál sem stangaðist á við
stjórnarskrána. Sú afgreiðsla hefði
haft ákveðnar afleiðingar. Þar með
hefði málið farið „á færiband“ í Evr-
ópusamvinnunni og ráð fyrir því
gert að Íslendingar afléttu stjórn-
skipulegum fyrirvara og innleiddu í
íslenska löggjöf þau efni sem er að
finna í tilskipuninni. Bjarni sagði
samtalið undanfarið hafa snúist um
hvort verið væri að framselja yfir-
ráð yfir auðlindunum. „Samkvæmt
þeim gögnum sem hafa verið tekin
saman er ekki svo,“ sagði Bjarni.
Hann rifjaði upp hvað fylgdi því
að taka þátt í EES-samstarfinu og
sagðist telja að af hálfu ESB hefði
harkan í að krefj-
ast meiri eins-
leitni vaxið. „Ég
er þeirrar skoð-
unar að Evrópu-
sambandið hafi
gengið of langt í
of mörgum mál-
um á undanförn-
um árum í því að
reyna að fá okkar
hóp, það er að
segja EFTA-megin, Íslendinga þar
með, til þess að fella sig við ein-
hverja stofnanaumgjörð sem bara
gengur ekki upp. Mér finnst það
vera mjög mikið umhugsunarefni
hversu mikil vinna hefur farið í það
að sníða sérlausnir sem standast ís-
lensku stjórnarskrána. Þetta hef ég
oft gert að umtalsefni í þinginu og
er áhyggjuefni í Evrópusamvinn-
unni; að það þyki bara boðlegt
gagnvart Íslandi að krefjast þess að
vald sé framselt til stofnana sem við
eigum enga aðild að,“ sagði Bjarni.
Hann sagði að nú væri því haldið
fram um þriðja orkupakkann að í
honum fælist slíkt framsal. „Af
minni hálfu stendur ekki til að
styðja mál sem felur í sér framsal,
hvorki á auðlindum né á meiri hátt-
ar ákvarðanatöku um lagaumgjörð
fyrir okkur. Hins vegar er því hald-
ið fram að málið mögulega standist
ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði
sem við viljum fara vandlega yfir,“
sagði Bjarni.
Hann sagði það rangt að með
þriðja orkupakkanum yrði gert
skylt að leggja rafstreng til Íslands.
Þriðji orkupakkinn myndi ekki
breyta því að Alþingi setti áfram
lögin sem giltu á Íslandi.
Styður ekki framsal auðlinda
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki barist fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans
Óboðlegt að krefjast framsals valds til stofnana sem við eigum enga aðild að
Bjarni
Benediktsson
Bára Halldórsdóttir, sem sagst hef-
ur standa á bak við upptöku af
ósæmilegu framferði þingmanna á
barnum Klaustri, hefur verið boðuð
til þinghalds í Héraðsdómi Reykja-
víkur í dag klukkan korter yfir þrjú.
Samkvæmt bréfi héraðsdóms til
Báru er ástæða boðsins að fjórir
skjólstæðingar Reimars Pétursson-
ar lögmanns hafa lagt fram beiðni
um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra
sönnunargagna vegna atviksins sem
átti sér stað þann 20. nóvember sl.
Forsenda þeirrar beiðni sem fjór-
menningarnir hafa lagt fram eru
ákvæði í lögum um meðferð einka-
mála og segir í umræddu bréfi að
beiðnin verður ekki skilin öðruvísi en
að dómsmál kunni að verða höfðað
gegn henni.
Efnt hefur verið til samstöðufund-
ar, Báru til stuðnings, fyrir utan hér-
aðsdóm á morgun. „Þetta felst í að
sýna henni stuðning og þetta er
voðalega mikil spurning um að upp-
ljóstrar hafi stuðning og vernd og
það er það sem Bára er,“ segir Rann-
veig Ernudóttir sem skráð er skipu-
leggjandi fundarins á Facebook.
Hún bætir við að sér þyki það mik-
ilvægt að sýna Báru að hún standi
ekki ein og að hún eigi þakklæti skil-
ið.
Á síðu fundarins er fólk meðal
annars beðið um að geyma hvers
konar mótmælaaðgerðir og að Bára
hafi beðið um að fólk mæti ekki í gul-
um vestum. gso@mbl.is
Bára kemur í skýrslutöku
fyrir héraðsdómi í dag
Samstöðu-
fundur boðaður
fyrir utan
Morgunblaðið/Eggert
Klaustur Bára Halldórsdóttir er
boðuð fyrir héraðsdóm í dag.
Skýrsla banka-
ráðs Seðlabanka
Íslands, sem unn-
in er að beiðni
forsætisráðherra
í tengslum við að
Hæstiréttur stað-
festi dóm Héraðs-
dóms um að fella
úr gildi stjórn-
valdssekt á hendur Samherja upp á
15 milljónir króna, er væntanleg í
upphafi þessarar viku, samkvæmt
upplýsingum frá formanni banka-
ráðs, Gylfa Magnússyni. Þetta kem-
ur fram í skriflegu svari frá forsæt-
isráðuneytinu við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Upphaflega var
bankaráði gert að skila skýrslu sinni
7. desember, en því var frestað að
beiðni formanns bankaráðs.
„Ráðuneytið gerir ráð fyrir því að
greinargerðin verði birt opin-
berlega að því marki sem lög leyfa,“
segir í svarinu.
Samherja-skýrslan
væntanleg í vikunni
Veitingastaður hefur verið dæmd-
ur skaðabótaskyldur vegna slyss
sem kona varð fyrir í stiga þar árið
2015. Féll konan í stiganum, en í
málinu var meðal annars tekist á
um hvort öryggi hefði verið nægt í
stiganum, en þar voru engin hand-
rið þegar slysið átti sér stað. Við
fallið slasaðist konan illa á hné.
Skaðabótaskylda
eftir fall í stiga
Sala á gulum
vestum í verslun
Húsasmiðjunnar í
Kjalarvogi hefur
tekið kipp, segir
Finnur Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri
fagsölusviðs
Húsasmiðjunnar.
Hann tekur þó
fram að ekki sé
um mikla aukningu að ræða, en að
starfsfólk hafi orðið vart við að fleiri
séu að festa kaup á slíkum vestum.
Ekki er vitað hvort yfirlýsingar
formanns VR og formanns Verka-
lýðsfélagsins á Akranesi á Face-
book-síðum sínum, um að þeir hafi
fjárfest í gulum vestum, hafa haft
áhrif á aukna sölu gulra vesta hjá
Húsasmiðjunni.
Gul vesti hafa verið einkenni mót-
mæla í Frakklandi sem hafa staðið
yfir frá 17. nóvember og snerust um
fyrirhugaðar skattahækkanir á elds-
neyti. Síðan hafa fylgt óeirðir í borg-
um landsins.
Sala á gulum vest-
um hefur tekið kipp
Gul vesti Eru vin-
sæl í Frakklandi.