Morgunblaðið - 17.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 595 1000 Bratislava Brottfarir 1. maí eða 19. september Frá kr. 96.995 verð m.v. brottför 1. maí í 4 nætur Veður víða um heim 16.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Hólar í Dýrafirði 2 slydda Akureyri 2 súld Egilsstaðir 3 skýjað Vatnsskarðshólar 4 léttskýjað Nuuk -5 alskýjað Þórshöfn 5 rigning Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 0 alskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -4 alskýjað Lúxemborg 1 snjókoma Brussel 3 þoka Dublin 6 skýjað Glasgow 4 skýjað London 7 léttskýjað París 6 þoka Amsterdam 3 þoka Hamborg 0 skýjað Berlín -1 léttskýjað Vín -1 heiðskírt Moskva -14 þoka Algarve 17 skýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -4 léttskýjað Montreal -1 alskýjað New York 4 rigning Chicago 1 þoka Orlando 17 rigning  17. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:19 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:06 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:50 14:34 DJÚPIVOGUR 10:58 14:50 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum og talsverð væta austantil, en annars mun úrkomuminna. Hvessir austast um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig. Austlæg átt, 5-15 m/s, og gengur í austan 15-23 m/s með rigningu seinni partinn, en 23-28 um tíma syðst. Dregur úr vindi seint í kvöld. Hiti eitt til níu stig, mildast syðst. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segist ekki ætla að tjá sig um störf trúnaðarnefndar flokksins og vísar á heimasíðu Samfylkingarinnar spurður um verkferla nefndarinnar og þau mál sem nefndin hefur haft til umfjöll- unar. Þá segir hann að eðli málsins samkvæmt ríki trúnaður um mál sem trúnaðarnefnd hafi til umfjöll- unar. Lögbrot til lögreglu Formaðurinn vildi heldur ekki tjá sig um það að Guðrún Ög- mundsdóttir, formaður trúnaðar- nefndar, líkaði við færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, um að hann hefði ákveð- ið að taka sér launalaust leyfi í kjölfar áminningar frá nefndinni. Spurður hvernig metið sé hvort mál eigi heima hjá nefndinni eða yfirvöldum, segir hann að í öllum tilfellum þar sem grunur sé um að lögbrot hafi verið framið séu máls- aðilar hvattir til þess að leita til lögreglu. Varaformaður Samfylkingarinn- ar, Heiða Björg Hilmisdóttir, sagði við mbl.is á laugardag að nefndin hefði haft fimm mál til umfjöllunar frá því að hún tók til starfa í febr- úar. Þá taldi hún það ekki hættu á hvítþvotti að mál yrðu gerð upp innan flokks. Sagði hún þetta frek- ar opna á umræðu um starfshætti flokksins. Tjá sig ekki Ekki hefur fengist upplýst hvers eðlis þau fimm mál eru sem nefnd- in hefur haft til skoðunar. Ekki tókst að ná í Þorlák Helgason, sál- fræðing, sem situr í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Katrín Theo- dórsdóttir, lögmaður, sem einnig á sæti í nefndinni vill ekki tjá sig um málefni trúnaðarnefndarinnar. gso@mbl.is Ekkert gefið upp um nefndina Logi Einarsson Heiða Björg Hilmisdóttir  Fimm mál innan Samfylkingarinnar frá febrúar 2018 fyrir trúnaðarnefnd Jólamatarmarkaður Búrsins var haldinn í Hörpu um helgina. Fólk kom þar við í Flóa og Norðurbryggju á jarðhæð byggingarinnar til þess að verða sér úti um góðgæti fyrir jólahátíðina beint frá framleiðandanum. Matarmarkaðurinn í Hörpu rekur sögu sína til ársins 2011. Þangað sækja bændur, sjómenn og smáframleið- endur og jafnan hefur aðsókn neytenda einnig verið góð. Var jólamarkaðurinn í ár engin undantekning. Verslað var með mat og handverk í Hörpu um helgina Morgunblaðið/Hari Jólastemning á matarmarkaði Búrsins Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Helgi Magnús Gunnarsson vararík- issaksóknari virðist í Facebook- færslu taka undir pistil sem Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Miðflokksins, birti á vef sínum í gær þar sem því var velt upp hver viðbrögð við Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokk- urinn ætti í hlut. Í pistlinum, sem Sig- mundur kvaðst ekki hafa skrifað og ber titilinn Er sama hver er?, er Mið- flokknum og Flokki fólksins skipt út fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna og dregnar fram ólíkar mynd- ir af því hvernig Klausturmálið hefði getað þróast við þær aðstæður. Er í síðara tilfellinu lögð áhersla á þá reglu að mannréttindi fólks séu ekki brotin með persónunjósnum og að jafnræðis sé gætt. „Ég held að þetta sé rétt. Það er lítill hópur af vinstri mönnum sem virðist telja að þeir séu dómarar um hvað sé siðferðilega rétt. Þeir virðast telja að þeir í nafni PC [pólitísks rétt- trúnaðar] geti hrópað niður þá sem eru þeim ósammála,“ skrifar Helgi Magnús. Þetta sé fólk sem skapi þá hættu sem steðji að lýðræði á Íslandi. „Vegna þess að tjáningarfrelsið er undirstaða alls góðs sem við eigum í dag og allra framfara í framtíðinni.“ „Gapuxar eigin pólitísks rétttrún- aðar“ sem þarna hafi sig í frammi séu ekki mikils virði ef þjóðin láti þá ekki stjórna sér. Því miður hafi verulegur hluti háskólasamfélagsins hoppað á þennan vagn. Þetta fólk sé ekkert meira en hræsnarar sem enginn ætti að virða viðlits. „Ég vil taka það fram að þetta hef- ur ekkert með mínar stjórnmála- skoðanir að gera,“ sagði Helgi Magn- ús í samtali um færslu sína. Umræðan hafi hins vegar sýnt að það sé ekki sama Jón og séra Jón. „Það þarf ekkert að fara á milli mála að ég er ekkert að samsama mig þessum ummælum. Það eru allir bún- ir að fordæma þessa vitleysu,“ segir hann og bætir við að afgreiða hefði mátt Klausturummælin á einum degi sem ósæmileg og óþolandi. „Það sem er merkilegt við þetta er að viðbrögð- in eru nánast jafn vitlaus og þessi ummæli.“ Eins sé galið að ætla öðr- um sem þarna voru að bera ábyrgð á því sem hinir sögðu. Hefðu samræð- urnar ekki verið teknar upp þá hefðu þessi ummæli, líkt og þeim var ætlað, dottið niður dauð. Með upptökunni séu þeim hins vegar gefnir vængir. „Menn segja að þetta eigi erindi við almenning af því þá vitum við hvernig menn þetta eru, og allt í lagi, við vitum þá hvernig þeir eru þegar þeir eru búnir að drekka mikið áfengi. Við þurfum hins vegar að passa okkur á því að gæta jafnræðis og getum ekki leyft einhverjum að dæma fólk opinberlega á misjafnan hátt eftir því í hvaða stjórnmálaflokki það er.“ Helgi Magnús kveðst ekki ætla að fara að gera Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkar- inngar, neitt upp, en engu að síður verði að sýna eitthvert umburðar- lyndi. Hann telur að viðbrögðin hafi að sínu viti verið svolítið pólitísk. „Menn sjá þarna færi til að koma höggi á pólitískan andstæðing og það ýkir viðbrögðin. Það verður til þess að menn nýta þetta út í eitt.“ Sjá nánar um málið á mbl.is. Viðbrögð jafn vitlaus og ummælin  Sigmundur Davíð birti pistil um meintan pólitískan tvískinnung í umræðunni um Klaustursmálið  Vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Helgi Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.