Morgunblaðið - 17.12.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.12.2018, Blaðsíða 7
Jólagetraun Vestfirska forlagsins 2018 Á hvaða bæ í Gufudalshreppi var útibú Kaupfélags Króksfjarðar staðsett? (Þar minnast fjöll og firðir) Hverjir ruddu brautina úr Keldudal í Svalvoga í Dýrafirði og hvaða ár var það? (Brautryðjendur fyrir vestan) Hvaða prestur í Djúpinu tók svo til orða: „Ég hélt ekki langar ræður. Oft er það svo, að því mun lengri ræður sem menn flytja þess lélegri eru þær. Og innihalds- minni“? (100 Vestfirskar gamansögur 2.) Hvaða ár byrjaði Mjólkárvirkjun að mala Vestfirðingum gull? (Að fortíð skal hyggja) Hvað nefnist nafnkenndasti skógur í Gufudalshreppi? (Þar minnast fjöll og firðir) „Bragi frændi á Melanesi var rammur að afli og þraut aldrei styrk. Klettamaður var hann einnig svo af bar. Fyrir honum var það leikur einn þar sem aðrir hurfu frá.“ „Oft skoðuðum við bræður myndina af Benna frá Bíldudal þar sem hann jafnhattaði kerruhjólin. Að ná kerruhjólum upp fyrir höfuð sér var eitthvað sem var einungis ofurmönnum fært.“ Hvaða ofurhlaupari af Rauðasandi skrifar svo í bók sína og hvað heitir bókin? (Vestfirðingar til sjós og lands 2.) Hvaða ár opnaðist vegurinn yfir Steingrímsfjarðarheiði? (Brautryðjendur fyrir vestan) Varstu á kvennafari? Nei, svaraði Sverrir sannleikanum samkvæmt. Ég hefði getað skilið það og fyrirgefið, sagði meistari. Hverjir voru að tala saman? (100 Vestfirskar gamansögur 2.) Í þessum sjávarplássum voru algeng ýmis uppnefni, eins og t.d. Doddi grútur, Stjáni meik, Guji skó, Steini grjót, Bjarni kjaftur, Oddur næpa, Mæja stýri, Sigga ljósa, Valdi blái og Jónas hvalur. Hver skrifar svo og í hvaða bók? (Vestfirðingar til sjós og lands 2.) Hvað er langt síðan bolvískar eiginkonur tóku upp á því að halda þorrablót fyrir karla sína? (Bolvíska blótið) Við hvaða fjörð er syðri gangamunni Dýrafjarðarganga? (Að fortíð skal hyggja) Hvað heitir höfundur bókarinnar Fiskur að handan? Nafn Heimilisfang Póstnúmer 12 spurningar úr nýju bókunum að vestan Dregið verður úr réttum svörum og fá 10 heppnir sendan heim til sín laglegan bókapakka af eldri bókum frá okkur á nýja árinu. Sendið okkur svörin í pósti eða tölvupósti. Upplagt að glíma við þetta á jólunum. Gildir út janúar. Gangi ykkur vel! Bestu kveðjur. Vestfirska forlagið, Brekku, 471 Þingeyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.