Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Dúkar
Servíettur
Viskastykki
Sængurverasett
Dýnuhlífar & lök
Sloppar & inniskór
Handklæði & þvottapokar
Lín fyrir heimili, veitingahús,
hótel og sjúkrastofnanir
Jóla-
gjafir
Vörurnar
fást í Efna-
lauginni Björg
í Mjódd
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • s 557 2400 • Netverslun elbm.is • Opið virka daga kl. 8-18
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Hugmyndin að bókinni kviknaði
vegna þess að það eru margir sem
eru ýmist að fara á eftirlaun núna
eða fljótlega og hafa verið að leita
eftir ráðgjöf. Bókin er hugsuð sem
handbók fyrir þá sem eru að byrja á
eftirlaunum eða fyrir þá sem eru að
safna fyrir eftirlaunum hvort sem
þeir eiga stutt eða langt í eftirlaun.
Það er að mörgu að huga og margar
afdrifaríkar ákvarðanir sem þarf að
taka,“ segir Gunnar Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Almenna líf-
eyrissjóðsins, um tilurð bókar sem
hann hefur sent frá sér og nefnist
Lífið á efstu hæð.
Í bókinni fjallar Gunnar um eftir-
launasparnað frá ýmsum hliðum og
hvaða leiðir séu færar til að stuðla
að góðum eftirlaunum. Gunnar
bendir á að um 30 þúsund Íslend-
ingar muni láta af störfum á næstu
10 árum og fara á eftirlaun. Eftir 25
ár verði 20% landsmanna á eftir-
launum og eftir miðja öldina verði
hlutfallið komið yfir 25%.
Ríkið bætir ekki miklu við
– Finnurðu fyrir vanþekkingu hjá
fólki um sín réttindi og hvað sé best
að gera í þessum efnum?
„Ég finn fyrir mikilli eftirspurn
eftir ráðgjöf um þessi mál. Það er
margt sem þarf að skoða og margt
sem hægt er að gera til að hafa
áhrif á eftirlaunin og fjárhagslegt
öryggi. Ég vil ekki tala um van-
þekkingu heldur frekar að fólk er
að leita að leiðum til að finna góðar
lausnir vegna þess að það skiptir
svo miklu máli. Markmið mitt var
að taka saman aðgengilega bók til
þess að aðstoða fólk í þeirri þekk-
ingarleit.“
Þó að stefni í verulega fjölgun
eftirlaunaþega á næstu árum þá tel-
ur Gunnar að lífeyrissjóðakerfið
muni vel ráða við það.
„Ég held að þeir sem greiða í líf-
eyrissjóð alla starfsævina myndi
þannig góðan grunn að eftirlaunum.
En eftirlaun samanstanda af fleiri
liðum en greiðslum úr lífeyris-
sjóðum og fólk þarf að vera með-
vitað um það, ekki síst ef horft er til
mannfjöldaspár. Á næstu árum mun
fólki á eftirlaunum fjölga meira en
fólki á vinnumarkaði. Kostnaður
ríkissjóðs vegna aldurstengdra
sjúkdóma og þjónustu við aldraða
mun að öllum líkindum aukast. Þeir
sem hætta að vinna geta því ekki
búist við að hið opinbera bæti miklu
við eftirlaunin,“ segir Gunnar.
– Ertu hlynntur því að hækka
eftirlaunaaldurinn, eins og hug-
myndir hafa verið um, upp í 70 ár?
„Í bókinni er sérstök umfjöllun
um meðalævi, sem hefur lengst
mikið á undanförnum áratugum.
Tryggingastærðfræðingar spá því
að þessi þróun haldi áfram. Það er
auðvitað mjög jákvætt og vonandi
fáum við flest viðbótarár sem við
getum notið vel. Ef þau bætast við
eftirlaunaárin þarf annað hvort að
spara meira á starfsævinni eða
sætta sig við lægri lífeyri.“
– Hvað geta einstaklingar reikn-
að með að fá í eftirlaun þegar þeir
láta af störfum?
„Það fer eftir aldri og sparnaði á
starfsævinni. Mín fyrsta ráðlegging
er að fólk meti stöðu sína og vinni
Margt getur haft áhrif á eftirlaun
30 þúsund Íslendingar fara á eftirlaun á næstu tíu árum Gunnar Baldvinsson ákvað að skrifa
bók með ráðleggingum um eftirlaunasparnað Mikil eftirspurn eftir ráðgjöf Að mörgu að hyggja
Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Eftirlaun Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, hefur ritað bókina Lífið á efstu hæð.