Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Gunnar Baldvinsson á langan starfsferil að baki í rekstri
lífeyrissjóða og hefur verið framkvæmdastjóri Almenna
lífeyrissjóðsins frá árinu 1990. Hann er menntaður við-
skiptafræðingur og lauk MBA-námi frá University of
Rochester árið 1988. Þetta er fimmta bók Gunnars, sem
allar hafa fjallað um fjármál einstaklinga.
Hann segist með þessari nýju bók hafa viljað benda á
leiðir til að stuðla að góðum eftirlaunum. Bókin eigi að
höfða til allra, hvort sem langt eða stutt sé í eftirlauna-
aldurinn. Þannig er í bókinni sérstök umfjöllun um hálfan lífeyri sem
Gunnar segir geta hentað einstaklingum sem vilji draga úr vinnu eða
vera lengur á vinnumarkaði og þá í allt að hálfu starfi. Hægt er að nálgast
bókina í flestum bókaverslunum og þá er hægt að panta hana á vef útgef-
anda, www.framtidarsyn.is.
Fimmta bókin um fjármál
GUNNAR MEÐ LANGA REYNSLU AF REKSTRI LÍFEYRISSJÓÐA
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Gjöfin
sem vermir
Bankastræti 12
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
www.yrsa.is
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
út frá því. Það fyrsta sem hver og
einn þarf að gera er að kanna hvað
hann getur á von á að fá í eftirlaun
miðað við núverandi réttindi og
sparnað. Því næst þarf að leggja
mat hvort áætluð eftirlaunin séu
ásættanleg eða hvort viðkomandi
þurfi eða geti gert ráðstafanir til að
hafa áhrif á þau. Yfirleitt er hægt
að hafa áhrif á eftirlaunin, sér-
staklega hjá þeim sem eiga langt í
eftirlaun. Í bókinni er bent á leiðir
til þess.“
Auka sparnað og
lækka skuldir
Gunnar segir að þeir sem eiga
langt í eftirlaun hafi yfirleitt svig-
rúm til að gera ráðstafanir til að
tryggja sér góð eftirlaun og ráða
sínum eigin starfslokum. Helsta
ráðleggingin hér sé að auka sparnað
og/eða greiða niður skuldir. Þeir
sem fara á eftirlaun eftir nokkur ár
hafi minna svigrúm en engu að síð-
ur sé margt hægt að gera til að hafa
áhrif á eftirlaunin og fjárhagslegt
öryggi.
Spurður hvenær fólk ætti að
hefja töku eftirlauna segir Gunnar
það yfirleitt persónubundið.
„Sumir verða að hætta þegar
launagreiðandi ákveður svo eða
þegar þeir geta ekki unnið lengur af
heilsufarsástæðum. Þeir sem geta
hins vegar ráðið því hvenær þeir
láta af störfum eiga að gera það
þegar þeir eru tilbúnir, það er ef
þeir telja sig fá næg eftirlaun og
eru reiðubúnir að hætta og breyta
um lífsstíl,“ segir hann.
– Hvað á að gera þegar taka
eftirlauna hefst?
„Hver og einn á að byrja á að
safna upplýsingum um réttindi og
sparnað sem samanlagt mynda
eftirlaun. Að því loknu er ráðlegt að
gera áætlun um samsetningu eftir-
launa eða um lífeyrisgreiðslur og
hvernig gengið er á eignir. Mark-
miðið er að tryggja jafnt tekju-
streymi og að eftirlaunasjóðurinn
tæmist ekki of fljótt. Til viðbótar
mæli ég með að hjón eða sambýlis-
fólk fari yfir fjármál maka við frá-
fall.“
Samningar hafa verið samþykktir á
milli Sýndarveruleika ehf. og Sveit-
arfélagsins Skagafjarðar um upp-
byggingu nýrrar ferðaþjónustu-
starfsemi á Sauðárkróki.
Samningurinn er gerður til 30 ára og
samkvæmt honum mun félagið
Sýndarveruleiki koma upp og starf-
rækja sýningu um Sturlungaöldina
þar sem áhersla er á nýjustu tækni í
miðlun, m.a. með sýndarveruleika.
Ætlunin er að sýningin skapi vel á
annan tug beinna starfa í Skagafirði
og að hún efli Skagafjörð sem
áfangastað fyrir ferðafólk. Með
framlagi sínu eignast sveitarfélagið
10% hlut í Sýndarveruleika ehf.
Stefnt er að því að sýningin verði
opnuð á fyrsta ársfjórðungi 2019.
Verið er að standsetja húsnæðið að
Aðalgötu 21 á Sauðárkróki.
Sýningin hefur fengið nafnið 1238
– The Battle of Iceland og þar verð-
ur áhersla lögð á að miðla sögu
Sturlungaaldar með hjálp nýjustu
tækni í miðlun s.s. með sýndarveru-
leika. Auk þess verður í húsnæðinu
veitingaaðstaða, safnbúð og snyrt-
ingar, auk upplýsingamiðstöðvar
fyrir ferðamenn sem rekin verður á
vegum Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar. Sveitarfélagið leggur Sýnd-
arveruleika jafnframt til húsnæði
undir áðurnefnda starfsemi endur-
gjaldslaust en Sýndarveruleiki mun
annast rekstur þess.
Fjárfesting Sýndarveruleika ehf. í
áðurnefndri sýningu og uppbygg-
ingu í Skagafirði hleypur á hund-
ruðum milljóna króna. Nú starfa hjá
fyrirtækinu tveir starfsmenn í fullu
starfi, Áskell Heiðar Ásgeirsson
framkvæmdastjóri og Svanhildur
Pálsdóttir verkefnastjóri og ráðn-
ingar á fleira starfsfólki hefjast í
upphafi nýs árs.
Sýndarveruleiki er í eigu fjögurra
fjárfestingahópa, meirihlutaeig-
endur og leiðandi fjárfestar eru fyr-
irtæki í eigu Ingva Jökuls Logason-
ar.
Búist er við að sýningin muni
skapa 12-14 bein störf í ferðaþjón-
ustu á Sauðárkróki. Opnun hennar
er ætlað að fjölga þeim ferðamönn-
um sem sækja Norðurland og
Skagafjörð heim og efla þannig alla
ferðaþjónustu á svæðinu. Sýningin
hefur þegar fengið mikil og góð við-
brögð hjá ferðaskipuleggjendum og
aðilum sem standa að markaðs-
málum íslenskrar ferðaþjónustu er-
lendis, segir í fréttatilkynningu.
Sýndarveruleiki í sam-
starf við Skagfirðinga
Sýndarveruleikasafn opnað á Sauðárkróki á næsta ári
Sýndarveruleiki Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sýningar-
innar, með kynningu á verkefninu fyrir sveitarstjórnarmenn í Skagafirði.
Reykjavíkurborg og íslenska ríkið
eru formlega búin að sækja um að fá
að halda 33. verðlaunahátíð evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunanna árið
2020. Þetta staðfestir Dagur B. Egg-
ertsson, borgar-
stjóri Reykjavík-
ur, í samtali við
mbl.is í gær.
Greint var frá
því í Morgun-
blaðinu nýverið
að borgin og ríkið
hefðu samþykkt
heimild til að
sækja um hátíð-
ina. Sendinefnd á
vegum Íslands var á kvikmyndahá-
tíðinni í Sevilla á Spáni um helgina
og kynnti sér framkvæmd og ræddi
við evrópsku nefndina.
Reykjavík mun keppa við tvær
aðrar borgir, en Dagur segir að ekki
sé gefið upp hvaða borgir þær séu og
í raun viti þau hjá Reykjavík það
ekki með vissu hverjir keppi þar
gegn þeim. Hann segir að þau hafi
lagt fram skjöl frá Reykjavíkurborg
og ríkinu með formlegri umsókn auk
þess að hitta nefndarmenn og fara
yfir með þeim hvað Reykjavík hefði
upp á að bjóða.
Sækja um
kvikmynda-
hátíð 2020
Formleg um-
sókn frá Íslandi
Dagur B.
Eggertsson
Allt um sjávarútveg