Morgunblaðið - 17.12.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við Gréta kynntumst í gegn-um hundana fyrir 14 árumá Akureyri þegar hún komí heimsókn til mín með
börnin sín til að skoða hvolpa hjá
mér. Þá var ég með got undan þýsk-
um pointer hundi sem hét Teitur, en
við bróðir Grétu, Kjartan Guðbrands-
son, fluttum hann saman inn frá Nor-
egi, og fyrstu tíkinni minni sem hét
Zelda og ræktun okkar hjóna er
kennd við í dag. En við Kjartan höfð-
um þekkst lengi,“ segir Kjartan
Antonsson um upphaf kynna sinna og
eiginkonunnar, Grétu Guðbrands-
dóttur, en á heimili þeirra hjóna búa
fjórir hundar, þrír þýskir pointerar
og einn enskur setter.
Gréta segist alltaf hafa elskað
hunda. „Við erum bæði af öllu hjarta
hundafólk, sem kemur sér vel því
hundarnir eru stór hluti af okkar
veruleika og snýst því okkar líf mikið
um þá. Við og hundarnir erum fjöl-
skylda og börnin saka okkur stund-
um um að við elskum hundana meira
en þau,“ segir Gréta og hlær og bætir
við að óneitanlega snúist heimilislíf
þeirra Kjartans mikið um hundana,
að þjálfa þá og hreyfa. Auk þess er
skotveiði mikið áhugamál hjá þeim og
fara þau saman á veiðar með
hundana.
„Þetta eru okkar veiðihundar og
þeir eru heldur betur mikil hjálp,
geta fundið fyrir okkur rjúpur með
þefskyninu einu á löngu færi. Þýsku
hundarnir okkar eru miklir vatna-
hundar og í þeirra eðli er að sækja
bráðina og skila í okkar hendur.“
Villibráðartilraunir í eldhúsi
Gréta var ekki vön að skjóta áð-
ur en hún kynntist Kjartani.
„En ég hafði mikinn áhuga á því,
enda eru bróðir minn og pabbi miklir
veiðimenn. Ég margspurði hvort ég
mætti koma með þeim á veiðar, en
fékk það ekki, af því ég er stelpa. Aft-
ur á móti fékk elsti sonur minn að
fara með þeim,“ segir Gréta sem var
eðlilega ekki sátt við þessa mis-
munun.
„En þegar ég fór að stunda
veiðiskap með Kjartani, þá fóru þeir
að biðja um að fá að koma með okkur,
þar sem við veiddum oftast mun
meira en þeir,“ segir hún og hlær.
„Ég elska allt sem tengist villi-
bráð og finnst gaman að gera til-
raunir, elda og nýta allt af skepnunni.
Við veiðum líka gæsir og endur og
förum stundum á hreindýr. Við borð-
um heilsteikta gæs á aðfangadag og
ég geri paté, gref rjúpur og gæsir, bý
til soð úr beinunum frá grunni og
fleira skemmtilegt,“ segir Gréta.
Mamma gaf honum saumavél
Kjartani og Grétu er annt um
heilsu og velferð sinna hunda og því
sér Kjartan um að sauma sokka á þá
fyrir veiðarnar, svo þófarnir fari ekki
illa á þeim.
„Hundar eru að eðlisfari með
misjafnlega sterka þófa en þurfa þó
alltaf að vera í góðri þjálfun til að þola
álagið, en á meðal veiðidegi hlaupa
þeir yfir hundrað kílómetra á dag.
Þeir eru að vinna með okkur og hafa
brennandi áhuga á því, enda ræktaðir
sem miklir vinnu- og veiðihundar
sem njóta sín best við það sem þeir
eru ræktaðir til, sem eru veiðar. Það
er því mikið álag á þófana, sér-
staklega ef færi er ekki gott, mikið
harðfenni eða grjót. Enginn hundur
þolir slíkt yfir heilan dag án þess að
skaddast á þófum,“ segir Kjartan og
rifjar upp veiðidag fyrir margt löngu
þegar hundur sem hann átti þá fór
mjög illa. „Hann spændi nánast upp
á sér þófana og ég þurfti að bera
hann úr bílnum og hingað inn. Hann
stóð ekki upp í tíu daga. Ég fæ móral
við að rifja þetta upp,“ segir Kjartan
sem eftir þetta var harðákveðinn í að
bjóða sínum hundum ekki framar
upp á slíkt.
„Ég handsaumaði hundasokka
og fór stoltur til móður minnar að
sýna henni snilldina, en hún hló og
sagði þá ekki endast tíu metra, slíkur
væri saumaskapurinn. Hún gerði í
framhaldinu almennilegt snið fyrir
mig og saumaði sokka á hundana
okkar. Nokkrum árum seinna kenndi
hún mér á saumavélina svo ég gæti
saumað sjálfur og stuttu áður en hún
lést þá gaf hún mér saumavélina því
hún vissi að þá yrði hún notuð. Ég
hef séð um að sauma okkar hunda-
sokka síðan, og stundum líka handa
vinum okkar. Hundarnir okkar eru
því aldrei sárfættir lengur.“
Þau hjónin hafa gert heilmiklar
tilraunir með efni í sokkana, segja
best að hafa það sem slitsterkast en
um leið þægilegt, það má til dæmis
ekki vera sleipt í snjó. Þau „teipa“
sokkana fasta á hundana yfir stroffin
og á erfiðustu veiðidögunum skipta
þau þrisvar um sokka á sama hundi.
„Þeir eru fljótir að slíta þeim í
vondu færi, svo það er nóg að gera í
saumaskapnum hjá mér,“ segir
Kjartan og bætir við að þau hjónin
hjálpist nú að við sokkagerðina og
nái að sauma hundrað sokka á tveim-
ur kvöldum. Ekki er laust við að þau
hjónin séu spennt fyrir næsta ári en
ef allt gengur upp þá áætla þau got
seint á árinu ásamt öðrum spennandi
hlutum sem snerta hunda. Ræktun
þeirra hjóna heitir Zeldu ræktun eft-
ir fyrsta hundi Kjartans því ef ekki
væri fyrir Zeldu þá hefðu málin
þróast allt öðruvísi.
Skyttur Kjartan og Gréta með feng sinn eftir góðan veiðidag.Hundasokkar Kjartan saumar hundasokka af miklum móð.Flott Tíkin Siw í sokkunum góðu á köldum degi á skytteríi.
Samstiga skyttur og hundelskar
Á jólaborði þeirra er heil-
steikt gæs sem þau hafa
sjálf veitt. Kjartan og
Gréta njóta þess að fara
saman á skytterí með
hunda sína en þá skarta
þeir heimasaumuðum
sokkum, til hlífðar þóf-
um, ef færi er vont.
Morgunblaðið/Hari
Hundalíf Þegar fjórir stórir hundar búa á heimili, þarf heimilisfólkið að vera einlægt hundaáhugafólk. Kjartan og
Gréta með Fönn (hvít tík, enskur setter) en fyrir aftan eru Tíur, Siw og Níta, sem öll eru þýskir pointerar.
Útivist Gréta og Tíur njóta veiða.