Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 14

Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 14
BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja. Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir Ferða- málastofu kom í ljós að útgjöld er- lendra ferðamanna voru hæst í Reykjavík, eða um 38.000 kr. á sólar- hring að meðaltali, en minnst á Hvammstanga þar sem reikna má með að dæmi- gerður ferðalang- ur eyði um 8.000 kr. á dag. Lilja B. Rögn- valdsdóttir, sér- fræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, hafði umsjón með framkvæmd könnunarinnar. Voru bæði opnar og lokaðar spurningar lagðar fyrir ferðamenn á átta stöðum á landinu og svöruðu að jafnaði 400-500 manns á hverjum stað. Könnunin náði til Reykjavíkur, Reykjanesbæjar, Víkur í Mýrdal, Egilsstaða, Húsavíkur, Hvamms- tanga, Ísafjarðar og Stykkishólms. Ýmist stutt eða löng viðdvöl Að sögn Lilju virðist lengd dval- arinnar og þjónustuframboð á hverj- um stað ráða mestu um þann mun sem er á útgjöldum erlendra ferða- manna. Þannig megi reikna með að flestir gestir á höfuðborgarsvæðinu gisti þar a.m.k. eina nótt, sem hækki meðalútgjöldin, en margir gestir á Húsavík staldra aðeins við hluta úr degi til að skoða hvali en halda svo ferð sinni áfram. „Á Húsavík voru út- gjöld ferðamanna að jafnaði um 18.000 kr. á dag og afþreying hlut- fallslega stærri útgjaldaliður en á öðrum stöðum vegna hvalaskoðunar- ferðanna. Svo höfum við svæði á borð við Hvammstanga þar sem minna er í boði, þar af leiðandi færri tækifæri fyrir ferðamenn til að kaupa vörur og þjónustu, og ýmist hafa þeir þar að- eins stutta viðdvöl eða verja nóttinni helst á tjaldsvæði svo að útgjöld vegna gistingar mælast lítil.“ Þykir höfuðborgin dýr Rannsóknin skoðaði líka ánægju ferðamannanna og reyndust þeir upp til hópa hafa mjög jákvæða upp- lifun af þeim stöðum þar sem mæl- ingar fóru fram. Vó þyngst fegurð náttúrunnar, gestrisni heimamanna og gæði þeirrar þjónustu sem í boði var. „Af þeim neikvæðu þáttum sem ferðamenn nefndu helst voru lélegar samgöngur, skortur á afþreyingu og þjónustu og hátt verð, en í Reykjavík var hátt verðlag langsamlega al- gengasta umkvörtunarefnið,“ segir Lilja. Aðspurð hvort niðurstöður könn- unarinnar gefi tilefni til áherslu- breytinga segir Lilja að vega þurfi og meta aðstæður og vilja heima- manna hverju sinni þegar ákvarðan- ir um uppbyggingu ferðaþjónustu séu teknar. Hafa verði í huga hvert aðdráttarafl staðarins sé og í hvaða tilgangi ferðamenn heimsæki hann. Suma staði heimsæki ferðamenn gagngert til að upplifa þá náttúru eða afþreyingu sem þar sé í boði en aðrir staðir gegni hlutverki áningar- staða á lengri ferð þeirra um landið. „Það hlutverk er ekki síður mikil- vægt og því nauðsynlegt að þekkja þarfir og óskir gesta hverju sinni til að geta mætt þeim sem best.“ Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga Morgunblaðið / Hari Neyslumynstur Ferðamenn skoða borgina í snjóbyl. Á stöðum eins og Húsavík má sjá að margir koma að skoða hvali en fáir gista yfir nótt.  Hátt verðlag í höfuðborginni algengt umkvörtunarefni erlendra ferðalanga Lilja Rögnvaldsdóttir 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 Dásamlegir dropar í sturtunni þinni www.sturta.is | Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði | s 856 5566 17. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.98 124.58 124.28 Sterlingspund 156.07 156.83 156.45 Kanadadalur 92.57 93.11 92.84 Dönsk króna 18.751 18.861 18.806 Norsk króna 14.376 14.46 14.418 Sænsk króna 13.616 13.696 13.656 Svissn. franki 124.37 125.07 124.72 Japanskt jen 1.0915 1.0979 1.0947 SDR 170.98 172.0 171.49 Evra 140.01 140.79 140.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.1647 Hrávöruverð Gull 1244.45 ($/únsa) Ál 1923.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.53 ($/fatið) Brent ● Hlutabréfaverð bandaríska snyrti- og heilsuvörurisans Johnson & Johnson (J&J) lækkaði um 10% á föstudag. Kom lækkunin í kjölfar frétta um að félagið hefði svo ár- um skiptir vitað að asbest væri að finna í talkúm-púðri sem fyrirtækið framleiðir. Samanlagt minnk- aði markaðsvirði J&J um u.þ.b. 40 millj- arða dala í viðskiptum föstudagsins, en fyrirtækið segir ekkert hæft í ásök- ununum sem Reuters greindi fyrst frá. Fjallað var ítarlega um málið á Mbl.is á föstudag en rannsókn Reuters á minnis- blöðum og öðrum trúnaðarskjölum á að hafa sýnt fram á að allt frá árinu 1971 hafi J&J vitað að finna mætti asbest í litlu magni í talkúm-vörum sem seldar eru undir vörumerkinu Baby Powder. Asbest getur valdið krabbameini og úr- skurðaði kviðdómur í Missouri í júlí að fyrirtækinu bæri að greiða 22 konum samtals 4,7 milljarða dala í bætur vegna ásakana um að þær hefðu fengið krabbamein í eggjastokka vegna notk- unar á vörum J&J. Að sögn Reuters hafði það dómsmál lítil áhrif á fjárfesta og áð- ur en hlutabréfaverðið tók dýfu á föstu- dag hafði það styrkst um 5% frá árs- byrjun. ai@mbl.is Hlutabréf Johnson & Johnson á niðurleið STUTT Franska lúxusvöruveldið LVMH hefur samið um kaup á Belmond- hótelkeðjunni fyrir 3,2 milljarða dala. LVMH hefur haldið að sér höndum í yfirtökum undanfarin misseri en í eignasafni samsteyp- unnar má meðal annars finna há- tískumerkin Christian Dior og Louis Vuitton, ilmvatnsframleið- andann Acqua di Parma og kampavínsframleiðandann Dom Pérignon. Þá rekur félagið hótel undir merkjum Cheval Blanc í París, Courchevel, Saint-Barthé- lemy og á Maldív-eyjum auk sex Bulgari-hótela. Með kaupunum á Belmond eign- ast LVMH mörg merkustu hótel heims, s.s. öndvegishótelið Grand Hotel Europe í Sankti-Pétursborg og Copacabana Palace í Ríó de Janeiro, sex veitingastaði með samtals fimm Michelin-stjörnur og lúxusfarþegalestir sem ferja sterk- efnaða ferðamenn til áfangastaða á borð við Machu Picchu og Fen- eyja. Að sögn FT þykja kaupin til marks um að LVMH vilji laga sig að breyttum óskum neytenda sem í vaxandi mæli vilja eyða pening- um í eftirminnilegar upplifanir á fínum veitingastöðum og hótelum frekar en að sanka að sér dýrum varningi. ai@mbl.is AFP Handverk Töskusmiður LV að störfum. Kaupin á Belmond tengjast breyttum áherslum neytenda. LVMH eignast Belmond hótelin  Bæta við sig lúx- uslestum og sögu- frægum hótelum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.