Morgunblaðið - 17.12.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 17.12.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Nýju lífi var blásið í Parísarsamn- inginn, sem gerður var árið 2015, á laugardaginn þegar 195 ríki undir- rituðu nýtt samkomulag um barátt- una gegn hlýnun jarðar eftir langar umræður á loftslagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Katowice í Pól- landi. Meðal þess sem samningurinn felur í sér er regluverk um fyrir- komulag loftslagsbókhalds og eftirlit á losunartölum gróðurhúsaloftteg- unda. Þó jafnast nýja samþykktin ekki á við metnaðarfyllstu áætlan- irnar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt fram til að afstýra ham- förum af völdum loftslagsbreytinga. „Að setja saman vinnuáætlun fyrir Parísarsáttmálann er mikil ábyrgð,“ sagði Michał Kurtyka, formaður ráð- stefnunnar. „Þetta hefur verið langt ferli. Við gerðum okkar besta til að skilja engan eftir. Við verðum öll að láta eitthvað af hendi sem einstak- lingar svo við getum grætt saman í heild.“ Kallað eftir auknum metnaði Í nýju samþykktinni er lögð fram reglubók um það hvernig skuli ná fram markmiðunum sem fallist var á í Parísarsáttmálanum fyrir þremur árum. Markmiðin miða við að halda hlýnun jarðar fyrir neðan tvær gráð- ur á selsíus. Vert er þó að nefna að jafnvel þótt farið verði eftir fyrirheitum nýja sáttmálans má gera ráð fyrir að hita- stig jarðar muni brátt nema rúmum þremur gráðum meira en þekktist fyrir iðnbyltinguna. Í þeim bindandi kröfum sem gerðar voru í samningn- um var forðast að kalla með beinum hætti eftir metnaðarfyllri aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda fyrir gildistöku Parísarsátt- málans árið 2020. „Það sem við sáum í Póllandi sýnir fram á grundvallarmisskilning á kreppunni sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Manuel Pulgar-Vidal, leiðtogi loftslags- og orkumála hjá Alþjóðlega náttúruverndarsjóðinum, í viðtali við AFP. „Öll lönd verða að sýna fram á aukinn metnað fyrir árið 2020.“ Fleiri sérfræðingar í efnahags- og loftslagsmálum hafa tekið í sama streng og sagt að grípa verði til miklu róttækari aðgerða til þess að bægja frá hættunni sem veröldinni stafar af áframhaldandi hlýnun jarð- ar. „Ljóst er að þær framfarir sem við höfum náð nægja alls ekki með tilliti til stærðargráðu ógnarinnar sem steðjar að okkur,“ sagði Nichol- as Stern, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Alþjóðabankans, í samtali við The Guardian. „Nýjustu tölurnar sýna fram á að losun koltvísýrings er enn að aukast. Við höfum miklu hag- stæðari, hreinni og skilvirkari leið til efnahagsþróunar í höndum okkar.“ Sérfræðingar telja ekki næg- an metnað í samkomulaginu  Regluverk um Parísarsamninginn samþykkt í Katowice í Póllandi um helgina AFP Katowice Michał Kurtyka, formaður loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice, tók stökk af gleði eftir að samningur um regluverk Parísarsáttmálans var samþykktur sl. laugardag. Skiptar skoðanir eru um samkomulagið. „Þarna er mikilvægum áfanga náð með samkomulaginu [á laugardaginn],“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrands- son umhverfisráðherra í samtali við mbl.is í gær. „Það er mikilvægast að komnar eru leiðbeiningar sem virkja Parísarsamkomulagið.“ Guðmundur sagði ráðstefnuna vera um margt já- kvæða fyrir Ísland. Ísland eigi fyrst og fremst að vera góð fyrirmynd í loftslagsmálum og hafi nú þegar náð góðum árangri í raforkuframleiðslu og húshitun. „Nú þurfum við að vera í fararbroddi varðandi orku- skipti í samgöngum,“ sagði Guðmundur. „Við eigum að geta sýnt fram á góð dæmi í litlu hagkerfi sem megi líta til þegar horft er til stærri skala.“ Segist hann þá vona að þjóðir heimsins verði búnar að klára það sem út af stendur þegar kemur að næsta fundi eftir ár. Ráðstefnan jákvæð fyrir Ísland GUÐMUNDUR INGI GUÐBRANDSSON UMHVERFISRÁÐHERRA Guðmundur Ingi Guðbrandsson 42 manns særð- ust í bænum Sap- poro í norður- hluta Japans í gærkvöldi þegar sprenging varð á veitingastað sem olli því að bygg- ingarnar í kring hrundu. Frá þessu var sagt á fréttavef AFP. Lögreglan á staðnum kom í veg fyrir að borg- arbúar hættu sér nálægt bygging- unni, af ótta við fleiri sprengingar. Sjónarvottur greindi fréttamanni japanska ríkisútvarpsins NHK frá því að hafa fundið gaslykt eftir að hafa heyrt sprenginguna. Annar sjónarvottur sagði blaðinu Japan Times að hann hefði heyrt spreng- ingu sem „hljómaði eins og þruma“. Eldar kviknuðu í byggingum um- hverfis veitingastaðinn eftir sprenginguna og rúmlega 20 slökkviliðsbílar voru sendir á svæð- ið. Enn er óvíst hvað olli sprenging- unni og rannsókn á málinu gæti tekið marga daga. JAPAN Japan Brunarúst- ir eftir sprengingu í Sapporo 42 særast í spreng- ingu á veitingastað Um 10.000 Ung- verjar flykktust í mótmælagöngur eftir götum Búdapest í gær. Frá þessu er sagt á vef Reut- ers. Mótmæla- gangan var sú fjórða á jafn- mörgum dögum gegn stjórn Vikt- ors Orbán for- sætisráðherra. Kveikirinn að mót- mælunum voru ný lög sem leyfa vinnuveitendum að biðja starfs- menn um allt að 400 klst. yfirvinnu árlega í stað þeirra 250 sem nú eru leyfilegar. Mótmælendurnir köll- uðu lögin „þrælalög“ og kyrjuðu slagorð eins og „Snáfaðu, Orbán!“ og „Gleðileg jól, hr. forsætisráð- herra!“ UNGVERJALAND Löggjöf Orbáns mótmælt í Búdapest Stopp Ungversk- ur mótmælandi í Búdapest. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Um 5.500 Belgar söfnuðust saman í Evrópuhverfi Brussel í gær til þess að mótmæla sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um farandmenn, sem ríkisstjórn Belgíu samþykkti á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakess 10. desember síðastlið- inn. Frá þessu segir Le Monde. Þjóðernishópurinn Flæmskir hagsmunir (flæmska: Vlaams Be- lang) skipulagði mótmælin. Sam- hliða mótmælunum fóru fram gagnmótmæli um 1.000 stuðnings- manna samningsins. Borgarstjórn Brussel hafði upp- haflega ætlað sér að banna báðar samkomurnar af ótta við að ofbeldi brytist út á milli mótmælafylking- anna tveggja en dómstóll ógilti þá ákvörðun. Ríkisstjórn Charles Michels forsætisráðherra riðaði til falls vegna málsins eftir að Nýja flæmska bandalagið (flæmska: Nieuw-Vlaamse Alliantie) sleit stjórnarsamstarfi sínu við Um- bótahreyfingu (franska: Mouve- ment Réformateur) Michels vegna andstöðu sinnar við samninginn. Í stað þess að draga í land stofnaði Michel nýja minnihlutastjórn ásamt öðrum flokkum sem hlynnt- ir voru því að staðfesta samning- inn. Mótmælin hófust friðsamlega en til átaka kom eftir að mótmæl- endur köstuðu steinum í lögreglu- menn og unnu skemmdarverk á byggingum Evrópusambandsins. Eftir að formlegum mótmælafundi var lokið reyndu 200 til 300 mót- mælendur að brjótast inn í höfuð- stöðvar framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Sprautaði lögreglan vatni á mótmælendurna og beitti táragasi í átökunum. Um níutíu manns voru handteknir í mótmælunum. Sáttmála SÞ um far- andmenn mótmælt  Um 90 manns handteknir í Brussel AFP Belgía Mótmælandi flaggar belg- ísku þjóðartákni í Brussel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.