Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 17

Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 Róður fyrir Frú Ragnheiði Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að róa stanslaust í eina viku á róðravél í versluninni Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði, sérinnrétt- uðum bíl sem ekið er um götur höfuðborgarsvæðisins til að hjálpa hópum á jaðri samfélagsins, m.a. fólki sem er heimilislaust eða notar vímuefni í æð. Róðrinum lýkur á föstudaginn kemur. Hari Traust og trúnaður er hin almenna regla í samskiptum vinnuveit- enda og starfsfólks. Það er sem betur fer alger undantekning þegar samskipi þess- ara aðila eru á hinn veginn. Enda er það ein meginforsendan fyrir farsælum og ár- angursríkum atvinnurekstri að sam- skipti vinnuveitandans og starfsfólks hans séu byggð á trúnaði og trausti, þ.e. gagnkvæmri virðingu. Fullyrða má að atvinnurekendur upp til hópa, hvort sem þeir eru starfandi í versl- un, þjónustu eða öðrum atvinnu- greinum, leggi sig fram um að hafa þessi samskipti á sem bestan veg. Þær sjónvarpsauglýsingar frá VR sem birtast þessa dagana eru að mati SVÞ fjarri öllum raunveruleika um það hvernig vinnuveitendur um- gangast starfsfólk sitt. Það handrit að mannlegum harmleik sem sett er á svið á kómískan en um leið gildis- hlaðinn hátt er verulega vand- meðfarið og ekki til þess fallið að gera gaman að. Við þekkjum a.m.k. ekki þann vinnuveitanda sem vill misbjóða starfsfólki sínu á þann veg sem þar er lýst. Þó að mörgum þyki þessar auglýsingar með þeim hætti að þær nái að kitla hláturtaugar hjá fólki er undirtónn þeirra og þau skilaboð sem þær senda mjög alvar- leg árás á atvinnurekendur almennt. Ef kaupmaðurinn á horninu, sem er aðalpersónan í auglýsingunum, er gott dæmi um „skúrkinn“ á íslensk- um vinnumarkaði þá er sú lýsing okkur mjög framandi. Í það minnsta væri áhugavert að þeir aðilar sem standa að slíkri aðför standi keikir með staðreyndir að vopni í stað al- mennra alhæfinga um atvinnurek- endur upp til hópa. Hafa skal það sem sannara reynist en SVÞ hafa á undanförnum árum lagt sig fram við að eiga gott sam- starf við VR á sem flestum sviðum. Þetta samstarf á ekki hvað síst að stuðla að bættri starfs- og endur- menntun félagsmanna VR, enda hafa báðir aðilar litið svo á að með því verði hinn almenni starfsmaður búinn undir þær miklu breytingar sem fyrirsjáanlegar eru í verslun og þjónustu á allra næstu árum. Breytt starfsumhverfi verslunar- og þjón- ustufyrirtækja kallar óhjákvæmi- lega á breyttar kröfur um hæfni starfsfólks. Við lítum svo á að kröftum SVÞ og VR verði mun betur varið í að vinna í sameiningu við að takast á við þær miklu áskoranir sem eru framundan í stað þess að munnhöggvast um veruleika sem er flestum mjög fjar- lægur. SVÞ mun a.m.k. leggja sig fram um að hafa samskiptin á þeim nótum og áfram hvetja sitt fólk til að hlúa vel að starfsfólki sínu og byggja upp gagnkvæmt traust vinnuveit- anda og starfsfólks. Það er von SVÞ að VR sjái hag síns fólks að sama skapi betur borgið með því að tryggja slíkan framgang síns fólks í stað þess að mála upp þá hræðilegu mynd af framandi vinnusambandi sem auglýsingar undanfarið hafa teiknað upp. Eftir Margréti Sanders og Andrés Magnússon » Þær sjónvarps- auglýsingar frá VR sem birtast þessa dag- ana eru að mati SVÞ fjarri öllum raunveru- leika um það hvernig vinnuveitendur um- gangast starfsfólk sitt. Margrét Sanders Margrét er formaður SVÞ og Andrés er framkvæmdastjóri SVÞ. Staðreyndavillur Georgs Bjarnfreðarsonar Andrés Magnússon Ég tók mér tíma um daginn til að sjá kvikmynd Benedikts Erlingssonar „Kona fer í stríð“. Þessi mynd hefur verð- skuldað hlotið fjöl- mörg verðlaun og við- urkenningar hér heima og erlendis. Hún er vel gerð og fagmannlega. Mér fannst framvindan í sögunni ganga vel upp og handritið ágætlega skrifað. Frammistaða leikaranna var að mínum dómi mjög góð. Benedikt hefur áður sýnt sig í að vera góður kvikmyndagerð- armaður og engum sem horfir á þessa kvikmynd ætti að þurfa að leiðast. Það sem fær mig til að setjast niður og skrifa nokkur orð um þetta verk eru þær röngu ályktanir sem áhorfendur virðast flestir draga um boðskap hennar. Afkvæmi velferðar Flest okkar skilja vel að okkur, jafnt efn- uðum sem öðrum, sem minna hafa úr að spila, farnast betur í lífinu ef þjóð okkar tekst að virkja þá möguleika, sem land okkar hefur upp á að bjóða, til að bæta efnahag og auka velsæld í landinu. Við viljum flest geta aflað okkur mannsæmandi tekna, búið í góðu og þrifalegu húsnæði, haft nóg að bíta og brenna fyrir okkur sjálf og ástvini okkar og átt kost á góðri heilbrigðisþjónustu, þegar á þarf að halda. Við viljum jafnvel flest eiga bifreið til að geta farið milli staða, til dæmis þegar við för- um í hugljúft sumarleyfi innanlands með fólkinu okkar. Líklega má telja, svona þegar á heildina er litið, að okkur hafi tek- ist bara nokkuð vel upp. Í okkar litla landi hefur okkur tekist að skapa lífshætti sem við gjarnan kennum við velferð á ýmsum svið- um. Við erum talin í hópi þeirra þjóða sem hafa það hvað best í heiminum. Hvernig ætli þetta hafi komið til? Ætli það geti verið vegna þess að okkur hafi tekist að hagnýta kost- ina sem land okkar hefur upp á að bjóða sjálfum okkur til aukinnar velferðar? Við erum kannski ekki beint að hugsa um þetta þegar við „stöndum upp og sturtum niður“ í sérhönnuðum rýmum á heimilum okkar. Þetta finnst okkur allt svo sjálfsagt. Við erum afkvæmi vel- ferðarinnar. Afreksverk Í kvikmynd Benedikts Erlings- sonar er fjallað um athafnir sem við Íslendingar getum talið til mik- illa og arðvænlegra afreksverka okkar og eru til þess fallin að bæta hag landsmanna. Okkur hefur með náttúruvænum hætti tekist að virkja orku fallvatna, m.a. í þágu öflugra atvinnufyrirtækja í landinu. Spjótum myndarinnar er einkum beint að álveri sem hér er starf- rækt. Ætli þeim sem að myndinni standa sé ami að áli? Ég er viss um að þeir, eins og líklega flestir lands- menn, hagnýta sér daglega varning sem framleiddur er úr þessum málmi. Ef hann væri ekki fram- leiddur með vistvænni orku hér á landi myndi bara að sama skapi aukast framleiðslan á honum er- lendis, þar sem orkan til þess yrði fengin úr olíu eða kolum í stað vatnsfalla okkar. Myndin felur þannig í sér eins konar lofgjörð um þessa framleiðsluhætti hérlendis. Það eykur svo enn á þunga boð- skaparins í þessari kvikmynd að aðalpersóna myndarinnar þarf að ferðast til Úkraínu í því skyni að ættleiða barn þaðan. Sýndar eru myndir frá því stríðshrjáða landi sem birta annars konar umhverfi en við þekkjum hér á landi og myndin sýnir reyndar einnig. Ekki veit ég hvort þeir í Úkraínu fram- leiða ál, en geri þeir það er það áreiðanlega gert með annars konar orku en þeirri hreinu sem við not- um. Svo við eigum bara að þakka að- standendum þessarar kvikmyndar fyrir að hafa opnað augu okkar bet- ur en áður fyrir hinum miklu kost- um lands okkar á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum. Takk fyrir mig. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Svo við eigum bara að þakka aðstand- endum þessarar kvik- myndar fyrir að hafa opnað augu okkar betur en áður fyrir hinum miklu kostum lands okkar á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Lofgjörð um íslenska framleiðsluhætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.