Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 18

Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 ✝ Ebba Ingi-björg Magn- úsdóttir fæddist á Akranesi 8. mars 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 8. des- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Ebenezersdóttir, f. 16. september 1899, d. 21. september 1988, og Magnús Ásmundsson, f. 29. september 1896, d. 10. október 1994. Albróðir Ebbu var Gylfi sambýliskona hans er Tanja Björg Sigurjónsdóttir, f. 1988, dóttir þeirra er Sunneva, f. 2018. b) Heiður, f. 1990, sam- býlismaður hennar er Ásbjörn Egilsson, f. 1990, sonur þeirra er Rúrik Logi, f. 2016. c) Hekla, f. 1994, sambýlismaður hennar er Ómar Logi Þor- björnsson, f. 1994. 2) Magnús, f. 1968, í sam- bandi með Hrund Valgeirs- dóttur, f. 1974. Börn Magn- úsar eru a) Albert Brynjar, f. 1988, sambýliskona hans er Sólrún Dögg Jónsdóttir, f. 1984, börn þeirra eru Jón Þór, f. 2009, og Anna Margrét, f. 2013. b) Ebba Ingibjörg, f. 2000. Útför Ebbu Ingibjargar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. desember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Magnússon, f. 23. september 1940, d. 11. júlí 2010. Hálf- bróðir sammæðra var Haraldur Jó- hannsson, f. 7. júlí 1926, d. 18. mars 2002. Ebba Ingibjörg var gift J. Högna Ingimundarsyni, f. 2. janúar 1931, d. 2. desember 1991. Börn þeirra eru: 1) Lilja Björk, f. 1962, gift Haraldi Friðrikssyni, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Högni, f. 1986, Elsku amma. Það er gott að eiga dýrmætar minningar sem ylja manni á erfiðri stundu sem þessari. Þrátt fyrir að við hefðum séð í hvað stefndi er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú sért farin frá okkur og það er mik- ið tómarúm í hjörtum okkar allra. Ég minnist þín sem hjartahlýrrar ömmu sem vildi allt fyrir alla gera. Þú varst mjög áhugasöm um líf barnabarna þinna og vildir að við sýndum þér myndir og segðum þér frá því sem dreif á daga okk- ar. Þú varst með auga fyrir fal- legum hlutum og fannst mikil- vægt að gefa okkur barnabörnunum fallega og eigu- lega hluti. Þér fannst líka afar mikilvægt að við ættum fallega skartgripi og við nutum góðs af því þegar þú vannst í verslun Guðmundar B. Hannah, þú varst alveg með það á hreinu hvað væri í tísku á hverjum tíma. Góðar minningar koma upp í hugann þegar ég rifja upp það sem við gerðum saman. Þar ber helst að nefna góðar stundir í sumarbústaðnum þar sem þú vildir helst vera öllum stundum. Þar leið þér einstaklega vel og fannst gaman að hafa barnabörn- in með eða fá okkur í heimsókn. Ég á líka margar minningar úr Hjarðarholtinu þar sem þú bjóst lengst af og ég held að við minn- umst þess öll að laumast upp í skáp þar sem alltaf var til suðu- súkkulaði. Ég naut góðs af því hvað þú bjóst stutt frá Fjöl- brautaskólanum og í hádegis- hléum og eyðum var voðalega gott að koma yfir til þín. Þegar ég vann síðan á sumrin í Einarsbúð þá dekraðirðu við mig í hverju há- degishléi. Þú varst búin að elda þegar ég kom, við borðuðum sam- an og áttum góða stund, ræddum um daginn og veginn. Eftir mat- inn kom ekki til greina að ég hjálpaði þér að ganga frá heldur átti ég að leggja mig áður en ég færi aftur í vinnu. Þú elskaðir barnabörnin og langömmubörnin þín og fannst svo gaman þegar við vorum hjá þér. Ég veit að þú þráðir að geta séð barnið mitt en það er dýr- mætt að þú fannst það sparka og þá sagðir þú að þetta væri kröft- ugur strákur, við sjáum svo hvort það reynist rétt. Ég reyni kannski sjálf að klára uglupokann sem þú byrjaðir á, en ég held að við vitum báðar hvernig það mun enda. Elsku amma Ebba, takk fyrir allt. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur frá nýjum heimkynn- um. Þín Hekla. Elsku Ebba amma. Nú sit ég og hugsa til þín og rifja upp minn- ingar okkar sem eru nú mjög margar og eru mér afar kærar, öll símtölin okkar og heimsóknir okkar mömmu til þín þegar ég var lítil þegar við komum í kaffi til þín. Þegar ég kíkti alltaf upp til þín þegar ég nennti ekki með afa upp í hesthús og við áttum okkar skemmtilegu og áhugaverðu spjallstundir. Og ég verð ætíð þakklát fyrir hjálp þína sem þú ávallt veittir mér. Nú hvílist þú með afa Gylfa og Högna þínum og ég hugsa til ykk- ar allra. Ég sakna þín og mun alltaf elska þig. Þú varst besta amma sem hægt er að eiga. Ég og Magdalena munum ávallt minnast þín. Við Magdalena elskum þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. (Sigurbjörn Einarsson) Kveðjur, Ragnhildur og Magdalena. Löngu og göfugu dagsverki er lokið. Ebba frænka mín hefur kvatt og lagt upp í ferðina sem bíður okkar allra. Við vorum jafn- aldrar og frá blautu barnsbeini lágu leiðir okkar saman. Faðir hennar og móðir mín voru systkin og vináttan og böndin sem bundu svo tryggilega saman fjölskyldur okkar slitnuðu aldrei. Það voru svo sannarlega skemmtilegir og góðir tímar sem við og Gylfi bróð- ir hennar áttum saman sem börn og unglingar. Síðan tóku fullorð- insárin við með þeim margbreyti- legu viðfangsefnum sem þeim eðlilega fylgdu en alltaf voru sam- skiptin jafn náin og fyrr. Á æskuárum okkar, meðan allra naut við, voru gjarnan stórar samkomur, fermingar og afmæli. Þar var allur hinn stóri ættbogi okkar saman kominn og vináttan og gleðin sem fylgdi þeim sam- komum ógleymanleg. Það var svo sannarlega ómetanlegt að finna vináttuna og eiga þess kost að alast upp í því umhverfi sem aldr- ei bar skugga á í samskiptum fólksins okkar. Tíminn leið og gæfan fylgdi Ebbu, hún giftist miklum öðlingi og mannkostamanni, Högna Ingi- mundarsyni. Hjónaband þeirra var bæði fagurt og farsælt og dugnaður og barnalán einkenn- andi fyrir sambúð þeirra. Því mið- ur varð Ebba fyrir þeirri miklu sorg að missa eiginmann sinn í blóma lífsins en ekkert fékk bug- að hana. Áfram skyldi haldið og hið glæsilega og notalega heimili hennar ávallt sú umgjörð þar sem fjölskylda hennar átti sinn griða- stað og þar sem vinir voru ávallt velkomnir til að þiggja góðgjörðir hinnar myndarlegu húsmóður. Það var nefnilega þannig, að það var ekki bara hennar ástvinalið sem hugur og hjarta voru bundin við því ávallt var hjá henni í hjart- anu rúm fyrir alla. Ebba og Högni byggðu þegar á fyrstu hjúskaparárum sínum myndarlegt tveggja hæða hús við Hjarðarholt á Akranesi. Í því húsi bjuggu þau og fjölskylda þeirra nær alla tíð síðan en seldu Gylfa bróður hennar neðri hæðina, þar sem hann og fjölskylda hans bjó síðan um áratuga skeið. Var sam- band fjölskyldna þeirra einstakt og allir sem einn maður. Snyrti- mennskan í hávegum höfð, líkt og verið hafði áður á æskuheimili þeirra systkina, hjálpsemi hvert í annars garð eins og best varð á kosið. Ebba sinnti ýmsum störf- um meðfram heimilishaldinu og var rómuð fyrir þau öll, svo vel var allt af hendi leyst. Samvisku- söm með afbrigðum og hafði sér- lega þægilega og ljúfa nærveru alla tíð. Ég og fjölskylda mín eigum svo margt að þakka, fyrir elskuleg- heit hennar alla tíð, tryggð og trausta vináttu, nú þegar lífsbók hennar hefur verið lokað. Megi frænka mín eiga góða heimkomu í ljóssins heim og við kveðjum hana með innilegu þakklæti fyrir allt og allt. Góður guð varðveiti hana og blessi um alla eilífð. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Einar Jón Ólafsson. Í dag kveð ég föðursystur mína, Ebbu. Hún var mér í æsku eins og móðir, en ég var svo lán- söm að búa í sama húsi, þ.e. í Hjarðarholtinu, og núna veit ég enn frekar hversu heppin ég er að hafa átt Ebbu að og minningin því dýrmætari. Það er svo sterkt í æskuminningunni að á sumrin var farið í berjamó í Hvalfirði með fjölskyldunni og endaði svo af- raksturinn hjá Ebbu, sem sagt sultað og saftað, tappað og merkt á glerflöskur og krukkur. Enda hafði Ebba ekki langt að sækja verkkunnáttu sína varðandi ým- islegt eins og þetta og fleira. Ebba hjálpaði mér endalaust þol- inmóð með handavinnuna í barna- skólanum þegar allt var komið í óefni hjá mér, búin að klúðra köfl- ótta handvinnupokanum sem maður átti að skila sem hand- vinnuverkefni og ég að falla á tíma og orðin geðvond. Enda fannst mér mesta óréttlæti heimsins að þurfa yfirhöfðuð að snerta saumnál og gera kross- saum. Sem fyrr kom Ebba til bjargar og ég gat skilað þessu með sæmd án þess að þurfa að skrópa í handavinnu eða mæta með þetta allt í ólagi. Ebba var mjög skapandi og vandvirk kona og kom það fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur; hvort sem það var prjónaskapur eða eldamennska voru hand- bragðið og gæðin frábær. Hún hafði líka frábært auga fyrir litum og formum hvort sem það var í jólaskreytingum eða uppröðun á fallega heimilinu sínu. Ég dáðist alltaf að því hvað hún gerði allt af miklu öryggi. Hún Ebba var ekki að básúna hæfileika sína heldur var manneskja sem framkvæmdi, skapaði og hafði allt til brunns að bera til að vera titluð hönnuður, listamaður, kokkur og hand- verksmaður. Já, hún Ebba hefði rúllað því upp að reka hvaða lúxushótel sem er. Ebba er í minningunni svona „ofurkona“. Oftar en ekki varð maður vitni að því að hún var að fitja upp, svo þegar maður sneri sér aðeins við þá var allt í einu komin peysa. Ebba gat nánast allt. Ebba varð ekkja á miðjum aldri en gafst ekkert upp, hélt heimili af miklum myndarskap, sem og sumarbústaðnum, sælu- reit sínum í Borgarfirði þar sem litlar hríslur urðu fljótt að skógi enda hugsaði hún um þær af alúð og dugnaði eins og þrekið leyfði. Ebba fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu, réttlæti skorti að henni fannst um mörg málefni. Hún var ekki flokkspóli- tísk að merkja, en var oft brugðið við margt misréttið í þjóðfélaginu. Þegar pabbi greindist með ill- kynja sjúkdóm var engin betri en Ebba enda ósérhlífin þá sem endranær og helgaði hún sem oft- ar líf sitt öðrum en sjálfri sér. Jólaboðin verða víst ekki hjá elsku Ebbu frænku hér eftir og við spyrjum: Hvar fáum við nú gourmet-kókostertu og alvöru heitt súkkulaði um jólin? Hver á núna að leiðbeina okkur í hundr- aðasta skipti við að taka slátur? Og hvar eigum við að borða Þor- láksmessuskötuna? Ég kveð mína yndislegu frænku með þökk fyrir allar þær góðu minningar sem ég og fjöl- skylda mín á. Hún reyndist mér og fjölskyldu minni alltaf vel enda kölluðu stelpurnar okkar hana alltaf Ebbu ömmu. Elsku Lilja, Maggi og fjöl- skyldur, hugur okkar er hjá ykk- ur öllum. Aðalheiður og fjölskylda. Ebba Ingibjörg Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ebbu Ingibjörgu Magn- úsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástríður Þór-hallsdóttir var fædd 9. september 1933 í Stöpum á Vatnsnesi. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vest- urlands á Hvamms- tanga 4. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Þórhallur Bjarnason, f. á Moldhaugum í Eyjafirði 1899, og Þóra Sigvaldadóttir, f. í Múla í Línakradal sama ár. Þóra lést árið 1981 en Þórhallur 1989 og eru þau jarðsett í Kirkju- hvammi. Systur Ástu voru Ingibjörg, f. 1922, d. 2007, Sigríður Sig- urbjörg, f. 1926, d. 2016, og Elín Þórdís, f. 1929, d. 2013. Þann 31. desember árið 1951 giftist Ásta Jóni Ágústssyni, f. í Ánastaðaseli á Vatnsnesi 28. júlí 1924, d. 4. júní 2016. Foreldrar hans voru Ágúst Frímann Jak- er Elísabet Eir Steinbjörns- dóttir. Barn þeirra er Stefanía Ósk, f. 2018. Dætur Helgu og Ólafs H. Guðmundssonar eru Margrét Unnur, f. 1973, og Haf- dís, f. 1980. Sambýlismaður Mar- grétar er Bragi Páll Bragason og eiga þau fjögur börn, Bryn- dísi Helgu, f. 2000, Emilíu Rós, f. 2007, Daniel Andra, f. 2009, og Ragnar Snæ, f. 2012. Ásta gekk í barnaskóla á Vatnsnesi og á Hvammstanga. Hún stundaði einnig nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Foreldrar Ástu fluttu frá Stöpum að Hamri í Hvamms- tangahreppi árið 1944 og síðar í Brekku á Hvammstanga. Jón og Ásta tóku við búskap í Gröf árið 1954 af foreldrum Jóns. Einnig bjó þar með þeim um tíma Jakob bróðir Jóns. Árið 1968 fluttu þau með börn sín til Hvammstanga þar sem þau byggðu sér íbúðarhús á Höfðabraut 5. Það sama ár hóf Ásta hjúkr- unarstörf við Sjúkrahúsið á Hvammstanga og vann þar alla tíð þar til hún komst á eftir- launaaldur. Útför Ástu fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 17. desember 2018, klukkan 14. obsson, f. 1895, d. 1984, og Helga Jónsdóttir, f. 1895, d. 1973. Börn Ástu og Jóns eru: 1) Þór- hallur, f. 16.12. 1952, eiginkona hans er Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir. Börn þeirra eru Birta, f. 1989, og Sindri, f. 1995. Sambýlismaður Birtu er Sig- urvald Ívar Helgason. Barn Þór- halls og Hebu Sigurgeirsdóttur er Auður, f. 1974, gift Erni Hreinssyni. Barn þeirra er Dag- ur Nói, f. 2010. Barn Auðar og Björgvins Ívars Guðbrandssonar er Bjarki, f. 1992, sambýliskona hans er Stefanía Þorsteinsdóttir. Dætur þeirra eru Eik, f. 2014, og Björk, f. 2017. 2) Helga, f. 31.8. 1954, sambýlismaður er Þor- björn Gíslason. Synir þeirra eru Birkir Þór, f. 1990, og Stefán, f. 1991, d. 2001. Eiginkona Birkis Ellin færist mér í fang, fögur enn mín kona. Erum orðin langalang, lífið gengur svona. Þannig hljómaði vísan sem afi fór með á 90 ára afmælisdaginn sinn en lítil stúlka hafði þá stuttu áður komið í heiminn og bætt á ykkur titlum. Langalangamma og -afi. Það hlýtur að teljast af- rek að ná svo löngum titli. Um þetta hugsa ég þegar ég geng inn sjúkrahúsganginn og velti fyrir mér hvort þú munir þekkja mig. Sjúkdómurinn er svo óútreiknanlegur. Ég opna dyrnar að herberginu þínu þar sem þú liggur út af. Geng að rúminu og tek í hönd þína. Þú opnar augun og það lifnar yfir þér. – Auja mín, ertu komin! – Já amma, ég er komin, svara ég og finn fyrir þakklæti fyrir að fá þessa stund með þér því ein- hvern veginn veit ég að hún verður sú síðasta. Þú sest upp og við hlustum á tónlist. Haukur syngur Til eru fræ og þú lygnir aftur augum. Tónlistin færir þig til minning- anna, til þeirra daga þegar þú varst lítil stelpa á Hvammstanga og Hólmfríður bað ykkur Benný um að passa ungahænuna. Þú hlærð upphátt því þér finnst þessi minning alltaf jafn fyndin. Samræður okkar ná ekki langt en það skiptir heldur engu máli, þú ert komin þangað sem veg- urinn endar. Handan við veginn bíður afi í hvítum reiðbuxum og glansandi svörtum stígvélum. Hann réttir fram höndina, tilbúinn að leiða inn í nýjan heim stúlkuna sem hann elskar. Auður Þórhallsdóttir. Það var alltaf gott að koma á Höfðabrautina. Amma stendur á tröppunum og tekur á móti okk- ur með útbreiddan faðminn full- an af ást og umhyggju. Húsið ilmar af nýbökuðum snúðum og búið að fylla tvær Mackintosh- dósir. Inni í ísskáp er apríkós- urjómatertan sem alltaf var til ef von var á gestum, og amma byrj- uð að hita kakó. Eplakakan með haframulningnum er í ofninum. Krakkarnir hlaupa inn því þau elska snúðana hennar ömmu. Síðan eru tekin nokkur spil, slönguspil, lottóspil, ólsen ólsen og veiðimaður. Þetta voru góðir tímar og allir hlökkuðu til að gista hjá ömmu og afa enda hvergi eins gott að vera. Amma sá líka alltaf til þess að enginn færi svangur úr hennar húsi. Það er erfitt að kveðja ömmu. Hún var ekki bara amma mín heldur líka ein af mínum bestu vinkonum. Við amma höfum allt- af átt einstaklega gott samband og brallað ýmislegt í gegnum tíð- ina. Við deildum því skemmtilega áhugamáli að vera miklar jóla- konur og höfum mikið föndrað og bakað saman í gegnum tíðina. Alltaf biðum við spenntar eftir því að fá heimatilbúnu jólakortin hvor frá annarri. Amma sá líka alltaf til þess að við ættum nóg af heimatilbúnu jólaskrauti eftir hana. Hún amma mín var yndisleg kona. Ég veit að hún er á góðum stað núna, komin til afa og Stef- áns og líður vel. Það er örugg- lega glatt á hjalla hjá þeim og mikið hlegið og sagðar skemmti- legar sögur með Bangsa, Önnu og öllum hinum. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir öll árin sem ég átti með ömmu og þær yndislegu minn- ingar sem ég á um hana. Minn- ingar sem munu hlýja mér um hjarta um aldur og ævi. Margrét. Margar af mínum bestu minn- ingum um ömmu átti ég með henni í Selinu. Á sumrin tók allt- af á móti okkur fuglasöngur og oftar en ekki fundum við lítið hreiður. Ég man svo vel eftir ömmu að sýsla í húsinu að viðra rúmföt og teppi á meðan ég lék mér við lækinn. Jólin voru svo tími ömmu og á hverju ári hittist fjölskyldan hjá henni í laufa- brauðsgerð sem var ómissandi um hátíðarnar, svo ekki sé minnst á allar notalegu stund- irnar sem við áttum yfir jóla- föndri. Það verður óneitanlega skrítið að halda upp á næstu jól án þín, en við huggum okkur við að þú færð að halda þau með afa og Stefáni í staðinn. Ég elska þig amma mín. Þín Hafdís. Ein af mínum fyrstu minning- um er að skríða undir girðingu á leiðinni yfir til Ástu. Það var áreiðanlega ekki fyrsta ferðin og þær áttu eftir að verða margar í framtíðinni þó að ég hætti að skríða undir girðinguna. Ásta var stundum kölluð Ásta í næsta, stundum Ásta Þórhalls eins og algengt er á Hvamms- tanga en oft líka nefnd sem hluti af heildinni Jón og Ásta. Á heim- ili þeirra var ég alltaf velkomin, hvenær sem var, og ég efaðist aldrei um að þar ætti ég mitt fasta sæti. Á kveðjustundu rifjast upp alls konar minningar sem allar eiga það einhvern veginn sam- eiginlegt að tíminn virtist alltaf nægur og stress og vesen víðs fjarri. Ég lærði ýmislegt af Ástu, sá fólk sem sumt var svolítið öðruvísi, kynntist nægjusemi og gönguferðum því Ásta var dug- leg að ganga. Líklega stendur þó upp úr að Ásta kynnti mig fyrir Hjalta litla og Lappa, sem varð til að ég lærði að lesa og meta góða sögu. Það hafði áhrif fyrir lífstíð líkt og ævarandi vinskapur Ástu. Halla Þorvaldsdóttir. Ástríður Þórhallsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ástríði Þórhallsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.