Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.03.2019, Síða 23

Víkurfréttir - 07.03.2019, Síða 23
og fleiri staði. María Rún hefur ákveðnar skoðanir á þessu sem öðru. „Fólk þarf að átta sig á því að þetta er ekki lengur einhver smábær. Mér finnst vanta almennilega kaffihúsamenningu hér. Þegar ég bjó í Reykjavík þá var það bara normið að hitta vini sína á kaffihúsi. Við hittumst þar á kvöldin, fengum okkur kaffi eða bjórglas. Svona kaffihúsastemningu væri alveg hægt að skapa hér í Keflavík. Hún er auðvitað ein- hver en alls ekki mikil, fólk virðist halda sig mikið inni í þessu bæjarfélagi. Það er svo margt fólk sem býr hérna núna og svo er fullt af ferðamönnum. Við erum félagsverur og það er gaman að hitta aðra. Ég er að reka Paddy’s á Hafnargötu og er plötusnúður þar um helgar. Við erum stundum með tónleika og fáum líka trúbadora til okkar. Svo fáum við oft útlenska ferðamenn sem segjast fíla Keflavík mun betur en Reykjavík. Við þurfum að átta okkur á þessum tækifærum sem við erum með hérna. Ferðamennirnir vilja til dæmis sjá svona passlega lítinn bæ en spyrja stundum hvar allir Íslendingarnir séu. Það eru tómar götur og lítið líf í miðbænum. Þetta er alveg satt hjá þeim, það vantar meira líf í bæinn okkar. Þetta er orðið ótrúlega fínt bæjarfélag og svo margt gott að gerast en það þarf að efla menninguna. Af því að við erum orðin jafn stór eða stærri en Akureyri, berum þá saman þessa bæi og sjáum hvað við gætum gert meira af hér sem þeir gera þar. Mér finnst Hljómahöllin ótrúlega flott, safnið þar er frábært, tónlistarskólinn og tónleikasalirnir. Á Íslandi er mikið til af góðu tónlistarfólki. Við þurfum að gera eitthvað meira með þetta,“ segir María Rún og við förum á flug saman, blaðakonan og hún, um hvað væri hægt að skapa hér. Öll bítlamenningin sem tilheyrir nafninu Keflavík. Við rifjuðum upp Glóðina, þetta glæsilega veitingahús við Hafnargötu, sem einnig var hálfgert safn í kringum Hljóma. Þar gat fólk séð fullt af tískufatnaði sem afi og amma Maríu Rúnar áttu en hún er barnabarn þeirra Rúnars Júlíussonar heitins og Maríu Baldursdóttur. Við veltum fyrir okkur hvað myndi gerast ef tóm húsnæði við Hafnargötu yrðu fyllt af fleiri spennandi fyrirtækjum. Hvort Keflavík gæti ekki skapað sér stærri ímynd í kringum bítlabæinn, látið bæinn iða meira af tónlist við Hafnargötu. Við töluðum um gamla ljósastaurinn sem er staðsettur á horninu þar sem margir unglingar hittust áður við Hafnar- götu. Gera meira svona, búa til segul sem myndi lokka fólk frá öðrum byggðum hingað í heim- sókn. Nútímafólk er alltaf að leita að afþreyingu í frítíma sínum. Einu sinni sótti fólk í Eden í Hveragerði til þess að fá sér ís og horfa á apana þar. Í dag má gera eitthvað allt annað til að fá fólk í bíltúr hingað suður með sjó. En aftur að veganisma. Hvernig byrja ég sem vegan? „Ef þú hefur ákveðið að þú vilt verða grænkeri en finnst þú þurfa smá aðstoð til að ýta þér áfram þá er ótrúlega margt á netinu sem gæti hjálpað þér. Það er ágætt að byrja á því að skoða heimildarmyndir um hvernig farið er með dýr í matvælaframleiðslu. Mynd eins og Earthlings með Joaquin Phoenix gefur góða fræðslu um það en hún er mjög grafísk og mjög erfitt fyrir suma að horfa á hana. Svo er mynd eins og Cowspiracy sem fjallar meira um hvað landbúnaðurinn er skaðlegur umhverfinu. Maður þarf að finna ástríðu fyrir því að verða vegan til að halda það út. Þú ert að gera jörð- inni okkar greiða með því að gerast grænkeri. Þú getur einnig farið í hóp á Facebook sem heitir Vegan Ísland, þessi hópur er alltaf að verða stærri og stærri á Íslandi en þar eru með- limirnir orðnir yfir tuttuguþúsund. Það eru margir þar sem geta gefið góð ráð en það er mjög gott að leita til reyndari grænkera. Svo er bara að byrja og prófa að borða vegan, sleppa öllum dýraafurðum og læra á stað- gengla dýraafurða. Það þarf heldur ekkert að henda sér beint í djúpu laugina heldur gera þetta á sínum eigin hraða. Annars snýst þetta um að allir geri sitt besta,“ segir María Rún að lokum. Uppskrift frá Maríu Rún: Chilli Sin Carne Þetta er mjög einfaldur réttur en frekar sterkur. Það er auðvitað hægt að minnka eða auka magnið af chilli eftir hentisemi. Gott er að útbúa þetta í stórri pönnu eða fyrst á pönnu og færa svo yfir í pott. Ég sýð annaðhvort hrísgrjón eða quinoa með þessum rétti. Þetta er svolítið stór skammtur en það er líka svo gaman að eiga afganga. 1 poki sojahakk (t.d. Anamma) 1 dós rauðar nýrnabaunir í chilli-sósu (t.d. Biona Organic) 1 dós hakkaðir tómatar 1 lítil dós tómatpúrra 1 bolli maís 1 rauð paprika ½ lítil, sæt kartafla 4 stórar gulrætur 2 ferskir, rauðir chilli 2 ferskir, grænir chilli 1 habanero fyrir aukastyrk 3 hvítlauksgeirar 1 laukur 1 grænmetisteningur 1 tsk. kúmen 1 tsk. cayenne-pipar 1 tsk. kanill Sriracha-sósa eftir smekk Salt og pipar eftir smekk Ferskur kóríander Aðferð: Skerið allt grænmeti og chilli- pipar smátt niður. Byrjið á að steikja sætu kartöfluna og gul- rætur upp úr olíu eða vatni og leyfið þessu að mýkjast áður en restinni af grænmetinu er skellt á pönnuna. Bætið tóm- atpúrru, sriracha og kryddi saman við. Bætið hökkuðum tómötum, nýrnabaunum, maís og sojahakki sa0man við og leyfið að malla í smá tíma. Ef þú ert fyrir kóríander mæli ég með að strá honum yfir í lokin. Maður þarf að finna ástríðu fyrir því að verða vegan til að halda það út. Þú ert að gera jörðinni okkar greiða með því að gerast grænkeri ... Á vf.is má finna fleiri atriði sem þarf að hafa í huga við grænkeralífstílinn ❱❱ ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEININGU VS OG VR Atkvæðagreiðsla um sameiningu VS og VR hefst kl. 8:00 miðvikudaginn 6. mars og stendur hún til kl. 12:00 miðvikudaginn 13. mars. Komi til þess að sameining verði samþykkt í atkvæðagreiðslu munu félögin renna saman 1. apríl að aflokinni samþykkt á aðalfundi VR sem haldinn verður 27. mars. Félagsmönnum verður send tilkynning um rafræna atkvæðagreiðslu í pósti og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VS, vs.is Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Kjörstjórn 23MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. mars 2019 // 10. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM María Rún tveggja ára að hlusta á tónlist, en hvað?

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.