Fylkir - 01.12.2017, Qupperneq 3
FYLKIR - jólin 2017
3
ÚTGEFANDI:
Eyjasýn hf. fyrir hönd
Sjálfstæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum
RITNEFND: Trausti Hjaltason, ábm.,
Arnar Sigurmundsson,
Aníta Óðinsdóttir
Birna Þórsdóttir
og Sindri Ólafsson
UMBROT: Eyjasýn hf. Vestmannaeyjum
PRENTUN: Landsprent ehf.
UPPLAG: 2000 eintök
BLAÐINU ER DREIFT Í ÖLL HÚS Í VESTMANNAEYJUM OG AUK ÞESS SENT VÍÐA UM LAND OG SELT Í LAUSASÖLU
Á KLETTI, VESTMANNAEYJUM. ÞAÐ VERÐUR EINNIG AÐGENGILEGT Á EYJAFRETTIR.IS ÚT JANÚAR 2018
EFNISYFIRLIT
Bls. 5 Maður þakkar fyrir hvern góðan dag sem maður fær
- Viðtal Sigurgeirs Jónssonar við Hávarð Sigurðsson fyrrum verkstjóra
Bls. 9 Hús og fólk: Aðalból – byggt árið 1922 - Ágúst Karlsson tók saman.
Bls. 12 Hefnd Helgafells - eftir Gísla Pálsson og Helga Bernódusson.
Bls. 16 Anna Halldórsdóttir frá Eystri Gjábakka eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur.
Bls. 19 Látnir kvaddir - Myndir af fólki sem búið hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða
skemmri tíma og lést á árinu.
Myndir í blaðinu: Forsíðumynd: Sæþór Vídó. Aðrar myndir: úr einkasöfnum, Sigurgeir Jónasson
og Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.
Aðventan er frábær tími fyrir börn-
in og alla sem vilja vera börn og alla
sem geta notið væntinga jólanna.
Hún er tíminn sem við notum til að
ganga í takt við aðdraganda jólahá-
tíðarinnar. Við eigum jólin vegna
fæðingar Jesú Krists og aðventan
er í raun gefi n til að við eigum
svolítinn tíma til undirbúnings fyrir
messudag Jesú Krists. Jóladagurinn
sjálfur er á mörgum tungumálum
kallaður Kristsmessa og þekkjum
við það vel úr ensku. En við sjáum
hvernig allt stefnir hér heima upp
í átt til þessarar hátíðar skref fyrir
skref, dag fyrir dag. Það er engu
líkara en við séum öll sem þjóð að
feta veginn upp til Betlehem í svita
og ryki vegarins, upp til þessa litla
bæjar þar sem Jesús fæddist og lýst
er í guðspjöllunum um hann.
Ég minnist margra góðra stunda á
aðventunni í Vestmannaeyjum og
það fyllir hjarta mitt hlýju að minn-
ast þess hvað það var oft gaman
að koma á hvern fundinn á fætur
öðrum að vekja hugann, spjalla og
fl ytja ljóð á aðventunni. Nú stunda
ég þetta með öðrum hópum og
skokka um á Suðurlandinu og á
nokkrum stöðum á Höfuðborgar-
svæðinu. Og það merkilega er
að hér er ég líka að hitta fólk sem
er bæði skemmtilegt og spennt
yfi r því að heyra boðskapinn um
komu jólanna. Það eru svo margir
sem vilja minnast við stefi n úr
þessum merkilega trúararfi sem
við eigum. Ég man eftir því þegar
Eyjamaður nokkur skrapp eitt sinn
í Skagafjörðinn og þegar hann kom
til baka sagði hann að það hefði
komið honum á óvart að þarna var
líka að fi nna fullt af skemmtilegu
fólki. Það hefði samt gengið betur
hjá mér í Eyjum að segja fá því sem
ég var að hugsa um daginn. Ég fór
að hugsa upp mannanöfn. Það var
upphafl ega út frá sannri sögu af
henni Fimmsunntrínu sem fæddist
fyrir vestan á fi mmta sunnudegi
eftir trinitatis, en trinitatis er þrenn-
ingarhátíð á íslensku, næsti sunnu-
dagur eftir hvítasunnu. Það þýðir
að Fimmsunntrína okkar hefur
fæðst á sunnudegi um miðjan
sláttinn og fékk þetta fallega nafn.
Sennilega hefur kvenmannsnafnið
Sunna Sól verið upptekið fyrir önn-
ur börn sem fæðst höfðu á sunnu-
degi. Og þá fór ég að velta því fyrir
mér í upphafi aðventu af hverju
engum hafi komið til hugar að gefa
telpu nafnið Aðventa. Aðventa er
ljómandi fallegt nafn og hafa verið
skrifaðar bækur um aðventu, ljóð
og sögur. Ég ímynda mér að það
hefði verið hlegið meira í Landa-
kirkju yfi r þessari hugmynd en hér
en samt brostu nokkrir Flóamenn
að þessu í kirkju um daginn. Við
sjáum allavega eina góða hlið á
þessu heiti ef við skáldum það
hvernig mamma telpunnar litlu
kemur út á tröppurnar og kallar út
á götu: „Aðventa mín, komdu inn.
Það er kominn matur.“ Það er eigin-
lega það sem allir eru að kalla núna:
„Komdu aðventa. Það er hlaðborð.
Það eru tónleikar.“
Nandinn við nafnið Aðventa er að
gert yrði gys að barninu þrátt fyrir
allt frjálslyndi okkar daga. Þó tölum
við oft um jólabörn. Við viljum gefa
börnum okkar það besta sem við
eigum. Maður einn, vel þekktur,
hefur líklega ekki fengið það besta
í æsku sem samfélagið gat gefi ð.
Það gerðist líka fyrir vestan. Til er
afar fallegur jólasálmur eftir Gísla
í Uppsölum. Ég leyfi mér að vitna í
hann til að minna okkur á að jólin
eru hátíð fyrir allar manneskjur
og það má ekki gleyma neinum. Í
jólaljóði sínu, Bæn einstæðingsins,
yrkir Gísli fallega en um leið er það
svo sárt að það kallar okkur öll til
ábyrgðar á aðventu:
Ó, minn Guð, mig auman styð,
ögn í lífsins straumi.
Kenndu mér að fi nna frið
fjarri heimsins glaumi.
Og svo fi nnur hann friðinn og ljósið
af hátíð jólanna því „jólin færa frið
til manns og fegurð nærir hjarta“
og þá kemur lofgjörð hans til Guðs
og trúin „Þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar“. Þá segir
Gísli í Uppsölum:
Ljúfi Drottinn, lýstu mér,
svo lífsins veg ég fi nni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Ég óska þess að ljósið frá Drottni
ljómi í sálum okkar allra þegar við
höfum bundist hátíðinni svo vel
að aðventan fyllir væntingarnar og
nær að kalla inn hátíðleg jól með
gleði friðar og kærleika. Kæru vinir,
gleðileg jól!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Sr. Kristján Björnsson:
Aðventa mín, komdu inn
Frá ritnefnd
Með þessu Jólablaði Fylkis lýkur 69 árgangi
blaðsins. Eins og áður koma margir að
verki við efnisöfl un, greinarskrif og söfnun
kveðja og auglýsinga. Blaðið þakkar
greinarhöfundum og viðmælendum fyrir
ánægjuleg samskipti. Sérstakar þakkir
fær Bjarney Erlendsdóttir, - Baddý í
Ólafshúsum – fyrir umsjón með þættinum
Látnir kvaddir og Emilía B. Björnsdóttir
yfi rmaður á ljósmyndadeild Mbl. fyrir
ljósmyndir í þáttinn um langt árabil. Við
upplýsingaöfl un var leitað til margra aðila ,
má þar nefna Sigurgeir Jónasson frá Skuld ,
Kára Bjarnason forstöðumann Safnahúss og
Jónu Guðmundsdóttir á Skjalasafni Vm. og eru
þeim færðar innilegar þakkir fyrir samskiptin.
Að endingu þökkum við öllum þeim sem
senda kveðjur og auglýsingar í JólaFylki, því
án auglýsingatekna væri útilokað að gefa
blaðið út. Metnaður okkar við útgáfuna
stendur til þess að gefa út blað þar sem
komið er á framfæri skrifum um mannlíf,
atvinnulíf og menningu í Eyjum auk Þáttarins
látnir kvaddir sem fylgt hefur blaðinu í 42 ár.
Fh. ritnefndar Fylkis
Arnar Sigurmundsson